1.10.91

Bifhjól hættulegri en bifreiðar

Er hægt að fækka bifhjólaslysum?

Hin tíðu bifhjólaslys - núþegar hafa 4 látist á þessu ári - hafa sett ugg að mönnum. Spurt er gjarnan, hvað sé til ráða til þess að fækka slysum? Er ökukennslunni ábótavant? Eru menn ofungir tilþess aðfá réttindi á svo stór hjól, sem raun ber vitni, strax við 17 ára aldur? Tíðni bifhjólaslysa er margföld, 92 slys á 1000 bifhjól miðað við tíðni bifreiðaslysa, 19 slys á 1000 bifreiðar. Þessi tíðni bifhjólaslysa hlýtur að vekja menn til umhugsunar, hvað sé gerlegt að gera til að fækka þeim.
Hér á eftir verða viðruð nokkur atriði, sem fram komu í viðræðum við ýmsa sem þessi mál varða.

Þrepaskipt réttindi

Flestir virðast vera sammála um það, að skortur á verklegri kennslu á bifhjól sé einn veigamesti þátturinn. Bæði er, að menn geta fengið próf á 150 hestafla hjól aðeins 17 ára, og eins hitt, að ökukennslan á slík hjól er aðeins oft á tíðum einn tími eða svo. Ef raunin er slík, þá má sjá í hendi sér, að þar er strax gerlegt að bæta.
Bretar hafa náð niður slysatíðni á bifhjólum um 30% á tveggja ára tímabili eftir að þeir fóru að láta ökumenn hafa réttindi á hjól miðað við hestaflafjölda hjólanna, getu ökumanns og þjálfun hans. Fór þar saman samhengi í bættri ökukennslu og virkt eftirlit með kennslunni frá yfirvöldum. Nýliðinn fær
aðeins réttindi á kraftminnstu hjólin (30-50 hestöfl). Eftir svo sem tvö ár í akstri gætu menn fengið réttindi á hjól um 100 hestöfl og eftir 20 ára aldur stærri hjól frá 100 hestöflum og upp í 150 hestöfl eins og stærstu hjólin eru, en þau vega um 200 kíló. Þannig getur nýliðinn fengið þjálfun í ein tvö ár  til þess að kynnast eiginleikum bifhjólsins við mismunandi aðstæður, og aflið á milli fótanna væri ekki það mikið í upphafi, að hann gæti lært að hemja það, og bregðast rétt við mismunandi aðstæðum miðað við færni og getu. Gæti þrepaskipting réttinda haft mikið að segja til þess að færni og þjálfun væri í einhverju samræmi við stærð og orku bifhjólanna. Auk þessa yrði færni manna til þess að  stjórna stærstu hjólunum miklu meiri. Nú hafa menn litla sem enga undirstöðu til þess að stjórna
stóru hjólunum. Unglingar þroskast mikið á aldrinum 17 til 19 ára, og þannig væru þeir miklu betur búnir til þess að sýna ábyrgari akstur, og mesta útrásin hefur verið fengin með akstri í ein tvö ár á orkuminnstu hjólunum.

