23.2.00

Fleiri hjól á götuna

Innflutningur nýrra hjóla fjórfaldast á fjórum árum 

Aukning á sölu nýrra og notaðra bifhjóla hefur verið stöðug undanfarin ár og virðist ætla að halda áfram. Það sama er upp á teningnum erlendis og má þar nefha að í fyrra var mesta sala á nýjum mótorhjólum í Danmörku síðan 1977. Þá voru flutt inn 4216 hjól sem var 24,2 % aukning frá því árinu áður. Svipuð aukning á innflutningi mótorhjóla kemur í ljós þegar skoðaðar eru innflutningstölur frá Skráningarstofunni.  Árið 1999 voru flutt inn samtals 173 hjól, þar af 134 ný, sem er 21,8 % aukning. Aukningin í innflutningi nýrra hjóla er jafnvel enn meiri, úr 97 hjólum í fyrra i 134, sem gerir 31,8 % aukningu á milli ára.
 Hljóðið í umboðum mótorhjóla er líka gott þessa dagana og flest þeirra bjóða nú upp á að eiga hjól á lager. Búast menn við allt að jam góðri sölu í ár og í fyrra þegar Suzuki-umboðið seldi 50 mótorhjól og Merkúr hf, umboðsaðili Yamaha-mótorhjóla, hátt í 40.
  Það helst hins vegar oftast í hendur skráð gengi jensins og innfluttúngur á mótorhjólum, auk góðæris í þjóðfélaginu. Meðan gengið á japanska jeninu var sem hæst um miðjan þennan ára tug fór  innflutningur niður í 35 ný hjól á árinu 1996 þannig að á fjórum árum hefur influtaingur nýrra hjóla nálægt fjórfaldast. 
Árið 1991 var svo alveg sér á parti ásamt 1993, en þá voru flutt inn fleiri notuð hjól en ný. Til að mynda voru flutt inn 105 notuð á móti 97 nýjum árið 1991. Flest bessara hjóla komu frá Ameríku og varþar samverkandi hátt gengi jensins og Mgt gengi dollars. Það sem kemur helst í veg fyrir að aukningin verði meiri en orðið er eru háir tollar og óhagstæðar tryggingar á mótorhjólum. Þar gildir einu að þau eru öll sett í sama flokk, óháð vélarstærð og tvöfalda þau þvi upphaflegt innflutningsverð sitt þegar i umboðið er komið.
 -NG 

DV
19.3.2000