„Fjölskylda og vinir Heiðars hafa stofnað sjálfseignarstofunun um bygginguna og reksturinn, en
Geinin í HQ-PDF |
Geinin í HQ-PDF |
Mótorkross nýtur sívaxandi vinsælda á Íslandi
en nokkur sértilbúin
svæði má finna til þeirrar
iðkunar í nágrenni við
Reykjavík. Það kemur
skemmtilega á óvart að
aukningin hefur ekki síst
átt sér stað í hópi kvenna.
Hin 25 ára gamla Sigríður Garðarsdóttir starfar sem rekstrarstjóri
tískuverslananna Fókus og Smash.
En þegar vinnudegi lýkur skiptir
hún heldur betur um gír, hendir
sér í leðurgallann og heldur út fyrir bæinn til að sinna áhugamálinu:
mótorkrossi.
„Ég fékk áhuga á mótorkrossinu í fyrrasumar en ég kynntist þessu í gegnum kærastann minn,“ segir Sigríður en hún telur að flestar stelpurnar í sportinu hafi kynnst því með svipuðum hætti. „Ef það er ekki kærastinn þá er það yfirleitt einhver úr fjölskyldunni, t.d. foreldri.“ Auðvitað séu þó undantekningar á þessari reglu, en hvernig sem áhuginn kviknar þá hefur stelpunum í hópnum fjölgað töluvert upp á síðkastið, sérstaklega síðustu tvö ár. Þá séu starfandi þó nokkrir stelpuklúbbar en hún tilheyri reyndar engum slíkum.
Eins og við er að búast fylgir krossurunum eitthvert viðhald en Sigríður segir það ekkert sem hún ráði ekki við. „Það kemur fyrir að maður detti og það brotni hlutir, gírinn eða eitthvað slíkt. Maður reynir náttúrulega að laga það sem maður getur sjálfur, það þýðir ekkert annað! En núna er ég búin að vera ein að þessu í um það bil tvo mánuði og mér tekst yfirleitt að redda mér. Svo eru allir tilbúnir til að hjálpa manni og ég hef þegið það með þetta erfiðasta.“
Sigríður segir að það sé ekkert mál að samræma sportið og vinnuna og segist ekki eiga í vanda með skítarendur undir nöglum né marbletti. „Ef ég er mikið á hausnum þá er ég oft marin en það sést þá ekki og er allt falið af fötunum,“ segir hún og þvertekur fyrir að þessi íþrótt sé hættuleg. „Maður er mjög vel varinn á höfði og líkama – sé maður með réttan búnað og keyrir eftir getu þá ætti maður ekki að vera í mikilli hættu. En ef þú ert til dæmis að taka einhver stökk eða eitthvað sem þú kannt ekki þá geturðu lent í vondum málum.“ Að lokum segir Sigríður okkur að þótt hún geti stundað krossið á veturna sé sumarið tíminn og nú nýti hún allar frístundir í sportið. „Ég reyni að fara eins oft og ég get, helst á hverjum degi, og ætla mér að taka þátt í keppnum í sumar, þó svo að ég sé ekkert þrusugóð. Það er bara svo gaman að taka þátt og svo er félagsskapurinn líka frábær.“
Eftir Hauk Johnson haukurj@24stundir.is
Þegar sólin hækkar á lofti sést töluvert meira af mótorhjólum á götum borgarinnar og sala hjóla eykst eftir því. Jón Hjörleifsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Krossgötur, segir að vissulega aukist salan á mótorhjólum á þessum tíma en Krossgötur er með umboðið fyrir Triumph mótorhjólum. Jón segir Triumph vera ein sérstæðustu mótorhjól heims, bæði hvað gæði og útlit varðar, enda verið framleidd síðan 1905.
„Eitt vinsælasta hjólið okkar er Street Triple 675 sem er uppselt út um allan heim, nokkrum mánuðum eftir frumsýningu þess. Street Triple 675 er eitt eftirsóknaverðasta millivigtarhjólið á markaðnum enda vel útlítandi og með magnaða aksturseiginleika- .
