30.6.20

Samstöðufundur bifhjólafólks við Vegagerðina


  • Hjarta úr hjálmum.
  • Yfir hundrað hjól og um 200 manns voru á samstöðufundinum.
  • Port Vegagerðarinnar var opnað til að skapa pláss fyrir bifhjólafólk.
  • Jokka G. Birnudóttir las upp yfirlýsingu fyrir hönd bifhjólafólks.
  • Einnar mínútu þögn í minningu fallinna félaga. Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar með forsvarsmönnum Sniglanna.
  • Hjálmum var raðað í hjartalaga form til að minnast fallinna félaga.
  • Til minningar um látna félaga.
  • Hópur bifhjólafólks hittist einnig á Akureyri. Þar var lesin upp sama yfirlýsing og við Vegagerðina.

Yfir hundrað hjól í portinu.

30.6.2020

Samstöðufundur Sniglanna, bifhjólasamtaka lýðveldisins, fór fram við húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni í dag. Yfir 200 manns sýndu samstöðu og minntust fórnarlamba banaslyss sem varð á Kjalarnesi síðastliðinn sunnudag. Hópur mótorhjólafólks hittist einnig á Akureyri.

Yfir hundrað mótorhjólum var lagt í port Vegagerðarinnar í dag í tilefni af samstöðufundinum. Fjöldi annars fólks kom út til að sýna mótorhjólafólkinu samstöðu, þar á meðal starfsmenn Vegagerðarinnar.

Bifhjólafólk lagði niður hjálma sína til minningar um fallna félaga.

Jokka G. Birnudóttir, gjaldkeri Sniglanna, las upp yfirlýsingu fyrir hönd bifhjólafólks þar sem krafist var úrbóta á þeim vegarköflum sem skapað hafa hættu víðs vegar um landið.

Þar sagði meðal annars: „Við krefjumst breytinga, við krefjumst að öryggi fólks á vegum úti verði í forgangi, ekki bara okkar mótorhjólamanna heldur allra sem ferðast um.“

Að lokum var einnar mínútu þögn í minningu fallinna félaga.

Bifhjólamenn Mótmæltu við vegagerðina

Sniglar – Bifhjólasamtök lýðveldisins komu saman við húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni klukkan 13 þar sem til stendur að mótmæla hættulegum vegköflum á vegum landsins og úrbóta krafist.

Ákveðið var að boða til mótmælanna eftir að tveir létust þegar bifhjól og húsbíll rákust saman á Vesturlandsvegi á sunnudagskvöldið.


Á vef Vegagerðarinnar segir að yfir 200 manns hafi sýnt samstöðu og minnst fórnarlambanna. Auk þess var yfir hundrað mótorhjólum lagt í port Vegagerðarinnar. Bifhjólafólk lagði niður hjálma sína til minningar um fallna félaga.


Jokka G. Birnudóttir, gjaldkeri Sniglanna, las upp yfirlýsingu fyrir hönd bifhjólafólks þar sem krafist var úrbóta á þeim vegarköflum sem skapað hafa hættu víðs vegar um landið.


Þar sagði meðal annars: „Við krefjumst breytinga, við krefjumst að öryggi fólks á vegum úti verði í forgangi, ekki bara okkar mótorhjólamanna heldur allra sem ferðast um.“

Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, greindi frá því í gær að fyrsta mat hafi bent til þess að yfirlögn á vegkaflanum, þar sem banaslysið varð og lagt var síðastliðinn fimmtudag, hafi ekki samræmst útboðsskilmálum.

Viðtal við Jokku

29.6.20

Mikill áhugi á ferða-torfæruhjólum


Mikill áhugi á ferða-torfæruhjólum

Selj­end­ur mótor­hjóla virðast enn þurfa að bíða eft­ir að markaður­inn taki al­menni­lega við sér. Sal­an þótti nokkuð góð á ár­un­um fyr­ir banka­hrun en dróst þá sam­an rétt eins og bíla­markaður­inn og hef­ur ekki enn tek­ist að ná sama flugi.

