Karen Gísladóttir á Kawasaki
ZX-7 kvartmíluhjóli sínu mun veröa í fríðum hópi , .- hjólafólks sem fer um göturnar í dag, á hjóladegi Snigla. |
Hinn árlegi hjóladagur Snigla fer fram í dag.
Mótorhjólafólk ætlar að hittast við Kaffivagninn klukkan 13.00 og mun hópkeyrsla leggja af stað um bæinn um það bil hálftíma seinna. Aksturinn endar svo niðri í bæ við Miðbakkann þar sem dagskrá fer fram og verður þar meðal annars haldið undanmót í Snigilakstri mótorhjóla. Snigilakstur er keppni í að aka sem hægast stutta vegalengd án þess að setja niður fót og er keppt í þessu á Landsmóti Snigla sem fer fram í Húnaveri næstu helgi. Brautin er 16 metrar að lengd og íslandsmetið á Steini Tótu í Vélhjól & Sleðar, 1 mínútu og 9 sekúndur rúmarSýnilegur áróður
Bifhjólasamtökin ætla að nota tækifærið í dag og hleypa af stokkunum nýju umferðarátaki til fækkunar bifhjólaslysa. Fáir umferðarhópar eru jafn duglegir við að vinna að sinum málum eins og þeir og kemur það lika af illri nauðsyn, þar sem tryggingar á bifhjól geta oft verið stjarnfræðilega háar. Karen Gísladóttir í tryggingarnefnd Snigla segir að átakið verði sýnilegra núna en oft áður. „í því skyni erum við að láta prenta fyrir okkur miða sem eru í kreditkortastærð og innihalda þessir miðar annars vegar tíu atriði fyrir ökumann bifhjóls til þess að hafa í huga þegar hann fer út í umferðina, og hins vegar tíu atriði fyrir ökumann bíls. Til dæmis segjum við við bifhjólamanninn „Vertu ekki i blinda svæði bílsins" og við ökumann bílsins „Sérðu mótorhjól, líttu tvisvar." Einnig er ætlunin að vera með veggspjöld til setja upp á bensínstöðvar og samkomustaði bifhjólafólks með viðlíka áróðri."Mótorhjólaslysum fækkar
Samkvæmt bráðabirgðatölum Umferðarráðs frá síðasta ári fækkar slysum á mótorhjólum milli áranna 1999 og 2000 um 47%. Alls voru skráð hjá Umferðarráði árið 2000 30 slys þar sem slys urðu á fólki á vélknúnum ökutækjum á tveimur hjólum. Árið 1999 voru þau 44. Færri slys ættu að hafa áhrif á tryggingar bifhjóla sem rokið hafa upp úr öllu valdi á síðustu árum. Eins og áður sagði er samkoman eftir hópkeyrsluna niðri á Miðbakka um þrjúleytið og vill Karen hvetja alla þá sem hafa áhuga á mótorhjólum til að mæta, þó ekki væri nema til að skoða fjölda bifhjóla saman kominn. -NG
DV 30.6.2001