9.8.91

4000 hestöfl í 8 keppnistækjum


 Íslandsmót í kvartmílu:

ÖFLUGASTA mótorhjól landsins og átta sérútbúin kvartmílutæki með 400-850 hestafla vélar verða meðal ökutækja í tveimur kvartmílumótum um helgina, en á laugardaginn fer fram mótorhjólamíla Sniglanna og íslandsmótið í kvartmílu verður á sunnudaginn. Í báðum mótum verður keppt í nokkrum flokkum, en kvartmílan á laugardag er aðeins fyrir mótorhjól.

„Þetta verður líflegasta keppnin í mörg ár, aldrei hafa jafn mörg ökutæki verið í „competition" flokki," sagði Hálfdán Sigurjónsson hjá Kvartmíluklúbbnum um íslandsmótið, en í öflugasta flokknum verða saman komin fjögur þúsund hestöfl í átta keppnistækjum, þar á meðal verða tvær nýjar spyrnugrindur í höndum Páls Sigurjónssonar og Sverris Þórs. í sama flokki verður Ingólfur Arnarson á Camaro með milljón króna vélina, sem hann sló íslandsmet með í sandspyrnu á dögunum. Auk þessara kappa verða fimm ökumenn með 400-500 hestafla bíla í sama flokki, en í flokki götubíla mætir Hrafnkell Marinósson með eitt vandaðasta keppnistæki, sem smíðað hefur verið, 500 hestafla Chevrolet Chevelle. „Ég hef trú á að íslandsmet muni fjúka, ný tæki og aukin keppnisharka mun sjá fyrir því," sagði Hálfdán

Í mótorhjólamílunni verða einnig öflug tæki, mörg hjól með nitro-innspýtingu og það kraftmesta á landinu, 170 hestafla Suzuki Sigurðar Styff, sem tekið hefur verið rækilega í gegn og sérútbúið til kvartmílukeppni. Kraftmestu keppnistækin í kvartmílunni fara brautina á 9-10 sekúndum og ná 240 km hraða á endalínu.

Morgunblaðið 9.8.1991