Björn Ingvar Ein­ars­son, vöru­stjóri Yamaha hjá Arctic Trucks, seg­ir ástandið viðun­andi og að sal­an sé best í tor­færu-ferðahjól­um á borð við Yamaha Ténéré 700. „Við verðum vör við það í sýn­ing­ar­saln­um að marg­ir eru áhuga­sam­ir en ekki al­veg til­bún­ir að taka skrefið til fulls að svo stöddu. Inn­flytj­end­ur höfðu von­ast til að markaður­inn myndi glæðast í takt við bíla­söl­una en síðasta sum­ar olli von­brigðum og efna­hags­leg óvissa er vís til að lita söl­una í sum­ar.“

Mest er að gera í sölu mótor­hjóla í sum­ar­byrj­un og seg­ir Björn að vin­sæld­ir tor­færu-ferðahjóla end­ur­spegli að ein­hverju leyti áhuga mótor­hjóla­fólks á að ferðast sem víðast um landið í sum­ar. „Kaup­end­ur tor­færu-ferðahjóla eru oft bún­ir að fara um Ísland á götu­hjól­um og hafa horft löng­un­ar­aug­um til veg­ar­slóðanna sem liggja frá mal­bikuðu veg­un­um og upp í fjöll­in. Á góðu al­hliða tor­færu-ferðahjóli má kom­ast nán­ast hvert á land sem er og ekki ama­leg til­finn­ing að fylgja slóðum hátt upp í fjalls­hlíðar og upp á tinda.“

Tvö hjól að fram­an skapa „þétt­leika“

Einn af styrk­leik­um Yamaha er að kaup­end­ur geta nokkuð auðveld­lega lagað hjól­in að eig­in þörf­um með því að bæta við auka­hlut­um og seg­ir Björn að hann selji sjald­an tvö al­veg eins tor­færu-ferðahjól. „Þau koma til okk­ar til­tölu­lega strípuð og svo er hægt að bæta við tösk­um, böggla­bera, þoku­ljós­um, hærri framrúðu og alls kyns viðbót­um í takt við það hvernig stend­ur til að nota mótor­hjólið.“

Nýj­asta viðbót­in í sýn­ing­ar­sal Yamaha eru þriggja hjóla Niken-mótor­hjól­in en Yamaha ruddi braut­ina á sín­um tíma með þriggja hjóla vespu. „Niken er mjög flott ferðahjól sem á að vera ör­ugg­ara en hefðbund­in mótor­hjól án þess samt að fórna þeirri ánægju sem fylg­ir því að aka um á hefðbundnu tveggja hjóla mótor­hjóli og t.d. hall­ar Niken inn í beygj­ur líkt og önn­ur mótor­hjól,“ út­skýr­ir Björn. „Í akstri finn­ur maður greini­lega ákveðinn þétt­leika í fram­end­an­um á Niken; all­ar hreyf­ing­ar verða mild­ari og ójöfn­ur í mal­bik­inu mýkri. Smátt og smátt lær­ir ökumaður að treysta öfl­ugu grip­inu í fram­end­an­um og nær um leið að slaka meira á við akst­ur­inn.“

Gott að byrja á minna hjóli

Ann­ars held­ur Yamaha áfram að bæta jafnt og þétt við mótor­hjóla­flór­una og betr­um­bæta hjól­in ár frá ári. Björn seg­ir fyr­ir­tækið skarta mjög breiðu úr­vali mótor­hjóla í ólík­um út­færsl­um sem hæfi þörf­um ólíkra kaup­enda­hópa. „Hingað get­ur fólk komið og fengið vandaða per­sónu­lega ráðgjöf þar sem við finn­um í sam­ein­ingu það hjól sem hent­ar best. Hvert hjól er sér­p­antað og af­hend­ing­ar­tím­inn yf­ir­leitt á bil­inu 2-3 vik­ur.“

Það hef­ur sjald­an verið auðveld­ara að láta draum­inn um mótor­hjól ræt­ast og á Yamaha á Íslandi í sam­starfi við Lyk­il um að fjár­magna allt að 75% af kaup­verði nýrra mótor­hjóla. Trygg­inga­mál­in þarf síðan hver og einn að eiga við sitt trygg­inga­fé­lag.

