3.12.13

Mótorhjólasafnið í Newburgh:Yfir 450 mótorhjól til sýnis

Í aðeins um klukkustundar fjarlægð frá Manhattan er eitt stærsta mótorhjólasafn heimsins. Safnið heitir Motorcyclepedia sem er réttnefni enda safnið eins og hálfgerð alfræðiorðabók um mótorhjól. Safnið er á 250 Lake Street í Newburgh og til að komast þangað er best að taka Metro North Hudson Line frá Grand Central-brautarstöðinni upp til Beacon. Þaðan er hægt að ganga niður fyrir brautarstöðina að ánni og taka ferju yfir Hudson-ána yfir til Newburgh og þá er safnið aðeins fimm mínútur í burtu með leigubíl. Undirritaður var á ferðinni um New Yorkríki á dögunum og kom þar við.
Harley Davidson keppnishjól frá
1911 tekur á móti gestum þegar
 þeir ganga inn á safnið í Newburgh.

Safnið samstarf feðga 

Saga safnsins er nokkuð merkileg en það er aðeins tveggja ára gamalt í núverandi mynd. Á sjöunda áratugnum voru tveir vinir, þeir Mike Corbin og Ted Doering, sem eyddu miklum tíma saman á og með mótorhjólum sínum. Corbin stofnaði fyrirtæki sem fór að framleiða sæti á mótorhjól og flest mótorhjólafólk þekkir í dag, en Ted Doering fór að gera auka hluti á Harley-hjól fyrir ört vaxandi markað heima fyrir. Áður en langt um leið var hann farinn að láta smíða fyrir sig mikið af hlutum í Taívan og fékk í framhaldinu viðurnefnið Taiwan Ted. Hann varð fljótt milljóner af þessu og til að halda í hjólaáhugann fór hann að safna mótorhjólum og hlutum þeim tengdum, aðallega í samstarfi við föður sinn Jerry Doering sem keppti á Indian-mótorhjólum upp úr seinna stríði. Ted safnaði Harley Davidson-hjólum og sérstaklega breyttum hjólum en Jerry hóf að safna Indian-hjólum árið 1949. Safnið stækkaði fljótt og þurfti stóra skemmu til að geyma öll hjólin. Mikill fróðleikur Jerry um Indian-hjól skilaði sér í miklu safni slíkra hjóla og á safnið hverja einustu tegund og árgerð frá upphafi sem er einstakt, fyrir utan gott safn Indian-keppnishjóla. Við safnið hefur svo bæst fjöldinn allur af öðrum amerískum gerðum auk talsvert margra evrópskra og japanskra hjóla en uppistaðan í safninu er hjól framleidd í Bandaríkjunum. Meðal þess sem áhugavert er að skoða á safninu er gott safn herhjóla og lögreglumótorhjóla. Einnig er sérstök sýning á hjólum mótorhjólasmiðsins Indian Larry á safninu, auk keppnishjóla af ýmsum gerðum sem sýna vel sögu mótorhjólaíþrótta í Bandaríkjunum. Yfir 450 mótorhjól eru í safninu og vel þess virði fyrir þá sem hafa áhuga á hvers kyns mótorhjólum að heimsækja það. 

NG
Morgunblaðið
3.12.2013
njall@mbl.is

11.11.13

Uppákoma !

Mótorhjólafólk með uppákomu við Þjóðleikhúsið í tilefni forsýningar. 2013
Mörg kunnuleg andlit á svæðinu en
hver forsýningin var veit vefstjóri ekki
en þeir viitust hafa gaman af þarna í sunnlensku rigningunni

30.10.13

Meðlimir komnir til vits eða áraÞað má með sanni segja að dagurinn í dag sé merkilegur hjá meðlimum Vélhjólafjelags Gamlingja.
Á þessum degi árið 1993 var félagið stofnað og tvítugsafmæliþess verður fagnað með sérstökum hætti.
Annað kvöld hefst yfirgripssýning á hjólum félagsmanna í Reykjavík Motor Center og þar eru fá hjól yngri en þrjátíu áraog mörg mun eldri en það. Sum þeirra eru þau einu sinnar tegundar á landinu. 

Um þrjátíu manns eru í Vélhjólafjelagi gamlingja. Þetta er félagsskapur þeirra sem áhuga hafa á gömlum vélhjólum og best er að þeir sem óska eftir inngöngu í félagið séu, eins og leiðtogi félagsins orðar það, annað hvort komnir til vits eða ára, þó ekki sé verra að uppfylla hvort tveggja. Elsti félaginn er fæddur árið 1930 og hefur fyrir vikið fengið heiðursnafnbót. Sir Emil Kristjánsson er því heiðursfélagi í þessum virðulega félagsskap og sömuleiðis leiðtoginn, Dagrún Jónsdóttir, sem ber titilinn lafði.
Konur hafa alltaf verið virkar í félaginu og hafa oft verið fleiri en núna. Í dag eru þær þrjár. 30 manns en 120 hjól Það er með eindæmum ótrúlegt að þessi rúmlega þrjátíu manna hópur eigi samanlagt um 120 gömul vélhjól. Fjörutíu þeirra hjóla verða á afmælissýningunni sem hefst kl. 21 annað kvöld að Kleppsvegi 152. Hún stendur til klukkan 16 á sunnudag og er aðgangur ókeypis. Elsta gangfæra hjólið á sýningunni er Harley Davidson DL750 frá árinu 1931 og er það í toppstandi. Sömuleiðis verður á sýningunni annað Harley Davidson sem verið er að gera upp en það er frá árinu 1925. Segja má að félagarnir hafi unnið mikið og gott starf í að varðveita og í raun bjarga gömlum hjólum frá skemmdum. Sum hafa verið flutt inn en mörg hafa fundist á hinum ýmsu stöðum á landinu, eins og Harley Davidson DL750 sem fannst í Reykhólasveit og var verulega farið að láta á sjá, grindin í bútum en vél og gírkassi nothæf ásamt framgaffli og fleiri hlutum.
Fjöldi merkra gripa verður á sýningunni og eru þeir jafnvel þeir einu sinnar tegundar á landinu. Sum hjólin eru að sama skapi fágæt á heimsvísu. Dæmi um slíkt hjól er Suzuki RE5 sem er með Wankel vél og var framleitt á árunum 1974-1976. Ítalski hönnuðurinn Giorgetto Giugiaro á heiðurinn af útliti hjólsins. Það er afar fá gætt, aðeins til um 6000 slík hjól í heiminum.
 Sýningin sem opnuð verður annað kvöld er  frábrugðin því sem Vélhjólafjelag gamlingja hefur áður gert til að sýna hjólin. Reynt hefur verið að hafa hjólin til sýnis á Árbæjarsafni einhvern dag sumars. Eins og segir á vef Sniglanna er Vélhjólafjelag gamlingja svo gamaldags að það er ekki með sína eigin vefsíðu og er vel hægt að afsaka það. 

Gamlingjar á ferðinni

Sem fyrr segir er þetta enginn unglingaklúbbur og eiga félagsmenn það sammerkt að vera með ólæknandi og óbilandi vélhjóladellu. Svo svæsna að þeir leita út fyrir landsteinana til að finna hjól sem uppfylla skilyrði alvöru gamlingjahjóla. Því leggja félagar sig fram við að ná í einstök eintök,
endursmíða eða gera þau upp. En þeir láta ekki þar við sitja því hjólin eru notuð. Einkunnarorð  Vélhjólafjelags gamlingja eru „Gamlinginn skoðar steininn“, því í þessu félagi er hraðinn ekki  aðalmálið heldur er ekið hægt í ferðum um landið til að hægt sé að skoða það og njóta í leiðinni.
Malín Brand
malin@mbl.is
30.10.2013

Milliak­reina­akst­ur á mótor­hjóli leyfi­leg­ur eða ekki?


 Hug­takið milliak­reina­akst­ur eða það sem kallað er er­lend­is Filter­ing eða Lane splitt­ing er svo nýtt að ekk­ert nýti­legt nafn er til fyr­ir það á ís­lensku.Milliak­reina­akst­ur á mótor­hjóli er að keyra milli ak­reina, til þess að kom­ast fram fyr­ir um­ferð halda ef­laust flest­ir. Sann­leik­ur­inn er þó sá að í þéttri stór­borg­ar­um­ferð get­ur það að keyra milli ak­reina verið tals­vert ör­ugg­ara fyr­ir mótor­hjólið. Ástæðurn­ar eru nokkr­ar, eins og til dæm­is sú staðreynd að mótor­hjólið hef­ur lengri línu fyr­ir fram­an sig til að bregðast við held­ur en ef það er milli tveggja bíla. Útsýnið verður líka betra svo að sá sem er á mótor­hjól­inu sit­ur er fljót­ari að bregðast við aðstæðum. Ekki má held­ur gleyma því að mótor­hjólið tef­ur þannig ekki fyr­ir ann­arri um­ferð og létt­ir frek­ar á henni. En skyldi mega þetta alls staðar og þá til dæm­is á Íslandi? Í sjálfu sér er ekk­ert í um­ferðarlög­un­um sem bann­ar þetta sér­stak­lega.

