31.7.91

HERT AÐ MÓTORHJÓLAMÖNNUM Vegakerftð og umferðarþunginn leyfa alls


Vegakerfið og umferðarþunginn leyfa alls ekki að þessir óþolinmóðu ungu menn séu að troða sér áfram meira afkappi enforsjá, segja tryggingamenn. 


Tryggingafélagið Trygging hefur á síðustu vikum gripið til aðgerða til að vekja athygli á tíðum og hörmulegum bifhjólaslysum. Í minnispunktum frá félaginu segir m.a. að ákveðið hafi verið að
hamla á móti töku trygginga á bifhjólum með öllum tiltækum ráðum. Jafnframt segir að það sé
þó alveg ljóst að samkvæmt lögum sé félaginu skylt að tryggja bifhjól, sé þess einarðlega krafist
Ágúst Ögmundsson, skrifstofustjórí hjá Tryggingu, segir að gripið hafí verið til þessara aðgerða til að vekja athygli á öllum þeim hörmulegu bifhjólaslysum sem orðið hafa síðustu vikurnar.
 Aðgerðirnar felast, að sögn Ágústs, m.a. í því að þeim sem vilja tryggja bifhjól er gert skylt að staðgreiða iðgjaldið auk þess sem enginn bónus eða afsláttur er veittur. Ágúst segir að mat þeirra hjá Tryggingu sé að miðað við þau stóru hjól sem nú eru í tísku sé aldur kumanna alltof lágur. „Flestir þessara kumanna hafa hvorki þroska, hæfni né reynslu til að beita þessum afkastamiklu og stórhættulegu tækjum í umferðinni."
Ágúst segir að viðbrögð bifhjólamanna og stríðsyfirlýsingar hafi ekki áhrif á ákvörðun þeirra og mestu varði að þessi aðgerð virðist strax hafa haft jákvæð áhrif.  Aðspurður um hvort ekki væri verið að mismuna fólki með því að setja sérákvæði um tiltekna gerð ökutækja sagði Ágúst að slíkt væri í raun alltaf að gerast varðandi t.d. bifreiðatryggingar. „Þessar aðgerðir eru allar innan ramma gildandi laga og mat okkar var að einskis mætti láta ófreistað til að vekja athygli á þessum tíðu bifhjólaslysum."
Alþýðublaðið 31.07.1991