4.7.06

Minntust Heiðars Þórarins

Heiddi
 Minningaathöfn um Heiðar Þórarinn Jóhannsson var haldin í gærkvöldi en hann lést í bifhjólaslysi í Öræfasveit í fyrradag. Athöfnin var haldin við minnisvarða um látna bifhjólamenn sem Heiðar bjó til og hannaði. Tveir hafa látist í bifhjólaslysum það sem af er árinu.

Frá árinu 1992 til ársins tvö þúsund fækkaði bifhjólaslysum úr 112 í 60 samkvæmt skýrslu um bifhjólaslys sem styrkt var af Rannsóknarráði umferðaröryggismála. Af þeim hlutu fjörtíu prósent alvarleg meiðsl eða létu lífið. Tveir hafa látist í bifhjólaslysum það sem af er þessu ári. Einn lést á síðasta ári og tveir létust árið 2004. Á annað hundrað manns kom saman við minnisvarðann um látna bifhjólame
Minnismerkið í Varmahlíð
Um fallna bifhjólamenn
nn í gærkvöld til að heiðra minningu Heiðars. Það var Heiðar Þórarinn sjálfur sem hannaði og bjó til minnisvarðar en hann var vígður 17. júní í fyrra á 100 ára afmæli bifhjólsins á Íslandi. Heiðar var meðlimur í bifhjólasamtökunum Sniglunum og var mikils metin í röðum bifhjólamanna.