30.11.06

Drullusokkur númer sjö

 Þeir eru fáir vígalegri á sínum mótorhjólum en Jens Karl Magnús Jóhannesson sem ekur um á mótorfák sínum með forláta hjálm á höfði sem líkist helst pottloki. Fúlskeggjaður þeysist hann um göturnar og brosir sínu breiðasta, enda segir hann frelsið sem hann finni fyrir á hjólinu ólýsanlegt. „Ég byrjaði að hafa áhuga á mótorhjólum þegar maður fór að hafa vit. Maður var alltaf að fylgjast með þessum köppum og í svona litlu bæjarfélagi þá smitar þetta út frá sér." Hann segir að þó að áhuginn fyrir mótorhjólum leggist í dvala slokkni hann aldrei hjá mönnum og það sjáist vel í því að nú séu menn, sem voru á hjólum fyrir mörgum árum, að koma aftur inn. „Ég veit um einn sem er að flytja inn hjól sjálfur núna og annar sem er að spá og það er alveg meiri háttar að þessir karlar séu að spá í þetta. Netið spilar þar inn í, þeir hafa verið að skoða hjólin og svo hefur gengið verið hagstætt fyrir innflutning á svona gripum." Hann segir að sumir séu jafnvel að fá sér eins hjól og þeir voru með hér á árum áður. „

29.11.06

Dindlarnir eru heldrimenn á bifhjólum

Einn vinnufélagi minn var hálfhneykslaður á að við,
fullorðnir karlmenn, værum að dandalast og dindlast á mótorhjólum.“
Þingvallahringurinn er vinsæll meðal bifhjólamanna og mörgum þeirra þykir gaman að gefa í á kaflanum frá þjóðgarðinum og niður í Þrastalund. Þessa leið renna Dindlarnir oft á þrælpússuðum mótorhjólunum og sólargeislarnir dansa á króminu.
Þeir lentu þó í því í sumar að ökumaður, sem kom á eftir þeim inn á veitingastaðinn í Þrastalundi, kvartaði undan því hvað þeir hefðu farið hægt! Hver hefði trúað því um mótorhjólakappa?
Dindlarnir eru svo sem engir venjulegir bifhjólamenn og fullyrða í gamansömum tóni að þetta séu
heldrimannasamtök! Fyrirliðinn í hópnum er Jóhann Ólafur Ársælsson, sölustjóri námutækja hjá Kraftvélum, fæddur og uppalinn í tækjum og tólum, að eigin sögn. Hann hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um bifhjól. Hrafn Antonsson, rekstrarstjóri Hagvagna, er Dindill og sama er að segja um Auðun Óskarsson, bónda á Rauðkollsstöðum á Snæfellsnesi og framkvæmdastjóra Trefja, og Ágúst Pétursson, framkvæmdastjóra Byggingarfélagsins Verkþings.

24.11.06

MSÍ stofnað innan vébanda ÍSÍ

Keppni Nú eiga mótorhjóla- og vélsleðamenn sitt samband innan ÍSÍ.

Á tólfta þúsund mótorhjóla og snjósleða á skrá hérlendis og fjölgar stöðugt


STOFNDAGUR Mótorhjóla-og Snjósleðasambands Íslands (MSÍ), er í dag, 24. nóvember. Með stofnun sambandsins er brugðist við þörf til að koma íþróttagreininni á jafnréttisgrundvöll gagnvart öðrum íþróttum. Jafnframt veitist íslenskum keppendum í fyrsta sinn tækifæri til að keppa fyrir sitt heimaland. MSÍ hefur þegar verið samþykkt af Alþjóða mótorhjóla- og vélsleðasambandinu (FIM).
    Saga mótorhjólsins á Íslandi spannar yfir 100 ár en það var í október 1940 sem fyrsta keppnin í þolakstri á mótorhjólum var haldin. Breska hernámsliðið sem hélt keppnina. Fyrstu heimildir af íslenskum mótorhjólaklúbbum sem stóðu að keppnishaldi eru frá 1960. Það er síðan ekki fyrr en Vélhjólaíþróttaklúbburinn (VÍK) er stofnaður 1978 sem keppni í mótorhjólaíþróttum festir sig í sessi. Frá árinu 1979 hefur verið haldið Íslandsmót í motocrossi og frá 1998 í enduro (þolakstri). Árið 1997 fékk VÍK aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur og varð þar með viðurkenndur aðili að ÍSÍ. Síðan þá hefur mótorhjólum til keppnisnotkunar og mótorhjólaíþróttafélögum fjölgað mjög mikið í landinu. Þau eru nú 17 talsins og dreifast jafnt í kringum allt landið. Félögin hafa flest hver einnig snjósleðaíþróttir á sinni könnu, en vinsældir þeirra hafa einnig verið að aukast í seinni tíð. 

    „Það var löngu orðið tímabært að stofna sérsamband fyrir þessar íþróttagreinar,“ segir Aron Reynisson, í undirbúningsnefnd sérsambandins. „Það er mikið verk óunnið í hagsmunabaráttu þessara íþróttagreina. Aðstöðuleysi hefur lengi verið vandamál með tilheyrandi aukaverkunum. Einnig hafa skráningar og tryggingamál verið í ólestri. Þar að auki er mikil vakning fyrir þessum íþróttum sem fjölskyldusporti fyrir almenning og er mikil fjölgun í yngri hópunum undanfarin ár eftirtektaverð. Lagaramminn sem snýr að iðkun barna undir 12 ára aldri er löngu úreltur og úrbóta er þörf,“ sagði Aron ennfremur. Í dag eru yfir 5.600 skráð mótorhjól og álíka margir vélsleðar í notkun í landinu. Hópurinn sem stundar þessa íþrótt er því stór og má geta þess að á fjölmennustu vélhjólaíþróttakeppni landsins sem haldin er á Kirkjubæjarklaustri hvert ár, tóku yfir 400 manns þátt á þessu ári. Áhorfendur voru þar einnig yfir tvö þúsund. 
 
