Vélhjólamaður segir frá ofsaakstri og spennuþörfinni:
■ Hefur ekið á meira en 300 ■ Hjólin gerð fyrir ofsaakstur
■ Kærastan vildi fara svona hratt.
Tæplega þrítugur mótorhjólakappi keyrði á 240 kílómetra hraða með kærustuna á hjólinu.
Maðurinn, sem vill ekki gefa upp nafnið sitt, segist hafa verið úti á landi ásamt þremur kunningjum og fullyrðir að þeir hafi keyrt á ríflega 300 kílómetra nraða þegar þeir óku hraðast. „Hjólin eru gerð fyrir þennan hraða," segir hann en hjólið er svokallaður „racer" sem nær gríðarlegum hraða á stuttum tíma. Mikil umræða hefur spunnist um ofsaakstur mótorhjólakappa. Þeir hafa mælist á allt að 200
kílómetra hraða. „Þetta er spurning um kikkið," segir maðurinn og bætir við að sér þyki magnað að upplifa hraðann. Hann segir tilfinninguna allt aðra en á bílum. Hann segir vissulega hættu á að detta af hjólinum, og þá sérstaklega á vondum vegum. Hann ítrekar að hann myndi aldrei keyra svo
hratt innanbæjar enda hættan þar mikil á að slasa aðra. „Það er betra að hendast af út í sveit heldur en í bænum," segir hann. „Það var hún sem vildi keyra svona hratt," segir maðurinn um hvort kærastan hafi verið sátt á hjólinu með honum. Hann segir bæði hafa verið í góðum göllum og segir gallana góða og fólk sé vel varið. Hann segir helstu hættuna vera að þeir lendi á einhverjum hörðu þegar þeir detta. „Það er vissulega leiðinlegt að lesa um þessa vitleysinga sem eru að stinga lögguna af og keyra
eins og brjálæðingar," segir hann og áréttar að hann sjálfur hafi aldrei verið sektaður né stungið
lögregluna af.
Eftir Val Grettisson valur@bladid.net
Blaðið
Blaðið