Æfingasvæði vantar

Allir eru sammála um gildi æfingasvæðis fyrir bifhjólamenn og yrði það svæði jafnframt
kennslusvæði. Þannig gæti samnýst aðstaða, sem væri jafnvel fyrir akstursíþróttir, keppnissvæði eða  hvað það annað, sem vera mætti til hagsbóta fyrir umferð í landinu. Talið er að slíkt borgi sig upp á skömmum tíma, því ef hægt er að fækka umferðarslysum um einn af hundraði, þá sparast um 60  milljónir króna á ári. Þar fengju menn svæði, sem þeir gætu lært á hjólin fjarri venjubundinni umferð, og jafnframt fengið svæði út af fyrir sig, þar sem þeir gætu fengið útrás fyrir hraða og annað það,
sem á stundum fylgir bifhjólaakstri, og væru þá síður að stunda slíkt á venjulegum vegum. Hafa má í huga að aðeins 13% slysanna áttu sér stað í vinnutíma.
Margir telja að akstur á skellinöðru gagni lítið, þar sem bilið frá skellinöðru til bifhjóls sé allt of mikið. Skellinöðrurnar séu það kraftlausar, að þær komist litlu hraðar en góð gírareiðhjól. Kennslan þurfi því að vera á bifhjólunum sjálfum, og ekki sé nóg að hafa sagst hafa ekið skellinöðru í einhvern tíma. Þá má minna á, að tryggingafélögin eru að endurskoða iðgjöld af bifhjólum, þar sem tjónatíðni þeirra er langt umfram það, sem ásættanlegt er, og þar dugi í sjálfu sér ekki einhliða hækkun iðgjalds. Heldur þurfi margháttaðar aðgerðir samhliða endurskoðun tryggingaiðgjalds til þess að sporna við þessum tíðu slysum.

Stutt leið til himins

Margs konar sögur myndast manna á milli um hraðakstur bifhjóla. Haft var samband við tvo, sem óku á milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur á 11 og 12 mínútum um fimm leytið að morgni til, og varð hraðinn mestur 260 km. Það hefði ekki verið gerlegt að ræða við þessa menn hér megin heims, ef eitthvað hefði komið fyrir á þessum hraða. En þeir sögðu, að það væri eitthvað svo spennandi að aka svona hratt, setja met á milli þessara staða, láta hjólið hallast vel í beygjunum, finna fyrir vindinum, eiginlega að storka örlögunum í hvívetna. Þeir vissu vel, hversu hættulegt þetta var, en sögðust hafa orðið að prófa þetta. Ef hægt væri að útbúa æfingasvæði, þar sem menn gætu leikið sér með öll þessi hestöfl sín, þá væri mikið unnið. Það er tómt mál að tala um það, að menn fari aldrei yfir 90 km
hraða á þessum hjólum. Nú þegar hafa 4 látist í bifhjólaslysum á þessu ári. í viðtali við þann, sem setti hraðamet í kvartmílukeppninni fyrir skömmu - ók kvartmíluna á 10,45 sekúndum og var á 237
km hraða yfir endalínu - sagði hann. „Þetta var í rauninni varasamt, glæfraleikur. Stundum sá ég ekkert nema himininn, þegar ég skipti um gír, þá sporðreistist hjólið. En þetta skilaði meti og sigrum." Það verður ekki ofsögum sagt, að menn bjóði sjálfum sér byrginn með slíkum akstri. Er þá best, að þeir bjóði aðeins sjálfum sér byrginn á afmörkuðu svæði, þar sem þeir sýni aðeins sjálfum sér himininn, en forði öðrum að sjá yfirum. Þegar upp er staðið er það ekki ökukennar-anum að kenna, að farið var yfir á rauðu, ekið of hratt, stöðvunarskylda ekki virt, lausamöl, snjó, hálku, lélegri lýsingu eða kjánalega hönnuðum vegamannvirkjum. Það hlýtur alltaf að vera ökumaðurinn sjálfur, sem metur það, hvernig haga skal akstri miðað við aðstæður, og geta stöðvað á einum þriðja þeirrar vegalengdar, sem er auð og hindrunarlaus framundan. Þá væri efalaust ekki um nein slys að ræða og tryggingafélög væru óþörf með öllu. En á meðan menn fara alls ekki eftir þessari í raun einföldu reglu, þá verða slysin. Þess vegna þarf að kappkosta að sem fyrst verði tilbúið æfinga- og kennslusvæði fyrir bifhjól, svo og að menn fái ekki réttindi á stærri hjólin fyrr en eftir akstur á
minni hjólum, að samræmi sé á milli orku og aldurs. -pþ.

