27.4.00

Um torfærukeppni á vélhjólum

Vélhjólaíþróttaklúbburinn, eða VÍK eins og hann er kallaður í daglegu tali er elsti starfandi mótorhjólaklúbbur landsins, stofhaður í október 1978. Markmið klúbbsins í upphafi var að
koma óskráðum keppnishjólum úr almemiri umferð inn á afmarkað keppnissvæði, þar sem félagsmenn gætu stundað íþrótt sína.

Stöðug fjölgun félagsmanna

 Í dag er fjöldi félagsmanna um 150 manns sem hafa löngun og áhuga á að stunda mótorhjólaíþróttir, þ.e.motocross og enduro. Meðal markmiða félagsins er að skapa aðstöðu fyrir félagsmenn til að stunda íþróttir sínar á löglegum svæðum, skapa aðstöðu fyrir æskulýðsstarf og fræða félagsmenn um öryggisbúnað og að umgangast náttúruna með virðingu. Klúbbnum hefur þó ekki tekist að fá framtíðarsvæði undir starfsemi sína og er því aðstaða félagsmanna VÍK til að stunda sína íþrótt lítil sem engin. Sú aukning sem orðið hefur í ástundun mótorhjólaíþróttarinnar á sl árum og þá sérstaklega í vor hefur aukið þörf fyrir að VÍK fái aðstöðu þannig að hægt sé að beina keppnistækjum félagsmanna á eitt afmarkað svæði. 

Loftfimleikar á vélhjólum

Motocross er íþrótt þar sem allt að 40 keppendur eru ræstir í einu og keyra þeir í stuttri braut með kröppum beygjum, bröttum brekkum og stórum stökkbrettum. Motocross er talin ein erfíðasta íþrótt i heimi enda mikið álaga á allan líkamann í um 20 mínútur. Eftir 15 mínútna akstur er fyrsta manni gefið til kynna að 2 hringir séu eftir, þá hefst lokaspretturinn. Eftir þessa 2 hringi eru keppendur flaggaðir út úr brautinni. Sá sem kemur fyrstur í mark fær 20 stig, næsti 17 o.s.frv. Ein keppni eru 3 svona riðlar og moto eins og það heitir á motocross-máli. Sigurvegari dagsins er sá sem fær flest stig út úr þessum þremur riðlum.
Íslandsmeistari er sá sem fær flest stig úr öllum fjórum keppnum ársins.

Enduro er keppni

 Í þoli í enduro reynir meira á þol og útsjónarsemi keppenaa en í motocross. Keppnin getur hlaupið á 2 til 7 klukkutímum. Oftast er ekinn stór hringur, u.þ.b. 10, km, 7 til 10 sinnum og er þá ekið eftir slóðum, árfarvegum, auðnum og í alls kyns landslagi. Keppendur þurfa að
velja sér rétta leið, þ.e. rata, einnig að spara kraftana og hjólið fyrir langan akstur. Þeir hafa með sér smáverkfæri og þurfa að taka eldsneyti einu sinni til þrisvar í hverri keppni og skiptir þá máli að hafa hraðar hendur. Sá sigrar sem kemst fyrstur tiltekna vegalengd.
-HÁ
DV. 2000

17.3.00

Dust, sweat, mud,and Ice

 Dust, sweat, mud,and Ice

Viðir with the tropys from the fist two of the
Icerace challenge in Myvatn

As a biker Víðir Már Hermannsson describes, Motocross is no easy ride

It's fast, rough and tough and certanly not a pasttime for the faint-hearted or anyone who prefers theyr fun clean.    In april, Marel became one of theyr newest sponsors.

The activity in question is motocross, and with 30-40 riders drawn to metings staged all over Iceland during the season, it is the contry most popular participant competitive motor sport.

KTM 380EXC in Marel Colors
Representing Marel in this toughest of two-wheled endurance sports is Víðir Már Hermannsson, a machinist, who has worked at the company for just over a year. Now 27, he is a self confessed bike freak, who fell in love with the machines at age of 14, and has since owned a succession of road bikes, trail bikes and everything in between.




But despite his passion, Hermannsson only began competing seriously last year. But what drove him to chose a sport witch pushes man and machine up to and often beyond the limits of physical and mechanical endurance?  " Its fun" he states simply. " I like the challenge."