Björn mæl­ir með því að fólk kaupi ekki strax í fyrstu at­lögu allra stærsta og kröft­ug­asta hjólið sem fjár­hag­ur­inn og öku­skír­teinið leyf­ir. „Íslend­ing­um hætt­ir til að vilja fara strax í öfl­ug­ustu hjól­in en skyn­sam­legra er að byrja á minna hjóli enda auðveld­ara að hafa á því góða stjórn og nær fólk fyrr góðum tök­um á því að hjóla á nett­ara mótor­hjóli.“

 https://www.mbl.is/bill/frettir/2020/06/29/mikill_ahugi_a_ferda_torfaeruhjolum/


Vesturlandsvegi lokað vegna rannsóknar á slysstað


Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun loka hluta Vesturlandsvegar klukkan eitt í dag vegna framhaldsrannsóknar á banaslysi sem varð í gær norðan Grundarhverfis.


Áætlað er að rannsóknin taki eina til tvær klukkustundir. Um er að ræða vegkaflann á milli Grundarhverfis og Hvalfjarðarvegar. Lokunin hefur ekki áhrif á umferð til og frá Grundarhverfi, en lögregla bendir öðrum á hjáleið um Kjósarskarðsveg.

Tveir létust í árekstri bifhjóls og húsbíls á Vesturlandsvegi á vegkaflanum í gær. Þeir sem létust voru báðir á bifhjólinu, ökumaður og farþegi. Ökumaður annars bifhjóls sem kom aðvífandi missti stjórn á hjóli sínu og féll af því.

Vegurinn þar sem slysið varð var nýmalbikaður og var malbikið mjög hált að mati Vegagerðarinnar og lögreglu.

Uppfært 15:02

Vinnu lögreglu á vettvangi er lokið og er vegurinn nú opinn á ný.

Ruv.is 29.06.2020

Vegagerðin Rannskar slystað

Sjúkrabíll skautaði út af veginum

Sniglar boða til Mótmæla

28.6.20

Mótmæli við Vegagerðina (um land allt).

Sorgardagur.

Tveir létust í umferðarslysi


Tveir létust í árekstri bifhjóls og húsbíls á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi í dag. Þeir sem létust voru báðir á bifhjólinu, ökumaður og farþegi. Ökumaður annars bifhjóls sem kom aðvífandi missti stjórn á hjóli sínu og féll af því. Hann var fluttur á Landspítalann til aðhlynningar og er líðan hans eftir atvikum, samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.


Umferðarslysið varð rétt eftir klukkan þrjú í dag. Tilkynning barst yfirvöldum klukkan þrettán mínútur yfir þrjú. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins. Í samtali fréttastofu við lögreglu fyrr í dag kom fram að ekki væri grunur um hraðakstur. Nýlagt malbik er á veginum þar sem slysið var og var það mjög hált í dag.

Lögregla og slökkvilið brugðust skjótt við og var streymdu lögreglubílar, sjúkrabílar og slökkviliðsbílar á vettvang. Vesturlandsvegi var lokað frá því skömmu eftir slys þar til klukkan var langt gengið í sjö meðan unnið var á vettvangi. Mikið umferðaröngþveiti var þar sem straumur fólks lá um þetta svæði. Á tímabili komust bílar vart áfram frá Mosfellsbæ alla leið norður fyrir álverið í Grundartanga, þrátt fyrir að fjöldi fólks færi hjáleið.
RUV
28.06.2020

Samstöðufundur á Akureyri líka

26.6.20

Uppsetning og áseta á mótorhjólum

Við erum öll misjöfn.

Og erum líklega öll rosa ánægð með mótorhjólin okkar. 

