Fred Osbourne keyrir fram af kletti. |
Það þarf líklega sérstakan drifkraft til að fást til að stökkva í fallhlíf, hvað þá að reyna það á mótorhjóli við að keyra fram af kletti. (video)
Enda fór ekki fyrsta tilraunin ekki eins og best var á kosið.
Árið 1926 reyndi Bandaríkjamaðurinn Fred Osbourne við að stökkva á Mótorhjóli fram af klettum og opna fallhlíf og reyna
lenda óhultur.
Hjálmlaus og hlífðarfatnaðarlaus strappaði kallinn á sig fallhlíf og brunaðir fram af Huntington Cliff klettunum í Los Angeles á Henderson mótorhjóli (eins og er á mótorhjólasafninu).
Eitthvað hafði kallinn misreiknað sig í þessu því bæði hraðinn og hæðin dugði ekki til að opna fallhlífina og má segja að Crash and Burn hafi verið það sem gerðist næst.
En ótrúlegt en satt ,,, Freddy lifði þetta af talið er að hann hafi lent á símvírum á niðurleiðinni sem líklega drógu nægilega úr fallinu til að hann dó ekki.
Svo var brunað með hann á spítala og náði hann fullum bata !
Allavega kom það fram í fréttatilkynningunni í Independant um kvöldið 18 nóv.1926
en.....
Það fór nú eftir hvaða fjölmiðill sagði frá því önnur grein um sama atburð segir að Fred hafi verið færðu á spítala í slæmu ástandi.
Allavega lítur þetta ekki vel út að sjá á meðfylgjandi myndbandi.
En hann virðist allavega hafa lifað af og verið áfram tengdur flugi því hann var í
13 Black Cats pioneer aviators from California.
Sem var flugsveit sem stundaði sýningaflug.