Bifhjól hættulegri en bifreiðar

Á hverju ári koma á annað hundrað manns á slysadeild Borgarspítalans í Reykjavík eftir að hafa slasast á bifhjólum. Ef fjöldi slasaðra á bifhjólum og bifreiðum er borinn saman við fjölda þessara farartækja má draga þá ályktun að bifhjól séu fimm sinnum hættulegri en bifreiðar. Þetta kom fram í erindi læknanna Brynjólfs Mogensen og Björns Zoéga á umferðarþingi, sem haldið var í nóvember 1990. Könnun þeirra á gögnum slysadeildar árin 1987-89 sýndi að flest bifhjólaslys urðu síðdegis og á kvöldin, flestir sem slösuðust voru milli 15 og 20 ára og níu af hverjum tíu voru karlar. Hættara var við slysum að sumri en vetri. Bifhjólamenn sem slasast eru oftar en ekki „í rétti". Að mati Brynjólfs og Björns slasast fólk mun meira í bifhjólaslysum en bifreiðaslysum, enda miklu verr varið. -jr.

Illa varðir vegfarendur

Eina lögbundna vörnin fyrir bifhjólamenn er hjálmurinn, en auk þess er mjög algengt að þeir klæðist leðurfatnaði, sem dregur talsvert úr hættu á áverkum. Það er algengt að brotið sé á bifhjólamönnum, ekið sé í veg fyrir þá og virðast bílstjórar þá ekki hugsa út í þá staðreynd, að hjólamaðurinn er í raun  lítt varinn og árekstur, sem í mesta lagi skemmir bílinn hans getur leitt til alvarlegra áverka á ökumanni hjólsins. Þá felast ýmsar hættur í umferðarmannvirkjunum sjálfum sem geta reynst  ökumönnum bifhjóla hættulegar. Þegar verið er til dæmis að fræsa götur, myndast oft talsvert
háir kantar sem bílstjórar taka kannski tæplega eftir, en geta leitt til þess að ökumaður bifhjóls missi stjórn á því og detti. Þá myndast oft hálka á yfirborðsmerkingum á götum sem veldur hjólamönnum erfiðleikum. En samt er ábyrgðin í þessum efnum fyrst og síðast ökumanns hjólsins. Hann er sinnar
gæfu smiður og víst eru þess dæmi að háskalegur akstur hafi leitt til alvarlegra slysa. Og þá er það samdóma álit þeirra sem vel þekkja til, að það að aka bifhjóli eftir áfengisneyslu sé nokkuð örugg sjálfsmorðsaðferð.  -SH

BFÖ blaðið
 1.10.1991 

17.8.91

DV Bílar með mótorhjólamönnum á kappakstri

Kevin Schwantz

Kolvitlausir ökumenn


Það var sunnudaginn 4.ágúst að undirritaður og sjö mótorhjólaáhugamenn voru saman komnir á lestarstöð í London á leið á mótorhjólakappakstur nálægt Derby í Englandi.
Keppni þessi var á Donington kappakstursbrautinni og var liður í heimskeppninni í akstri á mótorhjólum með 125cc, 250cc og 500cc rúmsentímetra vélar og hliðarvagnshjólum. Veðrið lék við okkur sem aðra, 25° hiti, logn og glaðasólskin.