However, his first foray into the sport came within inches of being the last. " In 1996, I was riding in the qualifying round of my first-ever competition, he recalls. "I came off the macine and broke my back,"  he states without blinking.

Enduro Race on Thorlákshöfn Sands

Some might have taken the hint and opted for to something less extreme, but Hermannsson just picked him self up and kept going.   "I was back on the bike in cople of days, but it took me about four months to recover completely,"  he admits.

Undeterred, he decided to return to competition last year, this time rejecting the "softer option of motocross for Enduro, a gruelling, five hour slog throug some of the worst terrain inmaginable guaranteed to test the abilities of man and the machine to the limit.

  On this occation however, he remaind in the saddle, to cross the line in 14th in the field of 35  "it actually wasn't a bad result," he muses.  "There was only about 15 of us actually that finished the course."

A world away from the dust and mud of an Icelandic summer, the country spends much of the winter gripped in snow and ice. But for the Motocross off road riders, the short days and long nights of the close season mean something rather more than a time for tuning machines and waiting inpatiently for better days.   Quite the opposite, it is time to change the stock absorbers, put on a pair of thick, studded tyres and take to the countryside for Icecross.

Myvatns Icerace challenge
To say that Hermannsson gott off to a flying start in this year's Icecross competition would be an injustice. Having won his first two races, his record in the sport at the time of writing is second to none, and with only one meting left, condisions and ice permitting, he looks well on course for his first national championship.
Studded Iceracing tyres

"Icecross is a totally diffrent ball game" he explanes. "There, you're just tearing round a fixed circuit. Its fast, but not as physically punishing as motocross." 

But the thrills in Icecross and Motocross do not come cheap. Both are strictly amateur sports, and competitors rely on the generosity of sponsors like Marel, along with theyr own mechnical ability or that of those around them.

Taking the lead in race one

At present ,Hermannsson owns a stable of three bikes 1988 Honda VFR 750F road bike, a 1998 1000cc Honda VTR and a Austrian-built 1999 KTM 380EXC, the machine on withc he competes. 

Now finished in distinctive Marel livery, is is set to become a familar sight on courses around Iceland thoughout this year.

For the Icelandic Icecross 2000 champion elect is clear. "Win the title first and then see how things go with the motorcross and enduro in the summer," he concludes.


Marel leaflet year 2000


1.3.00

Klessukeyrði nýuppgert vélhjól konunnar:

Nei, ekki pústkerfið!

- var það fyrsta sem eiginmanninum datt í hug þegar hann lenti í götunni

Á fjórðu hæð í blokk í Breiðholtinu búa hjónin Ögmundur Birgisson og Margrét Hanna en í svefhherberginu er bóndinn að gera upp fyrstu skellinöðruna, Hondu MB-5 árgerð 1980, sem hann eignaðist fyrir tuttuguárum.
Bæði eru þau forfallnir mótorhjólaaðdáendur og Ögmundur í mótorhjólaklúbbnum Exar sem samanstendur að mestu af AA mönnum. Margrét fékk bakteríuna 16 ára gömul en ögmundur 15 ára og þau kynntust í gegnum þetta áhugamál sitt.
„Þetta er hjól númer tvö sem við gerum upp frá grunni en ég er að byrja á því þriðja. Hins vegar er ég búinn að eiga 12 eða 14 hjól í gegnum tiðina. S„Ég átti lítið hjól þegar við kynntumst en síðan keypti ég mér stærra hjól," segir Margrét. „Við gerðum það upp og það var orðið ægilega fínt. Svo kom Ögmundur og fór á því í vinnuna en ég var þá ólétt og hann rústaði hjðlið."
Ögmundur var á leiðinni í vinnuna í Bílanausti þegar hann lenti í árekstri í Borgartúninu í maí 1998. Hann segir að læknarnir hafi ekki ætlað að trúa því en löppin á honum brotaaði ekki heldur bognaði eftir að hann hafði þeyst af hjólinu og lent í götunni. Að öðru leyti slapp hann ótrúlega vel. Þau voru nýbúin að setja á hjólið forláta sérpantaðar pústflækjur og þetta var fyrsta ferðin með þær á hjólinu
„Það fyrsta sem mér kom í hug þegar ég lenti á götunni var: „Nei, ekki púsfkerfið!" segir Ögmundur en þau hjón eru sammála um að vélhjólaökumenn eigi að hafa það fyrir reglu að líta vel í kringum sig, sýna kurteisi og treysta engum í umferðinni. 
-HKr.
DV
1. FEBRUAR 2000