Eftir Njál Gunnlaugsson

7.11.06

DAGBÓK DRULLUMALLARA

 


Mikill uppgangur í klifurhjólamennsku


ÍSLANDSHEIMSÓKN klifurhjólameistarans Steve Colley dagana 9.-12. mars vakti mikla lukku.
Fullsetið var á tveggja daga klifurhjólanámskeiði hjá kappanum og börðu nokkur hundruð Íslendingar
Colley augum er haldin var opnunarsýning í JHM sport að Stórhöfða 35 föstudaginn 10. mars en
þar voru sýndar aksturslistir á heimsmælikvarða. Klifurhjólaíþróttin hefur verið á miklu klifri upp vinsældalistann hjá íslenskum ökumönnum enda íþróttin allt í senn krefjandi, skemmtileg og ekki
mjög kostnaðarsöm. Síðast en ekki síst eru klifurhjól umhverfisvænasta mótorsport sem fyrirfinnst  þar sem hljóð og loftmengun er álíka mikil og af garðsláttuvél og hjólin eru mest notuð á grjóti en ekki í gróðri. Einn af þeim sem komu að heimsókn Colley var Jón Magnússon, betur þekktur sem Jón Magg í JHM en hann á einnig sinn þátt í vexti klifurhjólaíþróttarinnar á Íslandi. Hvers vegna hafa vinsældir íþróttarinnar aukist svona mikið að undanförnu? „Ég held að hjólamenn séu að átta sig á einfaldleikanum við klifurhjólaíþróttina. Það er hægt að stunda það í bakgarðinum heima. Íþróttin er líka góð undirstaða bæði fyrir Enduro og Motocross. Jafnvægið verður að vera í lagi.“ Hefurðu hugmynd um hversu margföld aukningin í sölu klifurhjóla er milli ára? „Fyrir rúmu ári voru til tvö nýleg klifurhjól á landinu. Þá var haldin klifurhjólasýning sem ýtti greinilega við mörgum sem hafði  lengi langað að prófa en aldrei þorað. Í dag eru a.m.k. 30-35 hjól á landinu og ég sé fram á að selja öll þau hjól sem koma í hús til mín á þessu ári.“ Hvað kostar að kaupa og eiga klifurhjól í samanburði við önnur mótorhjól? „Nýtt klifurhjól kostar innan við 600 þúsund kr. Skór og hjálmur eru nauðsynlegir fylgihlutir. Hlífðarfatnaður í Enduró eða Motocross dugar skammt því hann er svo
þungur og fyrirferðarmikill. Bensíneyðsla er lítil, yfirleitt um einn lítri á klukkutíma. Slit á dekkjum
og keðju er mun minna en menn eiga að venjast svo að í stuttu máli er þetta miklu ódýrari útgerð en
t.a.m. við Motocrosshjól.“ Viggó Örn Viggósson, stjúpsonur þinn, er einn vinsælasti endúróökumaður  á Íslandi og er þekktur fyrir mikinn styrk og hörku í akstri. Hann virðist hinsvegar eyða mestum tíma í klifurhjólið þessa dagana. Veistu hvers vegna? „Ætli það sé ekki bara vegna
þess hvað það er auðvelt að skreppa á klifurhjól, miklu minna umstang. Klifurhjólið er fyrirferðarlítið og er ekki nema 69 kg. Svo þarf það svo lítið svæði, maður finnur sér erfiða þraut og glímir við hana þangað til maður hefur sigrað hana. Eftir það er maður alveg að springa af mæði og pakkar þá saman og hendist heim sæll og glaður.“ Fullt var á námskeiðinu hjá Colley. Einnig var fjölmenni á sýningunni sem Colley hélt í JHM sport. Áhuginn virðist því töluverður. Er áhuginn bóla eða á klifurhjólið sér framtíð á Íslandi? „Þetta er rétt að byrja og framtíðin er björt. Áhuginn er að aukast
mikið. Stundum finnst mér menn byrja of geyst og ætla sér strax að fara í erfiðustu þrautirnar. Ég held að rétt væri að sjá menn byrja á byrjuninni, það er einföldum jafnvægisæfingum, og ná valdi á  hjólinu. Klifurhjólaíþróttin er fimleikar; ökumaðurinn byrjar þrautina með líkamsæfingu og notar svo hjólið til að hjálpa sér að klára þrautina, en ekki öfugt. Menn verða að gleyma að þeir kunni á mótorhjól þegar þeir byrja í klifrinu. Mótocross eða Enduro taktar duga ekki í því. Hins vegar virkar þetta vel í hina áttina og hjálpar kunnátta á klifurhjóli bæði í Mótocrossi og Enduro. Hver veit,
ætli við eignumst ekki góða ökumenn á þessu sviði næstu 10 árin eða svo.
Morgunblaðið 7 nóv 2006
moto@mbl.is

6.11.06

Á 240 með kærastuna


Vélhjólamaður segir frá ofsaakstri og spennuþörfinni:


■ Hefur ekið á meira en 300 ■ Hjólin gerð fyrir ofsaakstur 
■ Kærastan vildi fara svona hratt.

Tæplega þrítugur mótorhjólakappi keyrði á 240 kílómetra hraða með kærustuna á hjólinu.
Maðurinn, sem vill ekki gefa upp nafnið sitt, segist hafa verið úti á landi ásamt þremur kunningjum og fullyrðir að þeir hafi keyrt á ríflega 300 kílómetra nraða þegar þeir óku hraðast. „Hjólin eru gerð fyrir þennan hraða," segir hann en hjólið er svokallaður „racer" sem nær gríðarlegum hraða á stuttum tíma. Mikil umræða hefur spunnist um ofsaakstur mótorhjólakappa. Þeir hafa mælist á allt að 200
kílómetra hraða. „Þetta er spurning um kikkið," segir maðurinn og bætir við að sér þyki magnað að  upplifa hraðann. Hann segir tilfinninguna allt aðra en á bílum. Hann segir vissulega hættu á að detta af hjólinum, og þá sérstaklega á vondum vegum. Hann ítrekar að hann myndi aldrei keyra svo
hratt innanbæjar enda hættan þar mikil á að slasa aðra. „Það er betra að hendast af út í sveit heldur en í bænum," segir hann. „Það var hún sem vildi keyra svona hratt," segir maðurinn um hvort kærastan hafi verið sátt á hjólinu með honum. Hann segir bæði hafa verið í góðum göllum og segir gallana góða og fólk sé vel varið. Hann segir helstu hættuna vera að þeir lendi á einhverjum hörðu þegar þeir detta. „Það er vissulega leiðinlegt að lesa um þessa vitleysinga sem eru að stinga lögguna af og keyra
eins og brjálæðingar," segir hann og áréttar að hann sjálfur hafi aldrei verið sektaður né stungið
lögregluna af.
Eftir Val Grettisson valur@bladid.net
Blaðið

15.9.06

Mótocrossfjölskyldan í alsælu

 Vélhjóla- og íþróttaklúbburinn hefur í fyrsta sinn fengið æfinga- og keppnissvæði til frambúðar. Á laugardag verður svæðið, sem er staðsett beint á móti Litlu Kaffistofunni og kallast svæðið Bolalda, formlega opnað. Karl Gunnlaugsson og fjölskylda hans sem tengjast öll mótorcrossíþróttinni á einn eða annan hátt fagna þessu skrefi og þakka sveitarfélaginu Árborg fyrir að úthluta  mótorcrossáhugafólki þessu frábæra svæði.