Þegar við komum til Derby tókum við leigubíla af brautarstöðinni til kappakstursbrautarinnar. Á leið okkar þangað ókum við framhjá bíla og hjólastæðum brautarinnar, sem voru u.þ.b. 5 km á lengd og 1-2 km á breidd, og var þar allt fullt af bílum, mótorhjólum, hjólhýsum og tjöldum, enda var talið að um 80.000 manns væru á keppninni.
Þegar við loks komum á áfangastað var klukkan að verða 1:00 og menn á 125 rúmsentímetra hjólum höfðu lokið sinni keppni og sáum við aðeins sigurvegaranum ekið í opnum bíl sigurhringinn.
Hálftíma seinna byrjuðu 250 rúmsentímetra kapparnir sína keppni, en þeir voru í kringum 30 í byrjun og áttu að aka 26 hringi, er hver hringur 4023 metrar, eða alls 104,5 km.
í fyrsta hring rétt fyrir framan okkur rákust saman Þjóðverji og Ítali. Var að sjá að sökin væri Ítalans því að Þjóðverjinn ætlaði að tuska Ítalann eitthvað til en brautarverðir komu í veg fyrir að þeir rykju saman.  En í stað þess að sjá fulltrúa Ítalíu og Þýskalands slást fengum við að heyra öll þau ljótustu orð er til eru í þýskri tungu.
Þegar þrír hringir voru eftir börðust fjórir um forustuna. Þá flaug sá á höfuðið, er hafði haft forustuna lengst af í keppninni, þulur keppninnar sagði hann hafa verið á u.þ.b. 225 kílómetra hraða er hann datt, og slapp hann algjörlega óslasaður en hjólð var í klessu.

Eftir þetta var sigurinn nokkuð auðveldur fyrir Ítalann Luca Cadalora, sem ekur Hondu, og er hann nú efstur að stigum eftir 11 umferðir með 189 stig (16 stiga forskot á næsta mann).
Þá var komið að aðalkeppninni, 500 rúmsentímetra hjólunum, oftast kölluð stóru hjólin (þessi hjól eru með allt að 500 rúmsentímetra vélar, allt að 170-80 hestöfl og mega ekki vera léttari en 130 kíló, kosta allt að 50 milljónir stykkið og laun ökumannnanna eru verulega góð). 500 flokkurinn átti að fara 30 hringi sem er 120,7 km.
Þegar keppnin hófst varð Jonn Kocinski á Yamaha fyrstur af stað, annar varð Kevin Schwantz á Suzuki og þriðji Wayne Gardner á Hondu og Wayne Rainey, núverandi heimsmeistari, á Yamaha fjórði. Í 5. hring tók heimsmeistarinn, W. Rainey, forustuna en Kevin Schwantz var aldrei langt á eftir honum og þegar tveir hringir voru eftir tók Kevin Schwantz forustuna eftir mikla baráttu og hélt henni alla leið í mark.


Eitt fjórgengishjól og eina breska hjólið, sem var í keppninni, var Norton með vankel-vél. Hjóli þessu ók Breti að nafni Ron Haslam og í hvert skipti er hann ók framhjá okkur, stóðu Bretarnir upp og hvöttu sinn mann. Við gerðum hið sama enda var þetta flottasta hljóð í mótorhjóli sem undirritaður hefur heyrt. Hjól þetta náði 12. sæti í keppninni og er það besti árangur sem náðst hefur á bresku mótorhjóli í 20 ár.

Efstu þrír urðu sem hér segir:
1. Kevin Schwantz USA Suzuki        20 stig, 41,12,18, meðalhr. 152,5 km/klst.
2. Wayne Rainey TJSA Yamaha       17 stig +  0,78 sek 
3. Mick Doohan Ástral.Honda        15 stig +  19,18 sek

Þegar 11 keppnum af 15 er lokið er staða efstu manna sú að Wayne Rainey er efstur með 185 stig, annar er Mick Doohan með 175 stig og þriðji er Kevin Schwantz með 156 stig. Það sem kom okkur öllum mest á óvart var hve hávaðinn í hjólunum var rosalegur, einnig það að fólkið, sem kom til að horfa á keppnina, var á öllum aldri, allt frá fólki á níræðisaldri niður í kornabörn.
 Á keppnina komu u.þ.b. 80.000 manns og var heiðursgestur keppninnar 83 ára gömul kona sem varð fyrst kvenna til að taka þátt í kappakstri á mótorhjóh' í Englandi.

 Hjörtur Jónsson
DV 17.8.1991

P.S. Ef einhver hefur áhuga á að fara á svona keppni þá ráðlegg ég þeim sama að vera mættur á svæðið a.m.k. sólarhring áður en aðalkeppnin hefst. 