23.2.00

Fleiri hjól á götuna

Innflutningur nýrra hjóla fjórfaldast á fjórum árum 

Aukning á sölu nýrra og notaðra bifhjóla hefur verið stöðug undanfarin ár og virðist ætla að halda áfram. Það sama er upp á teningnum erlendis og má þar nefha að í fyrra var mesta sala á nýjum mótorhjólum í Danmörku síðan 1977. Þá voru flutt inn 4216 hjól sem var 24,2 % aukning frá því árinu áður. Svipuð aukning á innflutningi mótorhjóla kemur í ljós þegar skoðaðar eru innflutningstölur frá Skráningarstofunni.  Árið 1999 voru flutt inn samtals 173 hjól, þar af 134 ný, sem er 21,8 % aukning. Aukningin í innflutningi nýrra hjóla er jafnvel enn meiri, úr 97 hjólum í fyrra i 134, sem gerir 31,8 % aukningu á milli ára.
 Hljóðið í umboðum mótorhjóla er líka gott þessa dagana og flest þeirra bjóða nú upp á að eiga hjól á lager. Búast menn við allt að jam góðri sölu í ár og í fyrra þegar Suzuki-umboðið seldi 50 mótorhjól og Merkúr hf, umboðsaðili Yamaha-mótorhjóla, hátt í 40.
  Það helst hins vegar oftast í hendur skráð gengi jensins og innfluttúngur á mótorhjólum, auk góðæris í þjóðfélaginu. Meðan gengið á japanska jeninu var sem hæst um miðjan þennan ára tug fór  innflutningur niður í 35 ný hjól á árinu 1996 þannig að á fjórum árum hefur influtaingur nýrra hjóla nálægt fjórfaldast. 
Árið 1991 var svo alveg sér á parti ásamt 1993, en þá voru flutt inn fleiri notuð hjól en ný. Til að mynda voru flutt inn 105 notuð á móti 97 nýjum árið 1991. Flest bessara hjóla komu frá Ameríku og varþar samverkandi hátt gengi jensins og Mgt gengi dollars. Það sem kemur helst í veg fyrir að aukningin verði meiri en orðið er eru háir tollar og óhagstæðar tryggingar á mótorhjólum. Þar gildir einu að þau eru öll sett í sama flokk, óháð vélarstærð og tvöfalda þau þvi upphaflegt innflutningsverð sitt þegar i umboðið er komið.
 -NG 

DV
19.3.2000

19.2.00

Ættfræði Gamalla Mótorhjóla....


Segja má að mótorhjólasaga íslands sé eitt af áhugamálum annars blaðamanns DV-bíla og hægt og bítandi er að verða til bók um sögu mótorhjólsins hér á landi. 

Stór hluti af því verki er söfnun gamalla mynda og heimilda um efnið og vill undirritaður því fá að misnota aðstöðu sína og leita til lesenda DVbíla um hvort þeir kannist við að eiga slíkt efni heima hjá sér á háalofti eða í gömlu albúmi. Sá sem kann að luma á sliku mætti gjarnan hafa samband við Njál Gunnlaugsson, blaðamann hjá DV-bílum, í síma 550 5723 eða skrifa honum tölvupóst á njall@ff.is og hjálpa þannig til við að gera drauminn að veruleika. Fyrsta mótorhjólið var flutt til landsins árið 1905, aðeins ári á eftir fyrsta bílnum, og vantar sérstaklega efni frá þeim tíma til ca 1930.
Þessi mynd er tekin fyrir framan Tryggvaskála
á Selfossi upp úr 1935.Gaman væri ao
 vita hvort einhverjir lesendur þekkja
einhvern í hópnum.

