17.6.20

Sýningin árlegur viðburður frá árinu 1974


Margt var um mann­inn á ár­legri bíla­sýn­ingu Bíla­klúbbs Ak­ur­eyr­ar í dag. Yfir 300 sýn­ing­ar­tæki voru á sýn­ing­unni. 

„Það gekk al­veg stór­kost­lega og bara von­um fram­ar. Það var nú veðrið sem gerði þetta svona æðis­legt, við höf­um verið inni í íþrótta­hús­inu Bog­an­um í mörg ár en sök­um aðstæðna í þjóðfé­lag­inu ákváðum við að vera bara úti núna. Veðrið bara ger­ir það að verk­um að þetta var al­veg æðis­legt, gekk al­veg frá­bær­lega,“ seg­ir Ein­ar Gunn­laugs­son, formaður Bíla­klúbbs Ak­ur­eyr­ar.  

Yfir 300 sýn­ing­ar­tæki voru á sýn­ing­unni og fleiri þúsund gest­ir nutu henn­ar að sögn Ein­ars. Á meðal sýn­ing­ar­tækja voru bíl­ar, mótor­hjól, flutn­inga­bif­reiðar vinnu­vél­ar. 

Bíla­sýn­ing­in er ár­leg­ur viðburður á þjóðhátíðardag­inn á Ak­ur­eyri og hef­ur verið síðan 1974. 






Frá bíla­sýn­ing­unni í dag. mbl.is/Þ​or­geir 

MBL.