17.12.01

Sniglar í jólaskapi

Sniglar og Pat Savage

Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglarnir, héldu árlegt jólaball sitt með pompi og prakt i sal  slysavarnafélagskvenna á laugardaginn. 

Komu þar leðurklæddir og húðflúraðir bifhjólamenn saman og gerðu sér glaðan dag í tilefni jólanna. Hljómsveitin OFL lék fyrir dansi en þar að auki tók kanadíski tónlistarmaðurinn Pat Savage lagið fyrir Sniglana en Pat ermeð frægari blúsgítarleikurum úr röðum bifhjólamanna í Norður-Ameríku. Hefur hann enn fremur leikið og hljóðritað með mörgu stórmenninu á sviði blústónlistarinnar og nægir þar að nefna B.B. King, Albert King, Robert Cray og Jeff Healey. Þá hefur Pat Savage verið í forsvari fyrir samtökin Bifhjólamenn gegn ofbeldi á börnum (Bikers Against Child Abuse) sem berjast eins og nafnið gefur til kynna gegn misnotkun og ofbeldi á  börnum. Þess má geta i því sambandi að allur ágóði af jólaballi Sniglanna í ár (sem endranær) rennur til Geldingalækjar en þar dvelja einmitt börn sem eiga við foreldravandamál að stríða.
Er Pat Savage staddur hér á landi nú tilskrafs og ráðagerða við íslenska bifhjólamenn en fyrirhugað er að hann haldi tónleika ásamt hljómsveit sinni á landsmóti bifhjólasamtakanna sem haldið verður árið 2004. -EÖJ
Dagblaðið Vísir