UM 340 Sniglar og aðrir áhugamenn um bifhjól voru staddir á Landsmóti Sniglanna, Biflhjólasamtaka lýðveldisins, á Skógum á laugardaginn.
Mótið hófst á föstudag en því lauk á sunnudag. 170 bifhjól voru við þjónustumiðstöðina
þegar flest var á lands mótssvæðinu.
Sniglarnir tóku að flykkjast á landsmót á föstudagskvöldið en daginn eftir var keppt í reiptogi og snigli á flötinni.
Felst sniglið i því að hjóla á sem mestum tíma 16 metra vegalengd. Sameiginlegur kvöldverður var snæddur síðari hluta dags en um kvöldið lék Sniglabandið fyrir dansi í þjónustumiðstöðinni. Þar fór einnig fram verðlaunaafhending fyrir íþróttir fyrrum daginn.
Mótið þótti að sögn mótsgesta takast afar vel.
Morgunblaðið 10.7.1991