10.1.91

Gamla Greinin

Á vafri mínu um netheima þá finn ég stundum nokkra gullmola og hér er einn þeirra sem Þorsteinn Nokkur Marel  ritaði einhvertímann fyrir langa löngu.

Mynd af Drullsokk og stolið frá Drullusokkar M/C  ;)
Steini Tótu #161
Grein sem ég fann frá Steina Tótu frá 1991

10.000 snúninga sími
Mikið djöfull var ógeðslega gaman að sjá jafn marga, jafn ofboðslega kolruglaða rykheila samankomna á einum stað í Húnaveri á Landsmóti.
Það er sko ekki á hverjum degi sem það sést jafn greinilega hvað þetta dásamlega einstaklingsfrelsissport er í raun mikil hópíþrótt.
Málið er nefnilega það að þessi brjálaða tilfinning sem fæst eingöngu á mótorhjóli er til einskis nema maður hafi einhvem til að deila henni með og Landsmót Snigla er náttúrulega toppurinn á því.
Þarna hittist fólk sem þekkir hvort annað bara af afspurn og býttast á gömlum og nýjum lygasögum, áfengi & ælum og náttúrulega hjólum & konum með kuldahrolii og bros á vör við góðan varðeld.
 Landsmót gekk annars vel fyrir sig með fínu samstarfi flestra Snigla um eldamennsku, ruslahirðu og öðru sem stundum hefur lent á of fáum og kostað leiðindi og þras. Meira að segja Tugtinn var ánægður með aksturinn á okkur og er það alveg hreint helvíti gott mál fyrir okkur ef við getum sýnt smá lit á svona ferðahelgi Snigla því það eru 360 aðrir dagar á árinu sem koma Landsmóti. Snigla hreint ekkert við. Að vísu var einn lögreglumað Manni dettur si svona í hug hvort þetta sé í raun nokkuð nauðsynlegt því það eru nokkuð mörg ár síðan ég uppgötvaði galdurinn við að keyra eins og vitleysingur en hann er sá að gera það hljóðlega og það er ekki af hreinni elli og heimsku sem flestir þeir sem keyrt hafa lengi hafa ekki hátt, þeir vilja bara eiga teininn áfram
Eitt smá stórvandamál brennur á mér eins og öðrum Sniglum en það er vísitölukæran. Allir sem maður heyrir ( um málið eru sammála því að hún nær örugglega 10.000 snúninga símtölin sem spýtast úr skrifborði Tugtans á góðviðriskvöldum vítt og breitt um Klakann.
Ef maður er með opið út og sándar eins og Lögreglukórinn á æfingu í risastórri rotþró og botnar eina meðalgötu þá er Tugtinn mættur á staðinn á undan manni með sviftingar og sektir flæðandi upp úr öllum vösum.
Ef fimm eru að purra saman og einn með sánd þá eru fimm kærðir fyrir ofsaakstur þó enginn hefði tekið eftir hinum fjórum væri sá tónelski ekki með.
Hávaðinn háir manni oft ef maður á ekki fyrir sektum því maður getur ekki gefið í hvar sem er, allir vita jú að við þurfum að gefa í annað slagið, trixið er bara að komast upp með það. (lesist: undirritaður er heiðvirður góðborgari sem slysast örsjaldan upp á vélhjól og ekur þá ævinlega varlega! Sem er reyndar ekki það sama og hægt) .

Fífl og fól Bilað hjól
Steini Tótu 1991