Bolli Kristinsson kaupmaður:
„Það er ekkert mál að skipta um jakka," segir Bolli Kristinsson, kaupmaður í tískuversluninni Sautján. í vinnunni er hann klæddur í jakka samkvæmt nýjustu tísku en þegar hann situr á rauða Harley Davidson-mótorhjólinu er hann í grófum, svörtum leðurjakka.„Mér finnst að karlmenn eigi að kunna að keyra mótorhjól. Mér
finnst líka gaman að sjá konur á mótorhjólum. Sumar eru svakalegir
ökumenn."
Bolli var 15 ára þegar hann fékk skellinöðru. „Ég eignaðist mótorhjól þegar ég var 17 ára. Þetta blundaði alltaf í mér. Svo sá ég þetta fallega Harley Davidson hjól til sölu fyrir tíu árum. Ég gat ekki staðist freistinguna að eignast það. Ég hef verið mjög ánægður með það. Það er skemmtilegt að eiga svona hjól sem er mikill gripur."
Hann hefur farið styttri ferðir á hjólinu: til Selfoss, austur í sveitir og upp i Kjós. „Stundum fer ég einn en stundum situr einhver aftan á."
Harley Davidson-hjólið hefur rödd sem Bolli segir að sé engu lík. „Framleiðendur hjólanna reyndu að fá einkaleyfi á þessu sérstaka hljóði þar sem japönsku hjólaverksmiðjurnar voru farnar að reynaað gera eftirlikingar."
Bolli vonast til að eiga rauða Harley Davidson-hjólið alla ævi. „Ég hætti þessu aldrei.
-SJ
DV
13.04.1999