En það er allaf eitthvað smáveigis að ,,, þú færð náladoða í hendurnar eftir lengri akstur,,,   verkjar í hnéin nú eða bakið,,,, en gerir ekkert í því að finna af hverju.

Takið ykkur tíma og kíkið á þetta kennslumyndband og kannski er hægt að lagfæra þessu litlu hluti með einföldum lausnum. Bara með smá stillingaratriðum sem henta þér og þínu hjóli.


19.6.20

Viltu auglýsa hjá okkur ?

Tíuvefinn styrkja eftirtalin fyrirtæki.
Ef þú vilt styrkja Tíuna og um leið Mótorhjólasafnið og auglýsa á vefnum hafðu þá samband við vefstjóra.
tianvkn@gmail.com
6693909


Nitró                        Kópavogi
Bike Cave               Reykjavík 
Kaldi     Bjórverksmiðjan Árskógsandi
Straumrás              Akureyri
Jhm Sport              Reykjavík
KTM / Husqwarna  Reykjavík
Dj Grill                    Akureyri
Fulltingi                  Reykjavík



Landsmót Bifhjólamanna 2020


17.6.20

Sýningin árlegur viðburður frá árinu 1974


Margt var um mann­inn á ár­legri bíla­sýn­ingu Bíla­klúbbs Ak­ur­eyr­ar í dag. Yfir 300 sýn­ing­ar­tæki voru á sýn­ing­unni. 

„Það gekk al­veg stór­kost­lega og bara von­um fram­ar. Það var nú veðrið sem gerði þetta svona æðis­legt, við höf­um verið inni í íþrótta­hús­inu Bog­an­um í mörg ár en sök­um aðstæðna í þjóðfé­lag­inu ákváðum við að vera bara úti núna. Veðrið bara ger­ir það að verk­um að þetta var al­veg æðis­legt, gekk al­veg frá­bær­lega,“ seg­ir Ein­ar Gunn­laugs­son, formaður Bíla­klúbbs Ak­ur­eyr­ar.  

Yfir 300 sýn­ing­ar­tæki voru á sýn­ing­unni og fleiri þúsund gest­ir nutu henn­ar að sögn Ein­ars. Á meðal sýn­ing­ar­tækja voru bíl­ar, mótor­hjól, flutn­inga­bif­reiðar vinnu­vél­ar. 

Bíla­sýn­ing­in er ár­leg­ur viðburður á þjóðhátíðardag­inn á Ak­ur­eyri og hef­ur verið síðan 1974. 






Frá bíla­sýn­ing­unni í dag. mbl.is/Þ​or­geir 

MBL.


15.6.20

Bílasýning Bílaklúbbs Akureyrar

Bílasýning 17. júní 2020 

Hin árlega bílasýning Bílaklúbbs Akureyrar verður haldin á bílaplaninu hjá okkur við Hlíðarfjallsveg 13, miðvikudaginn 17. júní. Í ár opnar sýningin fyrir gestum klukkan 10:00 og stendur hún yfir til klukkan 18:00. Á svæðinu er sjoppa og klósett aðstaða með búnaði á heimsmælikvarða. Aðgangseyrir er 2.000kr.- fyrir 12 ára og eldri, 1000kr.- gegn framvísun félagsskírteinis BA.
Frítt fyrir gullmeðlimi. Móttaka sýningatækja verður á milli 18:00 – 00:00 þriðjudaginn 16. júní. Hafir þú áhuga á að koma með bíl eða tæki á sýninguna, hafið þá samband við sýningarstjóra.

Sýningarstjóri er Jón Gunnlaugur Stefánsson (Jonni) jonni@ba.is – s.868-9217

14.6.20

Grillveilsla í Kjarnaskógi , Fjölskyldudagur Tíunnar


Takk fyrir frábæra helgi.

Grillparty i Kjarnaskógi Í dag.
Hópkeyrslan í gær, og svo var endað à Greifanum.. Allir saddir og sælir eftir glæsilega helgi.

