2.5.13

Aðalfundur Tíunnar / Dansiball / Hjólamessa /

Góðan daginn


Við viljum bara minna á að aðalfundur Tíunnar verður haldinn laugardaginn 11. maí næstkomandi á Sportvitanum og hefst fundurinn klukkan 14. Eftir fundinn förum við svo í hópakstur um bæinn og minnum fólk á að hjólin eru komin á götuna.
Í ár er kosið um fjögur sæti í stjórn Tíunnar. Þeir sem hafa áhuga á að starfa í stjórn Tíunnar er bent á að senda inn framboð sitt á tian@tian.is eða hringja í síma 869-3332 (Óli Pálmi). Einungis greiddir meðlimir geta kosið í stjórnarkjörinu, en greiðsluseðlar fyrir félagsgjaldinu hafa verið sendir út og í heimabanka (ætti að koma undir valgreiðslur í heimabankanum).

Á laugardagskvöldinu ætlum við síðan að starta hjólasumrinu með því að skemmta okkur saman á Sportvitanum. Á dagskránni er meðal annars uppistand þar sem Sigurvin Fíllinn Jónsson mun skemmta, og trúbador leikur nokkur vel valin lög. Húsið opnar klukkan 22 og reiknum við með að hefja skemmtunina um hálftíma síðar, eða klukkan 22:30. Miðaverð er kr 1500 sem greiðist við innganginn (við tökum ekki kort).

Hjólamessa verður síðan haldin í Akureyrarkirkju sunnudaginn 26. maí klukkan 11. Mætum á hjólunum (amk þeir sem hafa ekki tekið of hraustlega á því kvöldið áður) og hlustum á skemmtilega tónlist :-)

Góðar stundir