19.2.00

Ættfræði Gamalla Mótorhjóla....


Segja má að mótorhjólasaga íslands sé eitt af áhugamálum annars blaðamanns DV-bíla og hægt og bítandi er að verða til bók um sögu mótorhjólsins hér á landi. 

Stór hluti af því verki er söfnun gamalla mynda og heimilda um efnið og vill undirritaður því fá að misnota aðstöðu sína og leita til lesenda DVbíla um hvort þeir kannist við að eiga slíkt efni heima hjá sér á háalofti eða í gömlu albúmi. Sá sem kann að luma á sliku mætti gjarnan hafa samband við Njál Gunnlaugsson, blaðamann hjá DV-bílum, í síma 550 5723 eða skrifa honum tölvupóst á njall@ff.is og hjálpa þannig til við að gera drauminn að veruleika. Fyrsta mótorhjólið var flutt til landsins árið 1905, aðeins ári á eftir fyrsta bílnum, og vantar sérstaklega efni frá þeim tíma til ca 1930.
Þessi mynd er tekin fyrir framan Tryggvaskála
á Selfossi upp úr 1935.Gaman væri ao
 vita hvort einhverjir lesendur þekkja
einhvern í hópnum.

Útbúinn hefur verið sérstakur  gagnabanki yfir skráð mótorhjól á íslandi til ársins 1975 en mikið af gögnum fyrir þann tíma er glatað. í skránni eru nú um 600 hjól og er velkomið að leita upplýsinga úr henni fyrir þá sem áhuga hafa á þvi.
-NG
DV 19. FEBRÚAR 2000