24.1.19

Harley Davidson Rafmagnshjól 2019

  

Já sum vígi hélt maður að myndu ekki falla en mótorhjólaframleiðandinn Harley Davidsson sem hefur framleitt mótorhjól frá því 1903 mun bjóða upp á Rafmagnsmótorhjól  á árinu 2019, og er útgáfumánuðurinn ágúst.

Hjólið  á að geta komist frá 0-100km á 3,6 sekundum með drægni
upp á 190 km á hleðslunni
Er hjólið útbúið tölvukerfi þar sem hægt er að fylgjast með (líðan hjólsins) í símanum hvaðan sem er í heiminum og er einhverskonar fullkomið þjófavernakerfi í þvi sem fylgir appinu.

Hægt verður að hlaða það bæði í venjulegu heimilistenglum  sem tekur alla nóttina og með hraðhleðslu á hraðhleðslustöðvunum sem við könnumst orðið við hér á íslandi.

Ekki get ég svo sem fundið út hvert aflið er í hjólinu á heimasíðunni en líklega er það um 90- 100 hestöfl, miðað við tímann sem tekur að fara hundrað. Eða á maður að segja c.a 75kW  :)

Kíkið á Heimasíðu hjólsins ef þið viljið skoða meira.