1.3.00

Klessukeyrði nýuppgert vélhjól konunnar:

Nei, ekki pústkerfið!

- var það fyrsta sem eiginmanninum datt í hug þegar hann lenti í götunni

Á fjórðu hæð í blokk í Breiðholtinu búa hjónin Ögmundur Birgisson og Margrét Hanna en í svefhherberginu er bóndinn að gera upp fyrstu skellinöðruna, Hondu MB-5 árgerð 1980, sem hann eignaðist fyrir tuttuguárum.
Bæði eru þau forfallnir mótorhjólaaðdáendur og Ögmundur í mótorhjólaklúbbnum Exar sem samanstendur að mestu af AA mönnum. Margrét fékk bakteríuna 16 ára gömul en ögmundur 15 ára og þau kynntust í gegnum þetta áhugamál sitt.
„Þetta er hjól númer tvö sem við gerum upp frá grunni en ég er að byrja á því þriðja. Hins vegar er ég búinn að eiga 12 eða 14 hjól í gegnum tiðina. S„Ég átti lítið hjól þegar við kynntumst en síðan keypti ég mér stærra hjól," segir Margrét. „Við gerðum það upp og það var orðið ægilega fínt. Svo kom Ögmundur og fór á því í vinnuna en ég var þá ólétt og hann rústaði hjðlið."
Ögmundur var á leiðinni í vinnuna í Bílanausti þegar hann lenti í árekstri í Borgartúninu í maí 1998. Hann segir að læknarnir hafi ekki ætlað að trúa því en löppin á honum brotaaði ekki heldur bognaði eftir að hann hafði þeyst af hjólinu og lent í götunni. Að öðru leyti slapp hann ótrúlega vel. Þau voru nýbúin að setja á hjólið forláta sérpantaðar pústflækjur og þetta var fyrsta ferðin með þær á hjólinu
„Það fyrsta sem mér kom í hug þegar ég lenti á götunni var: „Nei, ekki púsfkerfið!" segir Ögmundur en þau hjón eru sammála um að vélhjólaökumenn eigi að hafa það fyrir reglu að líta vel í kringum sig, sýna kurteisi og treysta engum í umferðinni. 
-HKr.
DV
1. FEBRUAR 2000