Viðar Finnsson er einn af þessum skelfilegu mótorhjólagæjum, sem þeysa um bæinn að sumarlagi á kraftmiklum mótorhjólum, með stóra hjálma á höfði og uppgallaðir í leðurfatnað. En Fatnaðurinn er ekki bara stæll, heldur mikilvægt öryggisatriði, og það er hjálmurinn líka. Hraðinn á mótorhjólunum er heldur ekki ýkja mikill innanbæjar, þegar vel er að gáð. BB tók Viðar tali og spurði hann um mótorhjóladelluna, en hann hefur fengið konu sína Söru Möller til liðs við sig, þó hún neiti því að vera jafn gagntekin af hjólunum og Viðar. Hann hefur einnig um nokkurt skeið viðað að sér upplýsingum um sögu bifhjóla á Ísafirði, en hún er lengri og merkilegri en margur hyggur.
Viðar segist ekki vita hvað
hann hafi átt mörg hjól yfir
ævina en þau séu ekki
mörg. ,,Ég er búinn að eiga
þetta hjól sem ég á núna
síðan 1989, en það er
Suzuki hjól. Ég hef eiginlega
verið að smíða mér keppnishjól,” segir Viðar. Svala
skýtur inn í að það sé svo
kraftmikið að það sé tæpast hægt að nota það hér á
landi. Viðar jánkar því og
segir að líklegast til fengi
hann ekki að nota hjólið í
Evrópu þar sem reglur um
mótorhjólaakstur séu mun
strangari en hér. ,,Hjólið
hefur rúmt hestafl á hvert
kíló. Það er á að giska tólf
sekúndur úr kyrrstöðu í 250
kílómetra hraða. Ég nota
þetta hjól dags daglega, en
í Evrópu þyrfti ég að hafa
áralanga reynslu af akstri á
keppnisþrautum til að fá að
nota hjólið. Ég geri mér fyllilega grein fyrir ábyrgðinni
sem fylgir því að eiga svo
kraftmikið hjól, ég get til
dæmis ekki leyft mér að
selja hverjum sem er svona
tæki.”
Svala segist aðspurð að
áhuginn á að prófa mótorhjól hafi alltaf blundað í
henni, þó hún hafi ekki látið
til skarar skríða fyrr en hún
kynntist Viðari.
Jólahjól í stofunni
„Við eigum sitt hvort
hjólið og notum þau mikið
á meðan færðin leyfir. Ég
var búinn að ýta á Svölu að
taka hjólapróf, og hún gerði
það síðasta sumar og
keypti sér hjól í kjölfarið, og
annað í bútum. Við gerðum
það bæði upp, og það er
eiginlega betra en nýtt. Það
er mjög skemmtilegt ferðahjól, frekar létt hjól með
góðri vél en loftfjöðrum allan
hringinn, svo Svala finnur
ekkert fyrir því að aka hjólinu
á malarvegum. Síðan hún
tók prófið höfum við verið
mikið á ferðinni á hjólunum
og þetta er rosalega gaman. Draumurinn er að geta
farið til Evrópu, með engan
farangur nema mótorhjólið.
Þetta kostar sama og ekkert, hjólin eyða nánast engu
og það kostar lítið að fara
með þau í ferjurnar. Svo er
það hlýtt á sumrin að það
má bara sofa við hliðina á
hjólunum,” segir Viðar.
Hjólin þeirra fá þann sess
sem þeim ber, yfir vetrarmánuðina er þeim lagt, ekki
inn í geymslu eða bílskúr
eins og flestir myndu gera,
heldur er þeim komið fyrir í
upphituðu herbergi í húsi
Viðars. Honum finnst
geymslustaðurinn greinilega ekkert skrýtinn.
