Sumir fá sér ný en aðrir gömul og góð og láta það duga," sagði Jenni sem benti á goðsagnapersónur í mótorhjólaheiminum í Eyjum, þá Darra, Tryggva, Bigga Jóns og Gilla Úra. „Þeir eiga hver sín þrjú hjólin og áhuga þeirra hefur ekkert dvínað í gegnum árin. „Þetta er svo mikið frelsi. Þú ert þinn eigin herra á hjóli og auðvitað yngist maður eitthvað upp við þetta." Varla geta götur Heimaeyjar talist draumagótur bifhjólamannsins? „Jú, veistu það og þar skiptir félagsskapurinn öllu en hann er frábær. Svo gerir maður bara gott úr því sem maður hefur. Það snýst um að hafa gaman af þessu, skemmta sér og öðrum og á meðan maður hefur gaman af hlutunum þá skiptir það mestu."
Jenni neitar því ekki að mótorhjólaferðir upp á fastalandið séu með ævintýraljóma. „Það er rosalega gaman, sérstaklega þegar það er stór hópur saman. Til dæmis fórum við fimmtán saman á humarhátíðina í Homafirði síðasta sumar. Það var ógleymanlegt, nýtt ævintýri." Þar sem sífellt fleiri fá sér mótorhjól hefur myndast skemmtileg stemmning á sumrin þar sem þeir margir saman þeysast um göturnar. Hefur nú verið stofnað féíag mótorhjólaeigenda í Eyjum og heitir því fagra nafni, Drullu-sokkarnir. Þar er Jenni meðlimur númer sjö. „Það er Darri sem á nafnið. Hann komst ekki í eina ferð með félögunum upp á land og sagði þá að hinir drullusokkarnir gætu bara farið. Síðan vorum við spurðir á Akureyri hvaðan við værum og hvað við hétum og þá var svarið, Vestmannaeyjum, Drullusokkar. Þetta fannst norðanmanninum alveg rosalega fyndið og þetta hefur síðan fest við okkur. Þetta átti nú að vera húmor í byrjun en nú er búið að útbúa merki og prenta á peysur og við erum orðnir yfir sextíu félagar." Jenni segir að lfklega séu um tuttugu manns mjög virkir í hjólaáhuga sínum í Eyjum. „Það er fullt af strákum og körlum sem eiga hjól en þetta er tímafrekt og það hafa ekki allir tímann í þetta. Það er mesta fjörið þegar við erum sem flestir saman að hjóla og það geta allir komið og verið með. Þegar við höfum verið á ferð uppi á landi hefur maður verið að heyra að það hafi alltaf verið mest af hjólum í Eyjum og á Akureyri hérna áður. Þar er verið
Jenni segir það af og frá að hjólin séu geymd og gleymd inni í bílskúr yfir vetrartímann.
„Það er hægt að hjóla allt árið ef það kemur gott veður. Svo einfalt er það. Ég er með mitt hjól á skrá allt árið og tryggingar eru um 700 krónur á dag. Það er sígarettupakki og lítil kók og ég er hættur að reykja og eyði peningnum frekar í þetta." Það fer mikill tími í áhugamálið hjá Jenna og hann sér ekki eftir einni mínútu. „Þetta er svo gaman, það er spjallið í kringum þetta, pælingar varðandi hjólin, þrífa og dytta að. Þetta er allt partur af þessu og það sem gerir þetta svo skemmtilegt."
Eyjafréttir 30.11.2006
www.timarit.is