Fjöldi hjóla við Glerárkirkju á Akureyri |
Heiðar var Snigill númer 10 og fyrsti og eini heiðursfélagi KKA akstursíþróttafélags. Félagsmenn settu mjög svip á útförina, en hundruð vélhjóla fóru fyrir líkfylgd frá kirkjunni niður á Hörgárbraut, Glerárgötu og Drottningarbraut og þaðan upp Þórunnarstræti að Kirkjugarði Akureyrar. Víða mátti sjá fólk í hópum á þessari leið sem vottaði hinum látna virðingu sína. Félagar úr Bílaklúbbi Akureyrar höfðu stillt fornbílum við suðurenda Kirkjugarðs og þá fylgdu einnig þrjá flugvélar, sveimuðu yfir líkfylgdinni.
Talið er að allt að 800 manns hafi verið í Glerárkirkju, sæti voru fyrir um 600 manns innandyra eftir að búið var að fylla anddyrið af stólum og þá stóðu allt að 200 manns í blíðskaparveðri utan við kirkjuna.
Séra Arnaldur Bárðarson jarðsöng, Sniglabandið flutti nokkur lög en einsöngvarar voru þau Óskar Pétursson, Þórhildur Örvarsdóttir, Andrea Gylfadóttir, Kristján Kristjánsson og Björgvin Ploder.