„Þetta er ekkert mál,
þessi geymsla fer bara best
með þau. Það er regla hjá
mér að þegar fyrsta hálkan
kemur, og hjólin eru tekin
af götunni, eru þau höfð í
toppstandi, þau eru þrifin
og bónuð, teknir úr þeim
rafgeymar og bensíni tappað af líka. Svo kem ég þeim
fyrir þar sem er hiti. Það
eina sem við þurfum að
gera þegar vorar, er að
setja rafgeymana í, en þeir
eru teknir úr til að valda
ekki tæringu. Ég geri þetta
í stað þess að aka þeim
skítugum inn í skúr, óupphitaðan, þar sem þau yrðu
fyrir hita- og kuldabreytingum og sagga. Um vorið
væri allt orðið pikkfast í
hjólunum og það tæki
einhverjar vikur að koma
því á götuna. Menn lenda
oft í því að þurfa að rífa
hjólin í sundur eftir veturinn,
en með því að geyma þau
inni í upphituðu herbergi,
eru þau klár til notkunar
hvenær sem er. Mér finnst
þetta sjálfsagður hlutur að
geyma hjólin inni í herbergi.
Þetta sparar manni mikla
vinnu og það er mikið
skemmtilegra að sjá fallegt,
stífbónað hjól, en ónýtt
sófasett. Hjól getur verið
fallegasta mubla, “ segir
Viðar.
Hjólin þjóna ýmsum tilgangi yfir vetrarmánuðina,
og Svala segir að Viðar hafi
stillt sínu hjóli upp inni í stofu
ein jólin, og skreytt það með
forláta jólaseríu. „Það var
alveg nóg pláss fyrirjólatré,
en ég gerði þetta fyrir
krakkana og þetta þótti
eitthvað öðruvísi,” segir Viðar og vill auðsjáanlega
lítið ræða óhefðbundnar
jólaskreytingar sínar.
Hafði mikið fyrir að
eignast fyrsta hjólið
Það kemur næstum því
fyrirlitningarsvipur á Viðar
þegar hann er spurður um
fyrsta hjólið sitt, og greinilegt að honum finnst ekki
mikið til þess koma í dag,
enda hamingjusamur eigandi mótorhjóls af kraftmestu gerð.
„Það var bara skellinaðra,” hálfhnussar í Viðari, en hjólið eignaðist hann
þegar hann var þrettán ára
og hann átti það í nokkur
ár. Svo kemur nú í ljós að
það eru ýmsar minningar
tengdar fyrstu skrefunum
á mótorhjólaleiðinni. „Mótorhjólaeignin bitnaði auðvitað á foreldrunum, því
það þýddi ekkert að læsa
hjólin inni, við hefðum bara
búið okkur til nýtt hjól. Þá
fórum við oft inn í fjörð til að
leika okkur. Löggan var
alltaf á eftir okkur, því við
vorum allt of ungir til að aka
hjólunum, hún náði okkur
aldrei en vissi auðvitað
hverjir þessir mótorhjólastrákar voru, þetta var
ekkert öðruvísi en í dag.
Ég breytti bara hjólinu
þangað til löggan hætti að
geta náð mér. Við fundum
út að löggan var á gömlum
Landroverjeppa og komst
ekki upp hallann þar sem
Hlíf er nú. Aðalvinnan hjá
okkur var að fá hjólið það
kraftmikið að það drifi upp
hallann til hliðar við trjálundinn. Þegar það tókst
vorum við sloppnir, því
löggan elti okkur alltaf
þarna inn. Þá skutumst við
upp á veginn og hurfum á
milli húsanna. Löggan var
svo lengi að snúa við á
Landrovernum og fara
hringinn upp á veg, að á
þessu flutum við.
Ég hafði mikið fyrir að
eignast hjólið, og fjármagnaði það allt sjálfur. Ég var á
sjó, seldi blöð og svoleiðis.