13.6.20

Vel heppnuð hópkeyrsla á Akureyri


Hringurinn sem var tekinn.

Vel heppnuð Hópreið fór fram í dag í veðurblíðunni á Akureyri. Mikið af hjólum allstaðar af landinu ,, en okkur fannst frekar dræm mæting heimamanna að þessu sinni.

Tekinn var útsýnistúr um Akureyri og vakti það talsverða athygli bæjarbúa að sjá glæsta fylkingu hjóla fara um bæinn.
Síðan var lengri leiðin í Lundskóg tekin og svolgrað í sig veitingum þar, og þaðan var farið á Mótorhjólasafnið...
Einhver hluti hópsins ætlar svo að næra sig á Greifanum í kvöld.... og við minnum á Fjölskyldugrillið í Kjarnaskógi á Morgum... kl 14:00 endilega látið sjá ykkur í blíðunni.

9.6.20

Konur taka nú mótorhjólapróf í Sádi-Arabíu

43 konur hafa tekið þátt í fyrsta mótorhjólanámskeiðinu í Riyadh sem skipulagt er af mótorhjólakennara frá Úkraínu. Konur í Sádi-Arabíu flykkjast nú á göturnar eftir að hafa loksins fengið leyfi til að keyra þar í landi. Þær eru orðnar algeng sjón á fjórhjóla ökutækjum en konur á mótorhjólum eru það ekki, segir í grein í netútgáfu Arab News.


Elena Bukaryeva er reyndur mótorhjólakennari og hefur opnað Bikers Skill Institute mótorhjólaskólann í Riyadh sem var fyrsti ökuskólinn til að bjóða upp á þess háttar kennslu í Sádi-Arabíu. Hún er eini mótorhjólakennarinn þar í landi sem kennir nú konum á mótorhjól, sem langar að leggja það fyrir sig. Skólinn býður upp á allar gerðir af mótorhjólanámskeiðum fyrir götuhjól jafnt sem torfæruhjól og kostar hvert námskeið 2-400SR eða 25-50.000 IKR. „Hingað til hafa 43 konur frá nokkrum löndum, 20 þeirra frá Sádi-Arabíu en afgangurinn frá öðrum arabalöndum eins og Egyptalandi og Líbanon, tekið þátt í mótorhjólanámskeiðum okkar síðan að akstursbanni fyrir konur var aflétt,“ segir Bukaryeva. Námskeiðin eru eins og í löndum Evrópu og byggja á grunnatriðum mótorhjólaaksturs með bæði bóklegum og verklegum kennslustundum. „Við kennum á minni gerðir mótorhjóla svo að nemandinn nái meiri færni og lengd verklegra kennslustunda fer eftir getu hvers og eins, þar til viðkomandi hefur náð tilætlaðri færni á mótorhjólið,“ segir Bukaryeva. „Reynslan hefur sýnt að konur fá fullan stuðning í konungdæminu og jafnvel aðstoð frá karlkyns mótorhjólamönnum,“ segir Bukaryeva enn fremur. Samgönguyfirvöld í Sádi-Arabíu hafa þó ekki gefið út nein ökuskírteini til kvenna eins og er. „Þær konur, sem er mjög í mun að fá ökuskírteini, hafa farið til nágrannaríkisins Bahrain,“ sagði Bukaryeva.


https://www.frettabladid.is/frettir/konur-taka-nu-motorhjolaprof-i-sadi-arabiu/

Fjölbreytt mótorhjólamet

 
Heimsmetabók Guinness heldur skrá um heimsmet sem slegin hafa verið með mótorhjólum. Allt frá hraða-, hástökks-, hæðar- og lengdarmetum upp í met í að búa til myndir úr hjólunum.

Lengsta mótorhjól í heimi er 26,29 metra langt. Það var búið til af Indverjanum Bharat Sinh Parmar. Hjólið var frumsýnt og mælt þann 22. janúar árið 2014. Það er fjórum metrum lengra en hjólið sem átti fyrr met í lengd. Bharat þurfti að sýna fram á að hjólið virkaði eins og venjulegt mótorhjól með því að aka því 100 metra án þess að fætur hans snertu jörðina.

