Sautján ökukappar yoru heiðraðir þegar Landssamband íslenskra akstursíþróttafélaga afhenti íslandsmeistaratitla fyrirkeppnistímabilið í ár. Fór afhendingin fram í húsnæði félaganna að Bíldshöfða í Reykjavík. „
Það hefur aldrei verið jafn öflug starfsemi hjá klúbbunum og í ár, tæplega 3.000 manns eru skráðir í
20 akstursklúbba og 340 þeirra fengu sér keppnisskírteini í sumar," sagði Olafur Guðmundsson
formaður LÍA í samtali við Morgunblaðið. Hann bætti við að mótin á næsta ári yrðu enn umfangsmeiri og auk þess ynni hópur aðþví að koma á laggimar „rallíkross"-keppni.
Titlarnir voru átján talsins, en tveir þeirra fóru til sama manns, Ólafs Péturssonar, sem ók spyrnugrind til sigurs bæði í kvartmíluog sandspyrnu.
Páll Sigurjónssonsigraði í „brackef'-flokki kvartmílunnar, en Gunnar Gunnarsson fyrir 13.90 flokkinn.
Jeppaflokkinn vann VilhjálmurRagnarsson og Sigurbjörn Ragnarsson vann í flokki sérsmíðaðra fólksbfla á Pinto.
Bestir á mótorhjólum í kvartmílunni voru Karl Gunnlaugsson og Hlöðver Gunnarsson á Suzuki, en Jón Björn Björnsson varð meistari í sandspyrnu á Suzuki mótorhjóli.
Í mótorkross varð Ragnar Ingi Stefánsson áYamaha öruggur sigurvegari
Torfæra
Árni Kópsson sigraði í flokki
sérútbúinnajeppa í torfæru.
Standarflokkinní torfæru vann
Stefán Gunnarsson á Jeep.
Rall
Feðgarnir Rúnar Jónsson
og Jón Ragnarsson urðu meistararí rallakstri á Mözdu 323.
Skipuleggjendur akstursmótakomu saman nýverið og dagsettu
alls 52 mót af ýmsu tagi. Þá er nú tími vélsleðamann að hefjast,
en þrjú mót eru á dagskrá, eitt við Mývatn og tvö við Skíðaskálann í Hveradölum.