Ég var ekki nema þrettán
ára gamall þegar ég fór fyrst á færi, þá háseti á
bát. Svo lönduðum við líka
upp úr Fossunum, við vorum á kafi í vinnu tólf, þrettán
ára,” segir Viðar. Hann man
ekki lengur kaupverðið á
hjólinu en annað því tengt
rifjast nú upp. „Nú man ég
hvernig ég fjármagnaði
kaupin, ég fór og talaði við
bankastjóra, hann hét Helgi
ef ég man rétt. Hann var
svo hissa á að ég skyldi
þora að tala við hann, að
mig minnir að hann hafi
lánað mér sjálfur fyrir hjólinu. Ég var svo ákveðinn í
þessu, kom askvaðandi inn
þrettán ára og vildi fá lán.
Ég held að hann hafi hringt
í pabba eftir á og sagt
honum af þessu því maður
þurfti að vera átján ára til
að fá víxil.”
Tókst að lækka iðgjöldin
Viðar hefur eytt töluverðum tíma í að semja við
tryggingafélög um lækkun
á tryggingariðgjöldum fyrir
mótorhjólafólk á Ísafirði. Og
náði árangri, að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum getur
mótorhjólaeigandi lækkað
iðgjöld sín um 90%, og
jafnvel meir. Sem dæmi
nefnir hann að fullt tryggingariðgjald af hjóli Svölu
hafi numið 167 þúsund á
ári, en sé í dag ellefu
þúsund. ,,Ég sá það að við
gátum ekki leyft okkur að
eiga hjól, hvað þá sitt hvort
hjólið af því iðgjöldin voru
svo óheyrilega há. Ég fór
því í alls konar vesen við
tryggingarfélagið, og fékk m.a. upplýsingar frá Umferðarráði um tíðni mótorhjólaslysa á svæðinu síðustu fjögur árin. Til að
komast inn í pakkann þarftu
að hafa þrjár tegundir
trygginga hjá Scandia og
ganga að umgengnisreglum við hjólið, sem ég samdi
og tryggingarfélagið samþykkti.
Reyndar eru reglurnar
svo sjálfsagðar að það á
ekki að þurfa að segja
mótorhjólafólki þær, reglurnar þykja bara svo fínar
af því að ég setti þær á
prent, þær eru að vera með
hjálm, vera í hlífðarfatnaði,
en það er ekki lagaskylda
að vera í hlífðargalla uppúr
og niðurúr og háum stígvélum með stáltám, heldur
aðeins að vera með hjálm.
Leðurgalli hefur allt að
segja, og hann getur komið
íveg fyrirmikil meiðsli. Hann
getur líka hjálpað til við að
halda skrokknum saman ef
hann brotnar. Þriðja reglan
er að lána aldrei hjólið sitt.
Það kom nefnilega í ljós, að
í yfir 90% tilfella var ökumaður mótorhjóls sem lenti
í slysi, ekki eigandi hjólsins
og í á að giska 80% tilvika
voru ökumenn hjólanna
ekki í órétti. Það var gerð
tilraun á síðasta ári með að
lækka iðgjöldin hér, og það
gaf það góða raun að okkur
er boðið upp á þau aftur í
ár. Ég benti tryggingafélaginu bara á staðreyndir,
og sýndi fram á að það
hefði ekki rétt á að hafa
iðgjöldin svona há hér, því
tjónagreiðslur eru nánast
engar. Ef Svala fer á hjólið
mitt, hefði kostað 208
þúsund að tryggja það með
gamla iðgjaldakerfinu, en í
dag borga ég nítján þúsund. Lækkunin á iðgjaldi af
hjólinu mínu á einu ári,
nægði fyrir hjólinu handa
Svölu.