Útbúinn hefur verið sérstakur  gagnabanki yfir skráð mótorhjól á íslandi til ársins 1975 en mikið af gögnum fyrir þann tíma er glatað. í skránni eru nú um 600 hjól og er velkomið að leita upplýsinga úr henni fyrir þá sem áhuga hafa á þvi.
-NG
DV 19. FEBRÚAR 2000

12.2.00

Með umboðsmanninn öskrandi

 Vélhjól & sleðar styrkja tvo menn til keppni í sumar

Steini Tótu heitir maðurinn og hefur verið viðriðinn mótorhjól í meira er tvo áratugi. Hann á og rekur Vélhjól & sleða sem er með umboð fyrir Kawasaki, Husaberg og Triumph-mótorhjól, auk þess að vera með viðgerðarþjónustu fyrir Yamaha. Hann ætlar að vera óvenju rausnarlegur í ár og styrkja tvo keppendur í mótorkrossi og enduro á sitt hvorri gerðinni. Við áttum stutt samtal við Steina áður en hann stökk upp í flugvél á leið til Englands í „afslöppun" yfir helgina en hún felst aðallega í því að keyra öflugt Kawasaki-krosshjól sem hann á og geymir þar.
Nú var sumarið í fyrra mjög skemmtilegt, verður það eins í ár? 
Það verður sko ekkert leiðinlegt í okkar bekk sumarið '00. Keppnislið Vélhjóla & sleða verður stærra og öflugra og vonandi skemmtilegra en nokkru sinni fyrr og grín og gaman í 1, 2. og 3. sæti. Árangurinn í fyrra var æðislegur og ef við náum einhverju svipuðu í sumar þá verðum við glaðir. Við ætlum að vera með í hverri einustu hjólakeppni sumarsins - enduro, krossi, ís-race & kvartmílu - og sennilega líka í sandspyrnu ef keppt verður í þeirri grein.
Verðið þið aftur með keppnislið?
 Já, liðið verður tvískipt í sumar og verður „VH&S Team Green" á Kawasaki-hjólum og „Bergur brjálaði" á Husaberg. Lið VH&S er ekkert bundið við menn eða tegundir. Þó að menn eigi ekki Kawa eða Berg þá eru allir velkomnir í hópinn sem vilja skemmta sér og nota aðstöðu liðsins í keppni eða bara vera með og hjálpa til þegar lætin eru hvað mest.
Nú áttuð þið motokrossið í fyrra, ætlið þið að halda þeim árangri? 
Í krossinu stefnum við á öll verðlaunasætin í lok tímabils en í fyrra náðum við 1. & 2. sæti með Ragnari Inga Stefánssyni og Reyni Jónssyni en þeir verða okkar aðalökumenn áfram í sumar. Mesta fjörið var þegar liðsmenn VH&S voru í 8 af 10 efstu sætum í síðustu keppni sumarsins, þar af 7 á KX. Um hjólin þarf ekkert segja annað en að bæði hafa sannað sig með heimsmeistaratitlum í sínum flokkum. Raggi verður á Husaberg FC501 2000 og Reynir á Kawasaki KX250 2000. Síðan erum við með allar ermar fullar af spilum og eiga nokkrir „plokkfiskar og útnesjamenn" eftir að koma á óvart. Karl Lilliendahl, „Dalli", er til dæmis búinn að lofa því opinberlega að spóla umboðsmanninn (þ.e. Steina Tótu) í kaf við fyrsta tækifæri. Þorvarður Björgúlfsson verður náttúrlega ekkert með nema til að vinna, frekar en fyrri daginn. Hluti VH&S-liðsins fer síðan í sérstakar MotoCross-æfingabúðir í Hollandi um páskana svo óhætt er að segja að keppni sumarsins verður tekin alvarlega.
Hvað með enduroið, verður gefið í þar líka? 
Það verður heldur ekkert gefið eftir í enduroinu þar sem Reynir verður í aðalhlutverki með umboðsmanninn öskrandi á eftir sér og Dalli, Steingrímur og Þorgrímur Leifssynir, Varði, Ingvar Hafberg, Guðni Þorbjörns,Jói Keflavík, Ingó ofl. ætla sér nokkrar dósir á arinhillurnar hvað sem hver segir. Gömlu jaxlarnir í liði VH&S Racing verða auðvitað með til að sýna ungviðinu hvert á að fara og hvernig á að gera það, þó ekki væri nema til að leiðrétta þann úfbreidda misskilning ungu  mannanna að aldur og reynsla sé eitthvað til að grínast með!
Nú tala menn lika um að keppa á ís, hvað með ykkur? 
Á ísnum er ómögulegt að segja hvað gerist ef veður og annað leyfir keppni. Á Tjörninni á Akureyri í fyrra, sem var eina keppnin þar sem allir voru á sama dekkjabúnaði (Trelleborg-dekkjum með karbíðnöglum), varð VH&S Team Green í 1. & 2. sæti með Dalla fremstan, alveg geðveikan með umboðsmanninn á hælunum. Við bíðum bara spenntir eftir meiri ís, tilbúnir í slaginn.
 -NG
DV 12.02.2000

„Ég á nóg eftir!"