Sam­kvæmt gild­andi um­ferðarlög­um seg­ir í 41. grein að eigi megi aka bif­hjóli sam­hliða öðru öku­tæki. Sam­kvæmt 22. grein um­ferðarlag­anna frá 1987 er ekki heim­ilt að aka fram úr öðru öku­tæki á eða við gatna­mót, en til­tekið í und­ir­máli að ákvæðið eigi ekki við um akst­ur fram úr reiðhjóli eða léttu bif­hjóli. Að lok­um seg­ir um­ferðarmerkið sem bann­ar framúrakst­ur að það eigi við öku­tæki, nema tví­hjóla öku­tæki, þar á meðal bif­hjól. Þrátt fyr­ir greinagóðar lýs­ing­ar á akstri á ak­rein­um í um­ferðarlög­um er ekk­ert sem bann­ar þar akst­ur á milli ak­reina. Ökumaður skal þó, áður en hann skipt­ir um ak­rein eða ekur á ann­an hátt til hliðar, ganga úr skugga um að það sé unnt án hættu eða óþarfa óþæg­inda fyr­ir aðra. Sama er, ef ökumaður ætl­ar að stöðva öku­tæki eða draga snögg­lega úr hraða þess.

Víða leyft í Evr­ópu
Nokkr­ar borg­ir í Evr­ópu, Jap­an og Kali­forn­íu­ríki hafa leyft milliak­reina­akst­ur mótor­hjóla með lög­um eða reglu­gerðum. Sum ríki í Banda­ríkj­un­um eins og Utah og Nebraska hafa þó bannað það sér­stak­lega, en þá aðeins fyr­ir mótor­hjól.

Þeir sem hafa orðið vitni að um­ferðinni eins og hún er í Par­ís eða Barcelona á há­anna­tíma skilja bet­ur hvernig akst­ur mótor­hjóla milli ak­reina er nauðsyn­leg­ur. Þar þykir sjálfsagt að mótor­hjólið fái að aka milli ak­reina í þéttri borg­ar­um­ferðinni eða inni í fjölak­reina hring­torgi. Í Barcelona er bein­lín­is gert ráð fyr­ir að mótor­hjól og létt bif­hjól geti ekið milli bíla á ljós­um og komið sér fyr­ir á sér­stöku svæði rétt fyr­ir gatna­mót­in.

Að mati stjórn­ar Bif­hjóla­sam­taka lýðveld­is­ins, Snigla, er orðið tíma­bært að þessi mál séu skoðuð hér­lend­is með um­ferðarör­yggi bif­hjóla­fólks í huga. Ei­rík­ur Hans Sig­urðsson, öku­kenn­ari og í vara­stjórn Snigla, hef­ur sterk­ar skoðanir á þessu máli. „Þetta er mál sem löngu er tíma­bært að hreyfa við hér á landi. Ég hef aldrei skilið hvers vegna það fer svona í taug­arn­ar á hér­lend­um öku­mönn­um bíla ef mótor­hjól fer fram fyr­ir þá við gatna­mót. Ég varð fyr­ir því sum­arið 2010 þegar ég hjólaði gæti­lega á milli bíla sem biðu við gatna­mót Kringlu­mýr­ar­braut­ar og Suður­lands­braut­ar að einn ökumaður bíls í h.m. í röðinni gerði sér lítið fyr­ir og reyndi að loka fyr­ir mig með því að sveigja til vinstri að næsta bíl. Það varð til þess að hliðartask­an vinstra meg­in á hjól­inu straukst við hægra aft­ur­horn bíls­ins við hliðina. Af þessu urðu eng­ar skemmd­ir, en svona hegðun seg­ir hvernig sum­ir hugsa okk­ur þegj­andi þörf­ina. Ég hef einnig orðið fyr­ir því að menn sendi mér putt­ann eða aki flaut­andi á eft­ir mér. Þegar maður hjól­ar í Suður-Evr­ópu leggja öku­menn bíla sig fram um að maður kom­ist á milli bíla sem eru að bíða við gatna­mót og jafn­vel breikki bilið á milli bíla á ferð í um­ferð svo mótor­hjól­in eigi greiða leið á milli þeirra. Að þessu þarf að vinna. Það þarf einnig að kynna það fyr­ir al­menn­ingi að mótor­hjól sem fer fram fyr­ir er að létta á um­ferðinni en ekki að tefja hana,“ seg­ir Ei­rík­ur Hans.

njall@mbl.is
Bíl­ar | Morg­un­blaðið | 30.10.2013 | 

Elsta mótorhjólið er Harley frá 1931 (2013)

Dagrún Jónsdóttir mótorhjólabóndi
Oddsparti 
Dagrún Jónsdóttir, mótorhjólabóndi á Oddsparti í Þykkvabæ flutti til Þykkvabæjar fyrir átta árum.

Hún er í óða önn að gera upp hús þar og hyggst opna mótorhjólasafn Þykkvabæjar. „Húsið hefur verið notað sem ballsalur, en þar ætlum við
að hafa sýningarsalinn.
Það var fullt af hljómsveitum sem spiluðu hérna í sumar.“ Dagrún vill ekkert gefa upp um hvenær safnið verður opnað og segir mörg verkefni vera eftir.

 Bak við húsið sem mun hýsa safnið er stórt tún með hlöðnum veggjum utan um eldstæði. „Hérna er tjaldsvæði sem við rekum fyrir mótorhjólafólk og tökum eingöngu á móti hópum.“

Meðeigandi Dagrúnar að svæðinu er Einar „Marlboro“.Þau hafa nú þegar sankað að sér rúmlega 30 hjólum og er það elsta frá 1931.
gunnardofri@mbl.is
Morgunblaðið  30.10.2013

27.9.13

Hin árlega haustógleði Tíunnar


Verður haldin laugardaginn 12. október og hefst klukkan 19.00. Staðsetning: Sportvitinn

Matseðill: ( a la Sigga Ben )
lamb, kjúklingur og meðlæti
Skemmtiatriði
Hljómsveit
Happdrætti til styrktar Mótorhjólasafninu ( 1000 kall miðinn ) búið að hækka miðaverð úr 500 í 1000 þar mikið er komið svaðalega flottum vinningum.
Malpokar að sjálfsögðu leyfðir

Verð aðeins 4 stk Brynjólfur Sveinson (mannurinn á þúsundkrónaseðlinum )

Af því tilefni að Binni Sveins er blár verður þema kvöldsins BLÁTT og verða veitt verðlaun fyrir mesta blámann í kvenna og kalla flokki

Vinsamlegast tilkynnið þáttöku eigi síðar en þriðjudaginn 8. okt til að hægt sé að áætla mat ofan í liðið. Best er að tilkynna sig með því að senda póst á tian@tian.is

Með kveðju
Stjórn Tíunnar

11.9.13

Mótorhjólafólk var duglegt að heimsækja Siglufjörð í sumarÞað var ósjaldan sem maður heyrði drunur í mótorhjólum í sumar.


Bæði stórir og litlir hópar af hjólafólki kom við á Sigló. Mikið af erlendu hjólafólki lagði leið sína í fjörðinn og það er greinilegt að Siglufjörður er kominn á kortið þegar um mótorhjólaferðir er að ræða og ósjaldan sá maður mótorhjól fyrir utan Gistiheimilið Hvanneyri.

Ég náði þessum myndum í sumar af mótorhjólafólki sem kom við á
Sigló og tók einn bryggjurúnt áður en þau lögðu af stað úr bænum.

11.09.2013 | 13:30 | Jón Hrólfur Baldursson

26.8.13

Hjóluðu yfir hálendið án aðstoðar

Vinkonurnar Lilja Hermannsdóttir og Hilde Hundstuen kynntust í gegnum mótorhjólasportið fyrir þónokkru síðan. Hugmyndin að fara yfir hálendi Íslands á Enduro-hjólum kviknaði hjá þeim í hversdagslegu spjalli. Tveimur dögum seinna voru þær komnar með styrktaraðila og lagðar af stað. 

