30.10.13

Milliak­reina­akst­ur á mótor­hjóli leyfi­leg­ur eða ekki?


 Hug­takið milliak­reina­akst­ur eða það sem kallað er er­lend­is Filter­ing eða Lane splitt­ing er svo nýtt að ekk­ert nýti­legt nafn er til fyr­ir það á ís­lensku.Milliak­reina­akst­ur á mótor­hjóli er að keyra milli ak­reina, til þess að kom­ast fram fyr­ir um­ferð halda ef­laust flest­ir. Sann­leik­ur­inn er þó sá að í þéttri stór­borg­ar­um­ferð get­ur það að keyra milli ak­reina verið tals­vert ör­ugg­ara fyr­ir mótor­hjólið. Ástæðurn­ar eru nokkr­ar, eins og til dæm­is sú staðreynd að mótor­hjólið hef­ur lengri línu fyr­ir fram­an sig til að bregðast við held­ur en ef það er milli tveggja bíla. Útsýnið verður líka betra svo að sá sem er á mótor­hjól­inu sit­ur er fljót­ari að bregðast við aðstæðum. Ekki má held­ur gleyma því að mótor­hjólið tef­ur þannig ekki fyr­ir ann­arri um­ferð og létt­ir frek­ar á henni. En skyldi mega þetta alls staðar og þá til dæm­is á Íslandi? Í sjálfu sér er ekk­ert í um­ferðarlög­un­um sem bann­ar þetta sér­stak­lega.

Sam­kvæmt gild­andi um­ferðarlög­um seg­ir í 41. grein að eigi megi aka bif­hjóli sam­hliða öðru öku­tæki. Sam­kvæmt 22. grein um­ferðarlag­anna frá 1987 er ekki heim­ilt að aka fram úr öðru öku­tæki á eða við gatna­mót, en til­tekið í und­ir­máli að ákvæðið eigi ekki við um akst­ur fram úr reiðhjóli eða léttu bif­hjóli. Að lok­um seg­ir um­ferðarmerkið sem bann­ar framúrakst­ur að það eigi við öku­tæki, nema tví­hjóla öku­tæki, þar á meðal bif­hjól. Þrátt fyr­ir greinagóðar lýs­ing­ar á akstri á ak­rein­um í um­ferðarlög­um er ekk­ert sem bann­ar þar akst­ur á milli ak­reina. Ökumaður skal þó, áður en hann skipt­ir um ak­rein eða ekur á ann­an hátt til hliðar, ganga úr skugga um að það sé unnt án hættu eða óþarfa óþæg­inda fyr­ir aðra. Sama er, ef ökumaður ætl­ar að stöðva öku­tæki eða draga snögg­lega úr hraða þess.

Víða leyft í Evr­ópu
Nokkr­ar borg­ir í Evr­ópu, Jap­an og Kali­forn­íu­ríki hafa leyft milliak­reina­akst­ur mótor­hjóla með lög­um eða reglu­gerðum. Sum ríki í Banda­ríkj­un­um eins og Utah og Nebraska hafa þó bannað það sér­stak­lega, en þá aðeins fyr­ir mótor­hjól.

Þeir sem hafa orðið vitni að um­ferðinni eins og hún er í Par­ís eða Barcelona á há­anna­tíma skilja bet­ur hvernig akst­ur mótor­hjóla milli ak­reina er nauðsyn­leg­ur. Þar þykir sjálfsagt að mótor­hjólið fái að aka milli ak­reina í þéttri borg­ar­um­ferðinni eða inni í fjölak­reina hring­torgi. Í Barcelona er bein­lín­is gert ráð fyr­ir að mótor­hjól og létt bif­hjól geti ekið milli bíla á ljós­um og komið sér fyr­ir á sér­stöku svæði rétt fyr­ir gatna­mót­in.

Að mati stjórn­ar Bif­hjóla­sam­taka lýðveld­is­ins, Snigla, er orðið tíma­bært að þessi mál séu skoðuð hér­lend­is með um­ferðarör­yggi bif­hjóla­fólks í huga. Ei­rík­ur Hans Sig­urðsson, öku­kenn­ari og í vara­stjórn Snigla, hef­ur sterk­ar skoðanir á þessu máli. „Þetta er mál sem löngu er tíma­bært að hreyfa við hér á landi. Ég hef aldrei skilið hvers vegna það fer svona í taug­arn­ar á hér­lend­um öku­mönn­um bíla ef mótor­hjól fer fram fyr­ir þá við gatna­mót. Ég varð fyr­ir því sum­arið 2010 þegar ég hjólaði gæti­lega á milli bíla sem biðu við gatna­mót Kringlu­mýr­ar­braut­ar og Suður­lands­braut­ar að einn ökumaður bíls í h.m. í röðinni gerði sér lítið fyr­ir og reyndi að loka fyr­ir mig með því að sveigja til vinstri að næsta bíl. Það varð til þess að hliðartask­an vinstra meg­in á hjól­inu straukst við hægra aft­ur­horn bíls­ins við hliðina. Af þessu urðu eng­ar skemmd­ir, en svona hegðun seg­ir hvernig sum­ir hugsa okk­ur þegj­andi þörf­ina. Ég hef einnig orðið fyr­ir því að menn sendi mér putt­ann eða aki flaut­andi á eft­ir mér. Þegar maður hjól­ar í Suður-Evr­ópu leggja öku­menn bíla sig fram um að maður kom­ist á milli bíla sem eru að bíða við gatna­mót og jafn­vel breikki bilið á milli bíla á ferð í um­ferð svo mótor­hjól­in eigi greiða leið á milli þeirra. Að þessu þarf að vinna. Það þarf einnig að kynna það fyr­ir al­menn­ingi að mótor­hjól sem fer fram fyr­ir er að létta á um­ferðinni en ekki að tefja hana,“ seg­ir Ei­rík­ur Hans.

njall@mbl.is
Bíl­ar | Morg­un­blaðið | 30.10.2013 |