- Ragnar Ingi keppir á Husaberg-hjóli í sumar

Ragnar Ingi Stefánsson er fimmfaldur íslandsmeistari í mótorkrossi og vann íslandsmeistaramótið í fyrra með töluverðum yfirburðum. Þá naut hann dyggs stuðnings Vélhjóla & sleða sem hafa ákveðið að gera betur í ár og láta hann hafa hjól til keppni af Husaberg-gerð, en þar á bæ eru menn nýkomnir með umboðið fyrir þau. Við tókum Ragnar, sem býr í Svíþjóð, tali um daginn og spjölluðum um tímabilið fram undan.
Þú ert að fara í æfingabúðir, þarftu eitthvað á því að halda? 
  Auðvitað þarf maður á því að halda. Þótt maður verði að sjálfsögðu að æfa allt árið um kring þá er mesta áherslan á tímabilinu frá  áramótum og fram á vor. Á þessu tímabili byggir maður upp grunninn að því hvernig úthaldið og keyrslan falla saman yfir sumarið. Þar að auki er þrælgaman að skreppa í æfingabúðir til Belgíu. Þetta er frábær staður með fullt af brautum í nágrenninu, sannkölluð paradís krossökumannsins. Og svona til að bæta samkeppnina þá koma nokkrir að heiman með í ferðina, t.d. Reynir og fleiri. 
Þú munt aka Husaberg-hjóli og aðalstyrktaraðili þinn er VH&S, hvernig finnst þér Husaberginn? 
  Vífilfell/Coke er nú reyndar aðalstyrktaraðilinn ásamt Vélhjólum & sleðum. Auk þess fæ ég stuðning frá World Class og kannski fleiri. Mér líst bara vel á Husaberginn. 2000- módelið er alveg ný hönnun því það er búið að breyta því svo mikið frá eldri árgerðum þannig að maður er mjög spenntur að fá að keyra það í sumar. En það veldur mér náttúrlega vandræðum að fá ekki að keyra það neitt af viti fyrr en nokkrum dögum fyrir fyrstu keppnina þar sem ég er í Svíþjóð og þar að auki óvanur að keyra fjórgengishjól í krossbraut. 
Þú barst höfuð og herðar yfir keppinauta þína í fyrra, heldurðu ekki að þú fáir meiri keppni núna? 
Vonandi fæ ég meiri samkeppni í ár. Það er alltaf skemmtilegra með alvörubaráttu. En þeir mega nú eiga það, strákarnir, að þeir hafa bætt sig mjög mikið á milli ára. Og því betri sem þeir verða því betur get ég sýnt getu mína. „Ég á nóg eftir!" 
Þónokkur umboð styðja vel við keppendur núna og útvega þeim jafnvel hjól, er það ekki dæmi um  uppgang í sportinu? 
Nákvæmlega og ekkert nema gotum það að segja. En mikið vill meira og ég held að sportið eigi eftir að komast langt á  Klakanum, með yngri kynslóðinni sem er að vaxa úr grasi og þarf kannski nokkur ár í viðbót til að ná í rassinn á okkur í forystunni.
 Ég hef heyrt sagt að þú hverfir heilu helgarnar út að hjóla, er það rétt?
 Hverfi og hverfi. Maður verður náttúrlega að æfa sig. Hérna er líka yfirleitt keppni allar helgar svo ég æfi mig nú mest í miðri viku. En það gefur náttúrlega auga leið að maður er mikið úti að þvælast þegar keppni er oft bæði laugardag og sunnudag, hálfs- eða jafnvel heilsdagskeyrslu i burtu. 
Hvernig líst þér á uppbygginguna hérna heima, eins og t.d. brautarmálin? 
Það lítur ágætlega út. En til þess  að komast upp í þann standard sem er erlendis þá er langt íland. Það er náttúrlega stórt skref í rétta átt að fá fast framtíðarsvæði fyrir braut sem allir eru mjög ánægðir með. Það getur tekið fleiri ár að ná braut upp i góðan standard. Draumurinn er náttúrlega að ísland geti haft stórar alþjóðlegar  mótorkrosskeppnir. Við sjáumst í vor, ég stefni líka á að taka þátt í fyrstu endurokeppninni 27. maí.
-NG
DV 12. FEBRÚAR 2000

2.2.00

Grímur Jónsson safnar gömlum mótorhjólum:

Menningarverðmæti fólgin í gömlum hjólum


Ég hef alltaf verið mikill safnari í mér og gömul mótorhjól eru bara einn angi af þvi. Það hefur hins vantað á að timinn sé nægur til að gera hjólin upp og lagfæra þau," segir Grímur Jónsson sem á merkilegt safn gamalla mótorhjóla.