Þær Lilja Hermannsdóttir og Hilde Hundstuen hafa nýlokið rúmlega 400 kílómetra langri hjólaferð yfir hálendi Íslands. Þær hófu ferð sína frá Hrauneyjum að kvöldi til og hjóluðu fyrsta legginn í svarta myrkri. „Ég hafði aldrei hjólað svona yfir nótt áður en það var alveg rosalega gaman. Maður sér  ekkert nema veginn, horfir í geislann og hjólar,“ segir Lilja.
Þær hjóluðu yfir í Nýjadal og fengu þar inni yfir nótt. Næsta dag hjóluðu þær Dyngjufjallaleið yfir í Dreka og síðasta daginn að Kárahnjúkum og þaðan fóru þær á Egilsstaði. En hvernig dettur tveimur konum í hug að fara út í svona leiðangur. „Okkur finnst kannski ekki skipta svo miklu máli að við séum stelpur. Miklu frekar að við gerum þetta á gamla og erfiða mátann og nýtum okkur ekki trússbíl og öll hugsanleg þægindi sem oftast eru í svona ferðum. Þetta var í rauninni  persónuleg áskorun að fara bara tvær og redda okkur. Þetta var rosalega erfitt en líka alveg rosalega gaman,“ segir Hilde.

 Vilja fá fleiri stelpur í sportið 

Þegar þær eru inntar eftir því hvað hafi heillað þær mest á þessari leið segja þær að hraunbreiðan á milli Nýjadals og Dreka hafi verið áhrifaríkust. „Það er algjörlega ævintýralegt að keyra þar yfir,“ segir Lilja. „Maður er svo nátengdur náttúrunni þegar maður hjólar og kynnist landinu sínu svo vel,“ bætir Hilde við. Þó að þær vilji ekki gera mikið úr því að þær hafi farið tvær  konur saman viðurkenna þær að ferð þeirra og framkvæmd geti verið mikil hvatning fyrir aðrar konur sem deila áhugamáli þeirra. „Við viljum auðvitað alltaf fá fleiri stelpur í þetta sport. Fyrst þegar við sögðum frá því sem við ætluðum að gera  fundum við svolítið fyrir því að fólk fannst við ekki átta okkur á því hvað við værum að fara út í en svo eftir á hefur sama fólk verið að hrósa okkur,“ segir Hilde.

Fjölskylduvæn íþrótt

 Hilde hefur verið á götuhjóli frá átján ára aldri en Lilja uppgötvaði sportið árið 2008. Þær kynntust í gegnum hjólamennskuna en þetta var þeirra fyrsta ferð þar sem þær fóru bara tvær saman. „Ég hafði lengi haft áhuga á að hjóla áður en ég byrjaði, svo ákvað ég loksins að drífa í þessu og fékk mér götuhjól. Ég var búin að vera með prófið í þrjá eða fjóra daga þegar ég fór hringinn í kringum landið. Ég hef farið ótal ferðir um landið síðan og nú er öll fjölskyldan í þessu,“ segir Lilja og Hilde tekur við. „Þetta er mjög fjölskylduvænt sport. Stelpan mín tekur þátt í því með mér að gera við og gera upp hjól.“

Nýir draumar vakna þegar gamlir rætast

 Hildi átti sér lengi tvo drauma, annars vegar að eignast hermannahjól með hliðarvagni og hins vegar að smíða sér „streetfight“ hjól. Nú hefur hún látið báða þá drauma rætast en segir þá aðeins nýja drauma taka við. „Næst langar mig að hjóla í Himalaya eða Perú.“ Þessi ferð var bara byrjunin hjá okkur. Þetta var aðeins okkar fyrsta ferð af mörgum,“ bætir Lilja við. Lilja segist ekki hafa nokkurn áhuga á að taka þátt í keppnum. Hún vill miklu fremur vinna persónulegra sigra og ná markmiðum sem hún setur sér sjálf. Þegar þær eru spurðar hvort allir geti hjólað svara þær nánast samhljóða játandi. „Maður þarf bara að hafa mikla trú á sjálfum sér en um leið að taka skynsamlegar ákvarðanir,“ segir Lilja. „Já og maður þarf auðvitað að vera í réttum útbúnaði og fylgjast vel með veðurspá,“ segir Hilde. Þær Lilja og Hilde vilja koma þökkum áleiðis til styrktaraðilanna Ormsson, Átaks, Rafstillingar og JHM. Einnig vilja þær þakka 4x4, Slóðavinum, Torfærudeildinni hjá Hjólavinum, Valkyrjum og öðrum sem hafa haldið utan um slóða á hálendinu.  „Við eigum svo fallegt land og okkur ber að ganga vel um það. Við erum öll að vinna að sama
markmiði, að fara vel með landið okkar og njóta þess,“ segir Hilde.

Signý Gunnarsdóttir 
signy@mbl.is

16.8.13

Seldu húsið til að skoða heiminn

Seldu allt Rocky og Paula ætla að vera á ferð
um heiminn næstu misseri. Hér eru þau við Louise-
vatn í Kanada.     Mynd: Rocky Vachon
Rocky Vachon og Paula Fatioa fóru í heimsreisu á mótorhjól

Fengu höfðinglegar móttökur í Reykjanesbæ

 Ég lít ekki svo á að við séum strandaglópar á Íslandi. Maður er strandaglópur ef maður er á stað sem maður vill ekki vera á,“ segir Kanadamaðurinn Rocky Vachon. Hann kom ásamt kærustu sinni, Paulu Fatia, til Íslands á mánudaginn í síðustu viku. Þau urðu fyrir því óláni, þegar þau komu til Íslands
frá Bandaríkjunum, að afgreiðsla á mótorhjólinu þeirra tafðist hjá tollayfirvöldum í Ameríku. Þau höfðu gert ráð fyrir að bíða í nokkra daga eftir hjólinu en sú bið lengist um viku, hið minnsta.
Rocky og Paula, 35 og 33 ára, tóku saman fyrir um þremur árum. Þau höfðu bæði hug á að leggja land undir fót, eða hjól, og skoða heiminn. Einu ári eftir að þau kynntust hafði Paula selt húsið sitt og jafnaði þá upphæð sem Rocky hafði safnað sér. Þau hættu bæði í vinnunni og settust upp á hjólið.
Þau óku frá heimabæ sínum, Hamilton í Ontario-héraði í Kanada í ágúst 2011. „Við fórum vestur Kanada, í gegnum Vancouver og þaðan yfir til Bandaríkjanna,“ segir Paula um upphaf ferðalagsins. „Við ferðuðumst um Bandaríkin, fórum þaðan til Mexíkó, Belís og svo Gvatemala,“ heldur hún áfram. Þegar þau nálguðust suðurhluta Ameríku, eftir 146 ferðadaga og 25 þúsunda kílómetra akstur, tók ferðalagið á mótorhjólinu óvæntan endi. Flutningabíll þröngvaði þeim út af veginum og þau höfnuðu ofan í skurði – eiginlega á kaf í skolp. Þau sluppu bæði ómeidd en hjólið skemmdist töluvert og varð óökuhæft.

Lærði að gera við hjólið 

Rocky, sem er menntaður rafmagnsverkfræðingur, hófst strax handa við að endurbyggja hjólið og skipuleggja framhald ferðarinnar. Hann segist ekkert hafa  kunnað þegar hann byrjaði að skrúfa það í sundur og panta varahluti. Hann tók myndir af hverju  skrefi og setti allar skrúfur og bolta í poka sem hann merkti. „Ég er ekki bifvélavirki en ég get næstum því kallað mig það eftir þetta,“ segir hann og hlær. „Það er gott að þekkja hjólið þegar eitthvað kemur upp á. Ég kunni ekki að gera við dekk þegar ég byrjaði en núna get ég bjargað mér með flest. Ég reyni að gera allt sjálfur,“ segir hann. Þau fóru aftur af stað í byrjun sumars og hafa verið á ferðalagi um Kanada í næstum 70 daga og ferðuðumst um austurhluta Kanada, Nýfundnaland  og Labrador. Því næst flugu þau til Íslands.

