31.1.19

Hercules Wankel á safninu

Eitt af mótorhjólum safnsins er Herkules W2000 Wankel


Á Safninu
Árið  (2008) Flutti Jón Dan bróðir (Heidda) inn Herkules W 2000 Wankel mótorhjól frá Kanada.

Hjólið var haugryðgað þegar það kom til landsins og fylgdi önnur vél með því í varahluti.

Rafkerfið var ekkert nema brunarústir og var því hjólið ógangfært.
Lögðust því Jói Rækja og Gunnar Möller yfir hjólið og komu því í nothæft stand.
Gunnar Möller gerði við rafkerfið og Jói sá um rest og þar á meðal viðgerð  á mótor og restina af útlitinu. Reif hann hjólið í parta og þreif og pússaði laga tankinn og sprautaði Höldur tankinn.

Hjólið var svo sett í gang og hefur síðan þá verið

30.1.19

Vonir um mótorhjólasafn Íslands

Á smágerðum platta sem hangir uppi á vegg í svartmáluðu sýningarrými Mótorhjólasafns Íslands á Akureyri er að finna lítið glerhylki með tönn úr Heiðari Þ. Jóhannssyni. Yfir glerhylkinu er áletrun sem á stendur: „Heiðar Þ.Jóhannsson. Framtíðar jólasveinn.1965–1995.“ Undir plattanum er svo miði með eftirfarandi upplýsingum á þremur tungumálum, íslensku, ensku og þýsku: „DNA úr Heidda ef einhver vill klóna. Með vinarkveðju og minningum, Ólafur Sveins –2011.“

Þó svo að tönnin úr Heiðari sé sýnd á  Mótorhjólasafni Íslands með kæruleysislegum hætti, gefur húntilefni til alvarlegrar ígrundunar. Tönnin minnir á hugmyndir umsöfn sem grafhýsi og helgistaði mikilvægra einstaklinga. En söfn eru oft stofnuð í nafni ákveðinna einstaklinga og þar með álitin einskonar framlenging á ævi þeirra, störfum og vonum.

Söfnin eru oft kennd við einstaklinginn og sýna persónulega muni sem hann hefur látið eftir sig

27.1.19

Vissuð þið aðAð herra Suzuki Framleiddi hágæða vefnaðarvélar löngu áður en þeir hófu framleiðslu á Mótorhjólum.

Að herra Honda stofnaði fyrirtækið til að hjálpa Japönum að ferðast um ódýrt eftir síðari heimstríðöldina.

Að Kawasaki var búið að vera skipamíðastöð og síðar í lestarsmíði og ýmsu öðrum þungavélasmíðum áður en þeir smíðuðu mótorhjól.

25.1.19

Partý og ball


Þann 2.febrúar n.k. verður Sniglabandið með sannkallaða stórtónleika á Græna Hattinum á Akureyri,því að á annan tug tónlistarmanna mun koma þar fram.Í tilefni af því mun Tían Bihjólaklúbbur Norðuramts  bjóða greiddum félögum Tíunnar  2018 -19 upp á miða á tónleikana á aðeins 3500 kr.

24.1.19

Harley Davidson Rafmagnshjól 2019

  

Já sum vígi hélt maður að myndu ekki falla en mótorhjólaframleiðandinn Harley Davidsson sem hefur framleitt mótorhjól frá því 1903 mun bjóða upp á Rafmagnsmótorhjól  á árinu 2019, og er útgáfumánuðurinn ágúst.

Hjólið  á að geta komist frá 0-100km á 3,6 sekundum með drægni

17.1.19

Félagsgjöldin í Bifhjólaklúbb Norðuramts Tían

Jújú þetta árlega er að koma ,, Félagsgjöldin í Tíuna 

Félagsgjald í klúbbinn hefur ekkert hækkað þ.e 3000 kr nema að seðilgjald hefur bæst við.

Við hvetjum félagsmenn til að halda áfram að styrkja klúbbinn. Og þar með safnið.
1000kr af hverju félagsgjaldi fer í að styrkja safnið.
og allir sem eru greiddir félagar í Tíunni fá frítt á Mótorhjólsafnið.