Þetta hefur vakið mikla
athygli hjá Bifhjólasamtökunum og menn þaðan
hafa verið að fá upplýsingar
hjá mér um þessi breyttu
iðgjöld. Nú þegar hefur ákveðinn bifhjólaklúbbur í
Reykjavík, eigendur fornhjóla fengið þennan samning gegn því að fara eftir
reglunum hjá okkur, en þeir
mega bara nota hjól sem
eru eldri en tuttugu ára. En
þetta er rosalegur sigurfyrir
okkur í baráttunni við tryggingafélögin. Annar mikilvægur sigur vannst fyrir
tveimur árum síðan, þegar
við fengum í gegn lagabreytingu í þá veru að við
tjón þar sem mótorhjól
koma við sögu er metið
hver er í rétti og hver ekki.
Áður giltu þær reglur að
trygging mótorhjólsins
greiddi allt tjón. Það hefði
ekki skipt neinu máli hvort
ökumaður þess var í órétti
eða ekki. Ef þú varst stopp
úti í vegkanti og að borða
nestið þitt, og Jón Jónsson
kom akandi og ók yfir þig,
borguðu hans tryggingar
ekki tjónið heldur þínar.
Meðal annars vegna þessa
voru iðgjöldin svo há.”
Tryggingafélög selja
stórhættuleg tjónahjól
Viðar segir að óheyrilega
háar tryggingar valdi því að
alltaf séu einhverjir sem aki
um ótryggðir með fölsuð
númer. „Þetta er það sem
tryggingarnar hafa kallað
uppá, og fyrir mótorhjólamann í dag er tryggingafélagið hættulegasti aðilinn.
Það er vegna þess að
tryggingafélög setja tjónahjól á uþpboð, þar sem
einhver handlaginn maður
sem er glúrinn að rétta og
Sprauta, kaupir hjólið, en
hann veit ekkert um hjólið
sjálft. Mótorhjólaviðgerðir
eru ekki lögverndað starf,
sem það ætti að vera.
Maðurinn lagarbeyglurnar,
en ekkert meira. Svo kemur
til dæmis strákurinn minn,
sem er nýkominn með
hjólapróf, og hann sér bara
flott hjól, nýsprautað og fínt.
Hann hefur ekki þekkingu
til að sjá að hjólið er stórhættulegt, með ónýtum legum, framhjólið læsist
eða eitthvað enn annað.
Strákurinn kaupir hjólið, og
þar með er það komið á
götuna og þess eru mörg
dæmi að mótorhjól hafi sjö
sinnum verið skráð ónýt hjá
Bifreiðaskránni, en þau fara
alltaf aftur á götuna. Erlendis er grindin yfirleitt bútuð
niður þegar hjól eru dæmd
ónýt, og þannig ætti það
að vera hér líka.
Einn kunningi minn keypti
hjól á síðasta ári, sem hafði
verið flutt inn notað frá
Bandaríkjunum. Hjólið var
eitthvað skrýtið á malbiki,
en það gekk vel að aka því
á malarvegum, ef ekið var
eftir veginum miðjum, þar
sem hryggurinn myndast.
Þegar við skoðuðum hjólið
reyndist vera sex sentimetra skekkja á fram- og
afturhjóli, sem annað var til
hliðar við hitt. Það fylgdu
engar upplýsingar um að
hjólið væri tjónahjól,” segir
Viðar og hann fullyrðir að
mörg slys hafi orðið vegna
tjónahjóla í umferð.
Fjórir íbúar á Hlíf gamlir
mótorhjólaeigendur
Saga bifhjóla á Ísafirði
nær aftur til ára síðari heimstyrjaldarinnar, en ýmsir Ísfirðingar urðu sér úti um
herhjól, forláta gripi sem
hægt var að þeysast á yfir
flestar vegleysur, og Viðar
segir að hjólin hafi verið
mikilvægur hlekkur í samgöngusögu Ísfirðinga, áður
en vegagerð hófst fyrir
alvöru á milli byggðarlaga
og útúrfjórðungnum. Hann
hefur greinilega mikla ágirnd á segulbandi blaðamanns, og segist fá ótal
upplýsingar á förnum vegi,
en þó eigi hann eftir að
grafa upp hvaða Ísfirðingur
eignaðist fyrsta mótorhjólið.