Boðið í bústað

 Rocky og Paula njóta nú íslenska  sumarsins, þó megnið af farangri þeirra, auk fararskjótans, vanti. Þau hafa verið tiltölulega heppin með veður. Fyrstu nóttina gistu þau við Keflavíkurflugvöll en næsta dag húkkuðu þau sér far í Reykjanesbæ, þar sem þau komust í verslun og nettengingu. „Við erum með fötin okkar og tjaldið. Það er nóg í bili,“ segir hann af því æðruleysi og þeirri gleði sem einkennir fas þeirra beggja.
Á föstudaginn hittu þau Gylfa Jón Gylfason, fræðslustjóra í Reykjanesbæ, fyrir utan ráðhúsið í bænum þar sem þau höfðu tjaldað. Gylfi Jón bauð þeim í mat og í kjölfarið að dvelja í sumarhúsi hans að Hafurbjarnarstöðum, á milli Garðs og Sandgerðis, þar til þau fá hjólið í hendurnar. Þau eru hæstánægð með þá gestrisni. Gylfi Jón hefur sýnt þeim Reykjanesið og þau hafa meðal annars skoðað Gunnuhver, vinsælan ferðamannastað við Reykjanesvita. Þá fengu þau lánaðan bíl hjá heimamanni til að fara í dagsferð að Gullfossi og Geysi.

Flækingar 

Rocky og Paula halda úti skemmtilegri vefsíðu þar sem fylgjast má með ferðalagi þeirra. „Not all those who wander are lost“ eru einkennisorð  vefsíðunnar. Á íslensku gæti það útlagst sem: Flækingar eru ekki alltaf villtir. Tilvitnunin er úr Hringadróttinssögu en slóð vefsíðunnar er einmitt www.notallthosewhowanderarelost.ca Rocky tekur myndir og Paula skrifar texta um það sem á daga þeirra drífur á ferðalaginu. Þar má meðal annars sjá nákvæmt sundurliðað yfirlit yfir eyðsluna á ferðalaginu, en á ferð þeirra um Ameríku eyddu þau að jafnaði sem jafngildir 6.600 krónum á dag. Þau spara mjög við sig í mat og gistingu enda tjalda þau yfirleitt utan hefðbundinna tjaldstæða. „Stundum komumst við ekki í sturtu svo dögum skiptir,“ segir Paula og hlær. „Núna veit ég hvernig það er að vera skítugur hjólreiðamaður (e. dirty biker).“

Sigur Rós í uppáhaldi 

Þau stefna á að vera tvær til þrjár vikur á ferðalagi um Ísland eftir að þau fá hjólið. Þau hafa merkt við marga staði sem þau ætla að heimsækja hér, en Rocky er mikill aðdáandi  hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Hann féll fyrir landinu þegar hann sá heimildamyndina Heima, um  tónleikaferðalag sveitarinnar um Ísland. Þau Rocky og Paula áætla að ferðast þar til peningurinn  klárast. „Við ætlum næst til Danmerkur, með Norrænu, og svo sunnar, þegar fer að hausta. Við ætlum í haust til Portúgal, þar sem Paula fæddist og á fjölskyldu sem hún þekkir lítið. Hún hefur ekki komið þangað frá því hún var þriggja ára,“ útskýrir Rocky. „Fjölskylda mín býr í Portúgal og Frakklandi. Ég þekki þau ekki en hef hitt suma einu sinni, fyrir löngu síðan. Það verður gaman að hitta þau,“ bætir Paula við. Þau gera ráð fyrir að verja vetrinum í Portúgal og hyggja á að heimsækja Marokkó líka. Þegar fer að vora ætla þau að færa sig norðar á bóginn og heimsækja Sviss og Ítalíu, hið minnsta. „Okkur langar að fara til Egyptalands, aka með Nílarfljótinu og heimsækja Jórdaníu. Við verðum svo að sjá til hvort hægt verður að fara til Tyrklands og Alsír en aðstæður í þeim löndum verða að ráða því,“ segir Rocky. Hann hefur að auki reynt að sannfæra kærustu sína um að heimsækja Pakistan og Íran, en til Íran langar Rocky mikið að koma, sérstaklega norðurhéraðanna. „Ég er enn að reyna að sannfæra hana …“ „Við sjáum til,“ grípur hún fram í og hlær. Þau ætla að láta veðrið ráða för, svolítið eins og Íslendingar. „Við förum heim þegar við erum annaðhvort orðin leið hvort á öðru eða blönk.“

Finna frið á hjólinu 

Þau viðurkenna aðspurð að það geti tekið á að vera saman á ferðalagi allar sólarhringinn, svo vikum og mánuðum skiptir. Stundum kastist svolítið í kekki. „Við erum  stundum spurð hvers vegna við notum ekki hljóðnema til að tala saman þegar við erum á mótorhjólinu,“ segir Paula en segir að það komi ekki til greina. „Við notum tímann á hjólinu til að hugsa og vera út af fyrir okkur,“ segir Rocky. „Þó við sitjum þétt saman þá eru þetta einu stundirnar sem við fáum frið hvort fyrir öðru. Það skiptir máli,“ segir hann og Paula tekur í sama streng.
Þau segja að mótorhjólið veiti þeim mikið frelsi. Þau geti skoðað staði sem aðrir þurfa jeppa til að komast á. Hjólið komist vegi sem smábílar komist ekki. „Þetta er eins og jeppi á tveimur hjólum – þannig komumst við lengra og getum séð meira en ef við værum á bílaleigubíl,“ segir Rocky en bætir við að Paula verði svolítið hrædd ef vegirnir eru mjög slæmir. Hugmyndin kviknaði í Taívan Fyrir um tíu árum var Rocky að vinna við enskukennslu í skóla í Taívan, til að eiga fyrir háskólanámi. Hann keypti sér vespu og fór að aka um strendur landsins. Það var þá sem hann fékk þá flugu í höfuðið að ferðast um heiminn á mótorhjóli. Hugmyndin var nokkur ár í gerjun og undirbúningi. Eftir  háskólanám fékk hann vinnu sem gaf vel. En vinnan átti ekki við hann. „Ég þoldi ekki vinnuna og gat ekki hugsað mér að sitja á bak við skrifborð næstu 30 árin. Svo kynntist ég Paulu og sagði henni frá því hvað mig langaði að gera,“ útskýrir Rocky. Paula segir að hana hafi líka langað til að ferðast en í fyrstu hafi hugmyndin um að gera það á mótorhjóli verið fráleit. Honum hafi þó fljótt tekst að sannfæra hana um ágæti þess að ferðast um á mótorhjóli. „Ég féll fyrir stöðunum sem hann ætlaði að heimsækja,“ segir hún. Húsið seldist og þau drifu sig af stað, eins og fram hefur komið. Paula
segist þó stundum sakna heimahaganna, fjölskyldunnar og kattanna sinna, sem eru 13 og 17 ára. Þeir eru í pössun hjá bróður hennar og móður og heyra má að hún óttast að hitta þá ekki aftur. „Kettir geta alveg náð 20 ára aldri,“ segir Rocky til hughreystingar.

Dagblaðið Vísir 16.08.2013


12.7.13

Hjóladagar á Akureyri

Tían, Bifhjólaklúbbur Norðurlands, mun halda sína árlegu Hjóladaga á Akureyri dagana 17.–19. júlí. Þar verður sem fyrr þrautabraut, hjólaspyrna, Útimarkaður, grill og sýning á mótorhjólum ásamt því að minningarakstur um Heiðar Jóhannsson verður farinn.
Hjóladagar hafa farið stækkandi ár frá ári og eru nú að verða aðalsamverutími allra íslenskra hjólamanna. Upplýsingar og dagskrá Hjóladaga má finna á heimasíðu Tíunnar,
www.tian.is

23.5.13

Skoðunardagur Tíunnar og Frumherja

Við vildum bara minna á skoðunardaginn okkar hjá Frumherja sem er núna laugardaginn 25. maí (næstkomandi laugardag) frá kl 10-14. Greiddir félagar fá 60% afslátt af skoðunargjaldi þennan dag, og einnig verða grillaðar pylsur á boðstólnum fyrir gesti :-)

Vonumst til að sjá sem flesta félaga!

Með bestu kveðju
Tían - Bifhjólaklúbbur Norðuramts

22.5.13

Með kaffi í blóðinu


Það er í góðum fé­lags­skap á sveita­hót­el­inu Hrauns­nefi í Borg­ar­f­irði sem maður fer að velta fyr­ir sér hvers­kon­ar snilld­ar­grip­ur Moto Guzzi V7 hjólið er. Fyr­ir fram­an und­ir­ritaðan er góm­sæt­ur ham­borg­ari á diski og góðir fé­lag­ar. En í koll­in­um er akst­ur­inn frá Reykja­vík á þess­um létta ít­alska kaffireiser sem sjálf­ur er ein­mitt góður fé­lagi.