Eftir standa 2000 kr sem við í  Tíunni notum til að halda viðburði og skemmtanir og jafnvel reynum að gera eitthvað meira úr aurnum til að nota í safnið eða annara góðgerða mála.

Stjórn Tíunnar þakkar stuðninginn á síðasta ári við finnum fyrir miklum meðbyr þar sem við unnum mikið óeigingjart starf til að koma hjólamenningunni á hærra svið...

2018Skoðið Skýrslu Stjórnar 
Sigga Dagný Formaður Tíunnar
 afhendir Halla V. Stjórnarmanni í
 Mótorhjólasafninu

200.000 kr styrk. til safnsins

Við gáfum safninu gjafir að verðmæti yfir 500 þúsund.
 Nýtt ofursjónvarp , Örbylgjuofn , og fl.
1 maí hópkeyrslan gekk stórvel ..
Landsmótið sem við héldum 2018 heppnaðist snilldarlega.Við gerðum við Súpupottinn hans Heidda , hann er eins og nýr núna...
Hjóladagar heppnuðst vel, en við viljum stækka þá.

Opnunarhátíð safnsins var frábær sýning er gömlu hjólin voru gangsett.
Hópakstur á Akureyrarvöku.
Haustógleði sem var Snilld.

Víðir afhendir Halla V.
Stjórnarmanni í Mótorhjólasafninu
65 tommu UHD sjónvarpstæki frá
Tíunni til safnsins

Framundan er spennandi sumar 

  • Heiðarlegur dagur
  • Skoðunardagur
  • 1. maí hópkeyrsla
  • Förum á Landsmót Bifhjólamanna
  • Hjóladagar
  • Haustógleði 


Og svo vonandi margar aðrar hjólaferðir í sumar...

Ef þið viljið bæta ykkur á félagatal klúbbsins þá þarftu ekkert annað en að hafa samband í tian@tian.is
Og við svörum fljótt.


Á Tíu árum

15.1.19

Haldið upp á 100 ára afmæli mótorhjólsins á Sauðárkróki (Feykir 2005)

Birgir Örn Birgisson
í Brautinni

(Gamalt efni)
Á milli 1000-1500 manns í afmælinu

Afhjúpun minnismerkisins var tvímælalaust hápunkur hátíðarinnar," sagði Helga Eyjólfsdóttir, einn skipuleggjenda afmælishátíðarinnar.
Helga var jafnframt eini kvenkyns keppandinn í vélhjólakeppnunum helgarinnar.Veðursins vegna voru þátttakendur eitthvað færri en vonir stóðu til, en þó er áætlað að á bilinu 1200-1500 manns hafi verið á svæðinu þegar mest var. 

Þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi ekki verið hliðhollir hjólafólkinu skemmti bæði það og aðrir áhugasamir áhorfendur sér vel við að fylgjast með hinum ýmsu vélhjóla keppnum sem fram fóru

Velkomin á Safnið

Mótorhjólasafn Íslands Akureyri í Vetrarbúningi
Það er svalur janúarmorgun á Akureyri við Mótorhjólasafn Íslands"

Það er skylduheimsókn allra mótorhjólamanna sem kíkja til Akureyrar að heimsækja mótorhjólasafn Íslands.
Í vetur er opið á Laugardögum og Sunnudögum frá 13-16

Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts hefur einnig aðalstöðvar í þessu glæsilega húsi.

12.1.19

Fyrsti maðurinn sem reyndi fallhlífastökk með mótorhjóli

Fred Osbourne keyrir fram af kletti.

Það þarf líklega sérstakan drifkraft til að fást til að stökkva í fallhlíf,  hvað þá að reyna það á mótorhjóli við að keyra fram af kletti. (video)


Enda fór ekki fyrsta tilraunin ekki eins og best var á kosið.

