12.6.08

Mótorhjólamessa var eftirtektarverð

Mótorhjólamessa í samstarfi þjóðkirkjusafnaða og Hvítasunnukirkjunnar var haldin í Digraneskirkju að kvöldi annars dags hvítasunnu.
 Flestir mótorhjólaklúbbar áttu fulltrúa í messunni með þátttöku sinni. Messunni stjórnuðu prestarnir sr. Gunnar Sigurjónsson, Snigill og IFMR, sr. Íris Kristjánsdóttir, Snigill og Skutla og Jón Þór Eyjólfsson aðstoðarprestur Fíladelfíu, Snigill og Trúboði.
Tónlistarmaðurinn Þorvaldur Halldórsson sá um tónlistina ásamt Meme-group sem er gospelkór unglingastarfsins í Digraneskirkju.
Leðurklæðnaður og annar öryggisbúnaður á mótorhjólum
var viðeigandi messuklæðnaður. Tilgangurinn var m.a. að minna á þær hættur sem fylgja akstri mótorhjóla og hvetja allt mótorhjólafólk til aðgætni í umferðinni í sumar.
Kópavogsblaðið júní 2008