4.10.13

Hafa áhyggjur af bleika litnum

„Hingað til hef­ur ekki fund­ist sú máln­ing sem gef­ur al­menni­legt grip, sér­stak­lega ekki í bleytu. Ef þessi bleika máln­ing er svona góð, þá gef­ur auga leið að hún fari í all­ar veg­merk­ing­ar í framtíðinni,“ seg­ir mótor­hjóla­maður sem hef­ur áhyggj­ur af slysa­hættu í bleiku slauf­unni við Bú­staðaveg.



Bleika um­ferðars­lauf­an var máluð í til­efni af ár­vekni- og fjár­öfl­un­ar­átaki Krabba­meins­fé­lag­ins og var það gert með heim­ild Vega­gerðar og lög­reglu­stjór­ans á höfuðborg­ar­svæðinu.
Minna veggrip fyr­ir mótor­hjól



Strax eft­ir að um­ferðars­lauf­an var máluð bleik höfðu Snigl­arn­ir, hags­muna­sam­tök mótor­hjóla­fólks, sam­band við lög­reglu og Vega­gerð til að lýsa áhyggj­um sín­um af fram­kvæmd­inni, þar sem marg­ir telja að veggripið geti minnkað fyr­ir mótor­hjól.

Vega­gerðin brást við í dag með því að viðnáms­mæla göt­una. Sam­kvæmt þeirri mæl­ingu upp­fyll­ir máln­ing­ar­yf­ir­borðið þær kröf­ur sem gerðar eru til viðnáms mal­biks. Engu að síður kom Vega­gerðin upp skilti við byrj­un af­rein­ar­inn­ar, sem var­ar við mögu­legri hálku.

Snigl­arn­ir biðja enn sína liðsmenn um að fara var­lega um svæðið og Vega­gerðin tek­ur und­ir það á Face­book og bend­ir jafn­framt á að hjóla­fólk geti valið aðra leið.
Renna oft í veg­merk­ing­un­um




Hjört­ur L. Jóns­son mótor­hjóla­maður bend­ir á að öll máln­ing á göt­un­um, þ.e.a.s hvítu lín­urn­ar sem notaðar eru til veg­merk­ing­ar, séu hættu­leg­ar mótor­hjóla­mönn­um enda sé máln­ing­in í eðli sínu sleip.



„Það hafa ófá­ir mótor­hjóla­menn skutl­ast á haus­inn á þess­um lín­um. Mörg slys sem verða þegar menn missa stjórn á hjól­inu við gatna­mót er mótor­hjóla­mönn­um sjálf­um að kenna því þeir gá ekki að sér þegar þeir taka af stað og skransa á lín­un­um,“ seg­ir Hjört­ur.

Hann bend­ir jafn­framt á að á akst­ur­sæfinga­svæðum, eins og t.d. á Ak­ur­eyri, séu út­bún­ar sér­stak­ar braut­ir til að æfa akst­ur í hálku og þar sé hálk­an ein­fald­lega búin til með því að þekja braut­ina máln­ingu.

Hjört­ur seg­ir þetta sér­lega slæmt þar sem beygj­an í slauf­unni sé mótor­hjóla­mönn­um vara­söm fyr­ir á 20-30 metra kafla, því hjól­in halli út úr beygj­unni og þar á sama stað sé járn­hlemm­ur um metra frá kant­in­um.

„Þeir segj­ast núna hafa gert ein­hverj­ar bremsu­mæl­ing­ar í nótt, en ég er ekki til­bú­inn að kyngja því. Ég hefði nú viljað að þetta hefði verið prófað á smákafla áður en öll gat­an var máluð. Mál­efnið er æðis­legt, fram­takið frá­bært, mynd­in úr lofti er ofboðslega flott og allt eft­ir því. En ekk­ert af þessu er flott ef það verður slys. Ég vona bara að það komi ekki til þess.“




Bleik um­ferðars­laufa séð úr lofti

Bleik­ar göt­ur í skjóli myrk­urs




Mbl.is

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/10/04/hafa_ahyggjur_af_bleika_litnum/