29.6.20

Mikill áhugi á ferða-torfæruhjólum


Mikill áhugi á ferða-torfæruhjólum

Selj­end­ur mótor­hjóla virðast enn þurfa að bíða eft­ir að markaður­inn taki al­menni­lega við sér. Sal­an þótti nokkuð góð á ár­un­um fyr­ir banka­hrun en dróst þá sam­an rétt eins og bíla­markaður­inn og hef­ur ekki enn tek­ist að ná sama flugi.

Björn Ingvar Ein­ars­son, vöru­stjóri Yamaha hjá Arctic Trucks, seg­ir ástandið viðun­andi og að sal­an sé best í tor­færu-ferðahjól­um á borð við Yamaha Ténéré 700. „Við verðum vör við það í sýn­ing­ar­saln­um að marg­ir eru áhuga­sam­ir en ekki al­veg til­bún­ir að taka skrefið til fulls að svo stöddu. Inn­flytj­end­ur höfðu von­ast til að markaður­inn myndi glæðast í takt við bíla­söl­una en síðasta sum­ar olli von­brigðum og efna­hags­leg óvissa er vís til að lita söl­una í sum­ar.“

Mest er að gera í sölu mótor­hjóla í sum­ar­byrj­un og seg­ir Björn að vin­sæld­ir tor­færu-ferðahjóla end­ur­spegli að ein­hverju leyti áhuga mótor­hjóla­fólks á að ferðast sem víðast um landið í sum­ar. „Kaup­end­ur tor­færu-ferðahjóla eru oft bún­ir að fara um Ísland á götu­hjól­um og hafa horft löng­un­ar­aug­um til veg­ar­slóðanna sem liggja frá mal­bikuðu veg­un­um og upp í fjöll­in. Á góðu al­hliða tor­færu-ferðahjóli má kom­ast nán­ast hvert á land sem er og ekki ama­leg til­finn­ing að fylgja slóðum hátt upp í fjalls­hlíðar og upp á tinda.“

Tvö hjól að fram­an skapa „þétt­leika“

Einn af styrk­leik­um Yamaha er að kaup­end­ur geta nokkuð auðveld­lega lagað hjól­in að eig­in þörf­um með því að bæta við auka­hlut­um og seg­ir Björn að hann selji sjald­an tvö al­veg eins tor­færu-ferðahjól. „Þau koma til okk­ar til­tölu­lega strípuð og svo er hægt að bæta við tösk­um, böggla­bera, þoku­ljós­um, hærri framrúðu og alls kyns viðbót­um í takt við það hvernig stend­ur til að nota mótor­hjólið.“

Nýj­asta viðbót­in í sýn­ing­ar­sal Yamaha eru þriggja hjóla Niken-mótor­hjól­in en Yamaha ruddi braut­ina á sín­um tíma með þriggja hjóla vespu. „Niken er mjög flott ferðahjól sem á að vera ör­ugg­ara en hefðbund­in mótor­hjól án þess samt að fórna þeirri ánægju sem fylg­ir því að aka um á hefðbundnu tveggja hjóla mótor­hjóli og t.d. hall­ar Niken inn í beygj­ur líkt og önn­ur mótor­hjól,“ út­skýr­ir Björn. „Í akstri finn­ur maður greini­lega ákveðinn þétt­leika í fram­end­an­um á Niken; all­ar hreyf­ing­ar verða mild­ari og ójöfn­ur í mal­bik­inu mýkri. Smátt og smátt lær­ir ökumaður að treysta öfl­ugu grip­inu í fram­end­an­um og nær um leið að slaka meira á við akst­ur­inn.“

Gott að byrja á minna hjóli

Ann­ars held­ur Yamaha áfram að bæta jafnt og þétt við mótor­hjóla­flór­una og betr­um­bæta hjól­in ár frá ári. Björn seg­ir fyr­ir­tækið skarta mjög breiðu úr­vali mótor­hjóla í ólík­um út­færsl­um sem hæfi þörf­um ólíkra kaup­enda­hópa. „Hingað get­ur fólk komið og fengið vandaða per­sónu­lega ráðgjöf þar sem við finn­um í sam­ein­ingu það hjól sem hent­ar best. Hvert hjól er sér­p­antað og af­hend­ing­ar­tím­inn yf­ir­leitt á bil­inu 2-3 vik­ur.“

Það hef­ur sjald­an verið auðveld­ara að láta draum­inn um mótor­hjól ræt­ast og á Yamaha á Íslandi í sam­starfi við Lyk­il um að fjár­magna allt að 75% af kaup­verði nýrra mótor­hjóla. Trygg­inga­mál­in þarf síðan hver og einn að eiga við sitt trygg­inga­fé­lag.

Björn mæl­ir með því að fólk kaupi ekki strax í fyrstu at­lögu allra stærsta og kröft­ug­asta hjólið sem fjár­hag­ur­inn og öku­skír­teinið leyf­ir. „Íslend­ing­um hætt­ir til að vilja fara strax í öfl­ug­ustu hjól­in en skyn­sam­legra er að byrja á minna hjóli enda auðveld­ara að hafa á því góða stjórn og nær fólk fyrr góðum tök­um á því að hjóla á nett­ara mótor­hjóli.“

 https://www.mbl.is/bill/frettir/2020/06/29/mikill_ahugi_a_ferda_torfaeruhjolum/