„Ég fæ rosasögur frá
þessum tíma þegar ég hitti
gömlu mótorhjólakallana,
ég þarf eiginlega að hafa
svona segulband og taka
þær upp,” segir Viðar. Hann
segist þurfa að fá einhvern
í lið með sér til að skrifa
niður þær upplýsingar sem
hann hefur aflað, en það
hefur enn ekki orðið úr því.
„Ég hef mikinn áhuga á að
safna saman sögu bifhjóla
á Ísafirði. Ég hef sjálfur svo
gaman af hjólum og foreldrar mínir voru mikið á
hjólum. Þau bjuggu í sumarbústað inni í skógi og
komust ekki til vinnu nema
hafa hjólið, en hafa nú
gleymt þeim tíma, að
minnsta kosti skilja þau
ekkert í því af hverju ég er á
hjóli í dag, og finnst þetta
bölvað vesen og vitleysa.
Ég hef alltaf haft áhuga á
að gera upp gamalt hjól,
og svo kviknaði áhuginn á
sögunni smátt og smátt.
Ég á eftir að grafa upp fyrsta
mótorhjólaeigandann hér,
en á Hlíf eru einir fjórir
menn, komnir um nírætt,
sem áttu mótorhjól á sínum
tíma.” Viðar nær í þéttskrifaða bók þar sem hann
hefur skrifað nöfn ýmissa
gamalla mótorhjólaeigenda. Þar má finna nöfn
þeirra Guðbjarnar Jónssonar, Eiríks Guðjónssonar,
Aðalbjarnar Guðmundssonar, Bærings Jónssonar,
Ingólfs Eggertssonarí Pólnum, Helga Hjartarsonar,
Hjartar Jónssonar og Simsonar gamla svo einhverjir
séu nefndir. „Þessir menn,
sem enn eru á lífi eiga mikið
af góðum minningum, og
sumir þeirra eiga myndir úr
ótalmörgum ferðum sem
voru farnar á hjólunum hér
í eina tíð. Hjólin komu mikið
til frá Bretanum og það eru
til nokkur hjól á landinu frá
þessum tíma. Elsta hjólið
sem ég hef grafið upp er á
Eyrarbakka í eigu Sigurðar
Ingólfssonar og er frá árunum fyrir 1940. Hann bjó á
Eyri við Ingólfsfjörð og
notaði hjólið til að komast
til Hólmavíkur.”
Öll fjölskyldan á einu hjóli
„Sögurnar segja manni
svo mikið, blómatími mótorhjólanna var á eftirstríðsárunum, en svo datt þetta í
lægð á milli. Þetta voru
aðalfarartækin hér áður
fyrr, og oft voru hjón með
tvö börn á einu hjóli. Þá var
yngsti krakkinn á tanknum
eða stýrinu fyrir framan
pabbann, sem keyrði. Fyrir
aftan hann kom eldri krakkinn og aftast var svo
mamman. Svona fór fólk
um allt, upp að skíðaskála,
inn í skóg, út í Arnardal og
inn í Álftafjörð um hverja
einustu helgi. Þetta var
jafnvel eina farartækið sem
fjölskyldan átti, en ég veit
ekki hvað yrði sagt við
mann í dag, ef fjöskyldan
færi öll á eitt hjól.
Ísafjörður er trúlega einn
merkasti bifhjólastaður á
landinu, því hér voru á tímabili 24 hjól en bara 8 bílar.
Það eru svo margar
skemmtilegar sögur sem
fylgja þessum tíma, en það
hefur enginn nennt að
safna þeim saman. Ég
komst til dæmis að því að
Helgi Hjartar og Geiri Bæsa
voru fyrstu mennirnir sem
fóru á vélknúnu farartæki til
Súðavíkur, og eins til Þingeyrar. Þeir gerðu þetta
tugum ára áður en vegirnir
til staðanna komu. Fólk
notaði bifhjól til þess að fara
suður, til Siglufjarðar, yfir
Þorskafjarðarheiðina, og til
Hólmavíkur löngu áður en
Djúpvegurinn opnaði. Þá
var ekið eftirslóðum, túnum
og fjörunni, alls staðar þar
sem hægt var.
