20.7.08

Opna Mótorhjólasafn á Akureyri

Föðurbróðir minn lést í mótorhjólaslysi fyrir tveimur árum síðan, en þá hafði hann ætlað sér að opna mótorhjólasafn og var komin með 22 hjól.
 Við ákváðum því að taka við kyndlinum og opna safn í minningu hans,“ segir Jóhann Freyr Jónsson, safnstjóri á mótorhjólasafni sem reist verður til minningar um Akureyringinn Heiðar Jóhannsson. 

Safnið verður á safnasvæðinu sunnan við Iðnaðarsafnið á Krókeyri og verður alls um 800 fermetrar að stærð.

„Fjölskylda og vinir Heiðars hafa stofnað sjálfseignarstofunun um bygginguna og reksturinn, en
stefnt er að því að framkvæmdum við fyrsta áfanga verði lokið næsta sumar.
 Auk þeirra hjóla sem Heiðar átti hefur safnið fengið mörg að gjöf og á nú orðið um 50 mótorhjól sem munu vera
til sýnis,“ útskýrir Jóhann Freyr. „

Safnið verður án efa skemmtileg viðbót við safnaflóruna í
Eyjafirði, en ekki síður heimildageymsla um sögu mótorhjóla sem er stór hluti samgöngusögu
Íslands,“ segir Jóhann. 
Geinin í HQ-PDF