8.10.13

Gátu lækkað iðgjöld­in



Gátu lækkað iðgjöld­in á „hipp­un­um“ (úr stærri grein)

Mik­il mótor­hjóla­della magnaðist upp á Íslandi í góðær­inu og marg­ir létu langráðan draum ræt­ast um að kaupa sér mótor­fák. Þessi mikla fjölg­un mótor­hjóla­öku­manna skapaði þrýst­ing á og svig­rúm fyr­ir trygg­inga­fé­lög­in að bjóða hag­kvæm­ari trygg­ing­ar en lengi vel höfðu bif­hjóla­trygg­ing­ar þótt sér­deil­is dýr­ar.

Ein­ar seg­ir ekki hægt að greina að dregið hafi úr mótor­hjóla­áhug­an­um en TM end­ur­skoðaði fyr­ir nokkr­um árum hjá sér bif­hjóla­trygg­ing­ar með það að mark­miði að meta áhættu af meiri ná­kvæmni og skila viðskipta­vin­um sann­gjarn­ara verði. Útkom­an var mjög áhuga­verð:

„Við gát­um t.d. lækkað iðgjöld­in á „hipp­un­um“ svo­kölluðu enda leiddu töl­ur okk­ar í ljós að á þeirri gerð hjóla var slysa­hætt­an minni. Hins veg­ar kom skýrt í ljós að breyt­inga var þörf á iðgjöld­um mótorkross-hjóla þar sem slysa­hætt­an er mik­il enda hjól­in til þess gerð að skoppa og spana um keppn­is­braut­ir og mal­ar­hauga.“

Dýr­ar trygg­ing­ar á bif­hjól­um seg­ir Ein­ar að komi til vegna þess að hvert slys á hjóli geti verið mjög kostnaðarsamt. „Ef ökumaður bif­hjóls lend­ir í byltu og brýt­ur t.d. viðbein eða ökkla hleyp­ur slysa­kostnaður­inn á millj­ón­um króna. Ef ársiðgjöld­in eru t.d. 60.000 kr. þá sést að það þarf stór­an hóp iðgjalda­greiðenda til að standa und­ir tjón­inu og örfá slys til viðbót­ar geta orðið til þess að þessi titekni trygg­inga­flokk­ur er rek­inn með miklu tapi.“

Morgunblaðið 8.10.2013

https://www.mbl.is/bill/domar/2013/10/08/abyrgur_akstur_skilar_ser_i_laegri_idgjoldum/