“Jón segist vera með ein fjórtán mótorhjól í sölu en algengt er að þeir sem þekkja Triumph mótorhjólin vilji fátt annað. „Sporthjólin okkar eru þekkt fyrir styrk og sveigjanleika á öllum sínum ferðum enda hönnuð fyrir fólk sem krefst alvöru frammistöðu. Triumph hjólin eiga það sameiginlegt að vera yfirleitt með fleiri hestöfl á kíló á hjóli heldur en önnur hjól og bestu hjólin eru það alltaf. Það eru fjögur eða fimm Triumph hjól sem hafa verið valin í hópi tíu bestu hjóla heims af viðskiptavinum og blaðamönnum,“ segir Jón sem finnst tími til kominn að landsmenn kynnist gæðum Triumph hjólanna. „Við erum með tvö utanvegahjól sem heita Scrambler og Tiger en hitt eru allt saman götuhjól. Það er sama hvað viðskiptavinurinn leitar eftir, það má finna það allt í Triumph mótorhjóli og meira til. Ég er til dæmis með meira úrval í götuhjólum en nokkur annar.
Auk mótorhjóla verðum við með mikið úrval fjarstýrða bíla, bílakerrur, fjórhjól og margt annað.“
Það má því segja að mótorhjólið
sem hér er til prófunar sé eins konar
samruni þess nýja og gamla hjá
BMW. Hugmyndafræðin að baki hjólinu er enn sú sama, sterkbyggt og
endingargott hjól sem þó státar af
keðju frekar en drifskafti og hefur
jafnframt hefðbundna fjöðrun. BMW
hefur þó hvergi til sparað frekar en
venjulega en sökum þess hvernig hjólið er uppbyggt, á hefðbundinn máta,
þá fer hið nýja BMW F800 GS í beina
samkeppni við önnur ferðahjól eins og
Honda Varadero, Triumph Tiger, Suzuki V–Strom, Ducati Multistrada og
KTM 990 Adventure svo einhver séu
nefnd.
Hið eina sanna Piaggio Vespa® hjól
Gunnar Hansson leikari svífur um borgina á fagurgrænni vespu. Sannri Vespu Piaggio. „Þetta eru gæðahjól, einu hjólin sem svo sannarlega eru vespur,“ segir Gunnar sem flytur þau inn og selur. „Önnur hjól en af þessari tegund í sama flokki eru svo kölluð scooter-hjól,“ bætir hann við.
„Þetta er lífstíll,“ segir Gunnar Hansson um grænu Piaggio Vespuna sem hann sést þeysast um borgina á. „Ég veit að ég hef sennilega ekki valið besta tímann til að fara í bissness í öllu þessu Evrudjóki sem er búið að vera upp á síðkastið en svo er það að kannski samt tíðarandinn nú sem er einmitt sá heppilegasti til að selja Vespur enda hagkvæmir fararskjótar.“
Gunnar segir Vespuna hafa verið hannaða af Piaggio fyrirtækinu árið 1946 þegar Ítalskt efnahagslíf hafi verið í sárum. „Það vantaði farartæki sem almenningur hafði efni á að kaupa og reka. Hjólið var hannað árið 1946 og náði strax vinsældum,“ segir Gunnar.
„Ég er með aðstöðu til að sýna Piaggio-hjólin í versluninni Saltfélaginu auk þess sem ég rek vefsíðu: www.vespur.is þar sem ítarlegar upplýsingar má finna um þær gerðir af hjólum sem eru í boði.“ Gunnar segir þrjár vélarstærðir í boði, 50 kúbik, 125 kúbik og 250 kúbik. 125 kúbika hjólin eru góður kostur fyrir marga enda hafa þau kraft til að halda í við umferðarhraðann, geta farið á 90-100 km hraða á klukkustund. Ég fór í samgönguráðuneytið og niður á Umferðarstofu vegna þeirra hjóla til að koma því í kring að auðvelda fólki að fá próf á þessi hjól. Próf getur fólk nú öðlast á hjólunum sjálfum og þarf ekki að fara á stórt mótorhjól og taka próf á því.“
„Það er frábært að fara um borgina og hugsa ekkert um bílastæði og afskaplega hressandi að borga þúsundkall fyrir að fylla á tankinn á næstu bensínstöð!“