Áhugafólk um mótorcross hefur þurft að sæta mikilli gagnrýni í fjölmiðlum vegna náttúruspjalla af völdum hjólafólks sem keyrir utan vega. Karl Gunnlaugsson hefur stundað þessa íþrótt í 25 ár og segir gagnrýnina óréttmæta því ekki tíðkist innan Vélhjóla- og íþróttaklúbbsins að meðlimir keyri utanvega. „Sveitarfélagiö Ölfus var svo rausnarlegt að gefa okkur stórt keppnis- og æfingasvæði beint á móti Litlu Kaffistofunni. Það svæði kallast Bolalda og erum við í klúbbnum búin að leggja 40-50 kflómetra æfinga- og keppnisbrautir fyrir byrjendur og lengra komna," segir Karl. Hann segir að laugardaginn 16. september verði svæðið formlega opnað og séu allir velkomnir. Þá verður öllum hjá sveitarfélaginu Ölfusi boðið á opnunina og mótorcrossmót verður haldið í öllum keppnisflokkum. „Þetta er ekki lengur strákasport eins og þetta var heldur má segja að þetta sé í dag orðið að fjölskyldusporti þar sem öll fjölskyldan er á sínum hjólum, allt frá 10 ára upp í 70 ára," segir Karl.

Fleiri konur stunda mótorcross

 Karl rekur mótorcrossbúðina KTM ísland og segir hann aðsókn kvenna í íþróttina hafi aukist mikið. „Það var tæplega fertug kona að byrja í sportinu um daginn og núná er ellefu ára gömul dóuir mín farin að suða um að fá sitt hjól en sonur minn er búinn að vera í sportinu frá sex ára aldri og hann er orðinn sautján ára," segir Karl. Hann segir að konan hans hafi enn ekki haft áhuga á að stíga upp á hjól en hún starfi mikið í félagslífinu innan klúbbsins. Karl segir að á íslandsmótum í mótorcross hafi stundum verið allt upp í 20 konur að keppa.

Hrikalega gaman 

„Þetta er hrikalega gaman og það skemmtilegasta sem maður gerir. Þetta er ein erfiðasta íþrótt sem hægt er að stunda því það þarf mikið þrek til að hoppa og stökkva á hjólinu," segir Karl. Hann segir að nauðsynlegt sé að hafa allan öryggisbúnað þegar þessi fþrótt er stunduð. „Það er halló að vera ekki vel búinn og sá sem mætir með derhúfu í gallabuxum fær vinsamlega ábendingu okkar hinna um að koma sér upp öryggisbúnaði. Það kostar á bilinu 500 þúsund til milljón að fjárfesta í hjóli og búnaði, allt eftir því  hve flottur maður vill vera á því, en það er svo sannarlega þess virði, þetta er það alskemmtilegasta," segir Karl og hlakkar til að mæta á opnun æfingasvæðisins á Bolöldu á laugardaginn þar sem klúbburinn hefur byggt félagsheimili sem þeir kalla „Stóru Kaffistofuna".

Þarf próf á stærri hjólin 

Karl segir að börn þurfi að vera orðin 12 ára til að geta ekið vissri stærð hjóla og til að aka stærri hjólunum þurfi vélhjólapróf en á önnur dugar venjulegt bílpróf. „Mótorcrosshjólunum má eingöngu aka á þartilgerðum brautum og það er bannað að aka þeim í almennri umferð. Fólk kemur með hjólin sín á þartilgerðum kerrum og hér á svæðinu er bannað að aka þeim utan slóða svæðisins," segir Karl Gunnlaugsson, forfallinn áhugamaður um mótorcrossíþróttina.
jakobina@dv.is
15.09.2006

4.9.06

Hættir sem skólastjóri og byrjar að hjóla


FJÖLMARGIR Hafnfirðingar þekkja Hjördísi Guðbjörnsdóttur, sem nú er að láta af störfum sem skólastjóri Engidalsskóla.
Þar hefur hún ráðið ríkjum í 28 ár og annast uppfræðslu hjá nokkrum kynslóðum Hafnfirðinga. Þar áður kenndi hún við Öldutúnsskóla og hefur samtals varið 43 árum ævi sinnar í uppfræðslu ungdómsins. „Það er betra að hætta í fullu fjöri en að lognast út af í starfi. Þetta er erfitt og andlega slítandi starf og mér finnst þetta orðið gott,“ segir Hjördís.
Það eru ávallt tímamót þegar vinnustaður er yfirgefinn í síðasta sinn en það er hugur í Hjördísi, sem hélt upp á sextugsafmælið fyrir þremur árum með því að taka mótorhjólapróf. „Börnin voru farin að heiman og ég var orðinn sjálfs míns herra og ákvað að láta gamlan draum rætast.“ Þá um haustið hafði hún keypt splunkunýtt Yamaha 535 sem hún gaf sjálfri sér í jólagjöf. Það var látið standa inni í forstofu skreytt jólaljósum yfir hátíðina. „Ég hef engan bílskúr þannig að ég sagði við yngsta strákinn minn að það væri von á pakka með sendibíl og bað hann um að hjálpa sendibílstjóranum að koma honum inn í hús. Pakkinn ætti að  fara inn í forstofuherbergið. Drengurinn tók síðan á móti mótorhjólinu og varð þá að orði að oft hefði hún mamma þótt skrýtin en aldrei eins og nú.“ Núna nýtur Hjördís þess að fara í stuttar ferðir innanbæjar á hjólinu íklædd níðsterkum mótorhjólagalla úr kevlar og innfæddir þekkja vart aftur gamla skólastjórann sinn.
„Ég held að fólki finnist þetta dálítið broslegt. Mig hafði alltaf langað til þess að prófa mótorhjólasportið. Ætli ástæðan sé ekki sú að ég er spennufíkill að eðlisfari. Kannski að það sé einsdæmi að skólameistari taki upp slíka iðju á gamalsaldri,“ segir Hjördís og hlær.  „Ég hef áhyggjur af ungum mönnum á mótorhjólum sem keyra eins og brjálæðingar, en þetta er skemmtileg íþrótt ef varlega er farið. Ég samþykkti aldrei að synir mínir þreyttu mótorhjólapróf. En nú ræð ég engu lengur og einn sona minna var núna að taka sitt próf. Það eru allir farnir að heiman og ég hef engin völd lengur. Ég held samt að foreldrar séu ekki spenntir fyrir því að börn þeirra taki mótorhjólapróf í ljósi allra þeirra slysa sem verða. Þetta horfir öðruvísi við með eldra fólk sem verður frekar stöðvað fyrir of hægan akstur heldur en hraðan.“ Hjördís hjólar mest um helgar og bara í góðu veðri. Hún velur að fara í hjólaferðir snemma morguns eða um kvöldmatarleytið þegar umferðin er sem minnst. Engu að síður er hún í þeim hópi hjólamanna sem hafa dottið. „Það var í einni af mínum fyrstu ferðum á hjólinu að stór jeppi ók í veg fyrir mig á umferðarljósum. Sem betur fer var ég á hægri ferð og náði að stöðva snögglega en ég missti hjólið yfir á vinstri hliðina. Ég slasaðist ekki en ég fékk byltuna,“ segir Hjördís. 
gugu@mbl.is
Morgunblaðið 
4.09.2006

16.8.06

Vegur aðeins 23 kíló

Nýjasta mótorsportið á Íslandi hentar jafnt fullorðnum mótorhjólamönnum, fimm ára krökkum og fimmtugum konum.

