30.11.06

Drullusokkur númer sjö

 Þeir eru fáir vígalegri á sínum mótorhjólum en Jens Karl Magnús Jóhannesson sem ekur um á mótorfák sínum með forláta hjálm á höfði sem líkist helst pottloki. Fúlskeggjaður þeysist hann um göturnar og brosir sínu breiðasta, enda segir hann frelsið sem hann finni fyrir á hjólinu ólýsanlegt. „Ég byrjaði að hafa áhuga á mótorhjólum þegar maður fór að hafa vit. Maður var alltaf að fylgjast með þessum köppum og í svona litlu bæjarfélagi þá smitar þetta út frá sér." Hann segir að þó að áhuginn fyrir mótorhjólum leggist í dvala slokkni hann aldrei hjá mönnum og það sjáist vel í því að nú séu menn, sem voru á hjólum fyrir mörgum árum, að koma aftur inn. „Ég veit um einn sem er að flytja inn hjól sjálfur núna og annar sem er að spá og það er alveg meiri háttar að þessir karlar séu að spá í þetta. Netið spilar þar inn í, þeir hafa verið að skoða hjólin og svo hefur gengið verið hagstætt fyrir innflutning á svona gripum." Hann segir að sumir séu jafnvel að fá sér eins hjól og þeir voru með hér á árum áður. „

29.11.06

Dindlarnir eru heldrimenn á bifhjólum

Einn vinnufélagi minn var hálfhneykslaður á að við,
fullorðnir karlmenn, værum að dandalast og dindlast á mótorhjólum.“
Þingvallahringurinn er vinsæll meðal bifhjólamanna og mörgum þeirra þykir gaman að gefa í á kaflanum frá þjóðgarðinum og niður í Þrastalund. Þessa leið renna Dindlarnir oft á þrælpússuðum mótorhjólunum og sólargeislarnir dansa á króminu.
Þeir lentu þó í því í sumar að ökumaður, sem kom á eftir þeim inn á veitingastaðinn í Þrastalundi, kvartaði undan því hvað þeir hefðu farið hægt! Hver hefði trúað því um mótorhjólakappa?
Dindlarnir eru svo sem engir venjulegir bifhjólamenn og fullyrða í gamansömum tóni að þetta séu
heldrimannasamtök! Fyrirliðinn í hópnum er Jóhann Ólafur Ársælsson, sölustjóri námutækja hjá Kraftvélum, fæddur og uppalinn í tækjum og tólum, að eigin sögn. Hann hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um bifhjól. Hrafn Antonsson, rekstrarstjóri Hagvagna, er Dindill og sama er að segja um Auðun Óskarsson, bónda á Rauðkollsstöðum á Snæfellsnesi og framkvæmdastjóra Trefja, og Ágúst Pétursson, framkvæmdastjóra Byggingarfélagsins Verkþings.

26.11.06

Evrópu á milli á þrítugum þristi 2006

Í 33 stiga hita í Monte Carlo í ágústhita aftur á leið norður /ljósmynd Hjörtur

Margur Íslendingurinn lætur sig dreyma um að komast einhvern tíma ævinnar á nyrsta odda Evrópu. En að aka þangað á þrjátíu ára gömlu mótorhjóli dettur fáum í hug, hvað þá að framkvæma það. En það er einmitt það sem Hjörtur Jónasson gerði – og gott betur því hann ók líka alla leið suður að miðjarðarhafi og aftur norður. Hann sagði Auðuni Arnórsyni ferðasöguna.

Löngunin til að líta nyrsta odda Evrópu, Nordkap í Noregi, togar sterkt í margan ferðafíkil nútímans. En færri vita að talsvert á fjórða hundrað ár eru liðin síðan sú löngun dró fyrsta ferðamanninn á þennan afskekkta tanga langt norðan heimskautsbaugs. Það var Ítalinn Francesco Negri (1624- 1698). Honum fannst sérkennilegt að Evrópumenn hans samtíma skyldu í öllu landafunda- og landkönnunaræðinu sinna því eins lítið og raun bar vitni að kanna eigin heimsálfu. Hann lagði land undir fót (bókstaflega) árið 1663 og komst um haustið 1664 til Nordkap. Heim kominn til Ítalíu skrifaði hann lært rit um ferð sína sem kom út árið 1700, að honum látnum. Hann er talinn fyrstur manna hafa heimsótt nyrsta odda Evrópu sem ferðama.

     Liðlega 340 árum síðar lét Hjörtur Jónasson, farskipastýrimaður uppi á Íslandi og áhugamaður til margra ára um klassísk bresk mótorhjól, draum sinn um að ferðast norður til Nordkap verða að veruleika. Og gott betur en það. Hann ók þangað frá Danmörku og síðan sem leið lá suður eftir álfunni, um Eystrasaltslöndin og Pólland alla leið til upprunaslóða Francesco Negri á Adríahafsströnd Ítalíu. Þar með var ferðalaginu reyndar ekki lokið því hann ók aftur norður til Danmerkur, samtals rúmlega 10.000 kílómetra leið.

767 kílómetrar á dag

    Og farkosturinn var ekki af verri endanum: Triumph Trident árgerð 1975. Triumph „Þristurinn“ (nafnið Trident vísar til þriggja strokka vélarinnar) var síðasta hjólið sem hinar fornfrægu Triumph-verksmiðjur þróuðu áður en þær þurftu að játa sig sigraðar fyrir japönsku samkeppninni fáeinum árum síðar. Það má því segja að farkosturinn hafi fengið það í þrítugsafmælisgjöf að vera stýrt þessa tíu þúsund kílómetra eftir þjóðvegum Evrópu, yfir álfuna endilanga. 
    Hjörtur segir sig lengi hafa dreymt um að fara þessa leið og loks látið verða af því sumarið 2005. „Ég var búinn að ganga með þetta í maganum lengi en eiginlegur undirbúningur fór ekki í gang fyrr en um vorið, þannig séð á síðustu stundu,“ segir hann. „Vélin í hjólinu var tekin upp og hjólið allt yfirfarið – ég safnaði saman varahlutum og viðlegubúnaði, en eins og nærri má geta þarf að hugsa það vel hvað maður tekur með sér í svona ferð.“ 
    Auk viðlegubúnaðar, varahluta og vista þurfti hann að hafa með sér föt bæði fyrir hita og kulda.
„Hitinn fór niður í þrjár gráður norður við Nordkap en upp í 38 gráður þar sem ég lenti í hitabylgju á leiðinni í gegnum Slóvakíu. Það reyndist líka alveg nauðsynlegt að hafa regngalla meðferðis,“ segir Hjörtur. 
   Ferðaáætlunin var á þessa leið: Hjólið var sent með fragtskipi frá Reykjavík til Árósa með nokkrum fyrirvara, en þaðan var síðan lagt upp í ferðina þann 22. júlí. Áætlunin var að þeysa norður til Nordkap á þremur dögum, þ.e. beint strik norður eftir Svíþjóð og Norður-Finnlandi áður en ekið var inn í Noreg á síðasta kaflanum að nyrsta odda álfunnar. Hjörtur útskýrir að það hefði verið miklu seinfarnara að fara í gegnum Noreg alla leiðina. „
    Áætlunin var að vera kominn til Rimini sunnudaginn 31. júlí en þar beið fjölskyldan og hálfsmánaðar afslöppun. Áætlunin stóðst – ég var kominn í hádeginu þann dag upp að hótelinu þar,“ segir Hjörtur glettinn á svip, enda þýðir það að hann ók 7.289 km vegalengd á níu og hálfum sólarhring. Sem er 767 km að meðaltali á sólhring.