 Eitt merkilegasta hjólið i safni Gríms er Henderson-hjól frá 1919. Hjólið eignaðist Grímur fyrir 30 árum en segist enn eiga langt í land með að gera það ökufært. „Þetta er skemmtilegt hjól og mér finnst líklegt að ég sé þriðji eigandinn að því. Það var nú tilviljun að ég rakst á það á sínum tíma hjá honum Inga í ruslinu. Hann fór á því um allar sveitir þegar hann vann sem rafvirki á sumrin. Sá sem átti hjólið fyrstur og flutti það hingað til lands var hins vegar maður að nafni Ingólfur Espholin," segir Grímur.
Meðal annarra merkra gripa í safni Gríms má nefna BSA frá 1946, Ariel frá 1945, Sarolan frá 1950 og Royal Enfield frá 1937. „Þetta eru forverarnir og auðvitað eru fólgin ákveðin menningarverðmæti í þeim. Ég er ansi hræddur um að margir góðir gripir hafi lent á haugunum í áranna rás," segir Grímur. Hvenær hið merka Henderson-mótorhjól Gríms kemst á götuna er óráðið. „Að gera upp forngripi sem þessa kostar mikla yfirlegu og það fer mikill tími í að útvega varahluti. Ég stefni á að klára Henderson-inn en hvenær það verður get ég ekki sagt um," segir Grímur Jónsson.
DV
1 febrúar  2000

es. 2020
Þess má geta að Henderson hjólið náði Grímur að klára og það án vafa merkilegasta mótorhjólið á Mótorhjólasafninu á Akureyri 

1.2.00

Hjón í Vélhjólafélagi gamlingja endursmíða mótorhjól:

Erum að gera upp Harley '31

Einar Ragnarsson er í Vélhjólafélagi gamlingja sem er félagsskapur þeirra sem aka á gömlum mótorhjólum og menn eru 34. Hann hefur ásamt konu sinni, Dagnýju Hlöðversdóttur, talsvert fengist við að gera upp gömul mótorhjól..


„Við höfum eitthvað komið nálægt þessu. Við erum búin að gera upp eina fjóra Harleya," segir Einar og á þar að sjálfsögðu við þá nafntoguðu mótorhjólategund, Harley Davidson.
„Við erum reyndar búin að selja þá alla aftur, en við erum með ein sex eða sjö gömul hjól sem við eigum eftir að gera upp. Elsta hjólið sem ég hef átt við er '31- módel af Harley. Ég held að elsta hjólið sem búið er að gera upp og sést hér á gótum sé af árgerðinni 1938, en það er breskt af gerðinni Ariel."
- Hvað um varahluti í svo gömul hjól? 
„Þetta er til víða, en það tekur bara tíma að finna þetta hér og þar um heiminn. Það er mest til af breskum hjólum og gott að fá í þau varahluti. Það er líka mikill áhugi í Bretlandi og þeir virðast halda þessu lengi við og framleiða enn varahluti í gömul hjól."
- Eru þá ekki víða til hjól á háaloftum og í skúrum sem eru að grotna niður?
„Eflaust eitthvað, annars er orðinn svo mikill áhugi á að gera þetta upp að ekki liggur mikið af þessu. Menn eru að sanka að sér hjólum til að gera upp. Maður er þó alltaf að heyra sögur af einhverjum gullgripum sem hefur verið fargað."
 - Hvað ertu að gera upp núna?
 „Það er Harley '31 og það er verið að sprauta á því tankinn, bretti og annað. Konan mín á reyndar þetta hjól. Svo er ég líka með BSA 1945 módel."
 -HKr.
DV
1.2.2000