 Við fyrstu sýn virðast mini-motohjólin vera hálfgerður brandari, fullorðið fólk sem brunar eftir braut á alltof litlum mótorhjólum sem líta út fyrir að vera smíðuð fyrir fjögurra ára börn. Kristmundur Birgisson segir að þau séu þó að minnsta kosti jafn skemmtileg og stærri mótorhjól.
  „Ég á Hondu CBR 1000-hjól líka, það er ekkert síðra að fara út á litla kvikindinu,“ segir Kristmundur. Til að gefa einhverja hugmynd um hversu lítil mini-motohjólin eru, þá eru aðeins 40 cm frá götu upp í sæti. Þau vega 23 kg með fullan tank af bensíni og komast upp í 60 km hraða. Þau eru ætluð í keppni og eru því á sléttum, mjúkum dekkjum með mikið veggrip. Vélarnar eru 49 rúmsentimetra tvígengisvélar sem toga 4,5 Nm á 15.000 snúningum.
   „Maður þarf enga reynslu af öðrum hjólum til að ráða við þessi. Það getur auðvitað ekki gert annað en að hjálpa, en er ekki nauðsynlegt. Við höfum verið að hjóla niðri við Klettagarða og allir sem hafa komið þangað og viljað prófa hafa fengið að prófa, meira að segja fimmtugar konur sem höfðu gaman af,“ segir Kristmundur sem flutti sjálfur inn fyrsta hjólið fyrir um það bil ári.
  „Þá lenti ég í veseni við tollinn því hjólið var ekki með fastanúmeri og því ekki hægt að skrá það. Ég hafði samband við framleiðandann og bað  hann um að setja fastanúmer á þau og síðan hefur innflutningurinn gengið vel.“ Kristmundur byrjaði í mótorsportinu á stórum amerískum bílum í kringum 1986 og segir mini-moto-hjólin skemmtilegri að mörgu leyti. „Þetta er líka miklu ódýrara og tekur mikið minna pláss í skúrnum. Svo er hægt að henda hjólinu í skottið og fara með það hvert sem er. 
  “ Í sumar verða haldin tvö mót fyrir mini-moto en næsta sumar verður haldin mótaröð undir merkjum GP-Ísland. Til þess að vera löglegur í keppni þarf ökumaður að vera 12 ára eða eldri. Kristmundur segir þó að börn frá 5 ára aldri ráði vel við hjólin. Og það þarf ekki að kosta mjög mikið að byrja í sportinu. „Hjólin kosta 69.000 kr. í vefverslun okkar á fingrafar.is,“ segir Kristmundur. „Svo þarf að vera í góðum galla eða með góðar hlífar og með  þokkalegan hjálm. Maður kemst af með 100.000 krónur sem er ekki mikið í mótorsporti.“
 Kristmundur og félagar hjóla flest góðviðriskvöld á milli Sindra og vélaverkstæðis Heklu í  Klettagörðum. Áhugasömum er bent á að leggja leið sína þangað til að prófa.
einareli@frettabladid.is
Fréttablaðið 16.08.2006

10.8.06

Öðruvísi ferðamáti

Sigfús Ragnar Sigfússon - Sigfús í Heklu - og eiginkona hans, María Sólveig, voru í Víetnam fyrirnokkrum árum. Þar sáu þau hve margir óku um á mótorhjólum. „Konan var svo hrifin af þessu að ég gaf henni mótorhjól í afmælisgjöf fyrir fjórum árum.
Það var ómögulegt að hafa hana eina á mótorhjóli þannig að ég keypti líka mótorhjól fyrir mig.“

Sigfús segir að skriflega prófið hafi vafist fyrir þeim. „Við féllum bæði í fyrsta skipti við litla gleði.“ Hjónin náðu síðan prófinu. „
Við hjólum mest í Reykjavík. Auk þess hjólum við í nágrenni borgarinnar eins og til dæmis til Þingvalla og Eyrarbakka. Við hjólum reyndar bara í góðu veðri. Það er nauðsynlegt að vera varkár vegna þess að mótorhjólafólk mætir oft talsverðu tillitsleysi í umferðinni.“ Sigfús segir að þegar á mótorhjólið sé komið verði frelsistilfinning öllu yfirsterkari.
„Við förum á staði sem við færum annars ekki á. Þetta er öðruvísi ferðamáti og ómetanlegt að hafa konuna með í sportinu. Mótorhjólafólk sem hittist á förnum vegi spjallar gjarnan saman og er það líka krydd í sportið. Svo er skemmtilegur siður á meðal mótorhjólafólks að gefa smá nikk með vinstri hendi þegar hjólafólkið mætist í umferðinni.“
Frjáls Verslun 4 tbl 2006

26.7.06

Vélhjólakappi féll af hjólinu vegna grjóthruns af vörubíl:

Grjóthrun af vörubíl slasaði vélhjólamann

■ Vélhjólamaðurinn viðbeinsbrotinn ■ Vörubílstjóri eftirlýstur 
■ Hjólið mikið skemmt

Vélhjólakappinn Stefán Björnsson missti
stjórn á hjóli sínu og datt þegar hann rann á jarðvegi sem féll á götuna af vörubílspalli. Atvikið
varð á hringtorgi í Keflavík. Formaður Ernis, Bifhjólaklúbbs Suðurnesja, segir óbirgðan farm geta
valdið lífshættu fyrir vélhjólamenn.
„Þetta var grjót, sandur og möl," segir Stefán, en
hann var að aka að hringtorginu við Víkurbraut
og Faxabraut í Keflavík á sunnudagskvöld þegar
hjólið rann undan honum. Við fallið viðbeinsbrotnaði hann og vélhjólið stórskemmdist. Stefán
var vel búinn og þakkar hann sínu sæla fyrir að
ekki fór verr.
„Það er heldur súrt að þurfa að borga fyrir
annarra manna klúður," segir Stefán en honum
verður gert að borga 180 þúsund krónur í sjálfsábyrgð. Ekki er vitað hver bílstjórinn er og því
ekki hægt að draga hann til ábyrgðar. Samkvæmt
lögum á farmur að vera birgður með segldúk.
„Þetta getur skapað lífshættu," segir Hannes H. Gilbert, formaður Ernis, ómyrkur í máli. Hann
segir það skelfilegt efóreyndarimenn lenda ísvona
aðstæðum, þá getur verið mikil hætta á ferð.Hannes vill ítreka fyrir vörubílstjórum að
birgja farminn enda sé annað lögbrot.
Hannes segist ekki þekkja til þess að vélhjólamenn fái á sig lausamöl þegar þeir aka á eftir
vörubílum. Hann segir að ekki séu nema örfáir
dagar síðan að steinn sem féll af vörubíl braut
rúðu í bílnum hans.
Stefán mun ekki vera eini vélhjólamaðurinn
sem hefur orðið fyrir grjóthruni af vörubílum.
Lögreglan í Keflavík hefur auglýst eftir grænbláum vörubíl, en bílstjóri hans varð valdur að
talsverðu tjóni á Reykjanesbrautinni í byrjun
mánaðarins. Hluti af malarfarmi sem var á pallinum hrundi á götuna með þeim afleiðingum að
mölin dreifðist um allt og olli töluverðum lakkskemmdum á þremur bílum. Telur lögreglan að
tjónið nemi hundruðum þúsunda. Frá og með
áramótum hefur tryggingafélagið Sjóvá greitt
alls 31 milljón vegna sambærilegra tjóna.
valur@bladid.nethttp://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=358560&pageId=5740468&lang=is&q=v%E9lhj%F3lama%F0ur

12.7.06

Um þúsund mótorhjólamenn við útför

HÁTT í þúsund mótorhjólamenn lögðu leið
sína til Akureyrar í gær til þess að kveðja
Heiðar Jóhannsson, Snigil nr. 10, sem lést í
umferðarslysi 2. júlí síðastliðinn, en útför
hans var gerð frá Glerárkirkju í gær.