Reynsluakst­ur­inn hófst í Reykja­vík deg­in­um áður og strax bauð mótor­hjólið af sér góðan þokka. Það er sam­dóma álit þeirra sem hafa séð hjólið að Moto Guzzi V7 sé ekta og dæmi­gert mótor­hjól, svona hjól eins og ung­ling­ur myndi teikna ef hann væri beðinn um að teikna mótor­hjól. Moto Guzzi V7 er lágt og lip­urt að sjá, V-vél­in er skemmti­leg á að líta og kaffireiser sætið stíl­hreint. Tankur­inn mátu­lega vold­ug­ur og mæla­borðið og fram­ljósið lát­laust. Útlits­lega er Moto Guzzi V7 því skóla­bók­ar­dæmi um mótor­hjól.
Strokkasin­fón­ía í hæsta gæðaflokki
En það leyn­ir þrátt fyr­ir það á sér í mörgu til­liti. Vél­in er ekki sér­lega stór eða öfl­ug, 744 cc og 48 hest­öfl. En það hve þýð vél­in er skipt­ir veru­legu máli og hún skil­ar sínu mjög skemmti­lega. Hún er snögg upp á snún­ing og í raun ger­ir þessi hóg­væra en þýða vél manni kleift að nýta allt aflið sem mótor­hjólið hef­ur án þess að brjóta hraðaregl­ur. Það þýðir að akst­ur á þessu hjóli inn­an­bæjar er gríðarlega skemmti­leg­ur vegna þess að það er svo mikið að ger­ast.

jólið purr­ar á rauðu ljósi og á grænu er smellt í fyrsta og gjöf­inni snúið, ann­ar fylg­ir rétt á eft­ir og svo þriðji og jafn­vel fjórði – allt inn­an marka skyn­sem­inn­ar og með adrenalín­flæði í öf­ugu hlut­falli. All­an tím­ann má heyra strokkasin­fón­íu í hæsta gæðaflokki úr tvö­földu púst­kerf­inu – með skemmti­leg­um bak­spreng­ing­um og smell­um þegar slegið er af gjöf­inni.

Lip­ur­leiki hjóls­ins er framúrsk­ar­andi. Stýrið er mátu­lega breitt og akst­ursstaðan er góð en það verður þó að segj­ast eins og er að hjólið er ef­laust í minnsta lagi fyr­ir þá sem eru yfir 185 á hæð. Á móti kem­ur að hjólið er ákaf­lega skemmti­legt í hönd­un­um á fær­um öku­manni og hrekk­laust byrj­and­an­um. Það er til að mynda hægt að losa aft­ur­dekkið í akstri án þess að auka púls hjart­ans – svo góð stjórn er á hjól­inu sem sker sig í gegn­um beygj­ur fyr­ir­hafn­ar­laust.

Skyn­sam­leg­ur pakki

En Ísland er ekki bara inn­an­bæjar og í þjóðvega­akstri býður hjólið af sér góðan þokka. Það þolir ekki mik­inn mótvind hins­veg­ar, til þess er það of létt og vél­in þarf þá að rembast ör­lítið. Fjöðrun­in er hins­veg­ar þokka­leg á þjóðvega­hraða á mis­góðum veg­um lands­ins og lítið mál var að fara í mátu­lega lang­ferð úr borg­inni og að Bif­röst í Borg­ar­nesi. Þó væri skyn­sam­legt að hafa í huga að fjöðrun­in er frem­ur slagstutt og mjúk sem þýðir að hún get­ur slegið sam­an á mestu ójöfn­un­um. Kaffireiser­inn er samt vel til þess að þeysa á milli kaffistaða, jafn­vel þótt sér­stak­lega vel sé lagt í vega­lengd­ina.

Moto Guzzi V7 er í raun nokkuð skyn­sam­leg­ur pakki. Hjólið er loft­kælt eins og svo mörg önn­ur mótor­hjól, vel smíðað og sam­sett, ræður yfir góðum brems­um og af­skap­lega þýðum gír­kassa. Þá er það ótví­ræður kost­ur að hjólið er með drifskafti og því þarf ekki að hafa nein­ar áhyggj­ur af sliti í keðju eða hvim­leiðu viðhaldi. Það er ágætt pláss fyr­ir farþega, alla­vega fyr­ir styttri ferðir og óvænt­ur plús var sá að bæði virt­ist eldsneytis­eyðsla hjóls­ins vera mjög lít­il og eins er tankur­inn stór. Það má því bú­ast við því að hægt sé að aka tölu­vert langt á milli fyll­inga, kannski jafn­vel 400 kíló­metra. Senni­lega hjálp­ar þyngd hjóls­ins því á flest­um sviðum því það er ekki nema um 180 kíló.

Á rétt­um for­send­um

Í stuttu má segja að þessi lipri kaffireiser fangi full­kom­lega feg­urð sjö­unda ára­tug­ar­ins í mótor­hjól­um með allri tækni og þæg­ind­um nú­tím­ans.

Hin ít­ölsku Moto Guzzi mótor­hjól eru sjald­gæf á Íslandi og það er kom­inn tími til að land­inn skoði eitt­hvað annað en hið dæmi­gerða og aug­ljósa þegar kem­ur að mótor­hjól­um. Mótor­hjól snú­ast auðvitað um stíl og skemmt­un – þau ættu allra síst að velj­ast á sömu for­send­um og vísi­tölu­bíll­inn. Fyr­ir þá sem líta á mótor­hjól sem fulln­ustu lífs­stíls­ins ætti þessi lipri kaffireiser að passa full­kom­lega.

ingvar.orn.ingvars­son@gmail.com

Kost­ir

Spar­neytið, lip­urt, rekstr­ar-hag­kvæmni drifskafts­ins og sí­gilt út-lit

Gall­ar

Helst til slagstutt fjöðrun, hjólið get­ur virkað lítið und­ir há-vöxnu fólki
Morg­un­blaðið | 22.5.2013 

19.5.13

SPESSI LJÓSMYNDAÐI MÓTORHJÓLAMENNINGU Í MIÐRÍKJUM BANDARÍKJANNA

„Þetta er svo mikil Ameríka“ 

ÉG KOMST INN Í ÞENNAN HÓP OG KYNNTIST MENNINGUNNI INNAN FRÁ,“ SEGIR LJÓSMYNDARINN SPESSI. SÝNING Á LJÓSMYNDUM HANS AF BANDARÍSKUM MÓTORHJÓLAKÖRLUM VERÐUR OPNUÐ Í LJÓSMYNDASAFNI REYKJAVÍKUR OG ER Á DAGSKRÁ LISTAHÁTÍÐAR.


Þegar maður vinnur svona verkefni verður maður að sýna ákveðið hlutleysi og ekki setja sig í neitt dómarasæti. Manni er treyst. Fólkið fann að ég hef áhuga á þessari mótorhjólamenningu, og ég varð á vissan hátt hluti af henni,“ segir Spessi ljósmyndari, Sigurþór Hallbjörnsson, um sýninguna Nafnlaus hestur sem hann opnar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á laugardag klukkan 13. Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík.
Á sýningunni eru ljósmyndir á mótorhjólaköppum sem Spessi myndaði á árunum 2011 og 2012 en þá var hann búsettur í Kansas í Bandaríkjunum og myndaði þar í kring – á einhverju fátækasta svæði Bandaríkjanna. Hann segir markmiðið hafa verið í senn að skrá og veita innsýn í þennan sérstaka menningarkima, sem hann hefur sökkt sér í. Ásamt Bergsteini Björgúlfssyni kvikmyndagerðarmanni vinnur hann nú einnig að heimildakvikmynd um mótorhjólameninguna,  „bækerana“ eins og þeir eru kallaðir þessir karlar sem bruna um þjóðvegina og mörgum stendur ógn af, enda sumir þeirra bendlaðir við sitthvað misjafnt.
Spessi er einn kunnasti ljósmyndari landsins, þekktur fyrir afgerandi hlutlægan stíl hvort sem hann sýnir fólk eða staði; margir þekkja bækur hans Bensín og Location. Hann segir þetta verkefni hafa legið í loftinu í mörg ár, allar götur síðan hann sá kvikmyndina Easy Rider í London árið 1979 í London. „Fyrsta mótorhjólið eignaðist ég árið 1986, svo tók ég mér hlé en upp úr aldamótunum fékk ég mér Harley Davidson-hjól og öðlaðist mikinn áhuga á þessum kúltúr. Mér fannst hann spennandi og langaði að kynna mér betur hvaðan hann kemur,“ segir hann.