Þegar Helgi og Geiri
Bæsa fóru á Þingeyri, var
meðal annars farið eftir
fjörunni, þegar þeir ætluðu
að snúa heimleiðis, var
komið flæði og þeir komust
ekki sömu leið til baka. Þeir
urðu því að láta ferja sig og
hjólin yfir Dýrafjörðinn.
Matti Bjarna fyrrverandi
alþingismaður var á kafi í
mótorhjólunum líka, hann
fór oft, ásamt fleirum, yfir
Gemlufallsheiði, eftir einhverjum krókastígum og
þeir létu svo ferja sig yfir á
Þingeyri. Þetta var svona
helgarsport hjá þeim félögunum. Svo voru menn
afskaplega vel klæddir á
mótorhjólunum, þegar farið
var á ball var innst drifhvít
stífstraujuð skyrta og bindi,
utan yfir hana var þykkköflótt vinnuskyrta og tóbakshálsklúturtilheyrði, og
leðurjakki utan yfir allt. Það
þótti óskaplega fínt að vera
með leðurhúfu líka. Menn
buðu líka blómarósunum í
Húsmæðraskólanum Ósk í
ferðalög á hjólunum, þá var
tvímennt á hverju hjóli út í
Arnardal og í fórum Helga
eru myndir úr slíku ferðalagi.
Nýlega sagði Helgi mér
sögu af því þegar hann og
Dúddí fóru ásamt öðru
barninu í hjólatúr. Þau heyra
smádrunur fyrir aftan sig,
og fljótlega skýst mótorhjól fram úr þeim. Þá var þar
kominn fjölskyldufaðir með
konu og tvö börn. Hann
vinkar Helga, og hverfur
sjónum, en nokkru seinna
eykst hávaðinn ógurlega.
Nokkru seinna aka Helgi og
hans fjölskylda fram á
pústið af hinu hjólinu, en
það hafði dottið undan,
alveg frá vélinni og aftur úr
og var stykkið um einn
metri á lengd. Sú fjölskylda
hafði ekki orðið vörvið neitt,
þó hávaðinn í hjólinu hafi
auðvitað aukist gífurlega.
Loksins þegar Helgi nær
hinum ferðalöngunum
heima á hlaði hjá þeim,
segir hann við ökumanninn,
„Heyrðu góði, týndirþú ekki
einhverju?” Þá lítur hinn yfir
fjölskylduna og segir „Nei,
nei, erum við ekki öll hérna?”
Marga dreymir um að fá
sér mótorhjól á ný
Viðar segist hafa orðið
þess áskynja að margir
gamlir mótorhjólaeigendur
gæli við þá hugmynd með
sjálfum sér að fá sér hjól á
ný. „Það er nokkuð af fólki
sem er komið yfir sextugt
sem langar til að fá sér
mótorhjól á ný. Til dæmis
kom Torfi Björns til mín og
sagðist vera búinn að fá
leyfi hjá henni Siggu sinni til
að kaupa aftur hjól,” segir
Viðar.
Að lokum hefur Viðar orð
á því að oft velji fólk sér
óþarflega dýran flutningsmáta, það hvarfli ekki að
því að nota mótorhjól, sem
þó eru ódýr í rekstri. „Sjáið
bara eitt lítið dæmi, hann
Ólaf Helga koma akandi
ofan af Urðarvegi að Stjórnsýsluhúsinu, einn í sjö
manna bíl sem vegur á
þriðja tonn. Hann ætti að fá
sér mótorhjól í vinnuna.”
Bæjarins Besta 28.2.1996