Að sögn Ásmundar Jespersen, varaformanns Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Sniglanna, tók kirkjan aðeins rúmlega 700 manns í
sæti og komust því færri að en vildu og beið
nokkur fjöldi fyrir utan kirkjuna meðan athöfnin fór fram. Í Bústaðakirkju voru um hundrað manns viðstaddir minningarathöfn um Heiðar, en jarðarförin var send beint í kirkjuna í gegnum netið. „Þetta var hugmynd sem kom upp því að allir mótorhjólamenn þekktu Heidda, en ég taldi víst að það ættu ekki allir heimangengt,“ segir Hjörtur L. Jónsson, sem skipulagði minningarathöfnina sunnan heiða. Ekki mun vera algengt að jarðarfarir séu sendar landshluta á milli með nýjustu tækni þótt örfá dæmi þekkist um slíkt, t.d. þegar ófærð hefur sett strik í reikninginn. Að athöfn lokinni í  Bústaðakirkju var hópkeyrsla að Perlunni, þar sem drukkið var kaffi. „Okkur fannst við hæfi að farið yrði í Perluna því Heiddi var perla af manni,“ segir Hjörtur og tekur fram að þar hafi verið rifjaðar  upp ýmsar góðar minningar og broslegar sögur af Heiðari.
Að sögn Ásmundar hefur þegar verið stofnaður minningarsjóður um Heiðar sem nota á
til að byggja upp akstursíþróttasvæði norðan
heiða. Einnig hefur á Akureyri verið stofnaður almennur bifhjólaklúbbur sem nefnist
Tían, til heiðurs Heiðari.Hundruð mótorhjólakappa við fjölmennustu útför sem gerð hefur verið frá Glerárkirkju

Löng líkfylgd Sniglanna

FJÖLMENNASTA útför sem gerð hefur verið frá Glerárkirkju fór fram í gær, þegar borinn var til grafar, Heiðar Þórarinn Jóhannsson, sem lést í umferðarslysi sunnudaginn 2. júlí síðastliðinn. Að auki var sjónvarpað frá útförinni í Bústaðakirkju. Heiðar var Snigill númer 10 og fyrsti og eini   heiðursfélagi KKA akstursíþróttafélags. Félagsmenn settu mjög svip á útförina, en hundruð vélhjóla fóru fyrir líkfylgd frá kirkjunni niður á Hörgárbraut, Glerárgötu og Drottningarbraut og þaðan upp Þórunnarstræti að Kirkjugarði Akureyrar. Víða mátti sjá fólk í hópum á þessari leið sem vottaði  hinum látna virðingu sína. Félagar úr Bílaklúbbi Akureyrar höfðu stillt fornbílum við suðurenda Kirkjugarðs og þá fylgdu einnig þrjá flugvélar, sveimuðu yfir líkfylgdinni.
Talið er að allt að 800  manns hafi verið í Glerárkirkju, sæti voru fyrir um 600 manns innandyra eftir að búið var að fylla anddyrið af stólum og þá stóðu allt að 200 manns í blíðskaparveðri utan við kirkjuna.
Séra Arnaldur Bárðarson jarðsöng, Sniglabandið flutti nokkur lög en einsöngvarar voru
þau Óskar Pétursson, Þórhildur Örvarsdóttir,
Andrea Gylfadóttir, Kristján Kristjánsson og
Björgvin Ploder.

Morgunblaðið 12 júlí 2006

Hundruð mótor­hjólakappa við fjöl­menn­ustu út­för sem gerð hef­ur verið frá Gler­ár­kirkju

Fjöldi hjóla við Glerárkirkju
á Akureyri
Fjöl­menn­asta út­för sem gerð hef­ur verið frá Gler­ár­kirkju fór fram í gær, þegar bor­inn var til graf­ar, Heiðar Þór­ar­inn Jó­hanns­son, sem lést í um­ferðarslysi sunnu­dag­inn 2. júlí síðastliðinn. Að auki var sjón­varpað frá út­för­inni í Bú­staðakirkju.
Heiðar var Snig­ill núm­er 10 og fyrsti og eini heiðurs­fé­lagi KKA akst­ursíþrótta­fé­lags. Fé­lags­menn settu mjög svip á út­för­ina, en hundruð vél­hjóla fóru fyr­ir lík­fylgd frá kirkj­unni niður á Hörgár­braut, Gler­ár­götu og Drottn­ing­ar­braut og þaðan upp Þór­unn­ar­stræti að Kirkju­g­arði Ak­ur­eyr­ar. Víða mátti sjá fólk í hóp­um á þess­ari leið sem vottaði hinum látna virðingu sína. Fé­lag­ar úr Bíla­klúbbi Ak­ur­eyr­ar höfðu stillt forn­bíl­um við suðurenda Kirkju­g­arðs og þá fylgdu einnig þrjá flug­vél­ar, sveimuðu yfir lík­fylgd­inni.

Talið er að allt að 800 manns hafi verið í Gler­ár­kirkju, sæti voru fyr­ir um 600 manns inn­an­dyra eft­ir að búið var að fylla and­dyrið af stól­um og þá stóðu allt að 200 manns í blíðskap­ar­veðri utan við kirkj­una.

Séra Arn­ald­ur Bárðar­son jarðsöng, Snigla­bandið flutti nokk­ur lög en ein­söngv­ar­ar voru þau Óskar Pét­urs­son, Þór­hild­ur Örvars­dótt­ir, Andrea Gylfa­dótt­ir, Kristján Kristjáns­son og Björg­vin Ploder.

6.7.06

Heiðars Þórarins minnst í Heiðmörk

Minningarathöfn var haldin í Heiðmörk í kvöld um látna mótorhjólamenn.

Mikill fjöldi fólks var samankominn á vökunni og langflestir á hjólum.

Athöfnin hófst um níuleytið en tilefni athafnarinnar var lát Heiðars
Þórarins Jóhannssonar í bifhjólaslysi í Öræfasveit annan júlí síðastliðinn.