Árið 1926 reyndi Bandaríkjamaðurinn  Fred Osbourne við að stökkva á Mótorhjóli fram af klettum og opna fallhlíf og reyna

10.1.19

Að byggja upp framtíðar Mótorhjólamann :)


 Hvar byrjar maður :)


Fyrsta mótorhjólið.....
Moto Rocker var hannað til að vera fyrsta "mótorhjólið"  fyrir börn á aldrinum eins og hálfs árs til 4 ára.
Skemmtileg smíði með blöndung og púströrum og jafnvel gírkassa útliti.
Þeir sem hafa áhuga á að skoða betur.
Moto Rocker 
Hægt er að fá þrjár útgáfur af þessum skemmtilega hönnuðu Ruggustólum  þe.  Cafe Racer, Brat Racer eða Track Racer, og nafn allra ökumanna er sett á grindina með raðnúmerinu.
Hver Moto Rocker hefur dufthúðaða grind, með leðursæti, leðurstýrihandfangi og er heildarþyngd 5 kg.

Þó að það sé hannað fyrir yngri börn, þolir hjólið allt að 50 kg ökumann.

Suzuki Hayabusa ekki á Evrópumarkað né í Japan

GSXR 1300 Búsa
Vegna mengunarreglugerða í evrópusambandinu og í Japan þá hefur Mótorhjólaframleiðandinn Suzuki ákveðið að setja ekki Suzuki  GSXR 1300  Hayabusa 2019 á evrópumarkað né í Japan.

Mótorhjólið uppfyllir ekki lengur mengunarreglur Euro 4 og í stað þess að fara breyta hjólinu fyrir evrópumarkað var ákveðið að setja hjólið ekki á þann markað.
Hjólið má enn selja á Bandaríkjamarkað en líkurnar á því að dagar busunar séu taldir hafa aukist mikið enda hjólið verið framleitt síðan 1999 og hönnunin farin að eldast.

Nafnið Hayabusa er komið frá hraðfleygum Japönskum Fálka sem lagði sér aðalega Blackbird sér til munns en Honda framleiddi einmitt Honda Blackbird mótorhjól sem voru afar hraðskreið en Búsan toppaði það hjól í endahraða sem og Kawasaki ZX12 sem voru þess tíma hraðskreiðustu hjólin.
Kawasaki ZX10 H2
og síðan eru liðin 20 ár og Hraðakóngurinn er nú "Kawaski ZX10  H2 Turbo"

http://www.thedrive.com/motorcycles/25387/the-suzuki-hayabusa-is-dead-thanks-to-tightening-emissions-regulations

9.1.19

Nýr fídus á Tíusíðuna www.tían.is

Nú er kominn sá möguleiki að þýða Tíusíðuna á hin ýmsu tungumál.

Vonandi er það gott fyrir þá erlendu gesti sem kíkja við hér.
Þessi valmöguleiki er í boði hérna efst til hægri.

kv Vefstjóri.

6.1.19

Vel gert..


Tían mótorhjólaklúbbur hélt aðalfund sinn á dögunum, að því tilefni afhenti stjórn klúbbsins mótorhjólasafninu styrk að upphæð kr. 200 þús. Við viljum þakka kærlega fyrir okkur, og líka fyrir sjónvarpið, örbylguofninn og grillið sem Tían hefur fært okkur það sem af er árinu.
Við viljum minna á að Tían er hollvinaklúbbur safnsins og með því að greiða hið hóflega árgjald þá styrkir þú safnið beint ásamt því að hafa frían aðgang að safninu.
Á myndinni má sjá Sigríði Þrastardóttur formann Tíunnar afhenda Haraldi Vilhjálmssyni formanni stjórnar safnsins styrkinn.

5.1.19

Bíl­ar | mbl | 13.11.2018 | 18:19

Þyrlufarið sem lög­regl­an í Dúbaí tek­ur senn í notk­un.

Lög­regl­an í Dúbaí er fræg fyr­ir að í bíla­flota henn­ar eru nær ein­göngu afar hraðskreiðir  lúx­us­bíl­ar. Dug­ir ekk­ert minna til að halda öllu í röð og reglu í um­ferðinni enda fátt annarra bíla þar en of­ur­skjótra sport­bíla.

Í flota lög­regl­unn­ar er að finna meðal ann­ars sport­bíla af gerðunum Aventa­dor, Veyron og Ferr­ari. En nú ætl­ar lög­regl­an að fara á hærra svið.