Minnsta mótorhjól í heimi var smíðað í Svíþjóð árið 2003. Framhjólið á því er ekki nema 16 mm að þvermáli og afturhjólið er 22 mm. Maðurinn sem á heiðurinn af smíðinni heitir Tom Wilberg en hann ók hjólinu yfir 10 metra. Hjólið getur komist upp í tveggja kílómetra hraða en vélin er 0,22 kW.

Metið í flestum farþegum á mótorhjóli á ferð var slegið á Indlandi þann 19. nóvember árið 2017. Þann dag komu 58 manns sér fyrir á einu mótorhjóli, þar með var fyrra met bætt um tvo farþega.

Finnarnir Lantinen Jouni og Pitkänen Matti slógu met í að skipta hratt um sæti á mótorhjóli á ferð í júlí árið 2001. Þeir skiptu um sæti á 4,18 sekúndum á meðan þeir óku mótorhjólinu á 140 km hraða.

Fyrsta tvöfalda aftur á bak heljarstökkið á mótorhjóli var gert í Bandaríkjunum í ágúst árið 2006. það var Bandaríkjamaðurinn Travis Pastrana sem afrekaði það á ESPN X leikunum í Los Angeles.

Hæsta ökuhæfa mótorhjólið sem mælt hefur verið er 5,10 metrar frá jörðu og upp að toppnum á stýrinu. Mótorhjólið var smíðað af Ítalanum Fabio Reggiani og því var ekið yfir 100 metra í mars árið 2012. Hjólið er 10,03 metra langt og er með 5,7 lítra V8 vél.

Metið fyrir hæsta stökk á mótorhjóli var slegið þann 21. janúar árið 2001. Þá náði Bandaríkjamaðurinn Tommy Clowers 7,62 metra háu stökki á mótorhjóli ofan af 3,04 metra rampi með 12,19 metra atrennu.

Barber Vintage Motorsports safnið í Birmingham, Alabama, hýsir heimsins mesta fjölda gamalla og nýrra mótorhjóla. Þar er hægt að skoða 1.398 mótorhjól í yfir 13.375 fermetra, fimm hæða byggingu. Heimsmetið var staðfest þann 19. mars 2014.

Metið fyrir mesta hraða sem náðst hefur á mótorhjóli er 605,697 kílómetrar á klukkustund. Metið var slegið þann 25. september árið 2010. Metið var meðalhraði í tveimur tilraunum. En hjólið fór hraðast upp í 634 kílómetra á klukkustund. Methafinn er Bandaríkjamaðurinn Rocky Robinson.


5.6.20

Hraðamet

 Hraðaheimsmet á sandi
Náði 324 km hraða á sandströnd í Wales

Zef Eisenberg er nú sá maður sem hraðast hefur farið á mótorhjóli á sandi, en hann náði 324 km hraða á sandströnd í Wales fyrir skömmu. Metið var sett á Pendine Sands í suðurhluta Wales en á ströndinni þar, sem reyndar víðast á ströndum, breytist undirlagið með hverju útfalli flóðs, svo aldrei er hægt að stóla á að undirlagið sé slétt og fellt. Stundum er það reyndar ári rifflótt og aldrei að vita nema marglittur eða fiskar hafi skolað á land sem ekki fara vel undir hjólum mótorhjóla á yfir 300 km hraða. Ökumaður hjólsins var á sérútbúnum dekkjum og grófmynstruð dekk henta illa fyrir svo mikinn hraða sem hann náði.

Alls ekki er ráðlegt að snerta frambremsu hjólsins í sandi og einsýnt að þá sé stutt í fall. Því sé eina ráðið að láta hjólið stöðvast af eigin rammleik og eingöngu fara af gjöfinni, annars sé voðinn vís. Það að detta af hjóli er ekki eins og að detta með annarskonar undirlag, en ökumaður rennur ekki á sandi heldur veltur og slíkt er ekki ráðlegt á yfir 300 km hraða. Því var þetta hraðamet Zef Eisenberg af hættulegri gerðinni og alls ekki fyrir alla. Hjólið sem Zef ók er breytt Suzuki Hayabusa hjól sem skilar 350 hestöflum.