 „Þeir hafa lifað lífinu“ 

Áhuginn gat ekki annað en leitt Spessa til Bandaríkjanna – „í upphafi er þetta amerísk menning,“ segir hann. Í byrjun árs 2008 lét Spessi sérsmíða fyrir sig  mótorhjól í Las Vegas og þegar það var tilbúið um vorið flaug hann út og ók á því á mótorhjólahátíð í SuðurDakóta, og svo áfram suður til Memphis í Tennessee. „Á þessum tíma ákvað ég að gera  portrettbók um mótorhjólamenn,“ segir hann. Kunningi hans stakk upp á því að hann gerði samtímis heimildamyndina um þessa menningu. Síðan hefur verkefnið þróast og Spessi ákvað að hann þyrfti að dvelja um tíma vestanhafs, í nábýli við eigendur mótorhjólanna stóru. „Ég endaði í Kansas þar sem konan mín fór í skóla sem skiptinemi – og það var hárrétti staðurinn! Þetta er svo mikil Ameríka
„Þessi mynd er tekin þegar sonurinn var að
snúa  heim eftir átta ár  í fangelsi.
Fjölskylda og vinir biðu hans á mótorhjólaverkstæðinu.
Það var hjartnæm stund. Daginn eftir fékk hann nýtt
Harley-mótorhjól,“ segir Spessi.
og menning mótorhjólamannanna þar svo rótgróin og óspillt. Ég kynntist „bækerafjölskyldu“; pabbinn er sjötugur og hefur hjólað í hálfa öld, synir hans eru allir á mótorhjólum og vinirnir líka, þessir flottu gömlu kallar.
Þeir hafa lifað lífinu,“ segir Spessi og hlær, enda hefur hann heyrt hjá þeim margar sögur. „Ég komst inn í þennan hóp og kynntist menningunni innan frá, kjarnanum, á meðan ég hef venjulega horft utan frá í öðrum verkefnum sem ég hef unnið með myndavélinni.“

„Eins og þjóðflokkur“

 Í þessum nýjum myndum Spessa segir hann ákveðinn samruna þeirrar hlutlægu nálgunar sem hann er þekktastur fyrir og hefðbundinnar heimildaljósmyndunar, ljósmyndafrásagna eins og þekktar eru úr eldri tímaritum.
„Þetta verkefni sver sig í ætt við mín fyrri en nálgunin er líka klassísk; þetta krafðist annarrar nálgunar en ég er vanur. Þetta er mjög sjónræn menning.  mótorhjólamennirnir eru eins og þjóðflokkur. Tilfinningin er að allir „bækerar“ séu vinir. Gömlu karlarnir segja mér að hvort sem menn voru í klúbb eða ekki þá héldu þeir saman. Þótt þessir menn eigi fjölskyldur snýst allt um mótorhjólamenninguna; ef einhver deyr þá er farið á mótorhjólunum í útförina. Það þykir virðingarvottur.“
Rætur þessarar mótorhjólamenningar eru raktar aftur Kaliforníu árið 1947 og þetta voru gjarnan uppgjafahermenn sem áttu bágt með að aðlagast hinu daglega lífi að nýju. Spessi segir þá hafa stofnað klúbba sem séu að vissu leyti byggðir upp eins og herdeildir og þeir flökkuðu um eins og kúrekar í villta vestrinu, nema hjólin komu í stað hesta. Þessa sögu mun Spessi segja í heimildakvikmyndinni. Og auk þess að hafa mikinn áhuga á þessari menningu, menningu sem sumir fyrirlíta og aðrir óttast, þá segist Spessi hafa samúð með henni. Og hann gerir ekki mikið úr því að hún spretti víða upp úr fátækt, eymd og fáfræði. „
Vissulega er nokkur fátækt en margir þessara karla stunda sína vinnu og þeir eru alls ekki allir í einhverjum klúbbum. Þetta er heillandi heimur,“ segir Spessi.

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
 http://timarit.is
19.05.2013

14.5.13

Með fjandann í fingrunum


   Ökuþórinn Friðjón Veigar Gunnarsson Friðjón Veigar Gunnarsson eða Fíi eins og hann er kallaður af vinum sínum er listamaður af nýju kynslóðinni. Hans pensill er lítil sprautubyssa sem í daglegu tali kallast airbrush út af því að það er ekki til gott íslenskt orð yfir þetta fyrirbæri. Pappírinn er hins vegar frekar óvenjulegur hverju sinni,
en það eru bílar og mótorhjól og þá venjulega ekki af verri endanum. Friðjón hefur verið að sprauta fyrir þónokkra hérna heima en ekki síður erlendis og hefur farið þónokkrum sinnum á síðustu tveimur árum til Skandinavíu að sprauta. Hann er á leiðinni út aftur næsta föstudag og bílablaðið heyrði aðeins í honum vegna þess.


Vinsæll í verkefni á Vestur-Jótlandi 


„Ég er að fara til Varde sem er á VesturJótlandi að mála flotta bíla og mótorhjól. Þetta hafa mest verið mótorhjólaverkefni en síðast þegar ég var þarna málaði ég górillu aftan á bíl sem tilheyrði vinsælli vefsíðu. Í framhaldinu fer ég á NorðurJótland þar sem ég á að mála bíl og tvö mótorhjól en það er hjá aðila sem ég vann hjá þegar ég bjó þarna úti. Ég er búinn að fara nokkrum sinnum þarna út, fór tvisvar í fyrra og málaði sjö hjól í fyrra skiptið. Í seinna skiptið tók ég þátt í Mosten Raceday en þar vorum við þrír málarar með tjald og vorum að sprauta allan tímann. Ég
tók þátt í keppni í hittifyrra í Kaupmannahöfn sem endaði einmitt með því að ég fékk hringingu frá þeim í Varde um að koma og vinna nokkur verkefni fyrir þá.“ Friðjón Veigar hefur mest lært af sjálfum sér þegar kemur að sprautuninni en hann tók þó eitt námskeið hjá Craig Fraiser þegar hann kom hingað fyrst. Fraiser hefur haldið fjögur námskeið hérlendis, en hann kom hingað fyrst 2008.
„Ég hef haft nóg af krefjandi verkefnum sem hafa neytt mann til að gera prófanir og að kafa ofan í hlutina. Það eru margir sem eru að sprauta bara út af því að þeir hafa gaman af því. Það eru samt ekki
margir sem gefa sig út í þetta hérlendis en þetta er að verða vinsælt eins og tattúið. Þetta er reyndar ekki eins endanlegt og tattúið en ég hef verið að fikta aðeins við það líka. Menn eru að mála allt frá einföldum hauskúpum upp í myndir sem eru eins og ljósmyndir með réttu tækninni. Þú þarft bara að kunna að teikna og skyggja og restin er að læra handbragðið og trikkin.“

Langar í snargeðveikt mótorhjól 

Þegar Friðjón var spurður út í draumaverkefnið var svarið fljótt að koma. „Það væri eitthvert snargeðveikt og risastórt, sérsmíðað mótorhjól sem ég fengi að mála nákvæmlega eins og ég myndi vilja það. Mér finnst mest gaman að vinna með mótorhjólin þótt það væri auðvitað gaman að fá að gera einn Pick-up eða trukk. Mótorhjólin bjóða upp á miklu fínni myndir því maður sér ekki heilu bílana sem eru málaðir eins og hjólin eru máluð. Maður getur opnað flóðgáttir illskunnar á þau ef svo
má segja. Sumir nota litla myndvarpa til að kasta mynd á hjólið til að mála eftir en ég vil heldur gera sem mest fríhendis, það er mikið skemmtilegra,“ segir Friðjón. Hann hefur úr mörgum verkefnum að velja á næstunni hérlendis og er meðal annars að fara að mála vélarhlíf á flottum TransAm. „Ég er að vinna í geðveikum Kaffireiser og einnig skilrúm í kaffihús og var að klára einn mótorhjólahjálm þannig að verkefnin eru fjölbreytt. Annars er ég búinn að vera í fæðingarorlofi í vetur og hef ekki náð að sinna máluninni sem slíkri í nokkra mánuði,“ segir Friðjón sem er með Fésbókarsíðu sem heitir  Fjandinn, airbrush og tattoo.

14.05.2013
njall@mbl.is

13.5.13

Xavier á siglóÞegar ég keyrði niður aðalgötuna á þriðjudaginn síðasta(semsagt 7. maí) sá ég mótorhjól fyrir utan gistiheimilið Hvanneyri. Það var svolítið sérstakt að sjá mótorhjól á þessum tíma(hjól sem ég vissi að var alveg pottþétt túristahjól).


