13.4.99

Rosaleg útrás

Torfi Hjálmarsson gullsmiður:


Ég byrjaði ungur að aka mótorhjólum en ég tók próf á stórt hjól þegar ég var rúmlega tvítugur. Ég keypti mér síðan 20 ára gamalt Triumph-hjól sem mig hafði lengi dreymt um," segir Torfi Hjálmarsson gullsmiður. Í dag á hann nýlegra Triumph-hjól, sem hann kallar götuhjól, auk þess sem hann á Husaberg torfærumótorhjól. Hann hefur keppt á hjólinu en segist ekki berjast um toppsætin.
   „Ég hef gaman af að lagfæra og gera upp mótorhjólin mín og á margar stundirnar úti í bílskúr þar sem ég geymi þau. Skemmtilegast finnst mér þó að keyra þau." 
   Torfi notar hjólin allt árið og 8 ára sonur hans, Freyr, á lítið Suzuki-hjól. Á veturna aka þeir á ísi lögðum tjörnum og á harðfenni. Á sumrin aka þeir á lokuðum brautum og svæðum. Torfi segist löngu hættur að rúnta í bænum. „Ef ég fer eitthvað á götuhjólinu þá fer ég út úr bænum og þá helst í lengri ferðir, eins og norður á Akureyri. Torfæruhjólið veitir mér þó meiri útrás og ánægju. 
  Torfi fer alltaf með félaga sínum hringinn í kringum landið einu sinni á ári á gamla hjólinu. Ferðin tekur um viku. „Við hjónin reynum síðan að fara tvö saman út á land og situr konan þá aftan á."
   Torfi gefur ekki bensínið i botn á götunum. Útrásina fær hann þegar hann er á torfærumótorhjólinu. „Þetta er svakalega mikil útrás. Ég elska að finna mig frjálsan á stöðum þar sem hvergi sjást umferðarmerki og ég set engan í hættu nema sjálfan mig. Þessu fylgir oft mikiil hraði og gifurleg átök. Á torfærumótorhjólinu er ég alltaf að reyna að sigra sjálfan mig og þegar vel gengur liður mér ótrúlega vel. Það er eflaust á við langar setur hjá sálfræðingum að sirja gott mótorhjól. Þegar ég kem heim úr góðum túr er ég afslappaður og tilbúinn að takast á við umhverfið og þær kröfur sem hvunndagurinn gerir." -SJ
DV 
13.04.1999