3.9.90

Mótorhjól hentug farartæki


Gunnar Þór Jónsson skrifar: 

Eftir að hafa lesið kassalaga grein Brynjóifs Jónssonar í DV þ. 20. ágúst sl. er vart hægt að láta eins og um hvert annað lesendabréf sé aðræða. B.J. vill láta banna mótorhjól og nefnir til þess misgóðar ástæður máli sínu tilstuðnings, t.d. að ökumenn hafi ekkert sér til hlífðar nema hjálm. Það er þó rangt. Flestir bifhjólamenn klæðast þar til gerðum leðurfatnaði sem hlífir þeim fyrir höggum og skrámum séu þeir svo óheppnir að lenda í umferðarslysi.

Hann nefnir öryggisbelti bifreiða. Það er hins vegar bifhjólamanni öryggisatriði að losna  sem lengst frá hjólinú ef fyrirsjáanlegt er að ekki verður komist  hjá árekstri. B,J. telur ástæður bifhjólaslysa vera tillitleysi annarra ökumanna en það leiðir hugann að því hvort vandans sé þá ekki að leita annars staðar en hjá bifhjólafólki. Þar sém B.J. er hagfræðingur finnast mér líkur benda til að hvati til skrifa hans sé hagfræðilegs eðlis,svo sem kostnaður þjóðarbúsins vegna bifhjólaslysa

Ef það veldur honum áhyggjum sérstaklega má benda á útgjaldalið sem er mun hærri í hirtu íslenska tryggingakerfi en það eru bótagreiðslur til slasaðra íþróttamanna.  Eigum við þá að banna  t.d. hættulegustu greinar íþrótta ,  fótbolta, lyftingar,fimleika og aðrar með háa slysatíðni? Engum dytt í það í hug. - Mótorhjól eru þó ekki leikföng heildur farartæki, og það mjög hentug farartæki sem komtast betur og fyrr á áfangastað en bifreíðar.

Akstur bifhjóla er sumum lífstíll,  ekki ósvipað laxveiðum, fjallaferðum, jafnvel sauðfjárrækt, sem er þjóðhagslega óhagkvæm eða landbúnaðurinn allur.  En enginn vill banna þetta allt.  Fjllaferðir taka árlega sinn toll mannslífa. Enginn vill banna jeppa. - Nei, járntjaldið er fallið, við skulum ekki banna það sem ekki fellur að fjöldanum öllum heldur taka frekar höndum saman og bæta íslenska umferðarmenningu svo allir geti vel við unað. 

DV 
3.9.1990