13.4.99

Þorsteinn Hjaltason fólkvangsvörður: Ekkert sem truflar


Þorsteinn Hjaltason, fólkvangsvörður í Bláfjöllum, þeysist um á snjósleðum og skíðum á veturna.


 Á vorin dustar hann rykið af Suzuki Intruder mótorhjólinu sínu sem hann keypti í fyrravor. „Draumurinn um að kaupa hjól hafði blundað lengi í mér," segir Þorsteinn. Hjólið, sem er svart og grænt, er 1500 cc. Hann segir að sérstók tilfinning vakni þegar hann þeysist um á vélknúna  mótorfáknum úti á landi.
„Þetta er eithvert frjálsræði. Maður er einn í sínum hugarheimi og það er ekkert sem truflar. Ég losna líka við spennu ef hún er fyrir hendi. Ef ég hjóla hins vegar í bænum er ég ákaflega upptekinn við umferðina því það má aldrei af henni líta." Þótt Þorsteinn hafi ekki keypt mðtorhjól fyrr en í fyrravor hefur hann haft próf á slíkan farkost í um 40 ár. „Ég vann til margra ára á bílaverkstæði lögreglunnar og sá mikið um viðhald og viðgerðir á mótorhjólunum í flotanum Þá lærði ég á mótorhjól."
Þorsteinn hefur viðrað hjólið tvisvar sinnum á þessu vori. Lokað var í fjöllunum annan í páskum og þá notaði hann tækifærið og sýndi sig og hjólið í Reykjavík og nágrenni. Ferðirnar eru þó stundum lengri. í fyrrasumar fór hann hringinn í kringum landið auk þess að fara aðra ferðir á Snæfellsnes og út á Reykjanes. Hann býst við að fara aftur hringinn í sumar. Konan hans situr stundum aftan
á og eru þau þá bæði i réttu göllunum - í leðursamfestingum og með hjálma. „Ég hef afskaplega mikla ánægju af þessu."
Þorsteinn kemst á eftirlaun eftir fjögur ár. „Ég vona að ég verði þá svo frískur að ég geti leikið mér meira. Ég á svo mörg áhugamál," segir fjallkóngurinn. Fyrir utan að sitja á mótorfákinum fer hann
mikið í ferðalög og stundar fjallgöngur.
-SJ
DV 13.04.1999