- Ísland eina Evrópulandið sem bannar að bifhjól sé notað til dráttar
Svona má aðeins gera sem
uppstillingu til myndatöku á íslandi. í öðrum löndum Evrópu má ferðast með aftanívagn aftan í mótorhjóli. Mynd DV-bílar |
Með þessari einu setningu hefur ísland málað sig út í horn hvað varðar löggjöf um bifhjól því það er eina landið í Evrópu sem enn þá bannar drátt á bifhjöli í umferðarlögum sínum. Til skamms tíma var því svipað farið hjá frændum vorum í Danmörku en með hjálp Evrópusamtaka mótorhjólafólks,
FEMA, létu stjórnvöld þar sér segjast og voru helstu rökin þau að ekki væri hægt að banna akstur farartækis, sem skráð væri í öðru Evrópulandi og ætlaði að aka í gegnum landið með þess háttar tengibúnað. Á hverju ári koma hundruð ferðamanna til islands á mótorhjólum og spurning hvernig yfirvöld myndu taka á því ef einhver þeirra væru útbúin á þennan veg. Búnaður þessi hefur verið prófaður og framleiddur eftir ströngustu stöðlum i Evrópu eins og TRRL í Bretlandi og TUV í Þýskalandi.
Nú er svo komið að Íslendingur einn, Eyjólfur Þrastarson að nafni, hefur látið útbúa Goldwing 1500 hjól sitt með þess háttar búnaði og heimsótti DV hann um daginn þegar hann var að máta tjaldvagn aftan i hjólið. Hjólið hans er vel búið til ferðalaga, 1500 mótorinn er sex strokka og gírkassinn með bakkgír. Það er á loftpúðafjöðrun að aftan þannig að hægt er að stilla það eftir burði. Einnig er það með búnaði eins og tölvustýrðum skriðstilli (cruisecontrol) og fullkomnum hljómflutningstækjum sem hækka sjalfkrafa i tónlistinni þegar hraðinn eykst. Eyjólfur segir að ekki sé mikill munur á að keyra það með eða án vagns því að vagnfestingin snúist á kúlunni og er því hægt að leggja því í beygjum eins og venjulega. Einnig er hægt að fá útbúnað á tengibúnaðinn sem er á snúningslið þannig að enginn munur sé á þessu. Hann hefur einnig keyrt nokkuð erlendis með fólki sem noti svona vagna að staðaldri og þar séu þeir notaðir til ýmissa hluta, eins og farangurskerra eða ískassi fyrir bjórinn.
Eyjólfur er ekki óvanur stórum farartækjum í sinni vinnu sem trukkabílstjóri enda hefur hann viðurnefhið „trukkurinn" meðal fésinna.
Við óskum „trukknum" alls hins besta í viðureign sinni við yfirvöldin.