Nauðsveigt framhjá hreindýrum


Það sem rak á eftir honum fyrstu dagana var líka rigningin, sem dundi á honum nánast látlaust frá því hann lagði af stað frá Danmörku – með því að hraða sér í gegnum hana vonaðist hann til að komast út úr henni – en varð ekki kápan úr því klæðinu: það rigndi meira og minna alla leiðina til Nordkap og þaðan til Helsinki. Þar norður frá gekk á með skúrum en það hellirigndi á leiðinni suður í gegnum finnsku skógana. 
    „Úrhellið var þannig að ég ók framhjá mörgum bílum stopp í útskotum frá malbikuðum þjóðveginum þar sem rúðuþurrkurnar höfðu ekki undan. Ég varð auðvitað holdvotur í gegnum allt, en þar sem þetta var hlý rigning kom það lítið að sök. Ég valdi að minnsta kosti frekar að keyra sem hraðast í gegn um þetta, enda orðinn leiður á að pakka saman rennblautum útilegubúnaði,“ segir Hjörtur. Hann bætir við að ekki hefði verið nóg með að hann sjálfur varð votur inn að beini heldur fylltust líka stefnuljósin af vatni! Loftkældri Triumph-vélinni varð þó ekki meint af. 
     „Hættulegast var þó að á vegunum þarna norður frá stukku hreindýr gjarnan fyrirvaralaust upp á veginn, en það er yfirleitt mjög erfitt að koma auga á þau fyrir skóginum. Einu sinni munaði mjög mjóu, ég hefði getað gripið í hornin á einu hreindýrinu sem ég þurfti að nauðsveigja framhjá – og var þá kominn yfir á öfugan vegarhelming,“ segir Hjörtur. „Þá var gott að vera með „ABS“ – Antique Brake System,“ bætir hann við kíminn.  
    

Ekið um gamla sovétvegi.


Úrhellið var mest á leiðinni í gegnum skógana í Suður-Finnlandi en það stytti upp þegar til Helsinki var komið – „þar fór ég beint í ferju yfir til Tallinn í Eistlandi,“ heldur Hjörtur ferðasögunni áfram. „Þar var komin heiðríkja og sól.“ En mestu viðbrigðin við að koma yfir í Eystrasaltslöndin – sem voru hluti af Sovétríkjunum frá seinni heimsstyrjöldinni til ársins 1991 – voru vegakerfið. „Það er hræðilegt ástand á því víða ennþá. Það eru alls staðar framkvæmdir í gangi við endurnýjun og betrumbætur veganna eftir áratuga viðhaldsskort. Sem flýtir ekki för ferðalangs,“ segir hann. Það hafi hins vegar ekki reynst neitt vandamál að rata. „Enda var ég með þokkaleg kort og GPS-tæki.“ 

Í trukkaumferð í 15 sm hjólförum

Þegar Hjörtur ók í gegn um löndin þar eystra varð hann var við að framförunum er misskipt. „Í dreifbýlinu er eins og tíminn hafi staðið í stað.“ Á nýlögðum hraðbrautarspotta í Litháen rakst hann aftur á móti á nokkra stráka á dýrum nýjum kappakstursmótorhjólum að leika sér, spóla í hringi og spyrna á ofsahraða, með hraðbrautina sem einkaleikvöll. 
    Næsti áfangi var frá Kaunas í Litháen til Krakár í Suður-Póllandi. Það reyndist ekkert mál að komast yfir landamærin inn í Pólland. En það reyndi mjög á demparana í hjólinu að skrölta yfir pólsku þjóðvegina; þeir voru í afleitu ásigkomulagi,“ segir Hjörtur. „Á leiðinni flæktist ég inn í miðborg Varsjár, inn í mitt öngþveitið. Það tók svolítið á taugarnar, enda komst ég að því að umferðarmenningin í Póllandi er ekki ósvipuð því sem hún er á Íslandi – menn leggja mikið á sig til að komast bíllengd fram fyrir náungann og gefa enga sénsa. Svo er mikil vörubílaumferð á þessum vondu vegum. Hjölförin eru 10-15 sm djúp sem getur verið mjög hættulegt mótorhjólum. Ég prísaði mig sælan að það skyldi ekki rigna þar!“

Hitabylgja í Tatrafjöllum

Eftir þessa taugatrekkjandi reið eftir þjóðvegum Póllands hvíldist Hjörtur eina nótt á tjaldstæði í Kraká. „Þar fór þetta að verða skemmtilegra – vegirnir orðnir góðir og landslagið fjölbreyttara,“ segir hann. Leiðin yfir Tatrafjöllin, milli Póllands og Slóvakíu, var sérstaklega falleg. Næsti áfangi lá frá Kraká til Kärnten í suðurhluta Austurríkis. „Það var skollin á hitabylgja þarna og ég ók frá Kraká til Bratislava í Slóvakíu í yfir 30 stiga hita. Leiðin lá í gegnum fjallaþorp og fallega náttúru. Þarna í fjöllunum í Slóvakíu tók ég smákrók til að kíkja á bæinn Ruzomberok (sem eitt sinn hét Rosenberg upp á þýsku).“ Svo lá leiðin til Bratislava, sem er niðri á sléttunni við Dóná, um 60 km fráVín. 
     „Mér fannst ég vera aftur kominn yfir í menninguna þegar ég var kominn til Austurríkis,“ segir Hjörtur. „Ég var kominn suður fyrir borgina Graz sunnarlega í Austurríki þegar myrkur skall á og ég fann mér þægilegan grasbala til að sofa í, enda veðrið gott,“ segir Hjörtur. 
     

Hringnum lokað

     Tveimur og hálfri viku síðar var aftur haldið af stað áleiðis norður eftir, en í þetta sinn vestar. „Ég ók þvert yfir fjöllin í Toskana, í gegnum Flórens til Pisa. Þaðan meðfram ítölsku Rívíerunni, í gegnum Genúa og gisti í San Remo. Þaðan ók ég áfram eftir frönsku Rívíerunni, um Mónakó og Nice og sveigði síðan upp í frönsku Alpana hjá Grasse,“ segir hann. „Þetta er skemmtileg leið þarna norður eftir, í vesturjaðri Alpanna í Suðaustur-Frakklandi. Ég tjaldaði í litlum bæ sunnan við Grenoble.“ Þaðan lá leiðin til Genf í Sviss. Þar var byrjað að rigna aftur. 

„Ég ók í gegnum Sviss einmitt þegar allra mest úrkoman var þar í ágúst, aurskriður og tjón. Ég ætlaði að drífa mig í gegnum rigningarsvæðið en það reyndist endast alveg norður eftir öllu Þýskalandi. Þegar ég var kominn í gegnum Sviss yfir landamærin að Þýskalandi valdi ég að fylgja þjóðvegi B3 norður eftir. Hann liggur þvert norður eftir öllu landinu og er fjórföld hraðbraut á köflum.
     “ B3-þjóðvegurinn endaði norður við Stade. „Ég tók svo ferju yfir Saxelfi frá Wissenhafen til Glückstadt, en þar með var ég kominn langleiðina til Danmerkur. Næsti áfangastaður var Álaborg á Norður-Jótlandi. Hjólið fór svo aftur í skip í Árósum. Og ég flaug heim. Heildarkílómetrafjöldinn var 10.126,“ segir Hjörtur, ánægður með að hafa látið drauminn rætast. 
   
