7.2.02

Sniglarnir efna til umfangsmikillar rannsókna

Lítil reynsla ökumanna hefur mikil áhrif


Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, hafa í samvinnu við Umferðarráð hrundið af stað stærstu umferðarslysarannsókn sem framkvæmd hefur verið á íslandi. Ætlunin er að skoða öll slys yfir heilan áratug, frá 1991-2000, alls rúmlega 700 slys. Að mati Sniglanna hefur ekki verið nóg að gert í rannsóknum á þessum málum hérlendis. Niðurstöður rannsóknarinnar verða svo notaðar í jákvæðum tilgangi, m.a. til að hrinda af stað umferðarátaki, bæta kennslu o.s.frv. Áætlað er að kynna þær á vorfundi Sniglanna seinnihluta apríl.
Að sögn Njáls Gunnlaugssonar, framkvæmdastjóra rannsóknarinnar, voru það fyrst niðurstöður svipaðra rannsókna í Noregi sem hvöttu menn til að skoða sömu hluti hérlendis. „Mótorhjólasamfélagið hefur breyst mikið á síðasta áratug og staðalmyndin er ekki lengur af tvitugum strák á keppnishjóli heldur frekar eldra fólki, en þar hefur orðið langmesta aukningin að undanförnu. Fólk sem lærir á mótorhjól í dag er í flestum tilvikum eldra en þrítugt, en það er einmitt það sem hefur efhi á því að eiga og reka mótorhjól," segir Njáll.
Niðurstöður norsku rannsóknarinnar frá 1999 benda til þess að aldurshópurinn 18-39 ára lendi meira en tvöfalt oftar í mótorhjólaslysurn þar sem slys annars vegar, en þeir sem eru fertugir og eldri. Þetta sýnir það klárlega að litil reynsla ökumanna er stór þáttur hvað slysatiðnina varðar. „Annað athyglisvert sem kom út úr rannsóknunum í Noregi og við munum skoða hérna sérstaklega er að einstaka gerðir af hjólum með svokallaða „töff ímynd" lenda næstum því þrisvar sinnum oftar i óhappi en aðrar gerðir með „góða ímynd" þrátt fyrir að hjólin með „góðu imyndina" væru í fleiri tilfellum kraftmeiri," segir Njáll Gunnlaugsson.
-aþ
7.2.2002