4.7.06

Minntust Heiðars Þórarins

Heiddi
 Minningaathöfn um Heiðar Þórarinn Jóhannsson var haldin í gærkvöldi en hann lést í bifhjólaslysi í Öræfasveit í fyrradag. Athöfnin var haldin við minnisvarða um látna bifhjólamenn sem Heiðar bjó til og hannaði. Tveir hafa látist í bifhjólaslysum það sem af er árinu.

Frá árinu 1992 til ársins tvö þúsund fækkaði bifhjólaslysum úr 112 í 60 samkvæmt skýrslu um bifhjólaslys sem styrkt var af Rannsóknarráði umferðaröryggismála. Af þeim hlutu fjörtíu prósent alvarleg meiðsl eða létu lífið. Tveir hafa látist í bifhjólaslysum það sem af er þessu ári. Einn lést á síðasta ári og tveir létust árið 2004. Á annað hundrað manns kom saman við minnisvarðann um látna bifhjólame
Minnismerkið í Varmahlíð
Um fallna bifhjólamenn
nn í gærkvöld til að heiðra minningu Heiðars. Það var Heiðar Þórarinn sjálfur sem hannaði og bjó til minnisvarðar en hann var vígður 17. júní í fyrra á 100 ára afmæli bifhjólsins á Íslandi. Heiðar var meðlimur í bifhjólasamtökunum Sniglunum og var mikils metin í röðum bifhjólamanna.

Sorgartíðindi.


Við vígslu minnismerkisins
í Varmahlíð 2005

Það voru sorgleg tíðindi  2. júlí 2006 þegar mér var tjáð að Heiðar Snigill no 10 hefði látist í bifhjólaslysi í Öræfasveit.

Heiddi eins og hann var æfinlega kallaður var á heimleið af landsmóti Snigla.
Heiðar var fæddur 15. mai 1954 og var því ný orðinn 52 ára. Ég kynntist Heidda fyrir rúmum 20 árum á upphafsárum Snigla. Á þessum 20 árum höfum við ýmislegt brallað og ófáa mótorhjólatúrana höfum við tekið. 
Ef Heiddi var beðinn um hjálp eða að taka eitthvað að sér var hann alltaf fús til að gefa af sér í svoleiðis.

     Ófáir landsmótsgestir af landsmótum Snigla hafa smakkað hans sérlöguðu Landsmótssúpu sem hann hefur eldað síðustu 20 ár á öllum landsmótum síðan 1987. Sennilega er ekki til sá Íslendingur sem hefur eldað ofan í eins marga mótorhjólamenn og Heiddi, en oft tók hann að sér að elda fyrir bæði götu og torfærumótorhjólamenn á hinum ýmsu uppákomum og ferðalögum hjólamanna.

   Fyrir tæpum tveim árum tók Heiddi sig á og breytti um lífsstíl og fór í kjölfarið safna mótorhjólum fyrir alvöru og síðast þegar ég frétti átti hann 24 og hálft mótorhjól. Heiddi var eflaust einn reyndasti bifhjólamaður landsins og keppti í hinum ýmsu keppnum á mótorhjólum og meðal annars var hann Íslandsmeistari í sandspyrnu og samkvæmt mínum heimildum hefur enginn náð að slá met hanns á mótorhjóli í sandspyrnu. Heiddi keppti í nokkur ár í Íslandsmótinu í meistaradeild í þolakstri og var ævinlega elsti keppandinn í þeim keppnum, en besti árangur hanns var 12. sæti á móti þeim bestu. Hann keppti líka á jeppa í torfæru og varð Íslandsmeistari í götubílaflokki 1985.

       Fyrir rúmu ári síðan var haldið upp á 100 ára afmæli mótorhjólsins á Sauðárkróki og þar var Heiddi að sjálfsögðu mættur með hluta af hjólaflota sínum, en af fimm keppnum sem voru í tilefni hátíðarinnar þá tók Heiddi þátt í þrem keppnum og sigraði tvær þeirra.

     Í tengslum við þessa hátíð kom upp sú hugmynd að gera minnisvarða um fórnarlömb bifhjólaslysa. Það kom aðeins einn maður upp í hugann þegar smíða og hanna átti verkið. Að sjálfsögðu var það Heiddi sem fenginn var í verkefnið og naut hann svo mikils trausts meðal þeirra sem til listasmíða hanns þekktu og tilhlökkunin var mikil þegar afhjúpa átti verkið. Þetta listaverk Heidda stendur við Varmahlíð og heitir Fallið og er til minningar um fórnarlömb bifhjólaslysa, en er það kaldhæðnislegt að listaverkasmiðurinn sjálfur sé orðin einn af fórnarlömbum bifhjólaslysa. Heidda verður sárt saknað meðal bifhjólamanna um ókomin ár. Ég vil votta fjölskyldu Heidda samúð mína á þessum erfiðu tímum.

Hjörtur Líklegur
Snigill#56

30.6.06

Harley Davidson opnar mótorhjólaleigu á Íslandi 2006


Fimm góðir hlutir til að gera þegar Harley Davidson mótorhjól er fengið að láni


Í FYRSTA skipti á Íslandi er hægt að leigja sér Harley Davidson-mótorhjól. Dulúðinni hefur því verið létt af þessu fræga merki og það er ekki lengur þörf á því að vera vítisengill til að vera við stjórnvölinn á Harley Davidson.
Davidson. Bílablað Morgunblaðsins fékk lánað Harley Davidson Road King Classic-hjól. Blaðamaður nýtti sér því tækifærið og gerði þá fimm hluti sem hann hefur alltaf langað að gera ef hann einhvern tímann kæmist yfir Harley Davidson.
Númer eitt er að skella sér í mótorhjólagallann, finna viðeigandi og töff klút um hálsinn, keyra svo heim sem leið liggur og sýna fjölskyldunni hvað maður er flottur á Harley Davidson. Þú uppskerð eins og þú sáir og það er aldrei að vita nema það eigi eftir að koma sér vel hafa unnið dálítið í ímyndinni. Það er heldur varla hægt annað en nánast að rifna úr stolti þegar rennt er á þessum risastóra fák, með tilheyrandi drunum, í innkeyrsluna hjá vinum og vandamönnum.
Númer tvö er að fara á rúntinn. Í óteljandi skipti hefur blaðamaður staðið sem barn væri og dáðst að mótorhjólunum við planið sem áður var hallæris en er nú torg Ingólfs. Loksins er maður „einn af þeim“ og hefur nú tækifæri til að vera hinum megin við glerið, ef svo má segja, og njóta athyglinnar sem er fylgifiskur krómaða vélfáksins.
Númer þrjú er verðugt viðfangsefni en það snýst um að heimsækja þá sem líklegastir eru til að smitast af mótorhjólaveirunni. Þá skiptir öllu að það líti út fyrir að maður hafi aldrei gert neitt annað en að aka Harley Davidson. Það er mesta furða hve mótorhjólið er lipurt, reyndar er það algjör engill, svo mikill engill að maður furðar sig ekkert á því mótvægi sem vítisenglarnir telja sig þurfa að veita mótorhjólinu. Það reyndist líka auðvelt að smita þá sem voru með veikt ónæmiskerfi fyrir, að sjálfsögðu, enda sá mótorhjólið sjálft um að heilla alla sem nálægt því komu. Það skipti engu hvort um var að ræða hraðafíkla, listamenn, listasmiði, blaðamenn, bankamenn eða forstjóra; öll, alveg sama hve ólík þau voru, hrifust af „hallanum“, titringurinn þegar sest var í söðulinn ruggaði hverjum sem er sem í draumalandi væri.
Að sjálfsögðu má ekki skilja vinnufélagana út undan og því var fjórða atriðið á listanum yfir það sem maður verður að gera þegar maður fær Harley Davidson-mótorhjól lánað að kíkja á þá og hneppa þá sömuleiðis í ánauð. Það gekk að sjálfsögðu mjög vel. Innan skamms tíma var komin ágætur hópur í kringum hjólið. Það er dálítið skrýtið hve fólk getur haft ólíkar skoðanir á mótorhjólum en samt sameinast um að vera hrifið af Harley Davidson.
Fimmta atriðið var svo þess eðlis að líklega er annað hvort þörf á vænum skammti af heppni eða hreinlega að eiga Harley Davidson, því það síðasta sem blaðamaður gerði, skömmu eftir miðnætti, var að keyra inn í blóðrautt sólarlagið á fallegu sumarkvöldi í Reykjavík. Að sjá himininn endurspeglast í króminu var draumi líkast og minnti á einskonar nútímaútgáfu af baksíðu Lukku-Láka-bókanna, þegar Lukku-Láki reið á móti sólsetrinu í lok bókar. Fákurinn var kannski ekki holdi klæddur eins og Léttfeti en reiðmanninum leið svo sannarlega eins og hetju.