   Spurður um kostnaðinn við ferðalagið segir Hjörtur að vissulega hafi hann verið töluverður, en hann hafi ekki nennt að standa í því að leita styrktaraðila og því borgað allt úr eigin vasa. 
    En hvernig var ástandið á þrjátíu ára gömlum vélfáknum eftir þessa maraþon-yfirreið? „Hjólið stóðst þessa prófraun með prýði,“ segir Hjörtur. Ekkert gaf sig. Vélin var farin að leka smá olíu undir restina, annað ekki. Í Finnlandi varð það óhapp að hjólið lagðist fullklyfjað á hliðina þegar til stóð að smyrja keðjuna. Það olli ekki neinum teljandi skemmdum en það var hins vegar ekki hlaupið að því fyrir einn mann að ná hjólinu aftur á réttan kjöl með allar klyfjarnar. Á köflum, í umferðarteppum í miklum hita, svo sem í Suður-Frakklandi, fór ekki hjá því að loftkæld vélin hitnaði meira en góðu hófi gegndi. En enski öldungurinn lét það ekki á sig fá og skilaði knapa sínum heilum á leiðarenda.
Fréttablaðið 26.11.2006

24.11.06

MSÍ stofnað innan vébanda ÍSÍ

Keppni Nú eiga mótorhjóla- og vélsleðamenn sitt samband innan ÍSÍ.

Á tólfta þúsund mótorhjóla og snjósleða á skrá hérlendis og fjölgar stöðugt


STOFNDAGUR Mótorhjóla-og Snjósleðasambands Íslands (MSÍ), er í dag, 24. nóvember. Með stofnun sambandsins er brugðist við þörf til að koma íþróttagreininni á jafnréttisgrundvöll gagnvart öðrum íþróttum. Jafnframt veitist íslenskum keppendum í fyrsta sinn tækifæri til að keppa fyrir sitt heimaland. MSÍ hefur þegar verið samþykkt af Alþjóða mótorhjóla- og vélsleðasambandinu (FIM).
    Saga mótorhjólsins á Íslandi spannar yfir 100 ár en það var í október 1940 sem fyrsta keppnin í þolakstri á mótorhjólum var haldin. Breska hernámsliðið sem hélt keppnina. Fyrstu heimildir af íslenskum mótorhjólaklúbbum sem stóðu að keppnishaldi eru frá 1960. Það er síðan ekki fyrr en Vélhjólaíþróttaklúbburinn (VÍK) er stofnaður 1978 sem keppni í mótorhjólaíþróttum festir sig í sessi. Frá árinu 1979 hefur verið haldið Íslandsmót í motocrossi og frá 1998 í enduro (þolakstri). Árið 1997 fékk VÍK aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur og varð þar með viðurkenndur aðili að ÍSÍ. Síðan þá hefur mótorhjólum til keppnisnotkunar og mótorhjólaíþróttafélögum fjölgað mjög mikið í landinu. Þau eru nú 17 talsins og dreifast jafnt í kringum allt landið. Félögin hafa flest hver einnig snjósleðaíþróttir á sinni könnu, en vinsældir þeirra hafa einnig verið að aukast í seinni tíð. 

    „Það var löngu orðið tímabært að stofna sérsamband fyrir þessar íþróttagreinar,“ segir Aron Reynisson, í undirbúningsnefnd sérsambandins. „Það er mikið verk óunnið í hagsmunabaráttu þessara íþróttagreina. Aðstöðuleysi hefur lengi verið vandamál með tilheyrandi aukaverkunum. Einnig hafa skráningar og tryggingamál verið í ólestri. Þar að auki er mikil vakning fyrir þessum íþróttum sem fjölskyldusporti fyrir almenning og er mikil fjölgun í yngri hópunum undanfarin ár eftirtektaverð. Lagaramminn sem snýr að iðkun barna undir 12 ára aldri er löngu úreltur og úrbóta er þörf,“ sagði Aron ennfremur. Í dag eru yfir 5.600 skráð mótorhjól og álíka margir vélsleðar í notkun í landinu. Hópurinn sem stundar þessa íþrótt er því stór og má geta þess að á fjölmennustu vélhjólaíþróttakeppni landsins sem haldin er á Kirkjubæjarklaustri hvert ár, tóku yfir 400 manns þátt á þessu ári. Áhorfendur voru þar einnig yfir tvö þúsund. 
 
Eftir Njál Gunnlaugsson

7.11.06

DAGBÓK DRULLUMALLARA

 


Mikill uppgangur í klifurhjólamennsku


ÍSLANDSHEIMSÓKN klifurhjólameistarans Steve Colley dagana 9.-12. mars vakti mikla lukku.
Fullsetið var á tveggja daga klifurhjólanámskeiði hjá kappanum og börðu nokkur hundruð Íslendingar
Colley augum er haldin var opnunarsýning í JHM sport að Stórhöfða 35 föstudaginn 10. mars en
þar voru sýndar aksturslistir á heimsmælikvarða. Klifurhjólaíþróttin hefur verið á miklu klifri upp vinsældalistann hjá íslenskum ökumönnum enda íþróttin allt í senn krefjandi, skemmtileg og ekki
mjög kostnaðarsöm. Síðast en ekki síst eru klifurhjól umhverfisvænasta mótorsport sem fyrirfinnst  þar sem hljóð og loftmengun er álíka mikil og af garðsláttuvél og hjólin eru mest notuð á grjóti en ekki í gróðri. Einn af þeim sem komu að heimsókn Colley var Jón Magnússon, betur þekktur sem Jón Magg í JHM en hann á einnig sinn þátt í vexti klifurhjólaíþróttarinnar á Íslandi. Hvers vegna hafa vinsældir íþróttarinnar aukist svona mikið að undanförnu? „Ég held að hjólamenn séu að átta sig á einfaldleikanum við klifurhjólaíþróttina. Það er hægt að stunda það í bakgarðinum heima. Íþróttin er líka góð undirstaða bæði fyrir Enduro og Motocross. Jafnvægið verður að vera í lagi.“ Hefurðu hugmynd um hversu margföld aukningin í sölu klifurhjóla er milli ára? „Fyrir rúmu ári voru til tvö nýleg klifurhjól á landinu. Þá var haldin klifurhjólasýning sem ýtti greinilega við mörgum sem hafði  lengi langað að prófa en aldrei þorað. Í dag eru a.m.k. 30-35 hjól á landinu og ég sé fram á að selja öll þau hjól sem koma í hús til mín á þessu ári.“ Hvað kostar að kaupa og eiga klifurhjól í samanburði við önnur mótorhjól? „Nýtt klifurhjól kostar innan við 600 þúsund kr. Skór og hjálmur eru nauðsynlegir fylgihlutir. Hlífðarfatnaður í Enduró eða Motocross dugar skammt því hann er svo
þungur og fyrirferðarmikill. Bensíneyðsla er lítil, yfirleitt um einn lítri á klukkutíma. Slit á dekkjum
og keðju er mun minna en menn eiga að venjast svo að í stuttu máli er þetta miklu ódýrari útgerð en
t.a.m. við Motocrosshjól.“ Viggó Örn Viggósson, stjúpsonur þinn, er einn vinsælasti endúróökumaður  á Íslandi og er þekktur fyrir mikinn styrk og hörku í akstri. Hann virðist hinsvegar eyða mestum tíma í klifurhjólið þessa dagana. Veistu hvers vegna? „Ætli það sé ekki bara vegna
þess hvað það er auðvelt að skreppa á klifurhjól, miklu minna umstang. Klifurhjólið er fyrirferðarlítið og er ekki nema 69 kg. Svo þarf það svo lítið svæði, maður finnur sér erfiða þraut og glímir við hana þangað til maður hefur sigrað hana. Eftir það er maður alveg að springa af mæði og pakkar þá saman og hendist heim sæll og glaður.“ Fullt var á námskeiðinu hjá Colley. Einnig var fjölmenni á sýningunni sem Colley hélt í JHM sport. Áhuginn virðist því töluverður. Er áhuginn bóla eða á klifurhjólið sér framtíð á Íslandi? „Þetta er rétt að byrja og framtíðin er björt. Áhuginn er að aukast
mikið. Stundum finnst mér menn byrja of geyst og ætla sér strax að fara í erfiðustu þrautirnar. Ég held að rétt væri að sjá menn byrja á byrjuninni, það er einföldum jafnvægisæfingum, og ná valdi á  hjólinu. Klifurhjólaíþróttin er fimleikar; ökumaðurinn byrjar þrautina með líkamsæfingu og notar svo hjólið til að hjálpa sér að klára þrautina, en ekki öfugt. Menn verða að gleyma að þeir kunni á mótorhjól þegar þeir byrja í klifrinu. Mótocross eða Enduro taktar duga ekki í því. Hins vegar virkar þetta vel í hina áttina og hjálpar kunnátta á klifurhjóli bæði í Mótocrossi og Enduro. Hver veit,
ætli við eignumst ekki góða ökumenn á þessu sviði næstu 10 árin eða svo.
Morgunblaðið 7 nóv 2006
moto@mbl.is

