31.8.91

Landmannalaugar 1991


Föstudaginn 30. ágúst var farið í hina árlegu striplingaferð í Landmannalaugar, þess má geta að þessi ferð er elsta árlega ferð Snigla.

Þeir sem fóru voru: Skúli no 6 Bjöggi Plóder no 23, Arnar standbæ no 26  , Líklegur no 56 , Hesturinn no 174, Pétur no 349 + hnakkskraut og Eyþór Österby no 434 + Eyþórína.
Á bílum , Benni no 242 og Dagga á sínum einbýlis húsbíl og Óli sveins no 40 Á japönskum jeppa, með honum var dýralæknir í för.  ( Óli vissi að Hesturinn væri með í þessari ferð og eftir að hafa heyrt margar sögur af honum frá Skógum fannst honum vissara að hafa dýralækni með til vonar og vara.

Frá Akureyri komu einnig 3 hjól og einn bíll, á Hjólunum voru Heiddi no 10, Stykkið no 361 og Páll St no 409 en stgebbi Þjöppumælir no 410 var á bíl þeim er norðan sniglar notuðu til að komast yfir vatnsmestu ánna.

Það átti að leggja af stað frá félagsheimilinu kl 18 en eins og vanalega var ekki farið á réttum tíma af stað. Þegar loks var farið að stað var klukkan farin að ganga 20.  Fyrst var stoppað hjá Arnari á Selfossi og purrað viðstöðulítið að rótum Heklu, Þarna var tekið bensín og þegar við vorum að leggja af stað, kom þarna , eins og kallaður , á sínu einbýlishúsi Benni 242. Tók Benni allan farangur af hjólunum og kom fyrir í svefnherbergi sínu.
   Þegar loks var lagt af stað tók gamli sorry Gráni upp á að bremsa í tíma og ótíma svo Eyþór skildi Grána eftir og fékk far fyrir sig og sína sem gestur Benna og Döggu.

Hestar virtust ætla að vera óheillahestar í þessari ferð því skömmu eftir að gamli sorrý Gráni hagaði sér svona ílla, bilaði hjólhestur Hestsins og neitaði að fara lengra. ( Bjöggi sagði að Einar hefði klippt á bensínbarkann vegna þess að hann hafi ekki þorað að fara Dómadalsleiðina og varð því að skilja hjólhest Hestsins eftir hjá gamla sorrý Grána og troða Hestinum inn í hús Benna  sem nú var einbýlishús, gestahús og hesthús og var Benna og Döggu ekkert farið að lítast á blikuna.

Þegar beygt var inn Dómadalsleið var greinilegt að Bjöggi og Skúli voru í 9 himni, því þeir stungu okkur hin af og við fundum þá ekki fyrr en eftir allnokkurn akstur og voru þeir þá að fá sér smók. Þegar lagt var aftur af stað mátti greinilega sjá að Bjöggi var í sæluvímu og þegar við nálguðumst sjálfan Dómadalinn varð Bjöggi að faðma hraunið að sér með rasskinnunum, en ég held að það hafi verið betra að vera stopp þegar svona faðmlög eiga sér stað en ekki á fullri ferð í beyju.

Þegar komið var inn í Dómadal virtist löngunin vera svo voðaleg hjá Bjögga í að komast í bað og til að sefa þá löngun reyndi hann að drekkja sér og hjólinu í drullupolli nokkrum og supu bæði hjól og maður á þessum ljúfenga drullupolli og var drykkur þessi svo eitraður að bæði Bjöggi og hjólið lögðust á hliðina í smá stund, eða allt þar til Bjöggi hóf lífgunartilraunir á Hondunni  (Bjöggi sagði að B.M.W. mótorhjól ættu að vera með bremsuljós eins og önnur hjól eftir byltu.  Ekkert markvert né frásagnarvert gerðist það sem eftir var leiðarinnar á áfangastað.

  Þegar við komum inn í Landmannalaugar vou þar nýkomnir Norðansniglar en þeir höfðu komið suður Sprengisand og hafði för þeirra gengið nokkuð áfallalaust utan hvað ferðin gekk hægt sökum holóttra vega og að rassæri hafi verið mikið, svo slæmt var þetta hjá Palla að hann lagðist á magann í einni beyjunni til að hvíla á sér óæðri endann og leyfa súkkunnni að hvíla sín hjól.
Eftir að Sniglar höfðu faðmast um hríð bar þar að Pétur no 349 með hnakkskraut sitt.

Þegar búið var að koma upp tjaldbúðum var að sjálfsögðu farið í laugarnar sem voru óvenju heitar í ár, enda voru ónefndir Norðansniglar ekki búnir að mykja á sér sitjandann fyrr en um kl. 11 á laugardagsmorgunn,

Á laugardag var purrað um nágrennið og notið náttúrunnar til his ítrasta þó var mest leikið sér í ánum á hjólunum. Arnar Standbæ gaf Kawanum og mikið vatna að drekka og stóðu lífgunartilraunir í a.m.k. klukkutíma og komst Kawinn ekki í gang fyrr en Heiddi beitti "Zippobensínbragðinu".  Öllu fljótari varð Hallinn hans Heidda í gang eftir sömu meðferð, aðeins 10 mín tók að vatnstæma vélina í Hallanum og fór hann í gang í fyrsta starti.

Á meðan að á þessu stóð komu tveir drullumallar í heimsókn sem stoppuðu stutt (Sjá þeirra Ferðasögu)   
Nokkru seinna fóru rúður að skjálfa í skálanum og þar sem Bjöggi er á því hjóli sem rúðuskelfir átti fór hann að kanna hverju þetta sætti.   Viti menn þá var þar kominn enginn annar en Rúðuskelfir ásamt frú sinni sem höfðu frétt af þessari ferð og ákváðu að líta við og stoppa stutt, en er þau sáu hve allir voru hressir og ekki síst að af vínföngum virtist vera nóg sem varð að klára áður en helgin yrði úti ákváðu þau að staldra við eina nótt og hjálpa við drykkjuna.

Nú var fremur hljótt í nokkurn tíma á svæðinu eða allt til að Steini Tótu mætti á svæðið með tilheyrandi hávaða er fylgir honum og á eftir honum kom Gústi skrækur og trukkurinn á hennar bíl.
Það var farið snemma að sofa á aðfaranótt sunnudags enda áttu sumir um eftir að purra um langan veg daginn eftir.

Sunnudaginn 1 sept var farið heim, þó fóru ekki allir strax heim því að Skúli og Steini Tótu voru degi lengur en aðrir við tónsmíðar (lygasagan segir að þeir hafi samið svo mikið að væntanleg sé ný plata með sniglabandinu.)
Ferðin heim var ekki umtalsverð en komust allir heim á teljandi áfalla þó sumir hafi þurft að purra lengur en aðrir.

Líklegur #56
Sniglafréttir 1991