- Ragnar Ingi keppir á Husaberg-hjóli í sumar
Ragnar Ingi Stefánsson er fimmfaldur íslandsmeistari í mótorkrossi og vann íslandsmeistaramótið í fyrra með töluverðum yfirburðum. Þá naut hann dyggs stuðnings Vélhjóla & sleða sem hafa ákveðið að gera betur í ár og láta hann hafa hjól til keppni af Husaberg-gerð, en þar á bæ eru menn nýkomnir með umboðið fyrir þau. Við tókum Ragnar, sem býr í Svíþjóð, tali um daginn og spjölluðum um tímabilið fram undan.Þú ert að fara í æfingabúðir, þarftu eitthvað á því að halda?
Auðvitað þarf maður á því að halda. Þótt maður verði að sjálfsögðu að æfa allt árið um kring þá er mesta áherslan á tímabilinu frá áramótum og fram á vor. Á þessu tímabili byggir maður upp grunninn að því hvernig úthaldið og keyrslan falla saman yfir sumarið. Þar að auki er þrælgaman að skreppa í æfingabúðir til Belgíu. Þetta er frábær staður með fullt af brautum í nágrenninu, sannkölluð paradís krossökumannsins. Og svona til að bæta samkeppnina þá koma nokkrir að heiman með í ferðina, t.d. Reynir og fleiri.
Þú munt aka Husaberg-hjóli og aðalstyrktaraðili þinn er VH&S, hvernig finnst þér Husaberginn?
Vífilfell/Coke er nú reyndar aðalstyrktaraðilinn ásamt Vélhjólum & sleðum. Auk þess fæ ég stuðning frá World Class og kannski fleiri. Mér líst bara vel á Husaberginn. 2000- módelið er alveg ný hönnun því það er búið að breyta því svo mikið frá eldri árgerðum þannig að maður er mjög spenntur að fá að keyra það í sumar. En það veldur mér náttúrlega vandræðum að fá ekki að keyra það neitt af viti fyrr en nokkrum dögum fyrir fyrstu keppnina þar sem ég er í Svíþjóð og þar að auki óvanur að keyra fjórgengishjól í krossbraut.
Þú barst höfuð og herðar yfir keppinauta þína í fyrra, heldurðu ekki að þú fáir meiri keppni núna?
Vonandi fæ ég meiri samkeppni í ár. Það er alltaf skemmtilegra með alvörubaráttu. En þeir mega nú eiga það, strákarnir, að þeir hafa bætt sig mjög mikið á milli ára. Og því betri sem þeir verða því betur get ég sýnt getu mína. „Ég á nóg eftir!"
Þónokkur umboð styðja vel við keppendur núna og útvega þeim jafnvel hjól, er það ekki dæmi um uppgang í sportinu?
Nákvæmlega og ekkert nema gotum það að segja. En mikið vill meira og ég held að sportið eigi eftir að komast langt á Klakanum, með yngri kynslóðinni sem er að vaxa úr grasi og þarf kannski nokkur ár í viðbót til að ná í rassinn á okkur í forystunni.
Hverfi og hverfi. Maður verður náttúrlega að æfa sig. Hérna er líka yfirleitt keppni allar helgar svo ég æfi mig nú mest í miðri viku. En það gefur náttúrlega auga leið að maður er mikið úti að þvælast þegar keppni er oft bæði laugardag og sunnudag, hálfs- eða jafnvel heilsdagskeyrslu i burtu.
Hvernig líst þér á uppbygginguna hérna heima, eins og t.d. brautarmálin?
Það lítur ágætlega út. En til þess að komast upp í þann standard sem er erlendis þá er langt íland. Það er náttúrlega stórt skref í rétta átt að fá fast framtíðarsvæði fyrir braut sem allir eru mjög ánægðir með. Það getur tekið fleiri ár að ná braut upp i góðan standard. Draumurinn er náttúrlega að ísland geti haft stórar alþjóðlegar mótorkrosskeppnir. Við sjáumst í vor, ég stefni líka á að taka þátt í fyrstu endurokeppninni 27. maí.
-NG
DV 12. FEBRÚAR 2000