6.11.06

Á 240 með kærastuna


Vélhjólamaður segir frá ofsaakstri og spennuþörfinni:


■ Hefur ekið á meira en 300 ■ Hjólin gerð fyrir ofsaakstur 
■ Kærastan vildi fara svona hratt.

Tæplega þrítugur mótorhjólakappi keyrði á 240 kílómetra hraða með kærustuna á hjólinu.
Maðurinn, sem vill ekki gefa upp nafnið sitt, segist hafa verið úti á landi ásamt þremur kunningjum og fullyrðir að þeir hafi keyrt á ríflega 300 kílómetra nraða þegar þeir óku hraðast. „Hjólin eru gerð fyrir þennan hraða," segir hann en hjólið er svokallaður „racer" sem nær gríðarlegum hraða á stuttum tíma. Mikil umræða hefur spunnist um ofsaakstur mótorhjólakappa. Þeir hafa mælist á allt að 200
kílómetra hraða. „Þetta er spurning um kikkið," segir maðurinn og bætir við að sér þyki magnað að  upplifa hraðann. Hann segir tilfinninguna allt aðra en á bílum. Hann segir vissulega hættu á að detta af hjólinum, og þá sérstaklega á vondum vegum. Hann ítrekar að hann myndi aldrei keyra svo
hratt innanbæjar enda hættan þar mikil á að slasa aðra. „Það er betra að hendast af út í sveit heldur en í bænum," segir hann. „Það var hún sem vildi keyra svona hratt," segir maðurinn um hvort kærastan hafi verið sátt á hjólinu með honum. Hann segir bæði hafa verið í góðum göllum og segir gallana góða og fólk sé vel varið. Hann segir helstu hættuna vera að þeir lendi á einhverjum hörðu þegar þeir detta. „Það er vissulega leiðinlegt að lesa um þessa vitleysinga sem eru að stinga lögguna af og keyra
eins og brjálæðingar," segir hann og áréttar að hann sjálfur hafi aldrei verið sektaður né stungið
lögregluna af.
Eftir Val Grettisson valur@bladid.net
Blaðið

23.9.06

Tían Stofnuð 23 september 2006



í Janúar árið 2007 var Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts var stofnaður til minningar um Heiðar Þ Jóhannsson Snigils nr 10 sem lést í Bifhjólaslysi í júlí 2006


Markmið Klúbbsins.


Efla samstarf bifhjólaáhugafólks á Norðurlandi.

Vera öðrum bifhjólaökumönnum fyrirmynd.

Vera í forsvari fyrir bifhjólafólk á Norðurlandi.

Að stuðla að tilurð og framgangi bifhjólasafns í minningu Heiðars nr #10


Sjá til þess að bifhjólafólk skemmti sér saman annað slagið.

15.9.06

Mótocrossfjölskyldan í alsælu

 Vélhjóla- og íþróttaklúbburinn hefur í fyrsta sinn fengið æfinga- og keppnissvæði til frambúðar. Á laugardag verður svæðið, sem er staðsett beint á móti Litlu Kaffistofunni og kallast svæðið Bolalda, formlega opnað. Karl Gunnlaugsson og fjölskylda hans sem tengjast öll mótorcrossíþróttinni á einn eða annan hátt fagna þessu skrefi og þakka sveitarfélaginu Árborg fyrir að úthluta  mótorcrossáhugafólki þessu frábæra svæði.

Áhugafólk um mótorcross hefur þurft að sæta mikilli gagnrýni í fjölmiðlum vegna náttúruspjalla af völdum hjólafólks sem keyrir utan vega. Karl Gunnlaugsson hefur stundað þessa íþrótt í 25 ár og segir gagnrýnina óréttmæta því ekki tíðkist innan Vélhjóla- og íþróttaklúbbsins að meðlimir keyri utanvega. „Sveitarfélagiö Ölfus var svo rausnarlegt að gefa okkur stórt keppnis- og æfingasvæði beint á móti Litlu Kaffistofunni. Það svæði kallast Bolalda og erum við í klúbbnum búin að leggja 40-50 kflómetra æfinga- og keppnisbrautir fyrir byrjendur og lengra komna," segir Karl. Hann segir að laugardaginn 16. september verði svæðið formlega opnað og séu allir velkomnir. Þá verður öllum hjá sveitarfélaginu Ölfusi boðið á opnunina og mótorcrossmót verður haldið í öllum keppnisflokkum. „Þetta er ekki lengur strákasport eins og þetta var heldur má segja að þetta sé í dag orðið að fjölskyldusporti þar sem öll fjölskyldan er á sínum hjólum, allt frá 10 ára upp í 70 ára," segir Karl.

Fleiri konur stunda mótorcross

 Karl rekur mótorcrossbúðina KTM ísland og segir hann aðsókn kvenna í íþróttina hafi aukist mikið. „Það var tæplega fertug kona að byrja í sportinu um daginn og núná er ellefu ára gömul dóuir mín farin að suða um að fá sitt hjól en sonur minn er búinn að vera í sportinu frá sex ára aldri og hann er orðinn sautján ára," segir Karl. Hann segir að konan hans hafi enn ekki haft áhuga á að stíga upp á hjól en hún starfi mikið í félagslífinu innan klúbbsins. Karl segir að á íslandsmótum í mótorcross hafi stundum verið allt upp í 20 konur að keppa.