Sá sem á hjólið heitir Xavier De Somer. Hann er á hringferð um Ísland. Og á mótorhjóli!! Þetta er æðislegt. Mig langar í svona hjól.

Daginn áður en ég hitti hann, semsagt á mánudaginn, sama dag og hann kom til Siglufjarðar var alveg hin sæmilegasta hríð og hin albezta snjóblinda. Þetta er sko alvöru sagði hann. Að vera að djöflast á mótorhjóli svona yfir háveturinn og það á Siglufirði.

Xavier er frá Belgíu og er búin að keyra um fleiri lönd á mótorhjólinu. Hjólið er KTM og er hann alveg í skýjunum með það. Hann sagði að það væri mjög gott í snjó(reyndar hló hann á eftir).

Ég fékk að taka nokkrar myndir hjá honum og svo fékk ég líka leyfi til að setja myndbönd sem hann hefur sett á youtube inn á vefinn hjá okkur. Góða skemmtun.
Myndband.
Reykjavík - Akureyri
http://www.youtube.com/watch?v=V42JI299XWw

Myndband
Ferð sem hann fór í til Marakkó.
http://www.youtube.com/watch?v=9aOoNTrlNDY


http://www.siglo.is/ 2013

11.5.13

Lúta eigin lögmálum

FÁKURINN PRJÓNAR
Hank, vinur Spessa og velgjörðarmaður.
Mótorhjólakappar í Kansas eru viðfangsefni ljósmyndarans Spessa á sýningunni Nafnlaus hestur. Spessi bjó í tæpt ár í Manhattan í Kansas og upplifði af eigin raun þá sérstæðu menningu sem mótorhjólunum fylgir.

Það er mikið um að vera í Frystihúsinu við Hafnarbraut þessa dagana. Þar býr og starfar ljósmyndarinn Spessi, sem á Listahátíð mun sýna í Ljósmyndasafninu myndir sem hann tók af mótorhjólaköppum í Kansas í Bandaríkjunum. Heiðurssess í vinnustofunni skipar veglegt mótorhjól sérsmíðað fyrir Spessa en auk þess eru þar annað mótorhjól, nokkur reiðhjól, staflar af myndum og hundurinn Fidel sem Saga, dóttirin á heimilinu, tilkynnir mér að sé orðinn þrettán ára.
EITT SINN BÆKER–
ÁVALLT BÆKER
Jesse James, mótorhjólasmiður í Salina.
En hvernig vildi það til að fjölskyldan flutti til Kansas í heilt ár? „Við Bergsteinn Björgúlfsson erum að vinna heimildarmynd um mótorhjólamenningu í Bandaríkjunum og þótt ég hafi verið þar töluvert fannst mér einhvern veginn að ég þyrfti að búa þar um tíma til að komast almennilega inn í þetta. Ég lét smíða fyrir mig mótor hjól í Las Vegas 2008 og geymdi það í Memphis, þannig að ég hef verið að fara þangað yfir veturinn og viðra mig aðeins en gat aldrei stoppað nógu lengi. Til þess að fá landvistarleyfi lengur en þrjá mánuði ákváðum við að Áróra konan mín, sem var í listfræði í háskólanum hérna, færi í skiptinám einhvers staðar í BNA. Hún gat ekkert valið hvert hún myndi fara og við urðum dálítið hissa þegar við fengum staðfestingu á að við værum að fara til Kansas. Okkur fannst það samt dálítið spennandi og ákváðum að láta slag standa og drífa okkur. Sem betur fer, því þetta var akkúrat staðurinn sem mig vantaði. Þetta er það sem maður sér fyrir sér þegar maður hugsar um Ameríku.“

Kúrekar á vélfákum


NAFNLAUSI HESTURINN HVÍLDUR
Spessi lét sérsmíða hjólið í Las Vegas
og tók með sér til Kansas. MYND/HENRY
 Ekki hafði fjölskyldan verið lengi á staðnum þegar Spessi fór á stjá og leitaði að mótorhjólaköppum. „Af því að hjólið mitt er sérsmíðað var smá vesen að fá það skráð, það vantar á það stefnuljós og hraðamæli og svona. Þá var mér bent á strák sem byggi í næsta bæ, 40 mílur í burtu. Ég mæti á staðinn, fer inn á kaffihúsið, hitti þar konu og spyr hana um mótorhjólaverkstæði Hanks. Þá kemur í ljós að hann er maðurinn hennar og verkstæðið er bara beint á móti kaffihúsinu. Við náðum strax vel saman, töluðum sama tungumálið, mótorhjólatungumálið, og hann bara tók mig upp á sína arma. Kynnti mig fyrir hinum mótorhjólagæjunum, enda ekki langt fyrir hann að fara til þess. Pabbi hans, sem er að verða sjötugur, er bæker og sömuleiðis allir vinir hans og þeir bara tóku mig inn í grúppuna eins og ekkert væri eðlilegra.“ Hvað er svona sérstakt við þessa menningu? „Þetta er svolítið eins og þjóðflokkur þannig að þetta var eiginlega etnógrafísk rannsókn líka. Það er talið að þetta hafi byrjað upp úr stríðinu þegar hermennirnir sem höfðu barist í seinni heimsstyrjöldinni komu heim og áttu erfitt með að aðlagast venjubundnu lífi. Það eru her hjól úti um allt sem hægt er að fá fyrir lítinn pening og hermennirnir fara að mynda klíkur sem fara um á mótorhjólum dálítið eins og kúrekarnir gerðu í villta vestrinu. Þetta er alveg sama stemningin.“

Snýst um frelsi


KOMINN HEIM Jackie er reyndar
 hermaður, en byssur eru
almenningseign í Kansas
.
 Hvað með lífstílinn sem goðsögnin segir að fylgi mótorhjólaköppunum, er þetta villt líf? „Alls ekki. Í Kansas er þetta bara eðlilegur hluti af tilverunni, ómengað af einhverju hipsterdóti. Þetta eru bara venjulegir menn sem fara um á mótorhjólum. Það er samt auðvitað hluti af menningunni að setja sínar eigin reglur og vera á móti yfirvaldi. Það er arfleifðin frá fyrstu mótorhjólaklíkunum. Þetta snýst um frelsi, það er ekki til meiri frelsistilfinning en að vera á fleygiferð á mótorhjóli eftir veginum, algjörlega sinn eigin herra. Það jafnast ekkert á við það.“ Þótt Spessi sé fluttur heim hefur hann engan veginn sagt skilið við Ameríku. Planið er að hefja tökur á heimildarmyndinni í febrúar á næsta ári og þá ætlar hann að hjóla frá New York til Hollister og rekja sögu mótorhjólamenningarinnar aftur á bak. Áætluð frumsýning er svo 2015. Þangað til er hægt að ylja sér við myndirnar á Ljósmyndasafninu, en sýningin verður opin fram í ágúst
Fréttablaðið 
11.5.2013

2.5.13

Aðalfundur Tíunnar / Dansiball / Hjólamessa /

Góðan daginn


Við viljum bara minna á að aðalfundur Tíunnar verður haldinn laugardaginn 11. maí næstkomandi á Sportvitanum og hefst fundurinn klukkan 14. Eftir fundinn förum við svo í hópakstur um bæinn og minnum fólk á að hjólin eru komin á götuna.
Í ár er kosið um fjögur sæti í stjórn Tíunnar. Þeir sem hafa áhuga á að starfa í stjórn Tíunnar er bent á að senda inn framboð sitt á tian@tian.is eða hringja í síma 869-3332 (Óli Pálmi). Einungis greiddir meðlimir geta kosið í stjórnarkjörinu, en greiðsluseðlar fyrir félagsgjaldinu hafa verið sendir út og í heimabanka (ætti að koma undir valgreiðslur í heimabankanum).

Á laugardagskvöldinu ætlum við síðan að starta hjólasumrinu með því að skemmta okkur saman á Sportvitanum. Á dagskránni er meðal annars uppistand þar sem Sigurvin Fíllinn Jónsson mun skemmta, og trúbador leikur nokkur vel valin lög. Húsið opnar klukkan 22 og reiknum við með að hefja skemmtunina um hálftíma síðar, eða klukkan 22:30. Miðaverð er kr 1500 sem greiðist við innganginn (við tökum ekki kort).