26.1.00

Tætt um ísinn á mótorhjólum

 
Vinsælt að þeysa á Leirtjörn og Hafravatni

Ísakstur á mótorhjólum er vaxandi grein vetraríþrótta hér á landi og kunnugir telja að um 30% aukning hafi orðið á ári í þessu sporti síðastliðin fjögur ár. 
Reynir Jónsson er einn þeirra kappa sem stundar akstur á ís. Hann er búinn að koma sér upp nýju Kawasaki KX 250 mótorhjóli. Hann segir að líklega séu um 60 manns sem stundi þetta sport í dag á Reykjavíkursvæðinu. „Við höfum mest verið á Leirtjörn og Hafravatni að undanförnu. 
Um fyrri helgi voru 30 manns á laugardegi og 20 manns á sunnudegi." Reynir segist hins vegar ekkert nota mótorhjólið á götunum heldur einungis utan vega. 
Auk þess að vera á vötnum nýta menn harðfenni þegar það gefst. Mótorhjólamenn hafa keppt sín á milli við Reykjavík, á Pllinum á Akureyri, Mývatni og víðar. 
Eins og gefur að skilja dugar ekki að vera á venjulegum sumardekkjum í ísakstri. Flestir nota svokölluð Trelleborg-dekk sem eru með ílímdum karbídnöglum sem standa 1 sentímetra út úr dekkjunum. Þeir alhörðustu skrúfa einfaldlega skrúfur í dekkin, kannski 1.200 skrúfur í hvert dekk. -HKr. 

19.1.00

Dekk fyrir ísinn

 

Bæta við myndatexta

ÍSDEKK eru af ýmsum stærðum og gerðum. 

Í stuttu máli má skipta nagladekkjunum í tvennt; þau sem menn kaupa fullbúin og flestir nota og svo hin sem eru heimasmíðuð og oft æði skrautleg og gróf en gefa þeim mun meira grip á ísnum.

 Menn hafa ýmsar kenningar um hvernig best sé að búa til ísdekk en uppskriftin að ekta íslensku skrúfudekki samanstendur í grófum dráttum af heilum haug af stálboltum, 600–700 stykkjum sem þegar upp er staðið geta þyngt dekk um næstum 1,5 kíló! 

Venjulega eru miðlungshörð kubbadekk notuð til verksins og þar sem venjulegt kubbadekk hefur nærri 200 kubba og í stærstu kubbana eru oftast settir tveir stálboltar er ekki óeðlilegt að 350 bolta taki að negla hvert dekk. Svo er borvélin notuð til að bora lítið gat áður en boltarnir eru skrúfaðir í og festir með ró í annan endann. Ekki er óalgengt að menn lími boltana fasta í dekkin því oft eru átökin í akstrinum ansi mikil. 

Heimasmíðuð dekk eru ekki eins algeng á ísnum og þau sem maður kaupir tilbúin úti í næstu mótorhjólabúð enda er ansi tímafrekt að útbúa slíkt dekk. 

Tilbúin dekk (oftast Michelin og Trelleborg) hafa ekki eins stóra nagla en eru fantagóð og endast mönnum yfirleitt í nokkur ár. Það lætur nærri að verð á slíkum dekkjum sé nærri 60 þúsundum fyrir parið sem er ekki svo langt frá því sem kostar að búa til heimatilbúið skrúfudekk þegar allt er talið (efniskostnaður, vinna og bjór). 

Að lokum má svo nefna ísnáladekkin en þau hafa langar grannar nálar sem gefa geysilega mikið grip á ísnum og þyngja dekkin ekki mikið. Þegar ég segi mikið grip meina ég að það er svipað og þegar við ökum á góðu malbiki að sumri. Þessi dekk eru mjög algeng í keppnum en þola ekki akstur í möl og grjóti. ÞK

30.12.99

10 helstu mótorhjól aldarinnar á íslandi

- Að mati blaðamanns DV-bíla

Saga mótorhjólsins á íslandi er næstum jafngömul sögu bílsins. Fyrsta hjólið kom til landsins 20. júní árið 1905, réttu ári eftir komu fyrsta bílsins, og var það bílstjóri Thomsens-bílsins sem flutti það inn. Sá hét Þorkell Clemenz og hafði ekki verið sáttur við valið á bílnum þar sem hann var aflvana og bilaði mikið. Til að sýna fram á fleiri og betri kosti fyrir okkar erfiðu aðstæður flutti hann inn þetta mótorhjól og sótti um leið um einkaleyfi á nafni fyrir gripinn og