Hrikalega gaman 

„Þetta er hrikalega gaman og það skemmtilegasta sem maður gerir. Þetta er ein erfiðasta íþrótt sem hægt er að stunda því það þarf mikið þrek til að hoppa og stökkva á hjólinu," segir Karl. Hann segir að nauðsynlegt sé að hafa allan öryggisbúnað þegar þessi fþrótt er stunduð. „Það er halló að vera ekki vel búinn og sá sem mætir með derhúfu í gallabuxum fær vinsamlega ábendingu okkar hinna um að koma sér upp öryggisbúnaði. Það kostar á bilinu 500 þúsund til milljón að fjárfesta í hjóli og búnaði, allt eftir því  hve flottur maður vill vera á því, en það er svo sannarlega þess virði, þetta er það alskemmtilegasta," segir Karl og hlakkar til að mæta á opnun æfingasvæðisins á Bolöldu á laugardaginn þar sem klúbburinn hefur byggt félagsheimili sem þeir kalla „Stóru Kaffistofuna".

Þarf próf á stærri hjólin 

Karl segir að börn þurfi að vera orðin 12 ára til að geta ekið vissri stærð hjóla og til að aka stærri hjólunum þurfi vélhjólapróf en á önnur dugar venjulegt bílpróf. „Mótorcrosshjólunum má eingöngu aka á þartilgerðum brautum og það er bannað að aka þeim í almennri umferð. Fólk kemur með hjólin sín á þartilgerðum kerrum og hér á svæðinu er bannað að aka þeim utan slóða svæðisins," segir Karl Gunnlaugsson, forfallinn áhugamaður um mótorcrossíþróttina.
jakobina@dv.is
15.09.2006

4.9.06

Hættir sem skólastjóri og byrjar að hjóla


FJÖLMARGIR Hafnfirðingar þekkja Hjördísi Guðbjörnsdóttur, sem nú er að láta af störfum sem skólastjóri Engidalsskóla.
Þar hefur hún ráðið ríkjum í 28 ár og annast uppfræðslu hjá nokkrum kynslóðum Hafnfirðinga. Þar áður kenndi hún við Öldutúnsskóla og hefur samtals varið 43 árum ævi sinnar í uppfræðslu ungdómsins. „Það er betra að hætta í fullu fjöri en að lognast út af í starfi. Þetta er erfitt og andlega slítandi starf og mér finnst þetta orðið gott,“ segir Hjördís.
Það eru ávallt tímamót þegar vinnustaður er yfirgefinn í síðasta sinn en það er hugur í Hjördísi, sem hélt upp á sextugsafmælið fyrir þremur árum með því að taka mótorhjólapróf. „Börnin voru farin að heiman og ég var orðinn sjálfs míns herra og ákvað að láta gamlan draum rætast.“ Þá um haustið hafði hún keypt splunkunýtt Yamaha 535 sem hún gaf sjálfri sér í jólagjöf. Það var látið standa inni í forstofu skreytt jólaljósum yfir hátíðina. „Ég hef engan bílskúr þannig að ég sagði við yngsta strákinn minn að það væri von á pakka með sendibíl og bað hann um að hjálpa sendibílstjóranum að koma honum inn í hús. Pakkinn ætti að  fara inn í forstofuherbergið. Drengurinn tók síðan á móti mótorhjólinu og varð þá að orði að oft hefði hún mamma þótt skrýtin en aldrei eins og nú.“ Núna nýtur Hjördís þess að fara í stuttar ferðir innanbæjar á hjólinu íklædd níðsterkum mótorhjólagalla úr kevlar og innfæddir þekkja vart aftur gamla skólastjórann sinn.
„Ég held að fólki finnist þetta dálítið broslegt. Mig hafði alltaf langað til þess að prófa mótorhjólasportið. Ætli ástæðan sé ekki sú að ég er spennufíkill að eðlisfari. Kannski að það sé einsdæmi að skólameistari taki upp slíka iðju á gamalsaldri,“ segir Hjördís og hlær.  „Ég hef áhyggjur af ungum mönnum á mótorhjólum sem keyra eins og brjálæðingar, en þetta er skemmtileg íþrótt ef varlega er farið. Ég samþykkti aldrei að synir mínir þreyttu mótorhjólapróf. En nú ræð ég engu lengur og einn sona minna var núna að taka sitt próf. Það eru allir farnir að heiman og ég hef engin völd lengur. Ég held samt að foreldrar séu ekki spenntir fyrir því að börn þeirra taki mótorhjólapróf í ljósi allra þeirra slysa sem verða. Þetta horfir öðruvísi við með eldra fólk sem verður frekar stöðvað fyrir of hægan akstur heldur en hraðan.“ Hjördís hjólar mest um helgar og bara í góðu veðri. Hún velur að fara í hjólaferðir snemma morguns eða um kvöldmatarleytið þegar umferðin er sem minnst. Engu að síður er hún í þeim hópi hjólamanna sem hafa dottið. „Það var í einni af mínum fyrstu ferðum á hjólinu að stór jeppi ók í veg fyrir mig á umferðarljósum. Sem betur fer var ég á hægri ferð og náði að stöðva snögglega en ég missti hjólið yfir á vinstri hliðina. Ég slasaðist ekki en ég fékk byltuna,“ segir Hjördís. 
gugu@mbl.is
Morgunblaðið 
4.09.2006

16.8.06

Vegur aðeins 23 kíló

Nýjasta mótorsportið á Íslandi hentar jafnt fullorðnum mótorhjólamönnum, fimm ára krökkum og fimmtugum konum.

 Við fyrstu sýn virðast mini-motohjólin vera hálfgerður brandari, fullorðið fólk sem brunar eftir braut á alltof litlum mótorhjólum sem líta út fyrir að vera smíðuð fyrir fjögurra ára börn. Kristmundur Birgisson segir að þau séu þó að minnsta kosti jafn skemmtileg og stærri mótorhjól.
  „Ég á Hondu CBR 1000-hjól líka, það er ekkert síðra að fara út á litla kvikindinu,“ segir Kristmundur. Til að gefa einhverja hugmynd um hversu lítil mini-motohjólin eru, þá eru aðeins 40 cm frá götu upp í sæti. Þau vega 23 kg með fullan tank af bensíni og komast upp í 60 km hraða. Þau eru ætluð í keppni og eru því á sléttum, mjúkum dekkjum með mikið veggrip. Vélarnar eru 49 rúmsentimetra tvígengisvélar sem toga 4,5 Nm á 15.000 snúningum.
   „Maður þarf enga reynslu af öðrum hjólum til að ráða við þessi. Það getur auðvitað ekki gert annað en að hjálpa, en er ekki nauðsynlegt. Við höfum verið að hjóla niðri við Klettagarða og allir sem hafa komið þangað og viljað prófa hafa fengið að prófa, meira að segja fimmtugar konur sem höfðu gaman af,“ segir Kristmundur sem flutti sjálfur inn fyrsta hjólið fyrir um það bil ári.
  „Þá lenti ég í veseni við tollinn því hjólið var ekki með fastanúmeri og því ekki hægt að skrá það. Ég hafði samband við framleiðandann og bað  hann um að setja fastanúmer á þau og síðan hefur innflutningurinn gengið vel.“ Kristmundur byrjaði í mótorsportinu á stórum amerískum bílum í kringum 1986 og segir mini-moto-hjólin skemmtilegri að mörgu leyti. „Þetta er líka miklu ódýrara og tekur mikið minna pláss í skúrnum. Svo er hægt að henda hjólinu í skottið og fara með það hvert sem er. 
  “ Í sumar verða haldin tvö mót fyrir mini-moto en næsta sumar verður haldin mótaröð undir merkjum GP-Ísland. Til þess að vera löglegur í keppni þarf ökumaður að vera 12 ára eða eldri. Kristmundur segir þó að börn frá 5 ára aldri ráði vel við hjólin. Og það þarf ekki að kosta mjög mikið að byrja í sportinu. „Hjólin kosta 69.000 kr. í vefverslun okkar á fingrafar.is,“ segir Kristmundur. „Svo þarf að vera í góðum galla eða með góðar hlífar og með  þokkalegan hjálm. Maður kemst af með 100.000 krónur sem er ekki mikið í mótorsporti.“
 Kristmundur og félagar hjóla flest góðviðriskvöld á milli Sindra og vélaverkstæðis Heklu í  Klettagörðum. Áhugasömum er bent á að leggja leið sína þangað til að prófa.
einareli@frettabladid.is
Fréttablaðið 16.08.2006