31.7.91

HERT AÐ MÓTORHJÓLAMÖNNUM Vegakerftð og umferðarþunginn leyfa alls


Vegakerfið og umferðarþunginn leyfa alls ekki að þessir óþolinmóðu ungu menn séu að troða sér áfram meira afkappi enforsjá, segja tryggingamenn. 


Tryggingafélagið Trygging hefur á síðustu vikum gripið til aðgerða til að vekja athygli á tíðum og hörmulegum bifhjólaslysum. Í minnispunktum frá félaginu segir m.a. að ákveðið hafi verið að
hamla á móti töku trygginga á bifhjólum með öllum tiltækum ráðum. Jafnframt segir að það sé
þó alveg ljóst að samkvæmt lögum sé félaginu skylt að tryggja bifhjól, sé þess einarðlega krafist
Ágúst Ögmundsson, skrifstofustjórí hjá Tryggingu, segir að gripið hafí verið til þessara aðgerða til að vekja athygli á öllum þeim hörmulegu bifhjólaslysum sem orðið hafa síðustu vikurnar.
 Aðgerðirnar felast, að sögn Ágústs, m.a. í því að þeim sem vilja tryggja bifhjól er gert skylt að staðgreiða iðgjaldið auk þess sem enginn bónus eða afsláttur er veittur. Ágúst segir að mat þeirra hjá Tryggingu sé að miðað við þau stóru hjól sem nú eru í tísku sé aldur kumanna alltof lágur. „Flestir þessara kumanna hafa hvorki þroska, hæfni né reynslu til að beita þessum afkastamiklu og stórhættulegu tækjum í umferðinni."
Ágúst segir að viðbrögð bifhjólamanna og stríðsyfirlýsingar hafi ekki áhrif á ákvörðun þeirra og mestu varði að þessi aðgerð virðist strax hafa haft jákvæð áhrif.  Aðspurður um hvort ekki væri verið að mismuna fólki með því að setja sérákvæði um tiltekna gerð ökutækja sagði Ágúst að slíkt væri í raun alltaf að gerast varðandi t.d. bifreiðatryggingar. „Þessar aðgerðir eru allar innan ramma gildandi laga og mat okkar var að einskis mætti láta ófreistað til að vekja athygli á þessum tíðu bifhjólaslysum."
Alþýðublaðið 31.07.1991


23.7.91

Úr sjúkrarúmi á sigurbraut

Það liðu fáar vikur frá því Karl Gunnlaugsson var rúmliggjandi eftir að hafa slasast illa á fæti í keppni, þar til hann var kominn aftur á mótorhjól og nældi í gullpening í kvartmílu. 

Hann var meðal keppenda í mótorhjólamílu Sniglanna, tveimur mánuðum eftir að hann slasaðist alvarlega á fæti í sandspyrnukeppni í Ölfusi. Karl lá í fjórar vikur á spítala eftir að hann lenti undir keppni á hjóli sínu, þegar hann féll við í spyrnu. Klemmdist hægri löppin mjög illa, ristin brotnaði og á tímabili var Karl ákveðinn í að keppa ekki aftur á mótorhjóli. „Það voru fyrstu viðbrögð, en síðan fór áhuginn að kitla mig aftur. En fæstir áttu von á því að ég færi svona fljótt að keppa, enda hef ég ekki
náð mér að fullu. Ég vildi hins vegar losna við skrekkinn, nánustu skyldmenni töldu hins vegar að ég væri ekki alveg í lagi að æða svona fljótt af stað," sagði Karl. „Ég var líka hálfskelkaður þegar
ég kom á kvartmílubrautina, með löppina vafða. Ég fór prufuferðir til að sjá hvort ég hefði nægan kjark til að spyrna af hörku og fann að ég hafði fullt vald á hjólinu. Þá var ekki aftur snúið og ég náði góðum tíma í tímatökum," sagði Karl. Fæstir áttu þó von á að hann stæði uppi sem sigurvegari, en hann vann Októ Þorgrímsson í úrslitum qg ók best á 10,98 sekúndum. „Ég ætla að klára sumarið og  sjá svo til hvað ég geri, hvort ég keppi áfram í þessu eða einhverju öðru. Það var í raun gott að keppa svona fljótt eftir slysið, það rífur sálina upp og gefur mér sjálfstraust, í stað þess að leggja árar í bát," sagði Karl.