Hjólamessa verður síðan haldin í Akureyrarkirkju sunnudaginn 26. maí klukkan 11. Mætum á hjólunum (amk þeir sem hafa ekki tekið of hraustlega á því kvöldið áður) og hlustum á skemmtilega tónlist :-)

Góðar stundir

30.4.13

Minnaprófið stækkar

Í sumum tilvikum er Harley Davidson 883
 skráð minna en 47 hestöfl en samkvæmt
hestaflabekksmælingu er það 46,6 hestöfl.
 Taka skal fram að vissara er að skoða
skráningarskírteini í vafatilfellum.

Breytingar á mótorhjólaprófum skv. ESB

Hinn 19. janúar síðastliðinn tók gildi ný reglugerð sem byggist á þriðju ökuréttindalöggjöf Evrópusambandsins. Breytingar þessar eru gerðar til að samræma ökupróf í allri Evrópu til að tryggja frjálsan flutning og akstur milli landa og gerir ökuskírteini úr einu landi ESB eða EES gild í öllum öðrum löndum þess. Breytingarnar eru mestar í flokki mótorhjóla en þar er kominn nýr flokkur sem kallast A2 og tekur hann við af flokki sem hét lítið mótorhjól áður og miðaðist við 34 hestöfl (25 kW).

Hámarksaflið 47 hestöfl 

Hér er rétt að útskýra þennan flokk aðeins betur því að hann veldur talsverðum ruglingi og skoða hvaða hjól falla í þennan nýja flokk, en hann er nú miðaður við 47 hestöfl (35 kW) sem er töluverð breyting. Eins og sjá má af töflunni er hámarksafl mótorhjóla í A2-flokki nú komið í 47 hestöfl en sum mótorhjól má fá með svokölluðu innsigli til að ná niður afli í þetta tiltekna hámark. Þó má ekki samkvæmt löggjöfinni minnka afl hjóls í þessum flokki um meira en helming, þannig að 100 hestafla hjól getur ekki fengið innsigli og farið í 47 hestöfl sem dæmi. Til að átta sig betur á þessu hefur bílablaðið sett saman stuttan lista með hjólum sem falla undir þennan flokk og inniheldur hann einnig hjól sem eru með löglegu innsigli samkvæmt þessum A2-flokki. Aðeins er minnst á þau hjól sem eru annaðhvort seld á Íslandi eða hafa komið hingað á undanförnum árum.

Falla í A2-flokkinn

 Þegar þessar tölur eru skoðaðar er auðvelt að sjá að nokkuð mörg mótorhjól sem áður voru flokkuð sem stór mótorhjól falla í A2-flokkinn. Önnur breyting á réttindaflokkunum er sú að núna má taka réttindi í A2-flokk á hvaða aldri sem er svo lengi sem viðkomandi hefur náð 19 ára aldri. Þetta þýðir að einhver sem telur að hjól eins og ofangreind dugi sér þarf þá ekki að taka full réttindi strax og getur einfaldlega valið að taka þennan flokk fyrst. Mun það eflaust henta mörgum að taka próf í þessum flokki þar sem kennsluhjól í honum geta verið talsvert minni en fyrir full réttindi.
njall@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ
 30.4.2013

23.4.13

HONDA MÓTORHJÓL – GÆÐI OG GOTT VERÐ

Hlynur Pálmason, sölustjóri bifhjóla hjá Bernhard


Bernhard í Vatnagörðum 24-26 hefur flutt inn Honda-mótorhjól í hálfa öld. Honda er þekkt fyrir gæðiog góða endingu. Mótorhjólamenning Íslendinga hefur þroskast mikið undanfarin ár.

Í fyrra voru fimmtíu ár síðan Bernhard hóf innflutning á Honda-mótorhjólum og því óhætt að segja að innanhúss sé að finna mikla þekkingu á merkinu. „Við erum með afar breiða línu af Honda-mótorhjólum. Allt frá fimmtíu kúbika torfæruhjólum fyrir sex ára krakka og upp úr,“ segir Hlynur Pálmason, sölustjóri bifhjóla hjá Bernhard. Hann segir mótorhjólamenningu Íslendinga hafa tekið stórstígum framförum á síðustu árum. „Þetta hefur breyst úr því að vera helgaráhugamál hjá þröngum hópi í að hjól eru notuð sem alhliða ferðatæki í vinnu, leik og ferðamennsku.“
Hlynur segir vinsælustu hjólin í dag vera ferðahjól. „Við finnum fyrir aukinni eftirspurn eftir hjólum sem eru bæði fyrir malbik og malarvegi og sem komast út fyrir hefðbundna vegi,“ útskýrir hann og bendir á að Bernhard bjóði upp á breiða línu í ferðahjólum enda algengt að pör stundi  hjólaferðamennsku saman og jafnvel heilu fjölskyldurnar líka

Hjól við allra hæfi

Hlynur segir helstu kosti Honda-bifhjólanna vera gæði og gott verð. „Honda er einn stærsti vélaframleiðandi í heimi og gæðin eru því í góðu lagi. Þá leggjum við hjá Bernhard mikinn metnað í að bjóða gott verð og mikið úrval af hjólum,“ upplýsir Hlynur. Hann segir öryggið einnig í fyrirrúmi enda leggi Honda mikið upp úr öryggisbúnaði á mótorhjólin sín. „Þeir voru til dæmis fyrstir til að hanna loftpúða á mótorhjól. Þá eru flestar gerðirnar sem í boði eru fáanlegar með ABS-hemlakerfi,“ segir Hlynur og bætir við að Bernhard sé með hjól við allra hæfi. „Hvort sem um er að ræða byrjendur eða lengra komna, þá eigum við rétta hjólið.“ Starfsmenn Bernhard búa yfir mikilli reynslu  og aðstoða fólk eftir bestu getu. „Þegar fólk er að kaupa sér hjól reynum við að greina áhugasvið þess og þarfir. Það er misjafnt eftir hverju fólk er að leita og við reynum að benda því í rétta átt hvað varðar stærð og afl.“ Verðið á mótorhjólunum frá Honda þykir gott. „Ný fullvaxin götuhjól er hægt að fá hjá okkur frá 1.099.000 krónum. Svo erum við líka með eldri módel, svokölluð eftirársmótorhjól, á
tilboðsverði og því hægt að gera góð kaup.“

Vespur í stað bíla

Fólk er í meiri mæli farið að nota vespur til að komast á milli staða að sögn Hlyns. „Bæði er þetta skemmtilegur lífsstíll en auk þess er þetta afskaplega praktískur ferðamáti,“ segir hann og nefnir sem dæmi að hægt sé að kaupa hjól sem eyði ekki nema 2,1 lítra á hundraði. „Við erum að selja 125  kúbika vespur og fólk er margt hvert farið að kaupa slík hjól í staðinn fyrir aukabíl á heimilið,“ segir Hlynur en þeir sem kaupa slík hjól eru iðulega fólk sem komið er yfir tvítugt. „Fjölskyldufólk nýtir vespuna oft í staðinn fyrir bíl númer tvö og sparar þannig heilmikið í rekstrarkostnað.“ Bernhard býður upp á vesputilboð um þessar mundir sem hljóðar upp á 569
þúsund krónur. „Þetta hjól, Honda PCX 125, er búið skemmtilegri og umhverfisvænni tækni sem kallast stopp/start tækni  líkt og í tvinnbílum. Þegar þú stoppar hjólið á ljósum drepur það á vélinni  eftir þrjár sekúndur og ræsir sig sjálfkrafa þegar þú gefur í til að fara af stað.“

Aukahlutir, fjármögnun og viðgerðir

 Bernhard býður upp á mikið úrval aukahluta á hjólin sín. Þá hefur fyrirtækið yfir að ráða fullkomnu bifhjólaverkstæði í Vatnagörðunum. Fjármögnun á bifhjólum á ekki að vera vandamál að sögn Hlyns. „Við aðstoðum fólk við það en í dag er hægt að fá tiltölulega háa fjármögnun á hjól,“ útskýrir hann. Þá séu tryggingar á hjól einnig orðnar sanngjarnari í dag en áður. Inntur eftir vinsældum mótorhjóla svarar Hlynur að gríðarleg aukning hafi orðið í mótorhjólasölu fyrir hrun. „Árið 2007 vorum við að selja hátt í fimm hundruð hjól á ári. Eftir hrun dró mikið úr sölunni en við bindum vonir við að þetta sé að breytast og okkur finnst sem áhuginn sé að glæðast á ný.“ Bernhard ehf. frumsýnir 2013 árgerðirnar af Honda-hjólum á sýningunni „allt á hjólum“ í Fífunni 4.-5. maí næstkomandi.
Fréttablaðið
23.4.2013