10.8.06

Öðruvísi ferðamáti

Sigfús Ragnar Sigfússon - Sigfús í Heklu - og eiginkona hans, María Sólveig, voru í Víetnam fyrirnokkrum árum. Þar sáu þau hve margir óku um á mótorhjólum. „Konan var svo hrifin af þessu að ég gaf henni mótorhjól í afmælisgjöf fyrir fjórum árum.
Það var ómögulegt að hafa hana eina á mótorhjóli þannig að ég keypti líka mótorhjól fyrir mig.“

Sigfús segir að skriflega prófið hafi vafist fyrir þeim. „Við féllum bæði í fyrsta skipti við litla gleði.“ Hjónin náðu síðan prófinu. „
Við hjólum mest í Reykjavík. Auk þess hjólum við í nágrenni borgarinnar eins og til dæmis til Þingvalla og Eyrarbakka. Við hjólum reyndar bara í góðu veðri. Það er nauðsynlegt að vera varkár vegna þess að mótorhjólafólk mætir oft talsverðu tillitsleysi í umferðinni.“ Sigfús segir að þegar á mótorhjólið sé komið verði frelsistilfinning öllu yfirsterkari.
„Við förum á staði sem við færum annars ekki á. Þetta er öðruvísi ferðamáti og ómetanlegt að hafa konuna með í sportinu. Mótorhjólafólk sem hittist á förnum vegi spjallar gjarnan saman og er það líka krydd í sportið. Svo er skemmtilegur siður á meðal mótorhjólafólks að gefa smá nikk með vinstri hendi þegar hjólafólkið mætist í umferðinni.“
Frjáls Verslun 4 tbl 2006

26.7.06

Vélhjólakappi féll af hjólinu vegna grjóthruns af vörubíl:

Grjóthrun af vörubíl slasaði vélhjólamann

■ Vélhjólamaðurinn viðbeinsbrotinn ■ Vörubílstjóri eftirlýstur 
■ Hjólið mikið skemmt

Vélhjólakappinn Stefán Björnsson missti
stjórn á hjóli sínu og datt þegar hann rann á jarðvegi sem féll á götuna af vörubílspalli. Atvikið
varð á hringtorgi í Keflavík. Formaður Ernis, Bifhjólaklúbbs Suðurnesja, segir óbirgðan farm geta
valdið lífshættu fyrir vélhjólamenn.
„Þetta var grjót, sandur og möl," segir Stefán, en
hann var að aka að hringtorginu við Víkurbraut
og Faxabraut í Keflavík á sunnudagskvöld þegar
hjólið rann undan honum. Við fallið viðbeinsbrotnaði hann og vélhjólið stórskemmdist. Stefán
var vel búinn og þakkar hann sínu sæla fyrir að
ekki fór verr.
„Það er heldur súrt að þurfa að borga fyrir
annarra manna klúður," segir Stefán en honum
verður gert að borga 180 þúsund krónur í sjálfsábyrgð. Ekki er vitað hver bílstjórinn er og því
ekki hægt að draga hann til ábyrgðar. Samkvæmt
lögum á farmur að vera birgður með segldúk.
„Þetta getur skapað lífshættu," segir Hannes H. Gilbert, formaður Ernis, ómyrkur í máli. Hann
segir það skelfilegt efóreyndarimenn lenda ísvona
aðstæðum, þá getur verið mikil hætta á ferð.Hannes vill ítreka fyrir vörubílstjórum að
birgja farminn enda sé annað lögbrot.
Hannes segist ekki þekkja til þess að vélhjólamenn fái á sig lausamöl þegar þeir aka á eftir
vörubílum. Hann segir að ekki séu nema örfáir
dagar síðan að steinn sem féll af vörubíl braut
rúðu í bílnum hans.
Stefán mun ekki vera eini vélhjólamaðurinn
sem hefur orðið fyrir grjóthruni af vörubílum.
Lögreglan í Keflavík hefur auglýst eftir grænbláum vörubíl, en bílstjóri hans varð valdur að
talsverðu tjóni á Reykjanesbrautinni í byrjun
mánaðarins. Hluti af malarfarmi sem var á pallinum hrundi á götuna með þeim afleiðingum að
mölin dreifðist um allt og olli töluverðum lakkskemmdum á þremur bílum. Telur lögreglan að
tjónið nemi hundruðum þúsunda. Frá og með
áramótum hefur tryggingafélagið Sjóvá greitt
alls 31 milljón vegna sambærilegra tjóna.
valur@bladid.net



http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=358560&pageId=5740468&lang=is&q=v%E9lhj%F3lama%F0ur

14.7.06

Örninn er sestur 2006



HYOSUNG Aguila, eða GV650 eins og það heitir líka, hefur fengið nafn sitt úr spænsku en Aguila þýðir örn og eins og sjá má er örninn lentur á Íslandi. Spurningin er bara sú hvort varpið heppnist en um er að ræða alveg nýja tegund á markaðnum.

    Hyosung mótorhjól hafa notið mikilla vinsælda í Suður-Evrópu og nágrannar okkar Danir hafa sömuleiðis tekið Hyosung fagnandi enda hjólin verðlögð þannig að þau eru mjög samkeppnisfær á markaði sem annars er plagaður af ofurtollum. Eiríkur Hans Sigurðsson sem bauð landsmönnum fyrstur manna upp á Ducati mótorhjól hefur tekið við umboði fyrir Hyosung og hefur til prófunar nokkrar gerðir af þessum hjólum, öll á samkeppnisfæru verði.
    Bílablað Morgunblaðsins fékk til prófunar hjól sem í flestum tilfellum yrði flokkað sem „kraftkrúser“ og tók það til kostanna í blíðskaparveðri.

