21.8.01

Lokaumferð íslandsmótsins í enduro




 Viggó öruggur

Lokakeppni íslandsmótsins í enduro fór fram um helgina á Hellu um leið og töðugjöldin. Staðan milli efstu manna var mjög jöfn fyrir mótið og voru Einar og Viggó til dæmis jafnir að stigum með 55 stig. Ljóst var því að barist yrði af hörku í keppninni, einnig um þriðja sætið þar sem keppnin stóð á milli Ragnars Inga og Hauks Þorsteinssonar.
   Keppnin í B-flokkki hófst fyrst um morguninn og þar var það Gunnlaugur R. Björnsson sem sigraði og tók þar með Islandsmeistaratitilinn. Hann mun ásamt efstu keppendum ííslandsmeistaramótinu íB-flokki færast upp í A-flokk á næsta ári. í þessum flokki keppti í fyrsta skipti kona í íslandsmeistaramóti og gekk henni vel. Valkyrjan heitir Hólmfríður Karlsdóttir og hafði hún þetta um keppnina að segja, að sandurinn hefði verið erfiður en keppnin skemmtileg þótt hún hafi verið ístyttra lagi ísínum flokki. Lenti hún í 31. sæti af 37 keppendum sem er ágætisárangur í sinni fyrstu keppni.
   Veður var enn þá gott þegar keppni í A-flokki hófst á hádegi. Viggó Örn náði strax forystunni í ræsingu og hélt henni allt til enda og keyrði hann af miklu öryggi alla keppnina. Einar Sigurðsson, sem var í miklli baráttu við hann, var þriðji úrrásmarki og hélt í við hann lengi vel, en festi sig í einum skurðinum og missti við það þrjá fram úr sér. Hann náði þó að keyra þá alla uppi en hafði ekki við Viggó og endaði í öðru sæti eftir hörkukeyrslu. Um miðbik keppninnar byrjaði að rigna og þá breyttust nokkuð aðstæður í brautinni á köflum þar sem ekið var í mýrlendi. Mynduðust þar nokkrir leðjupyttir sem voru erfiðir yflrferðar og af þeim sökum urðu smástíflur í keppninni þegar margir ætluðu yfir i einu. Þá kom sér vel að meðal áhorfenda voru nokkrir áhugasamir strákar sem víluðu ekki fyrir sér aðvaða drulluna upp í klof og draga keppendur upp úr og eiga þeir heiður skUið fyrir framtakssemina
   Greinilegt var að drullan reyndi vel á keppendur og hjól þeirra og áttu tvígengishjólin sérstaklega erfitt með stærstu pollana. Eftir erfiðan akstur i sextán hringi um sex kílómetra langa brautina stóð Viggó Örn uppi sem sigurvegari með tæplega fjögurra mínútna forskot á næsta mann, fráfarandi íslandsmeistara, Einar Sigurðsson. Viggó náði alls 85 stigum í keppnunum þremur en Einar 80 og getur munurinn vart verið minni, enda skiptu þeir á milli sín tveimur efstu sætunum í keppnunum í sumar. -NG