Hinum tækni­væddu lag­anna vörðum finnst gott mega bæta og því hef­ur lög­reglulið Dúbaí tekið nýj­an far­kost og skil­virk­an, sem nefna mætti hang­flugu, en á ensku heit­ir fyr­ir­bærið „ho­ver­bike“. Minn­ir

Vild­um bæta um­ferðar­menn­ing­una

Ei­rík­ur á ennþá gamla hjálm­inn
sem hann notaði þegar hann var
formaður hins forn­fræga vél­hjóla­klúbbs. 
Hann lét þá setja merki Eld­ing­ar
fram­an á hjálm­inn og það 
prýðir hann enn. mbl.is/​Golli 
Bíl­ar | Morg­un­blaðið | 16.1.2013 | 15:01
Það kann­ast ef­laust marg­ir við hann Ei­rík Gunn­ars­son í GG en hann rak Flutn­ingaþjón­ustu GG ásamt föður sín­um í meira en fjóra ára­tugi. Það sem færri vita er að Ei­rík­ur var einn af stofn­end­um Bif­reiðaklúbbs Reykja­vík­ur BKR.
Enn færri vita að áður en að því kom var Ei­rík­ur formaður vél­hjóla­klúbbs, fyrsta skráða klúbbs­ins, sem bar nafnið Eld­ing. Klúbbur­inn fór eft­ir ákveðnum lög­um. Þar kom meðal ann­ars fram að all­ir geta orðið meðlim­ir, bæði strák­ar og stelp­ur, 14 ára og eldri, sem hafa áhuga á viðgerðum og notk­un vél­hjóla.
Mark­miðin voru meðal ann­ars að koma á föst­um fræðslu- og skemmtikvöld­um fyr­ir meðlimi, fræðslu um um­ferðar­mál, fá æf­inga­svæði og koma á æf­ing­um. Gefa fé­lög­um færi á að gera við sín eig­in hjól, efna til hæfn­is­prófa og ferðalaga. Um­ferðarlög­regl­an í Reykja­vík og Æsku­lýðsráð Reykja­vík­ur voru með einn ráðunaut hvor á fund­um, þeir voru með í ráðum hvað varðar klúbb­inn og gæta hags­muna hans út á við. Sá sem var ótví­rætt driffjöður klúbbs­ins var lög­reglumaður­inn Sig­urður Emil Ágústs­son, bet­ur þekkt­ur sem Siggi Palestína. „Jón Páls­son frá Æsku­lýðsráði var líka oft með okk­ur og sam­an reynd­um við að bæta um­ferðina, en skell­inöðrur voru litn­ar horn­auga áður en Eld­ing kom til,“ seg­ir Ei­rík­ur í viðtali við bíla­blaðamann Morg­un­blaðsins.

Vinsælt Starf

„Hann Siggi var al­veg ótrú­lega dug­leg­ur að hjálpa okk­ur og sinna í þessu starfi. Strák­arn­ir báru mikla

Aðeins 6 mánuðir í Landsmót Bifhjólamanna

Já maður er sko löngu byrjaður að telja niður 

Já Borgarfjörður Tékk.....
en hvar Nákvæmlega....
Jú þið beygjið inn í Lundarreykjadalinn sjá kort....vegur 52

Fyrir þá sem koma að Norðan er stysta leiðin á mótið
að taka leið 53 Hvítárvallaveg
 sem er mitt á milli Baulu og Borgarnes
og bruna þannig beint inn í Lundareykjadal
en nokkur gatnamót samt þar.
(Líklega er það Malarvegur)2.1.19

Frá Safninu

Tíusíðan Auglýsendur


Tíusíðan er að endurnýja auglýsingarnar sem eru hér á forsíðunni.

15 auglýsingareitir eru í boði og ef það er áhugi á að vera styrktaraðili klúbbsins og fá smá auglýsingu með því þá eru nokkrir reitir lausir

Endilega hafið samband við tian@tian.is og er reiturinn seldur til áramóta næsta árs ,,, svo þeir sem taka reit núna fá ár af auglýsingum..
                                                                                                                        tian@tian.is

Áhugavert