Margt var um manninn á árlegri bílasýningu Bílaklúbbs Akureyrar í dag. Yfir 300 sýningartæki voru á sýningunni.
„Það gekk alveg stórkostlega og bara vonum framar. Það var nú veðrið sem gerði þetta svona æðislegt, við höfum verið inni í íþróttahúsinu Boganum í mörg ár en sökum aðstæðna í þjóðfélaginu ákváðum við að vera bara úti núna. Veðrið bara gerir það að verkum að þetta var alveg æðislegt, gekk alveg frábærlega,“ segir Einar Gunnlaugsson, formaður Bílaklúbbs Akureyrar.
Yfir 300 sýningartæki voru á sýningunni og fleiri þúsund gestir nutu hennar að sögn Einars. Á meðal sýningartækja voru bílar, mótorhjól, flutningabifreiðar vinnuvélar.
Bílasýningin er árlegur viðburður á þjóðhátíðardaginn á Akureyri og hefur verið síðan 1974.
mbl.is/Þorgeir
MBL.