22.5.08

Bifhjólasýning Raftana

   Mótorhjólamenn um allt land lögðu leið sína í íþróttahúsið í Borgarnesi, eða Fjósið eins og það er oft kallað, í þetta skipti ekki til að horfa á körfubolta heldur á bifhjólasýningu Raftanna.


Hin árlega bifhjólasýning Raftanna var haldin síðastliðinn laugardag. Sýningin var haldin í Íþróttahúsinu í Borgarnesi og er þetta sjötta sýningin á sjö árum, þar sem eitt árið var verið að parketleggja íþróttahúsið. Enginn sýningarstjóri er við sýningarnar þar sem allir Raftar sem koma að sýningunni vinna samán að þessu. „Öll árin sem sýningin hefur verið haldin hefur hún verið vel sótt og hafa yfirleitt um 500-600 mans mætt árlega og talið er að jafnvel fleiri hafi mætt á sýninguna nú. Þetta er bara orðið fastur liður hjá mótorhjólamönnum um mestallt land," segir Guðjón Bachmann, formaður Raftanna.

    Húsnæðið of lítið 

Raftarnir sýna nú um 40 hjól og svo hafa vélhjólaumboðin aíltaf komið með sinn skerf af hjólum, vélsleðum eða fjórhjólum en í þetta skiptið komu umboðin bara með hjól og annan búnað tengdan þeim. f ár voru þeir með hjól frá Heiðari Jóhannessyni sem var goðsögn í lifandi lífi meðal vélhjólamanna. „íþróttahúsið er einfaldlega orðið of lítið, ef við viljum halda alvörusýningar verðum við að hafa nægilega stórt húsnæði, við reyndum einu sinni að hafa sýninguna úti en þá týndust allir og það fór bara í vaskinn," sagði Guðjón

Smitast frá foreldrum

Raftarnir voru stofnaðir árið 2001 af 32 vélhjólamönnum í Borgarfirði. Og í dag eru um 90 meðlimir í hópnum og eru allir mjög virkir. „Hópurinn er bara ein stór fjölskylda," segir Guðjón. Ekki getur maður orðið meðlimur Raftanna fyrr en við 17 ára aldur en flestir meðlimir Raftanna eiga börn og  taka þau með sér á öll mót og annað sem Raftarnir halda. Krökkunum, sem eiga hjól og eru ekki með aldur til að vera í Röftunum, er velkomið að sýna hjólin sín enda var mikið af hjólum frá verðandi Röftum.

Hjólið látið hanga 


Á stórum Harley Davidson mótum í Bandaríkjunum hefur það verið siður að festa japanskt mótorhjól í krana svo er olían látin leka úr því og það ræst. Hjólið svo híft upp og látið bræða úr sér. Eftir að hjólið hefur brætt úr sér er það látið síga niður og þá er það barið til óbóta með hafnaboltakylfum. Raftarnir ætla ekki að taka upp þennan sið en á sýningunni nú létu þeir mótorhjól hanga í krana á Shell-planinu í Borgarnesi, sem blasti við þegar maður kom inn í bæinn.
Hugmyndina átti Helgi Sigurvin Kristjánsson, eigandi HSK krana, sem útvegaði kranann og einniger hann Raftur og á mótorhjólið sem var látið hanga.
Dagblaðið Vísir
22.05.2008