17.1.19

Félagsgjöldin í Bifhjólaklúbb Norðuramts Tían

Jújú þetta árlega er að koma ,, Félagsgjöldin í Tíuna 

Félagsgjald í klúbbinn hefur ekkert hækkað þ.e 3000 kr nema að seðilgjald hefur bæst við.

Við hvetjum félagsmenn til að halda áfram að styrkja klúbbinn. Og þar með safnið.
1000kr af hverju félagsgjaldi fer í að styrkja safnið.
og allir sem eru greiddir félagar í Tíunni fá frítt á Mótorhjólsafnið.

Eftir standa 2000 kr sem við í  Tíunni notum til að halda viðburði og skemmtanir og jafnvel reynum að gera eitthvað meira úr aurnum til að nota í safnið eða annara góðgerða mála.

Stjórn Tíunnar þakkar stuðninginn á síðasta ári við finnum fyrir miklum meðbyr þar sem við unnum mikið óeigingjart starf til að koma hjólamenningunni á hærra svið...

2018Skoðið Skýrslu Stjórnar 
Sigga Dagný Formaður Tíunnar
 afhendir Halla V. Stjórnarmanni í
 Mótorhjólasafninu

200.000 kr styrk. til safnsins

Við gáfum safninu gjafir að verðmæti yfir 500 þúsund.
 Nýtt ofursjónvarp , Örbylgjuofn , og fl.
1 maí hópkeyrslan gekk stórvel ..
Landsmótið sem við héldum 2018 heppnaðist snilldarlega.Við gerðum við Súpupottinn hans Heidda , hann er eins og nýr núna...
Hjóladagar heppnuðst vel, en við viljum stækka þá.

Opnunarhátíð safnsins var frábær sýning er gömlu hjólin voru gangsett.
Hópakstur á Akureyrarvöku.
Haustógleði sem var Snilld.

Víðir afhendir Halla V.
Stjórnarmanni í Mótorhjólasafninu
65 tommu UHD sjónvarpstæki frá
Tíunni til safnsins

Framundan er spennandi sumar 

  • Heiðarlegur dagur
  • Skoðunardagur
  • 1. maí hópkeyrsla
  • Förum á Landsmót Bifhjólamanna
  • Hjóladagar
  • Haustógleði 


Og svo vonandi margar aðrar hjólaferðir í sumar...

Ef þið viljið bæta ykkur á félagatal klúbbsins þá þarftu ekkert annað en að hafa samband í tian@tian.is
Og við svörum fljótt.