11.9.13

Mótorhjólafólk var duglegt að heimsækja Siglufjörð í sumar



Það var ósjaldan sem maður heyrði drunur í mótorhjólum í sumar.


Bæði stórir og litlir hópar af hjólafólki kom við á Sigló. Mikið af erlendu hjólafólki lagði leið sína í fjörðinn og það er greinilegt að Siglufjörður er kominn á kortið þegar um mótorhjólaferðir er að ræða og ósjaldan sá maður mótorhjól fyrir utan Gistiheimilið Hvanneyri.

Ég náði þessum myndum í sumar af mótorhjólafólki sem kom við á
Sigló og tók einn bryggjurúnt áður en þau lögðu af stað úr bænum.

11.09.2013 | 13:30 | Jón Hrólfur Baldursson