Létt og lipurt en ekki látlaust

    Myndir sýna þetta mótorhjól ekki í réttu ljósi. Það virkar fremur ýkt, sem það reyndar er, en þó ekki á slæman máta. Það mætti segja að þetta mótorhjól sé léttúðugt eða frískt og hönnun þess ber þess merki að hafa verið gerð án nokkurrar fælni við augljósar tengingar til annarra og mun dýrari mótorhjóla eins og Harley Davidson V-rod sem augljóslega er fyrirmyndin hvað útlitið varðar. Útlitið er eins og áður sagði frísklegt og nýtískulegt og einungis dregið niður af fölsku krómi sem er óþarft og myndi jafnvel koma betur út í sama lit og hjólið er sprautað í. Hjólið er útbúið breiðum dekkjum að hætti kraftkrúser hjóla með tvöföldum diskabremsum að framan og einfaldri að aftan, lágu sæti og háu stýri. Á prófunarhjólinu er vindhlíf sem aukabúnaður ásamt baki og bögglabera og pústið, sem er fremur breitt og hljómar hreint ágætlega, er 2 í 1 á hægri hlið. Stjórntæki öll eru hefðbundin og mjög auðveld í notkun og akstursstaða hin prýðilegasta eins og oft er á krúserum.
    Við fyrstu viðkynningu er hjólið mjög létt og þægilegt í meðförum og auðvelt að ímynda sér að það henti byrjendum. Reyndar hentar þetta hjól sérlega vel byrjendum þar sem hægt er að fá fyrir það búnað til að draga úr aflinu með 25kw takmörkun, sem er leyfilegt hámarksafl fyrir yngri ökumenn bifhjóls en 21 árs. Hægt er síðan að fjarlægja þessa takmörkun og gefa hjólunum fullt afl þegar viðkomandi hefur öðlast réttindi, eða hjólið selt og hjólið skilar þá sínum 79 hestöflum með tilheyrandi þjósti.  
Þar sem hjólið er mjög létt og meðfærilegt í akstri er hætt við því að ökumenn muni reka hjólið niður í beygjum. Sem betur fer er það fyrsta sem rekst niður ístöðurnar fyrir fæturna og fæst því tímanleg tilkynning um það að tímabært sé að hægja ferðina og kreppa beygjuna örlítið – þó mun þetta fara eftir ökustíl fólks en sumir munu líklega draga hælana á undan ístöðunum vegna framstæðrar stöðu þeirra.
Í bæjarumferð nýtur mótorhjólið talsverðar athygli og merkilegt nokk jafnvel meiri athygli en nafntogaðri mótorhjól í sama stíl. Kannski er þar um að kenna óþekktu nafni hjólsins, útliti þess eða hins skæra ljósbláa litar sem er líklega sjaldséður á hjólum af þessari gerð sem alla jafna eru svört. Vegfarendur kunnu allavega vel að meta hjólið og ökumaður sömuleiðis þar sem það var með eindæmum meðfærilegt. Það er vel hægt að keyra hjólið meira á toginu en hásnúning og sennilega munu flestir kunna að meta það betur þar sem titringur frá vélinni er talsverður þegar hærri snúningi er náð. Vissulega er ekkert mál að gíra niður eða upp og þannig draga úr titringnum enda þótti blaðamanni best að keyra á lágum snúningi og nota togið og spretta svo úr spori og leyfa nálinni að hendast upp hraðamælinn einstaka sinnum án þess að skipta um gír strax.

Hlykkjóttir og þröngir þjóðvegir góð skemmtun

Það var ekki síður gaman að keyra til Þingvalla í góða veðrinu. Þröngur vegurinn, hæðóttur og hlykkjóttur dró fram góða aksturseiginleika hjólsins og sýndi hve jafnvægi þess var gott. Bremsur virkuðu traustvekjandi og gírkassinn var þýður og þægilegur og aldrei missti blaðamaður úr gírskiptingu. Togið var yfirdrifið fyrir afslappaðan þjóðvegaakstur og aflið feikinóg til framúraksturs þegar á þurfti að halda – þó ekki án titringsins sem fylgdi hærri snúningi. Vindhlífin gerði talsvert gagn og er eiginlega nauðsynleg þar sem akstursstaðan á krúserhjóli er einungis til þess fallin að fanga sem mestan vind. Sætið var þægilegt til lengri aksturs og hægt að hagræða sér og breyta um stellingu án nokkurra vandræða.
    Þegar komið var til Þingvalla var mál að prófa hjólið með farþega en það reyndist lítið erfiðara að keyra hjólið þannig og hvorki fjöðrun né afl létu af sér draga þrátt fyrir aukafarþegann og má því draga þá ályktun að aukatöskur gætu gert þetta mótorhjól að fínasta hjóli til daglegs brúks og jafnvel lengri ferða ef menn vilja.
   Á heildina litið er Hyosung GV 650 létt og þægilegt hjól sem býður upp á talsvert afl fyrir þá sem það vilja en er jafnframt hentugt fyrir byrjendur. Í því sambandi má nefna afltakmörkunina sem er fáanleg og svo einfalda hluti eins og að ekki er hægt að setja hjólið í gír án þess að setja standarann upp fyrst – nokkuð sem allir byrjendur kunna örugglega að meta. Útlit hjólsins vakti fremur góð viðbrögð en stíll þess er um margt óvenjulegur þó ekki séu farnar ótroðnar slóðir í hönnun þess. Hvað notkun hjólsins varðar var hægt að finna fáa galla á því og helst hægt að kvarta yfir krómuðu plasti sem hefði mátt sleppa og titringnum í vélinni sem yrði ansi hvimleiður en kom ekki að sök þar sem auðvelt er að gíra sig framhjá því vandamáli. Blaðamaður bjóst reyndar við að stafrænt mælaborð hjólsins yrði erfitt aflestrar í sólinni og þá sérlega ljósið fyrir hlutlausan gír en það reyndist ekki vera nokkuð vandamál – reyndar var mælaborðið auðlesið og fljótlegt að sjá hraðann og þær upplýsingar aðrar sem voru í boði. Þó var þess saknað að hafa ekki snúningshraðamæli. Einn helsti kostur hjólsins hlýtur að vera verðið en 860 þúsund telst nokkuð gott verð fyrir 79 hestafla krúsermótorhjól sem er nógu sprækt til að skilja margan krúserinn eftir í rykinu. Það má reyndar minnast á það að á leiðinni í bæinn var kíkt í heimsókn hjá nýbökuðum eiganda að Hyosung GT 650R en grunntýpan af þeirri gerð, GT650, kostar aðeins 666 þúsund krónur.

Tegund: Hyosung GV650 Sports Cruiser
Vél: Tveir strokkar V2 90° vél, 647 rúmsentimetrar, 8 ventlar, yfirliggjandi knastásar, vatnskælt.
 Afl: 79 hestöfl við 9.000 snúninga á mínútu.
Tog: 68,1 Nm við 7.500 snúninga á mínútu.
Gírskipting: 5 gíra beinskiptur. 1. gír niður, 4 upp.
Bensíntankur: tekur 16 lítra.
Hröðun: Ekki vitað.
 Hámarkshraði: 195 km/klst.
Drifbúnaður: Hljóðlátt koltrefja belti.
Hemlar framan: Diskabremsur. Tvöfaldir diskar. Hemlar aftan: Diskabremsur. Stór, 270 mm diskur.
Hjólbarðar og felgur framan: 120/70-ZR18 59W. Hjólbarðar og felgur aftan: 180/55-ZR17 73W.
Lengd: 2.430 mm. Breidd: 840 mm.
Hæð: 1.150 mm. Sætishæð: 695 mm. Hæð undir lægsta punkt: 160 mm.
 Eigin þyngd: 218 kg. Heildarþyngd 410 kg.
Litir: svart – silfurgrátt – blátt og silfurgrátt.
Eyðsla: 5 lítrar í blönduðum akstri.

Verð: 860.000 kr. Umboð: Renta ehf. Hyosung Aguila
ingvarorn@mbl.is 
Morgunblaðið 14.07.2006

12.7.06

Um þúsund mótorhjólamenn við útför

HÁTT í þúsund mótorhjólamenn lögðu leið
sína til Akureyrar í gær til þess að kveðja
Heiðar Jóhannsson, Snigil nr. 10, sem lést í
umferðarslysi 2. júlí síðastliðinn, en útför
hans var gerð frá Glerárkirkju í gær.

