Sigurvegari í 2. umferð í enduró
Fyrsta konan sem keppir í enduro á íslandi, Anette Brindwell, en hún kom hingað frá Svíþjóð. Keppnin í B-flokki var einnig spennandi þótt þar væru helmingi færri keppendur |
Einn 12 ára keppandi
Byrjað var á keppni í B-flokki en
hann er fyrir þá sem eru styttra
komnir í sportinu og vilja vinna sig
upp í A-flokk. Keyrt er i eina
klukkustund sem er helmingi
styttri tími en í A-flokki. Meðal
keppenda þar var yngsti keppandinn, aðeins 12 ára gamall, Arnór
Hauksson, á Yamaha 80, en hann
varð í 17. sæti. Hann er sonur
Hauks Þorsteinssonar sem keppti í
A-flokki og varð þar í þriðja sæti.
Greinilega upprennandi keppnismaður á ferð og á næstu tveimur árum munu fleiri strákar bætast í
yngsta hópinn. Sá sem vann B-flokk
nokkuð örugglega var Gunnlaugur
R. Björnsson á Yamaha WR 426,
með 4 ekna hringi á tímanum
46,49. Annar var Elmar Eggertsson á Kawasaki KX 250 og þriðji
Björgvin Guðleifsson á KTM 200.
Nítján fyrstu í B-flokki óku fjóra
hringi í brautinni sem var um sex
kílómetra löng.
Hringaði alla nema Einar
Það voru Einar Sigurðsson, Viggó Viggóson, Haukur Þorsteinsson og Ragnar Ingi Stefánsson sem voru fremstir í rásröð og var það Haukur sem tókst að verða fyrstur í gegnum fyrsta hlið. Fram undan var skurður sem lá í hlykkjum og var fullmikil þrenging fyrir keppendur og þurftu öftustu menn að bíða í allt að 3-4 mín eftir að komast í gegnum hann. Eftir fyrsta hring var Viggó Viggósson á KTM 380 kominn með forystuna og jók hana jafnt og þétt alla keppnina allt til loka og sigraði með 11 ekna hringi á tímanum 119, 54 mín., en fékk 5 mínútur í refsingu fyrir að sleppa hliði. Var Viggó þá búinn að hringa alla keppendur nema Einar Sigurðsson sem varð annar. Þriðji varð svo Haukur Þorsteinsson á Yamaha YZ 426 en hraðasta hring átti Viggó Viggóson sem var 10 min. og 21 sek., sett í fyrsta hring, og var meðalhraði Viggós því um 36 km í hraðasta hring. Sýndi Viggó jafna og hraða keyrslu allan tímann meðan talsvert var farið að draga af öðrum og sigraði því örugglega þrátt fyrir refsinguna.Dv 18.6.2001