Mótorhjólamílan skiptist í nokkra flokka. Karl vann 750 cc flokkinn,
1000cc flokkinn vann Ellert Alexandersson á Yamaha á tímanum 11,12,
Sigurður Styff vann flokk breyttra hjóla á Suzuki og var besti tími hans 9,90 sekúndur.
Hlöðver Gunnarsson tryggði sér bikarmeistaratitilinn í 1100 flokki á Suzuki, en þrjú mót Sniglanna gilda til þess titils og hefur Hlöðvar unnið tvö mót.
Morgunblaðið  23.7.1991
- GR

10.7.91

Velheppnað landsmót 1991

Bifhjólasamtök lýðveldisins:

UM 340 Sniglar og aðrir áhugamenn um bifhjól voru staddir á Landsmóti Sniglanna, Biflhjólasamtaka lýðveldisins, á Skógum á laugardaginn.
Mótið hófst á föstudag en því lauk á sunnudag. 170 bifhjól voru við þjónustumiðstöðina
þegar flest var á lands mótssvæðinu.
Sniglarnir tóku að flykkjast á landsmót á föstudagskvöldið en daginn eftir var keppt í reiptogi og snigli á flötinni.
Felst sniglið i því að hjóla á sem mestum tíma 16 metra vegalengd. Sameiginlegur kvöldverður var snæddur síðari hluta dags en um kvöldið lék Sniglabandið fyrir dansi í þjónustumiðstöðinni. Þar fór einnig fram verðlaunaafhending fyrir íþróttir fyrrum daginn.
Mótið þótti að sögn mótsgesta takast afar vel.
Morgunblaðið 10.7.1991

2.7.91

Mótorhjólamenn slá fram rakalausum fullyrðingum


Guðbrandur Bogason, formaöur Ökukennarafélagsins: Mjög sérstök tilfelli ef fólk tekur próf á einni klukkustund:

„Sniglarnir einfalda mjög mikið þegar þeir segja að mótorhjólapróf
taki aðeins eina klukkustund," segir Guðbrandur Bogason, formaður Ökukennarafélags Íslands. Á laugardaginn fyrir viku héldu Sniglarnir sérstakan hjóladag og á útifundi á Austurvelli í tilefni dagsins kom það fram að mótorhjólakennsla hér á landi væri í molum og að hver sem er gæti fengið próf á mótorhjól eftir klukkustundar kennslu.
Einnig var rætt um það að Sniglarnir tækju að sér 
alla mótorhjólakennslu.

