5.5.01

„Stefni á að halda titlinum"

Einar á fullri ferð

- segir Einar Sigurðsson, íslandsmeistari í enduro 

EinarSigurðsson er íslandsmeistari i enduro og hefur verið það sl. tvö ár. Við tókum hús á Einari til þess að heyra hvað hann er að bralla þessa dagana. Nú varðst þú íslandsmeistari í fyrra, Þurftir þú ekki að hafa töluvert fyrir titlinum?
„Nei, nei, þessir guttar áttu ekki séns.
 Að öllu gríni slepptu þá var smáheppni yfir þessu hjá mér í fyrra þegar Viggó, helsti keppinautur minn, datt út vegna bilunar, þó að ég hefði unnið hann hvort sem var."
Hvernig undirbýrð þú þig fyrir keppnistímabilið?
„Ég stunda iscross mikið á veturna og held mér þannig í formi. Svo þegar fer að vora þá reyni ég að hjóla 4-5 sinnum í viku. Ég er litið fyrir að pumpa í líkamsræktarstöðvum eins og sumir hamast við allan veturinn." Nú hefur þú farið til útlanda að keppa, hvernig gekk það? „Já, ég fór til Englands í fyrra, nánar tiltekið til Wales í þriggja daga enduro-keppni. í upphafi keppninnar gekk mér mjög vel og var í öðru sæti i mínum flokki. En svo sprengdi ég á öðrum degi og má segja að ég hafi ekki átt möguleika eftir það því keppnin er svo svakalega jöfn. Ég endaði svo einhvers staðar i kringum hundraðasta sætið, sem er nú  ekki viðsættanlegur árangur, því ég veit að ég get gert betur. Það er líka fullt af strákum hérna heima sem ættu að prufa þetta því þeir eiga fullt erindi þarna út og þetta er frábær reynsla."

Eins og í formúlunni 

Nú þegar nokkrir dagar eru í fyrstu íslandsmeistarkeppni, er þá ekki kominn fiðringur í menn? „Jú, jú, enda erum við búnir að æfa grimmt í allan vetur og KTMliðið, sem ég keppi í, er meira að segja búið að æfa allt skipulag fyrir næstu keppni þannig að ekkert klikki. Þvi það er mjög mikilvægt að allt gangi fumlaust fyrir sig þegar keppendur koma inn á pittsvæðið þar sem þeir fá bensín á hjólin og kannski smá vatnssopa og ný gleraugu. Þetta er ósköp svipað og í formúlunni þegar menn koma þar í viðgerðarhlé." Er það ekki rétt að þú eigir tvö hjól sem þú notar til skiptis? „Jú, það er rétt, ég á KTM 520cc og 400cc. Stærra hjólið ætla ég að nota í enduro- jeppnunum en 400 hjólið í motocrossið. Ég æfi mig þó mun meira á minna hjólinu." Er þetta ekki orðin algjör bilun að eiga tvö hjól. Hvað kostar svona pakki? „Nýtt hjól kostar hátt í 800 þúsund og galli og fylgihlutir hátt í 200 þúsund þannig að það eru miklir peningar 1 spilinu. En ef maður ætlar að vera með á fullum dampi þá er þetta kostnaðurinn þó að flestir láti sér nægja eitt hjól." Hvað heldur þú með komandi keppnisár. Verður þú Islandsmeistari þriðja árið i röð eða sérðu einhverja sem get veitt þér einhverja keppni? „Að sjálfsögðu stefni ég á aðhalda titlinum en félagar mínir í KTM-liðinu verða grimmir og má búast við að Viggó mæti dýrvitlaus eftir ófarirnar i fyrra. Svo má ekki gleyma Gumma og Helga Val. Svo gætu einhverjir af þessum gömlu hundum, eins og Reynir,
Raggi eða Gussi Froða, komið á óvart."

Vantar fræðslu og svæði

 Nú hefur gríðarleg aukning verið í sportinu, er þetta ekki frábær þróun sem hefur átt sér stað? „Jú, að sjálfsögðu er gaman að sjá hve margir eru farnir að stunda þessa íþrótt. En það eru líka ókostir við þetta eins og annað. Þeir sem eru að byrja í sportinu og eru kannski búnir að eyða aleigunni í hjól freistast kannski til þess að aka um á númerslausum hjólum þar sem tryggingarnar eru svo svimandi háar á mótorhjólum í dag. Svo eru alltaf svartir sauðir innan um sem eru að aka utan vega, aðallega vegna þess að þá skortir smáfræðslu um sportið. En á meðan ekkert viðukennt svæði er til þá verður þetta svona." Er eitthvað að lokum sem þú vilt segja við þá sem eru að byrja í sportinu? „Já, ég vil hvetja þá til þess að sýna hestamönnum og öðru útivistarfólki tillitssemi og aka ekki á þeim svæðiun þar sem hætta er á gróðurskemmdum. Svo er mjög gott að ganga í VÍK til þess að vera í sambandi við aðra hjólamenn.
Það er hægt á vefnum á heimasíðu klúbbsins, motocross.is." -MS
 DV 5.5.2001