Engin þörf á að láta sig dreyma lengur

Það er hins vegar engin þörf á að láta sig dreyma lengur því Harley Davidson-umboðið býður nú upp á leigu á mótorhjólum þar sem hægt er að leigja fjórar gerðir af mótorhjólum, Sportster 1200C fyrir 16 þúsund krónur á daginn, Dyna Sport fyrir 20 þúsund, Road King Classic eins og blaðamaður prófaði á 24 þúsund og síðast en ekki síst Ultra Classic á 28 þúsund krónur fyrir daginn. Innifalin í verðinu eru hjálmur, regngalli og bráðabirgðageymslupláss. Því þarf ekkert annað en að mæta á staðinn. Þetta er því auðveld leið til að kynnast því hvernig það er að eiga Harley Davidson. Það má einnig geta þess að Harley Davidson-umboðið býður upp á ferðir um landið með leiðsögumanni, nokkuð sem gæti verið mjög spennandi fyrir erlenda ferðamenn. Leigutaki þarf að uppfylla nokkur skilyrði til að geta leigt sér stórt og þungt Harley Davidson-mótorhjól. Hann verður að vera orðinn 26 ára og hafa leyfi til að aka stóru bifhjóli. Sömuleiðis þarf leigutaki að hafa reynslu af stórum mótorhjólum og eiga kreditkort. Ef öll þessi skilyrði eru uppfyllt þá stendur ekkert í vegi fyrir því að bregða sér í Harley Davidson-umboðið og velja þann fák sem mest heillar.
https://timarit.is/files/42357984#search=%22%C3%A1%20%C3%A1%20%C3%A1%20%C3%81%20%C3%A1%20%C3%A1%20%C3%A1%20%C3%A1%22

24.6.06

Eldsnemma út í umferðina

         Árni Fríðleifsson, mótorhjólalögga, gætir þess að ökumenn á höfuðborgar svæðinufari að settum reglum.
          Hann segir mótorhjólalöggur  hafa mikinn áhuga á öllu því sem viðkemur mótorhjólum.

„Ég hef mikla ánægju af starfi mínu og er ekkert á því að hætta," segir Árni Friðleifsson, mótorhjólalögga. Árni hefur unnið í 16 ár sem lögreglumaður hjá umferðardeild Lögreglunnar í Reykjavík. Hann segir vaktirnar byrja venjulega með kaffibolla eldsnemma á morgnana en eftir það er farið útí umferðina. „Við leggjum af stað upp úr klukkan átta á morgnana. Við reynum að dreifa mannskapnum sem mest um borgina og í kringum þessi stærstu gatnamót. Sérstaklega í morgunsárið og í síðdegisumferð inni. Við erum fyrst og fremst í umferðarmálum. Það er sérsvið lögreglumanna á mótorhjólum. Hjólin eru sýnilegri og menn eru meira á ferðinni."
Lögreglan í Reykjavík hefur nú yfir að ráða fimm mótorhjólum og flest öll af gerðinni Harley Davidson. Samkvæmt Árna er þó ráðgert að bæta við einu hjóli til viðbótar. Árni segir litlu máli skipta af hvaða gerð hjólin eru og mestu máli skipti að þau séu örugg. Þá segir hann hjólin notuð allt árið um kring svo lengi sem götur séu þurrar. „Þegar ekki er hægt að hjóla út af hálku á veturnar þá förum við á bílana. Annars hjólum við í frosti og nánast hvaða veðri sem er svo lengi sem götur eru þurrar." 
Að sögn Árna hefur umferðarmenning á íslandi tekið stórstígum framförum á þeim tíma sem hann hefur starfað hjá lögreglunni. „Það eru margir góðir ökumenn á Íslandi en svo eru alltaf svartir sauðir inn á milli. Á þessum sextán árum finnst mér þó á heildina litið að umferðarmenningin hér heima hafi batnað til muna."

23.6.06

Mótorhjól njóta ört vaxandi vinsælda

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að mótorhjólum hefur fjölgað mikið á götunum hin
síðari ár. Árið í fyrra var metsöluár og það lítur sömuleiðis út fyrir góða sölu í ár.
Blaðamanni bílablaðs Morgunblaðsins varð ljóst að það eru uppgrip hjá umboðunum þessa dagana. Símalínurnar virðast vera rauðglóandi og það heyrist á mönnum að þeir hafi mikið að gera en mesti kúfurinn í sölu sumarsins er einmitt núna.

Umboðin flest öll að slá sölumet fyrri ára

 Hjá Ducati hefur sumarið verið fremur rólegt enda er ekki um magnsöluhjól að ræða. Þeir gera þó ráð fyrir að selja um 10 hjól í sumar og hægt og bítandi eykst fjöldi hjólanna á götunni og virk spjallsíða Ducati-eigenda á Íslandi virðist ýta undir mikinn áhuga á hjólunum. Salan var örlítið meiri í fyrra en merkið er tiltölulega nýtt á Íslandi og það má búast við því að það taki tíma að byggja upp kaupendahóp að hjólunum þó nú þegar séu um 60 hjól á götunum. Sturla Sigurðsson hjá Ducati-umboðinu tók þó fram að þeirra hjól væru keypt til þess að keyra þau og þau væru fremur notuð á þjóðvegum landsins en á rúntinum. Það gæti því farið svo að salan tæki kipp ef verður af brautaráformum á Reykjanesi á næsta ári.