2018

4.6.20

Landsmótsmerkin 2020 eru komin í sölu.


Landsmótsmerkin eru komin í hús.
Verð á merki verður að þessu sinni 1500kr og rennur allur ágóði af merkjunum til uppbyggingar á Mótorhjólasafni íslands.
Allir geta nálgast merkin á Landsmóti á Laugarbakka að sjálfsögðu þar sem stórn Tíunnar mun selja merkin þar.
En einnig verða þau til sölu á Mótorhjólasafninu eftir Landsmót.
Hægt er einnig að kaupa merkin og fá send en það ætti td . að henta söfnurum og þeim sem ekki komast á landsmót og vilja samt eiga merki.
tian@tian.is

Tom Cruise æfir sig að prjóna mótorhjóli

Sést hefur til leikarans Tom Cruise í Bretlandi við tökur á næstu Mission Impossible mynd og virðist hann láta COVID-19 faraldurinn ekki stoppa sig. Nýlega náðust myndir af leikaranum við Dunsfold Areodrome að æfa sig í prjóni á BMW mótorhjóli fyrir sjöundu myndina í röðinni.



Eflaust má telja þær kvikmyndir Tom Cruise sem ekki innihalda mótorhjól á fingrum annarrar handar. Tökum á Mission Impossible 7 í Feneyjum á Ítalíu var frestað vegna COVID-19 og tækifærið notað til að taka upp í Bretlandi á meðan. Tom Cruise æfði sig á BMW G310 hjóli með sérútbúnum vagni aftan á hjólinu, sem kemur í veg fyrir að hjólið prjóni yfir sig eða leiti til hliðar. Með þessum búnaði getur ökumaðurinn einbeitt sér að lyftikrafti hjólsins og að halda jafnvægi með samspili bensíngjafar og afturbremsu. Gaman verður að sjá hvort að Tom Cruise sjálfur sjáist svo leika í svona áhættuatriði þegar myndin kemur út á næsta ári, það er að segja ef frumsýningu hennar seinkar ekki eins og öðru vegna faraldursins.

Njáll Gunnlaugsson
Mánudagur 30. mars 2020

2.6.20

FORSALA Á LANDSMÓT BIFHJÓLAMANNA Á LAUGARBAKKA

ENDILEGA NÝTIÐ YKKUR 

FORSÖLUNA Á LANDSMÓT

LANDSMÓT INNIHELDUR
3 JAMMKVÖLD...MATUR Í MALLAN 2X...
STÓRKOSLEGA SKEMMTUN .
FRÁBÆRANN FÉLAGSKAP

FULLT AF TÓNLIST 
AF ÖLLUM GERÐUM
FULLT AF MÓTORHJÓLUM .
FULLT AF FÍFLAGANGI



VINTAGE CARAVAN
VOLCANOVA
HULDUMENN

OG TRÚBADORAR.



1.6.20

Bjölluhringingar athöfn

Flottir fákar við Safnið

Á laugadaginn var Bjölluhringingar athöfn inn á Mótorhjólasafni Íslands á Akureyri


Mæting var góð því að yfir 40 hjól mættu á svæðið ásamt þeim sem mættu bílandi.

Athöfnin sem er árlega, er skipulögð af mótorhjólaklúbbnum Sober Riders og snýst um að lesa upp fallna félaga úr mótorhjólaheiminum og hringja bjöllu eftir hvert nafn.


Eftir athöfnina sem er látlaus var safnið skoðað og farið svo í miðbæinn þar sem Mótorhjólafólk sýndi sig og sá aðra og naut veðurblíðurnnar sem er búin að vera á Akureyri þessa Hvítasunnuhelgi.



Mótorhjól í röð við safnið