3.5.13

Smaladrengir færa Maddömum peningagjöf


Vélhjólafélagið Smaladrengir í Skagafirði og tóku stuttan rúnt um Sauðárkrók á sumardaginn fyrsta og lögðu hjólum sínum við Maddömukot. Samkvæmt heimasíðu drengjanna færðu þeir Maddömunum peningagjöf að upphæð 50.000 kr. og innrammað skjal því til staðfestingar.

„Vil ég sérstaklega þakka þeim sem létu sig hafa það að koma í frekar óskemmtilegu veðri og vera með,“ segir á heimasíðunni en í gengið sem hjólaði um göturnar samanstóð af sjö mótorhjólum og einu fjórhjóli.


Feykir.is  2013