Í samtali við Tímann sagði Guðbrandur að kennsla, sem tæki eina klukkustund, fyrirfyndist varla og
það væri þá ekki nema í mjög sérstökum tilfellum. Það færi eftir bakgrunni hvers og eins, hvemig hann væri undirbúinn fyrir prófið og hvað hann þyrfti langan tíma til að undirbúa sig fyrir það. Hann tók sem dæmi ungling, sem byriar á því að taka próf á léttbifhjól 15 ára gamall. Hann þyrfti að meðaltali að fara í 12 tíma í fræðilegu námi og í fjóra verklega tíma. Unglingurinn æki á hjólinu í tvö ár og tæki þá 10 til 15 ökutíma til þess að fá bílpróf. Hann ætlaði síðan að bæta við sig og taka próf
á stórt bifhjól. Þá gæti verið að hann kæmist af með tvo verklega kennslutíma, en hver kennslutími er 45 mínútur. Þessir tímar gætu verið teknir í eitt og sama skiptið. í prófinu sjálfu þarf hann svo að gangast undir íræðilegt og verklegt próf, sem standa samtals yfir í um 90 mínútur. „Því er þessi fullyrðing Sniglanna, um að hver sem er geti tekið mótorhjólapróf á einni klukkustund, út í hött. Ef að menn eru með þennan góða bakgrunn þegar prófið er tekið, komast þeir hreinlega af með færri
verklega tíma en aðrir." Guðbrandur sagði að það væri mjög sjaldgæft að fólk, sem ekki hefði bflpróf, kæmi til ökukennara og ætlaði að taka mótorhjólapróf. Meirihluti þeirra, sem kæmu til þess að taka prófið, væru búnir að keyra um á bifhjólum réttindalausir og einnig hefðu margir tekið þátt í svokölluðum mótokrosskeppnum, þar sem keppt er á bifhjólum en ekki þykir nauðsynlegt að hafa
bifhjólapróf.
Guðbrandur sagði að það væri þó engin spurning um það að kennsluna þyrfti að bæta verulega, bæði bifhjólakennsluna svo og kennslu á önnur ökutæki. Honum finnst að helst þurfi að bæta fræðilegan þátt kennslunnar, en segir það vera undir löggjafarvaldinu komið hvemig eigi að breyta og bæta þann þátt. Þótt að Sniglarnir myndu taka að sér kennsluna, þá segist hann ekkert vera viss um að hún myndi batna, því það vanti allar kröfur frá löggjafanum. Hann segir að löggjafinn liafi algjörlega brugðist í því að setja lágmarkskröfur og styðja þannig við bakið á starfseminni. Allar reglugerðir hangi í lausu lofti og Ökukennarafélagið sé orðið langþreytt á stöðugu stríði við löggjafann um að fara að taka á þessum málum. Til dæmis séu kennsluhjól ekki merkt sem sérstök kennsluhjól úti í umferðinni og reglur um það, hvaða skilyrði þau eigi að uppfylla, séu mjög óljósar.
Guðbrandur sagðist þó ekki alveg skilja hvað Sniglarnir væru að fara fram á með málflutningi sínum, í sambandi við slæma kennslu, því í málflutningi þeirra væri ákveðin þversögn. „Þeir segja að kennslan sé í molum og það sýni bifhjólaslysin. Á sama tíma segja þeir að þegar árekstur verði milli bifreiðar og bifhjóls, þá séu ökumenn bifhjólanna oftast í rétti. Þá vaknar sú spurning: Hvað er
í rauninni að kennslunni ef réttarstaðan er alltaf bifhjólamannsmegin? Þeir hafa heldur aldrei gefið á því skýringu hvað þeim finnst athugavert við kennsluna. Þama er slegið fram órökstuddum fullyrðingum og ekki tekið fram hvað þeim finnist vanta," sagði Guðbrandur. Auk þess sagði hann að ökukennarar miðuðu sína kennslu við að ekið væri á lögIegan hátt og langflest slysin yrðu þegar ökuhraði væri kominn langt yfir leyfilegan hraða. -UYJ
Tíminn 2.7.1991

10.1.91

Gamla Greinin

Á vafri mínu um netheima þá finn ég stundum nokkra gullmola og hér er einn þeirra sem Þorsteinn Nokkur Marel  ritaði einhvertímann fyrir langa löngu.

Mynd af Drullsokk og stolið frá Drullusokkar M/C  ;)
Steini Tótu #161
Grein sem ég fann frá Steina Tótu frá 1991

10.000 snúninga sími
Mikið djöfull var ógeðslega gaman að sjá jafn marga, jafn ofboðslega kolruglaða rykheila samankomna á einum stað í Húnaveri á Landsmóti.
Það er sko ekki á hverjum degi sem það sést jafn greinilega hvað þetta dásamlega einstaklingsfrelsissport er í raun mikil hópíþrótt.