Hringurinn sem var tekinn. |
Vel heppnuð Hópreið fór fram í dag í veðurblíðunni á Akureyri. Mikið af hjólum allstaðar af landinu ,, en okkur fannst frekar dræm mæting heimamanna að þessu sinni.
Tekinn var útsýnistúr um Akureyri og vakti það talsverða athygli bæjarbúa að sjá glæsta fylkingu hjóla fara um bæinn.
Síðan var lengri leiðin í Lundskóg tekin og svolgrað í sig veitingum þar, og þaðan var farið á Mótorhjólasafnið...
Einhver hluti hópsins ætlar svo að næra sig á Greifanum í kvöld.... og við minnum á Fjölskyldugrillið í Kjarnaskógi á Morgum... kl 14:00 endilega látið sjá ykkur í blíðunni.