 Hjá Yamaha voru menn bjartsýnir. Salan hefur farið betur af stað en í fyrra og búið er að selja flest þau hjól sem umboðið fær til sölu í sumar. Björgvin Njáll Ingólfsson, sölustjóri hjá Yamaha umboðinu, segir að mikið sé um að menn séu að koma til baka núna, rúmlega fertugir eftir að hafa verið hjólalausir síðan á tvítugsaldri og því séu  engin mörk sett hvað höfðar til manna, þeir selji öll R1 og R6 hjól sem þeir fái og uppítökuhjól seljast sömuleiðis eins og heitar lummur. Salan er þó að stórum hluta bundin við mótorkrosshjólin en þau  eru oft í kringum helmingur af sölu umboðanna.

Nitro, sem meðal annars er með umboðið fyrir Kawasaki og Husaberg, hefur ekki undan sölunni. Arne Kristinn, sem var fyrir svörum, sagði allt seljast, alveg sama hvað það væri og í ár væri salan þrefalt meiri en á sama tíma í fyrra. Þar er sömuleiðis stór hluti sölunnar í mótorkrosshjólum en götuhjól njóta samt vinsælda sem aldrei fyrr enda eru skærgrænir Kawasaki-fákar og stórir „hippar“ orðnir algengari sjón en áður var á götunum.

Hjá Hondaumboðinu sagði Hlynur Pálmason sölustjóri að þegar í maí hefði verið búið að selja sama magn og allt árið í fyrra en sala hjá þeim væri að stórum hluta í óskráðum torfærumótorhjólum eða um 60 til 70%. Honda götuhjól njóta samt alltaf talsverðra vinsælda enda eitt af rótgrónustu mótorhjólamerkjum landsins.

Harley Davidson umboðið hefur notið stöðugs vaxtar síðan það var opnað og slegið sölumet á hverju ári síðan að sögn Hildar Jónsdóttur,
annars eiganda Harley Davidson á Íslandi. Hildur sagði að áhuginn væri mjög mikill, salan hefði verið mikil og gífurleg aukning væri í ökukennslu en Harley Davidson umboðið býður upp á  skráningu tilvonandi bifhjólafólks til ökukennslu. Frá áramótum hafa um hundrað manns tekið bifhjólapróf í gegnum Harley Davidson umboðið og margir enda svo á nýjum mótorhjólum frá Harley Davidson.

Síðustu 11 ár hefur KTM á Íslandi mestmegnis verið í boði fyrir mótorkross og torfæru og hafa KTM mótorhjól jafnan átt stóran hluta af markaðnum. Nú ber svo við að KTM býður upp á hrein götuhjól og hefur salan aðeins verið að fara af stað á þeim. Guðmundur Jóhannsson hjá
KTM sagði að salan hefði almennt stigið um 25% en styrkur KTM lægi í því að þeirra mótorhjól,
krossararnir þar á meðal, væru framleidd í Evrópu og hentuðu því vel til götuskráningar þrátt fyrir að
þau væru notuð mest utan vega. Nú er byrjað að taka við pöntunum í 2007-árgerðirnar en þær eiga
koma um miðjan júlí og munu nýju gerðirnar anna eftirspurn á tvígengishjólum sem hafa verið  uppseld síðan í maí.

Sömu sögu var að segja hjá Suzuki-umboðinu en að sögn Péturs Bjarnasonar á þeim bænum er hjólasalan í ár mun meiri en í fyrra. Þó merkir hann meiri aukningu í sölu á götuhjólum en áður og finnur að margir sem átt hafa mótorhjól áður en höfðu lagt það á hilluna
hafa tekið upp hanskana og hjálminn aftur og keypt sér mótorhjól. Suzuki selur hin öflugu  Hayabusamótorhjól sem hafa náð því að verða eins konar goðsögn en þessi mótorhjól búa yfir 175 hestafla vél sem myndi teljast sómasamlegt í flestum fjölskyldubílum.

Mikil vakning eftir ládeyðu síðustu ára 

Það virðist því sem mótorhjól seljist á Íslandi sem aldrei fyrr.
Flest umboðin hafa nú þegar jafnað eða aukið við sölutölur frá því í fyrra og eru heldur ekki í neinum vandræðum með að selja notuð mótorhjól. Flest virðist ýta undir áhuga á mótorhjólum, innflutningur er ennþá nokkuð mikill þar semmótorhjól eru ekki eins viðkvæmfyrir gengisfalli krónunnar og tryggingafélög sjá orðið vaxandi viðskiptahóp en fram til þessa hafa háar tryggingar verið einn helsti þröskuldur í vegi fyrir því að eignast mótorhjól.
Morgunblaðið 23.júní 2006
TENGLAR 
..............................................
www.ducati.is
www.yamaha.is
www.nitro.is
www.honda.is
www.harley-davidson.is
www.ktm.is
www.suzuki.is

12.6.06

Landsmótið er toppurinn

SÉRFRÆÐINGURINN: EVA DÖGG ÞÓRSDÓTTIR

Landsmótið er toppurinn

Á vorin fyllast göturnar af mótorfákum af öllum stærðum og gerðum sem eigendurnir þenja sem mest þeir mega, sérstaklega þegar veðrið er gott.

Eva Dögg Þórsdóttir, stoltur eigandi Kawasaki ZX6R og fjölmiðlafulltrúi bifhjólasamtakanna Sniglanna, er að sjálfsögðu farin að þeysa um á sínum fáki og bíður spennt eftir landsmóti félagsins. „Landsmótið er toppurinn á sumrinu og í ár verður það haldið dagana 29. júní til 2. júli í Hrífunesi, sem er í um 20 mínútna akstursfjarlægð frá  Kirkjubæjarklaustri,“ segir Eva.
Mikið er um dýrðir á þessum landsmótum, sem iðulega eru vel sótt af mótorhjólaáhugamönnum. Í ár spila hljómsveitir öll kvöldin og keppt er í ýmsum greinum eins og venjulega. „Á föstudeginum sameinast allir í súpumáltíð en þá er elduð súpa í risastórum potti ofan í allan hópinn.“ Tæplega 1.800 manns eru í Sniglunum sem eru 22 ára gömul samtök, en Eva Dögg telur að um 3.000 mótorhjól séu á landinu. Aðspurð að því hvert sé flottasta mótorhjól allra tíma á hún erfitt með að svara.
HIPPI hér má sjá dæmi um hippahjól
 en mótorhjól skiptast í tvo flokka,
 hippa og Raiser hjól.
 „Mótorhjól skipast eiginlega í tvo flokka: raiserhjól og hippa, og það er  misjafnt af hvorum hjólunum fólk er hrifnara. Ég verð samt að segja að þegar Kawazaki zx10´88 kom á markað varð umbylting í raiser-græjunum.“

- snæ
Fréttablaðið 12.06.2006