Atli Már Jóhannsson skrifar:
Með þessu bréfi langar mig að
svara Brynjólfi Jónssyni hagfræðingi sem skrifaði hreint ótrúlega
vanhugsaða og óraunhæfa grein í
DV fyrir skömmu og fjallaði um
bann við notkun bifhjóla á íslandi.
Ég vill byrja á, Brynjólfi til glöggvunar, að skilgreina nokkrar tegundir bifhjóla:
Fyrst má nefna
MOTO CROSS-hjól, en það eru
óskráð torfæruhjól sem einungis
má nota á lokuðum svæðum. - Þá
má nefna ENDURO-hjól, torfæruhjól, skráð til aksturs á götum og
vegum. - Og að lokum eru það hin
svokölluðu GÖTUHJÓL sem geta
yfirleitt náð miklum hraða, eru
skráð til aksturs á götum og vegum
en henta yfirleitt ekki til torfæruaksturs.
Sjálfur hef ég ekið um á bifhjólum í nokkur ár en varð þó nokkuð undrandi á þröngsýni Brynjólfs í skrifum hans. Ég hélt sannarlega að íslenskur almenningur væri betur upplýstur en raun bar vitni. - Það er t.d. ótrúlegt hve fá bifbjólaslys verða hér þrátt fyrir tillitsleysi ökumanna bireiða gagnvart bifhjólum. Víst hafa orðið ljót bifhjólaslys en sú staðreynd higgur engu að síður fyrir að í yfir 90% tilvika, þar sem slys hafa orðið í árekstri bireiða og bihjóla, hefur bifhjólið verið í „rétti". - Aðeins einu sinni hef ég heyrt um að tvö bifhjól rekist á. Ætti þá ekki frekar að banna allar bifreiðar á íslandi? Ef allir bílar yrðu bannaðir væru bílslys úr sögunni og bifhjólaslysum myndi snarfækka, ef ekki hverfa að fullu. - Brynjólfur segir að slysatíðni bifhjóla á íslandi sé „gríðarlega há". Þetta er alrangt, slysatíðni bifhjóla á íslandi er ein sú lægsta í heiminum. Hann ræðir beltanotkun á bifhjólum og segir það hjákátlegt að skylda ökumenn bifreiða til að nota þau en ekki ökumenn bifhjóla. Þá fyrst yrðu ökumenn bifhjóla í vandræðum ef beltanotkun yrði lögleidd. Það er ekkert minna en bráður bani búinn þeim sem er fastur í belti á bifhjói er slys ber að höndum. Svo einfalt er það.
Að halda því fram að banna eigi
notkun bihjóla á íslandi er ekki
einungis órökrétt heldur einnig
brot á rétti allra einstakhnga í þjóðfélaginu. Það er mun brýnna að
fólk skilji að bifhjól er 250 kg farartæki sem ber lifandi mannveru. -
Einnig að bifhjól hafa sama rétt og
bifreiðar hvað varðar umferð og
tillitssemi.
Mótorhjól Hentug farartæki