Að sögn Ásmundar Jespersen, varaformanns Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Sniglanna, tók kirkjan aðeins rúmlega 700 manns í
sæti og komust því færri að en vildu og beið
nokkur fjöldi fyrir utan kirkjuna meðan athöfnin fór fram. Í Bústaðakirkju voru um hundrað manns viðstaddir minningarathöfn um Heiðar, en jarðarförin var send beint í kirkjuna í gegnum netið. „Þetta var hugmynd sem kom upp því að allir mótorhjólamenn þekktu Heidda, en ég taldi víst að það ættu ekki allir heimangengt,“ segir Hjörtur L. Jónsson, sem skipulagði minningarathöfnina sunnan heiða. Ekki mun vera algengt að jarðarfarir séu sendar landshluta á milli með nýjustu tækni þótt örfá dæmi þekkist um slíkt, t.d. þegar ófærð hefur sett strik í reikninginn. Að athöfn lokinni í  Bústaðakirkju var hópkeyrsla að Perlunni, þar sem drukkið var kaffi. „Okkur fannst við hæfi að farið yrði í Perluna því Heiddi var perla af manni,“ segir Hjörtur og tekur fram að þar hafi verið rifjaðar  upp ýmsar góðar minningar og broslegar sögur af Heiðari.
Að sögn Ásmundar hefur þegar verið stofnaður minningarsjóður um Heiðar sem nota á
til að byggja upp akstursíþróttasvæði norðan
heiða. Einnig hefur á Akureyri verið stofnaður almennur bifhjólaklúbbur sem nefnist
Tían, til heiðurs Heiðari.



Hundruð mótorhjólakappa við fjölmennustu útför sem gerð hefur verið frá Glerárkirkju

Löng líkfylgd Sniglanna

FJÖLMENNASTA útför sem gerð hefur verið frá Glerárkirkju fór fram í gær, þegar borinn var til grafar, Heiðar Þórarinn Jóhannsson, sem lést í umferðarslysi sunnudaginn 2. júlí síðastliðinn. Að auki var sjónvarpað frá útförinni í Bústaðakirkju. Heiðar var Snigill númer 10 og fyrsti og eini   heiðursfélagi KKA akstursíþróttafélags. Félagsmenn settu mjög svip á útförina, en hundruð vélhjóla fóru fyrir líkfylgd frá kirkjunni niður á Hörgárbraut, Glerárgötu og Drottningarbraut og þaðan upp Þórunnarstræti að Kirkjugarði Akureyrar. Víða mátti sjá fólk í hópum á þessari leið sem vottaði  hinum látna virðingu sína. Félagar úr Bílaklúbbi Akureyrar höfðu stillt fornbílum við suðurenda Kirkjugarðs og þá fylgdu einnig þrjá flugvélar, sveimuðu yfir líkfylgdinni.
Talið er að allt að 800  manns hafi verið í Glerárkirkju, sæti voru fyrir um 600 manns innandyra eftir að búið var að fylla anddyrið af stólum og þá stóðu allt að 200 manns í blíðskaparveðri utan við kirkjuna.
Séra Arnaldur Bárðarson jarðsöng, Sniglabandið flutti nokkur lög en einsöngvarar voru
þau Óskar Pétursson, Þórhildur Örvarsdóttir,
Andrea Gylfadóttir, Kristján Kristjánsson og
Björgvin Ploder.

Morgunblaðið 12 júlí 2006

Hundruð mótor­hjólakappa við fjöl­menn­ustu út­för sem gerð hef­ur verið frá Gler­ár­kirkju

Fjöldi hjóla við Glerárkirkju
á Akureyri
Fjöl­menn­asta út­för sem gerð hef­ur verið frá Gler­ár­kirkju fór fram í gær, þegar bor­inn var til graf­ar, Heiðar Þór­ar­inn Jó­hanns­son, sem lést í um­ferðarslysi sunnu­dag­inn 2. júlí síðastliðinn. Að auki var sjón­varpað frá út­för­inni í Bú­staðakirkju.
Heiðar var Snig­ill núm­er 10 og fyrsti og eini heiðurs­fé­lagi KKA akst­ursíþrótta­fé­lags. Fé­lags­menn settu mjög svip á út­för­ina, en hundruð vél­hjóla fóru fyr­ir lík­fylgd frá kirkj­unni niður á Hörgár­braut, Gler­ár­götu og Drottn­ing­ar­braut og þaðan upp Þór­unn­ar­stræti að Kirkju­g­arði Ak­ur­eyr­ar. Víða mátti sjá fólk í hóp­um á þess­ari leið sem vottaði hinum látna virðingu sína. Fé­lag­ar úr Bíla­klúbbi Ak­ur­eyr­ar höfðu stillt forn­bíl­um við suðurenda Kirkju­g­arðs og þá fylgdu einnig þrjá flug­vél­ar, sveimuðu yfir lík­fylgd­inni.

Talið er að allt að 800 manns hafi verið í Gler­ár­kirkju, sæti voru fyr­ir um 600 manns inn­an­dyra eft­ir að búið var að fylla and­dyrið af stól­um og þá stóðu allt að 200 manns í blíðskap­ar­veðri utan við kirkj­una.

Séra Arn­ald­ur Bárðar­son jarðsöng, Snigla­bandið flutti nokk­ur lög en ein­söngv­ar­ar voru þau Óskar Pét­urs­son, Þór­hild­ur Örvars­dótt­ir, Andrea Gylfa­dótt­ir, Kristján Kristjáns­son og Björg­vin Ploder.

















6.7.06

Heiðars Þórarins minnst í Heiðmörk

Minningarathöfn var haldin í Heiðmörk í kvöld um látna mótorhjólamenn.

Mikill fjöldi fólks var samankominn á vökunni og langflestir á hjólum.

Athöfnin hófst um níuleytið en tilefni athafnarinnar var lát Heiðars
Þórarins Jóhannssonar í bifhjólaslysi í Öræfasveit annan júlí síðastliðinn.

4.7.06

Minntust Heiðars Þórarins

Heiddi
 Minningaathöfn um Heiðar Þórarinn Jóhannsson var haldin í gærkvöldi en hann lést í bifhjólaslysi í Öræfasveit í fyrradag. Athöfnin var haldin við minnisvarða um látna bifhjólamenn sem Heiðar bjó til og hannaði. Tveir hafa látist í bifhjólaslysum það sem af er árinu.

Frá árinu 1992 til ársins tvö þúsund fækkaði bifhjólaslysum úr 112 í 60 samkvæmt skýrslu um bifhjólaslys sem styrkt var af Rannsóknarráði umferðaröryggismála. Af þeim hlutu fjörtíu prósent alvarleg meiðsl eða létu lífið. Tveir hafa látist í bifhjólaslysum það sem af er þessu ári. Einn lést á síðasta ári og tveir létust árið 2004. Á annað hundrað manns kom saman við minnisvarðann um látna bifhjólame
Minnismerkið í Varmahlíð
Um fallna bifhjólamenn
nn í gærkvöld til að heiðra minningu Heiðars. Það var Heiðar Þórarinn sjálfur sem hannaði og bjó til minnisvarðar en hann var vígður 17. júní í fyrra á 100 ára afmæli bifhjólsins á Íslandi. Heiðar var meðlimur í bifhjólasamtökunum Sniglunum og var mikils metin í röðum bifhjólamanna.