5.5.01

Hvað er enduro?

Enduro-keppnir hafa verið stundaðar hér á landi í fjölda ára og voru fyrstu keppnirnar haldnar í kringum árin 79-80. 

Þó hefur ekki verið keppt til íslandsmeistara í enduro nema sl. 3 ár og er þetta því fjórða árið sem íslandsmeistarakeppni fer fram. Í fyrstu keppninni, sem gilti til íslandsmeistara árið 1998 og haldin var við Litlu kaffistofuna, voru 30 keppendur. Síðan hefur keppendumfjölgað jafnt og þétt og voru keppendur flestir í Snæfells-enduro-keppninni, i fyrra alls 68. í ár er líklegt að fjöldi keppenda verði nálægt 100 þar sem þetta sport er i gríðarlegri uppsveiflu. Einn helsti hvatamaður að þessum keppnum hefur verið Hjörtur L. Jónsson sem kom sportinu aftur á koppinn nú seinni ár.

Eins og maraþonhlaup

 Orðið enduro er upphaflega komið  úr spænsku og þýðir úthald. Orðið visar til þess sem enduro-keppnin gengur út á enda er keppnisleið valin með því hugarfari að hún sé erfið og að meðalhraði keppenda sé lítill. Það má segja að enduro mætti líkja við maraþonhlaup, torfærukeppni, motocross og Formúlu 1, allt i sömu keppninni. Brautin sem er keyrð er oftast lögð á gömlum slóðum, línuvegum, söndum eða öðrum gróðurlausum stöðum þar sem ekki er hætta á landskemmdum. Einnig er sáð í brautir eftir keppnir þannig að að nokkru leyti er verið að græða upp landið í bókstaflegri merkingu. Keppnin krefst mikillar útsjónarsemi og þurfa menn að vera í góðu formi til þess að halda út alla keppnina.

Keyrt stanslaust í tvo tíma

Keppnisfyrirkomulag getur verið mjög breytilegt, keppnin getur verið með svipuðu fyrirkomulagi og rall með mörgum sérleiðum og eru keppendur þá ræstir inn á sérleiðir með vissu millibili. Einnig er keppt í hringjakeppnum, þá er keyrt í hringi í vissan tíma og þurfa keppendur að stoppa til að taka bensín í miðri keppni líkt og i Formúlunni. Þetta hringjafyrirkomulag hentar vel fyrir íslenskar aðstæður og hefur verið aðallega notað hér. Lengd keppna hefur verið misjöfn og hefur verið keyrt frá
einum og hálfum tíma allt upp í rúmlega fjórar klukkustundir. Stundum  hefur átt að klára ákveðinn fjölda hringja en einnig hefur verið fyrirfram ákveðinn tími keyrður. í Þorlákshöm í fyrra var t.d. keppt í tvisvar sinnum einn og hálfan tima með klukkutíma hléi á milli. Núna verður keyrt í tvo tíma stanslaust í A-flokki en í klukkutima í B-flokki en keppt er í þeim flokki í fyrsta sinn í ár. Að sjálfsögðu gengur keppnin út á það að aka brautina á sem skemmstum tíma og að ná að keyra sem flesta hringi á þessum tveimur tímum.
DV 5..5.2001